Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2016, Blaðsíða 1
Eyjafréttir Þrjár Eyjadömur útskrifast úr HárakadEmíunni framkvæmdir á ísfélags- og fisk- iðjurEitunum >> 2 vEl HEppnuð safnaHElgi >> 8 >> 12 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Vestmannaeyjum 9. nóvember 2016 :: 43. árg. :: 45. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Börnin fengu sinn skammt á Safnhelgi. Í Sæheimum var boðið upp á bráðskemmtilega sýningu þar sem börn sem hafa komið í pysjueftirlitið voru sýnd á myndum. Afskaplega vel heppnuð sýning og gaman að sjá hversu margir litu við um helgina og áhuginn var mikill eins og myndin ber með sér. Staðan í samningum útgerðar og sjómanna er á viðkvæmu stigi en ekki er annað að heyra en að fullur vilji sé til að semja áður en kemur til boðaðs verkfalls á morgun, 10. nóvember. Unnið hefur verið að lausn á verðlagsmálum sem hefur verið ein aðalkrafa sjómanna en þá eru önnur mál eftir. Komi til verkfalls stöðvast veiðar strax og vinnsla fljótlega á eftir. „Það er verið að keyra saman tölur frá báðum aðilum varðandi verðlags- myndunina,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannafé- lags Íslands þegar rætt var við hann í gær. Þá hafði samninganefnd sjómanna verið kölluð saman klukkan fjögur. „Farið verður yfir tillögur um bæði verðmyndun á botnfiski og uppsjávarfiski sem lúta að meiri upplýsingum um afurða- verð. Vonandi klárast það í kvöld en þá er allt hitt eftir,“ sagði Valmundur. Hann sagði að samninganefndin yrði í húsi þar til útséð verður hvernig fer. „Við viljum hafa hana klára og vera snöggir að taka ákvarðanir. Við skynjum þá miklu ábyrgð sem hvílir á okkur og munum gera allt til að leysa deiluna í tíma. Tíminn er stuttur en af okkar hálfu er allt tal um frestun á verkfalli ekki inni í myndinni,“ sagði Valmundur að endingu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi (SFS), segir stöðuna erfiða nú þegar tíminn er að renna út en þó ekki vonlausa. „Við höfum undanfarna daga og vikur einbeitt okkur að fiskverðsmálum og á meðan hafa önnur mál beðið. Ég tel ólíklegt að það náist að afgreiða allar kröfur bæði útgerðarmanna og sjómanna áður en boðað verkfall á að koma til framkvæmda á morgun, fimmtudag. Það er hins vegar góður samhljómur beggja megin borðsins að ljúka verðlagsmálunum og að því leyti tel ég að við séum nær takmark- inu en áður. Verði það mál afgreitt má ætla að forsendur standi til þess að slá verkfalli á frest.“ Heiðrún Lind segir samt að óvissan sé slæm. „Það voru sjómenn sem boðuðu verkfallið og það er í þeirra höndum að fresta því eða afboða. Við erum a.m.k. við öllu búin,“ sagði Heiðrún Lind. „Ef af verkfalli verður stöðvast öll vinnsla í fyrirtækinu en maður vonar auðvitað í lengstu lög að slíkt ástand skapist ekki,“ segir Friðrik Stefáns- son, framkvæmdastjóri Ísfélagsins og það sama á við um Vinnslustöðina og aðra vinnslu og útgerð í Vestmanna- eyjum. :: Verkfall sjómanna hefst á morgun náist ekki samningar :: Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Góður samhljómur beggja megin borðsins að ljúka verðlagsmálunum :: Tíminn er stuttur en frestun ekki inni í myndinni, segja sjómenn ::

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.