Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. nóvember 2016 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 >> Smáauglýsingar Landakirkja Fimmtudagur 10. nóvember Kl. 20.00 Æfing Kórs Landakirkju undir stjórn Kitty Kóvács. Föstudagur 11. nóvember Kl. 10.00 Foreldramorgun. ATH nýr tími. Allir foreldrar velkomnir með ungviðin. Kl. 14.30 Litlir lærisveinar. Sunnudagur 13. nóvember Kl. 11.00 Sunnudagaskóli með söng, sögu og miklu fjöri, undir dyggri stjórn sr. Viðars. Sunday School Party Band sér um músík- ina. Kl. 20.00 David Bowie messa í Landakirkju. Messuguttarnir og Pípulagnirnar flytja. Mánudagur 14. nóvember Kl. 15.30 STÁ (6-8 ára) Í stuði með Guði. Kl. 18.30 12 spora fundur Vina í bata. Byrjendahópur. Kl. 20.00 12 spora fundur Vina í bata. Framhaldshópur. Þriðjudagur 15. nóvember Kl. 10.00 Kaffistofan. Létt spjall um allt og ekkert. Allir velkomnir. Kl. 14.00 Fermingarfræðsla. Kl. 14.00 ETT (11-12 ára) Allir krakkar í 6. og 7. bekk velkomnir. Kl. 20.00 Samvera Kvenfélags Landakirkju í Safnaðarheimilinu. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM og K heimilinu Vestmannabraut. Gengið inn af Fífilgötunni. Miðvikudagur 16. nóvember Kl. 10.00 Bænahópurinn með samveru í fundarherbergi Landa- kirkju Kl. 13.00 Fermingarfræðsla. Kl. 14.25 Fermingarfræðsla. Kl. 16.00 NTT (9-10 ára) Allir krakkar í 4. og 5. bekk velkomnir. Kl. 19.30 OA fundur í safnaðar- heimilinu. Hvítasunnu- kirkjan Dagana 10. - 15. nóvember 2016 Fimmtudagur kl. 20:00 Bænastund. Föstudagur kl. 14:00 Samvera. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma, Sólrún Bergþórsdóttir prédikar. Kaffi og notalegt spjall á eftir. Þriðjudagur kl. 17:15 Samkirkjuleg bænastund Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar Vel heppnuð safnahelgi Helga Hallbergsdóttir, safnstjóri sagnheima, var í eldlínunni þegar safnahelgin fór fram í þrettánda sinn um helgina. Helga, sem sat í framkvæmdanefnd, segir helgina vel heppnaða og kveðst ánægð með útkomuna. Helga er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Helga Hallbergsdóttir. Fæðingardagur: 3. júní 1952. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Í fjarbúð með Þorsteini Ólafssyni. Vinna: Safnstjóri Sagnheima byggðarsafns. Aðaláhugamál: Sögulegur fróðleikur, söfn og sýningar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Grúska og skoða söfn og sýningar. Uppáhalds matur: Fiskur. Versti matur: Borða flest allt. Uppáhalds tónlist: Eftir helgina er það Bjartmar Guðlaugsson. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Margir fallegir og eru Vestmannaeyjar þar á meðal og Capri á Ítalíu einnig. Uppáhalds íþróttamaður og félag: ÍBV eins og það leggur sig, bæði stelpur og strákar. Uppáhalds sjónvarpsefni: Dagurinn byrjar oftast sex hjá mér þannig að mér hættir til að sofna fyrir framan sjónvarpið. En þegar mér tekst að vaka þá eru það sögulegir framhaldsþættir sem eru í uppáhaldi. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Ég er alltaf spennt fyrir nýjum útgáfum íslenskra höfunda en þar sem ég er í námi, þá verð ég að velja skólabækurnar fram yfir. Helstu vefsíður sem þú skoðar: Heimasíður safna, mbl.is og eyjafrettir.is. Hvernig fannst þér Safnahelgin takast til í ár? Mjög vel, það er alltaf þannig að sumt má betur fara og lærum við af því sem miður fór. Gestirnir gistu flestir og var það afskaplega skemmtilegt. Annað sem mér þótti skemmtilegt var að í Einarsstofu, þar sem Hugleikur var með sýningu, kom nýr hópur ungra pilta sem ég hafði ekki séð áður. Helga Hallbergsdóttir er Eyjamaður vikunnar Barnakerra til sölu Finnska hágæðamerkið ORA. Dökkblá. Afar vel með farin, eins og ný. Ýmsir fylgihlutir, s.s. kerrupoki, innkaupanet og regnyfirbreiðsla. Vönduð Chicco kerra fylgir með í kaupunum. Verð: 25.000 kr. Sími 868 9973. ------------------------------------------- Íbúð til leigu í Kópavogi Stúdíóíbúð í Kópavogi til leigu 60 m2 stúdíóíbúð í Kópavogi í leigu frá 1. janúar til 31. maí nk. Áhugasamir eru beðnir að senda upplýsingar á audurkth@gmail. com. ------------------------------------------- Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Mikið stuð á Verslunarmannaballi GOTT skvísur á Verslunarballinu. Systurnar Berglind og Unnur Sigmarsdætur og Sara Björg Ágústsdóttir. Myndir og texti fréttar: Óskar Pétur Haraldur Ari veislustjóri Þessar ungu dömur voru mættar og skemmtu sér vel. Arnar, Sigmar og Jón í Ási í góðum gír.l Regína Ósk og Friðrik Ómar.Sara Griffith og Leó Snær. Verslunarmannaballið var laugar- dagskvöld í Höllinni þar sem hátt í tvö hundurð manns mættu til að njóta góðs matar frá Einsa Kalda og skemmta sér. Haraldur Ari Karlsson var veislu- stjóri og skilaði hann því vel af sér. Leó Snær sá um að halda uppi stuðinu og spila og syngja með veislugestum, Sara Renee kom og söng með honum. Þetta var góður og skemmtilegur dúett sem þau tvö mynduðu. Friðrik Ómar og Regína Ósk komu með Euro-taktana og sungu fyrir gesti Hallarinnar, þar sem gestir tóku vel með og sungu eins og hver og einn gat. Stuðið var svo mikið að prúðbúnir gestirnir stóðu upp og dilluðu sér meðan sungið var. Þegar skemmtidagskránni var lokið kom Eurobandið fram og spilaði og söng Eurovision lög þar til ballinu lauk. Ballið sjálft var vel sótt og allt fór vel fram, enda aldursskipting nokkuð góð og allir ætluðu að skemmta sér sem mest. Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 Eyjafréttir - vertu með á nótunum!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.