Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2016, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2016, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 9. nóvember 2016 Lúðrasveit Vestmannaeyja hélt sína árlegu Styrktarfélagatón- leika á laugardag og var það einn af dagskrárliðum í Safna- helgi. Áratugalöng hefð er fyrir þessum tónleikum sem upp- haflega var komið á til að bæta fjárhag sveitarinnar. Leitað var til bæjarbúa um að gerast styrktar- félagar sveitarinnar með árlegu fjárframlagi og að launum fengu svo styrktarfélagarnir þessa tónleika. Efnisskrá þessara tónleika hefur hin síðari ár verið afar fjölbreytt og svo var einnig að þessu sinni. Sú tíð er liðin þegar uppistaðan í dag- skránni var ættjarðarlög og lúðrasveitarmarsar. Nú er mun víðar leitað fanga þó svo að fulltrúar gamla tímans eigi enn sinn sess í lagavali. Að þessu sinni voru þrettán verk á dagskránni og kenndi þar ýmissa grasa. Fastur liður í þessum tónleikum er að flutt er lag eftir Oddgeir Krist- jánsson, fyrrum stjórnanda sveitar- innar. Að þessu sinni var það Fyrir austan mána, eitt af fallegustu lögum Oddgeirs, í mjög skemmti- legri útsetningu. Þá hefur sú hefð einnig skapast að þjóðhátíðarlag ársins er flutt, sé það til í útsetningu fyrir lúðrasveit. Og þjóðhátíðarlagið 2016, Ástin á sér stað, eftir Halldór Gunnar Fjallabróður, var einmitt til í slíkri útsetningu. Skrifari hefur hin seinni ár ekki alltaf verið bergnum- inn af þjóðhátíðarlögunum. Hann hefur aftur á móti oft fengið nýja sýn (eða heyrn) á þau eftir að hafa heyrt þau leikin af lúðrasveitinni. Og svo var einnig að þessu sinni. Á fyrri hluta tónleikanna voru tvö lög sem líklega eru lítt kunn hjá þeim hópi sem kominn er á og yfir miðjan aldur; The one, eftir hljómsveitina Trabant og París Norðursins, eftir mann sem kallar sig Prins Póló. Ekki mjög tilkomu- mikil músík, frekar „mónótónsk“ en í flutningi sveitarinnar mögnuðust bæði þessi verk og fengu nýtt yfirbragð. Skrifari fann fyrir gæsahúð í bæði skiptin. Þriðja gæsahúðin kom svo eftir hlé þegar flutt var syrpa af þekktustu lögum Beach Boys (og þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur kannast flestir vel við þá tónlist). Alla vega fann gamall skallapoppari fyrir ríkulegri gæsahúð allan tímann. Mjög skemmtilega samsett syrpa. Á eftir fylgdi svo þekkt klassískt verk, kantatan Carmina Burana, eftir þýska tónskáldið Carl Orff. Oftast eru það sinfóníuhljómsveitir sem flytja slík verk en verkið er ekki síðra í flutningi lúðrasveitar, jafnvel enn áheyrilegra og þarna fór sveitin á kostum. En það var kvikmyndatónlist sem var í öndvegi á þessum tónleikum. Hvorki fleiri né færri en fjórar langar syrpur; allt úr kvikmyndum eftir Disney. Byrjað á Frozen, sem byggð er á ævintýri H.C. Andersen um Snædrottninguna, þá austur- lenska ævintýrið um Aladdín og töfralampann. Eftir hlé Sjóræningj- arnir í Karabíska hafinu og Kon- ungur ljónanna, Lion King. Og svo var aukalagið í lok tónleika ein slík syrpa til viðbótar, ævintýrið um indíánastúlkuna Pocahontas. Einhverjir kynnu að ætla að þetta sé ekki ýkja merkileg tónlist en því fer víðs fjarri. Kvikmyndatónlist nútímans er yfirleitt mjög góð og vönduð enda leita framleiðendur til aðila sem kunna til verka og velgengni áðurnefndra kvikmynda er ekki síst að þakka afbragðsgóðri tónlist. Þetta er líka tónlist sem höfðar til yngstu kynslóðarinnar og á þessum tónleikum var sá hópur öllu fjölmennari en alla jafna hefur verið. Það mátti líka bæði sjá og heyra að sá hópur kannaðist við tónlistina, ekki síst þegar tónarnir úr Frozen ómuðu um salinn. Að stjórnandanum, Jarli Sigur- geirssyni, meðtöldum, komu 36 manns fram á þessum tónleikum. Um helmingur þeirra kom ofan af fastalandinu, gagngert til að spila á tónleikunum og hafa sumir gert um margra ára skeið. Þetta eru félagar úr öðrum lúðrasveitum, flestir úr Lúðrasveit verkalýðsins og nokkrir í þessum trygga hópi eru gamlir félagar úr Lúðrasveit Vestmanna- eyja. Þetta ágæta fólk hefur áður lýst því yfir að fyrir þeim sé það eins konar hápunktur ársins að taka þátt í styrktarfélagatónleikunum og ekkert mál sé að leggja á sig ferð með Herjólfi, jafnvel úr Þorlákshöfn, þetta sé svo gaman. Þessir tónleikar voru eins og jafnan, haldnir í sal Hvítasunnu- kirkjunnar sem áður hét Samkomu- hús Vestmannaeyja. Þar er hljóm- burður ákaflega góður ekki síst fyrir kraftmikinn lúðraþyt og í raun sorglegt að húsið skuli ekki meira nýtt undir atburði af þessu tagi. Margir eiga góðar minningar úr þessum húsakynnum frá fyrri tíð og hafa eflaust rifjað þær upp meðan tónlistin ómaði. Lúðrasveit Vestmannaeyja er að stórum hluta skipuð ungu og kraftmiklu fólki með áhuga á tónlist. Í stuttu ávarpi í tónleikaskránni segir stjórn sveitarinnar að það sé nokkurt áhyggjuefni að nýliðun lúðrablásara sé ekki með sama hætti og fyrr. Og síðan segir: „Það er full ástæða til að hvetja ungt fólk til tónlistarnáms og þá einkanlega lúðrablásturs. Fátt er meira gefandi í lífinu, um það eru allir hér á sviðinu sammála.“ Undir þessi orð má taka. Líklega gera sér ekki allir grein fyrir því hve stóran sess Lúðrasveit Vestmanna- eyja skipar í menningarlífi bæjarins. Ekki bara með sínum árlegu tónleikum heldur við hin ýmsu tækifæri. Slæmt væri ef það legðist af og vonandi mun þetta hæfileika- ríka fólk gleðja okkur áfram um ókomna tíð. Aðsókn að styrktarfélagatónleik- unum hefur alltaf verið góð. Þó voru ívið færri gestir að þessu sinni en verið hefur og skrifara grunar að þar geti valdið landsleikur í handbolta sem sýndur var beint í sjónvarpi og skaraðist á við tímasetningu tónleikanna. Reyndar horfði skrifari á síðasta hluta þess leiks að tónleikum loknum og verður að segja að tónleikarnir voru mun skemmtilegri og enduðu auk þess miklu betur en landsleikurinn. sigurgeir jónsson Á haustin lætur sláturbóla stundum á sér kræla og eru það helst þeir sem „handfjatla“ sauðfé, t.d starfsfólk í sláturhúsi og rúnings- menn svo eitthvað sé nefnt sem eru mögulega útsettir fyrir sýkingu. Sláturbóla er í raun smit frá sauðfé sem kallast Orf eða kindabóla (á ensku scabby mouth, sore mouth eða contagious ecthyma). Orsaka- valdur sláturbólu er sum sé Orfveiran sem er ein af parapox- veirunum. Mikilvægt er að hafa í huga að sláturbóla er ekki það sama og slátureitrun. Sláturbóla er útbreiddur sjúkdómur í sauðfé hér á landi. Á haustin, þegar sauðfé er komið inn á gjöf, má stundum sjá frunsur eða hrúður í kringum munninn sem staðfestir oftast að það sé smit í hjörðinni. Smitið berst yfirleitt beint á milli dýra, en veiran getur lifað í mörg ár í þurru hrúðri. Veiran finnur sé leið um smásár, t.d í kringum munn þar sem lítið er um hárvöxt. Dýr sem hafa gengið í gegnum orfsýkingu verða flest ónæm í tvö til þrjú ár. Þess má geta að veiran smitast ekki eða berst með kjöti. Eftir smit er meðgöngutími 3-7 dagar og sest veiran í smásár. Í upphafi lýsir sjúkdómurinn sér yfirleitt sem lítill rauður og blár nabbi á fingrum eða höndum fólks. Nabbinn verður að blöðru sem er vökvafyllt, oft með skorpu og ósjaldan má greina hvítan hring í kring. Stundum fylgir sýkingunni vægur hiti og jafnvel bólgnir eitlar. Oftast gengur smitið yfir án meðferðar á 3-6 vikum og smitast sláturbóla ekki á milli manna. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að bakteríur hreiðri um sig í blöðrunni og valdi sýkingu. Gerist það þarf að leita til heilsugæslu til frekara mats og meðferðar því hugsanlega þarf að meðhöndla bakteríusýkinguna með lyfjum. Hreinlæti er besta vörnin, handþvottur og hanskar. f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir Hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri Hvað er sláturbóla ? :: Styrktarfélagatónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja :: Þar sem Disney sveif yfir vötnum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.