Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. nóvember 2016 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is Sara Sjöfn grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is guðmundur tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar garðarsson. prentvinna: landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var farið yfir drög að endurbótum á skipulagi sorpmála. Miðast endurbætur við að á næsta ári þurfi að fara í framkvæmdir fyrir um 150 milljónir en það eru fyrstu tveir áfangar í framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum. Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti að hefjast handa og óskaði eftir því að bæjarstjórn Vestmannaeyja tryggi við aðra umræðu um fjárhagsáætlun, fjármagn fyrir fyrstu tvo áfanga að upphæð kr 150 milljónir. „Fyrsti áfangi miðar að því að kaupa hakkara sem hakkar allt sorp. Með því móti sparast pláss sem nýtir betur flutningstæki og gefur möguleika á hökkun allra efna, t.d. í jarðgerð. Í öðrum áfanga er gert ráð fyrir lagfæringum á húsnæði og útisvæði. Húnæðið er orðið illa farið og klæðning ónýt. Lagfæra þarf gámasvæðið allt saman og endurskipuleggja sem og geymslu- svæðið austan við Sorpu,“ sagði Ólafur Snorrason, framkvæmda- stjóri hjá bænum. Ómar garðarSSon omar@eyjafrettir.is :: Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum :: Kaupa á hakkara sem hakkar allt sorp :: Sparar pláss og nýtir betur flutningstæki :: Endurbætur á húsi Sorpu :: Fyrir bæjarráði í síðustu viku lágu fyrir upplýsingar um starfshóp sem falið hefur verið að endurskoða rekstrarfyrirkomulag flugvalla. Tilgangurinn er að fara yfir kosti og galla mismunandi rekstrarfyrir- komulags flugvalla innanlands og gera tillögu að fyrirkomulagi sem eflir flugið sem samgöngumáta og stuðlar að hagkvæmum og skilvirkum flugsamgöngum. Bæjarráð bendir starfshópnum á að flugvöllurinn í Vestmannaeyjum gegnir ólíku hlutverki í einangraðri Eyjabyggð en í samfélögum sem hafa vegsamband allt árið. Til að mynda gegnir flugvöllurinn í Vestmannaeyjum lykilhlutverki í almannavörnum sem og hvað öryggi í heilbrigðismálum varðar með tilliti til sjúkraflugs. Með það í huga samþykkir bæjarráð að skipa þriggja manna starfshóp til að gæta hagsmuna Vestmannaeyja í þessari vinnu. Hópinn skipa Trausti Hjaltason, Birna Þórsdóttir og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir. :: Bæjarráð :: Endurskoða á rekstrarfyrirkomulag flug- valla :: Flugvöllur- inn hér skiptir meira en annars staðar :: Gegnir lykilhlutverki í almannavörnum og heil- brigðismálum :: Um 70 manns mættu í Eldheima í hádeginu í gær þar sem kynnt var ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Runólfur Geir Benediktsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs bankans fór yfir helstu atriði sem koma fram í skýrslunni sem ekki hefur verið kynnt áður. Að erindi hans loknu sátu hann, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins fyrir svörum. Fundar- stjóri var Þórdís Úlfarsdóttir, útibús- stjóri Íslandsbanka í Vestmanna- eyjum. Þórdís sagði að leiðir Íslandsbanka og Vestmannaeyja hefðu lengi legið saman og því væri ekkert eðlilegra en að skýrsla bankans um íslenskan sjávarútveg væri kynnt hér. Tók hún sem dæmi að í heild væru sjávarút- vegsfyrirtæki um 20 prósent af viðskiptavinum bankans en hlutfallið væri 40 prósent í Eyjum. Runólfur Geir tók í sama streng og sagði að lítill áhugi væri á sjávarút- vegi í Reykjavík og sem dæmi nefndi hann að fleiri hefðu mætt í Eldheima í gær en þegar fyrri skýrslur voru kynntar í Reykjavík. Þar væri áhuginn meiri á Airbnb íbúðum og öðru sem viðkemur ferðaþjónustu en því sem er að gerast í útgerð og vinnslu. Margt athyglisvert kemur fram í skýrslunni eins og það hvað greinin er að skila til samfélagsins í gjöldum. Til dæmis nema veiði- gjöld síðustu fjögurra ára samtals 40 milljörðum. Í umræðum á eftir kom fram hjá Binna og Stefáni að hvorugum lýst á hugmyndir um frekari gjaldtöku á sjávarútveg, sama hvort rætt sé um uppboðs- eða fyrningarleið. Þeir fóru yfir breytingar á mörkuðum eftir að Rússar settu stopp á innflutning frá Íslandi. Um hugsanlegar afleiðingar þess að sjómenn felli nýgerðan samning sögðust þeir hafa heyrt af óánægju sjómanna en slegið hefði á hana eftir að samningurinn var kynntur fyrir sjómönnum. En fari allt á versta veg óttast þeir langt verkfall. Sjá nánar á blaðsíðu 8. Sjávarútvegsskýrsla Íslands- banka kynnt í Eldheimum í gær „Ég held að það leiki ekki nokkur vafi á því að staðan er viðkvæm. Það er mikill þungi á bak við kröfur kennara. Vandinn er sá að rekstur sveitarfélaga hefur verið að þyngjast mikið á seinustu árum og mörg þeirra nánast komin að fótum fram í rekstrarþunga og ráða illa við að bæta á sig auknum rekstrarkostnaði. Það breytir því ekki að sveitarstjórnarfólk og fulltrúar þeirra í samninganefnd þekkja mikilvægi starfa kennara og vilja finna leiðir til að búa þeim góð starfsskilyrði og laun skipta þar miklu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri um stöðuna í kjaradeilu grunnskólakennara. Er eitthvað sem Vestmannaeyjabær einn og sér getur gert í þessu máli? „Vestmannaeyjabær einn og sér semur ekki við neina starfsmenn, það er gert á sameiginlegum vett- vangi. Við getum hinsvegar fylgst með og sýnt málinu skilning. Það gerum við með allar okkar stéttir. Án starfsmanna er Vestmanna- eyjabær ekkert annað en tómt hús og fallegt lógó. Við eigum allt undir hæfu starfsfólki og það þekkir launanefndin vel og mun því leita allra leiða til að leiða þetta mál til farsælla lykta,“ segir Elliði. Sérðu fyrir þér farsæla lausn í þessum málum? „Já, það efast ég ekki um. Ég starfaði nú sjálfur sem kennari í meira en áratug og er reyndar enn skráður sem kennari í símaskránni. Ég veit því sem er að um leið og kennarar sem fagstétt eru þéttur og öflugur hópur þá eru þeir líka sanngjarnir og bera virð- ingu fyrir umbjóðendum sínum sem eru nemendur og foreldrar þeirra. Ég veit líka að hjá sveitarfélögum ríkir mikill og einlægur skilningur á mikilvægi skólastarfs og stöðu kennara. Með það að vopni hlýtur maður að vera bjartsýnn á farsæla lausn,“ segir Elliði. :: Elliði Vignisson bæjarstjóri um launamál kennara :: Þekkjum mikilvægi starfa kennara og viljum finna leiðir til lausnar :: Með það að vopni hlýtur maður að vera bjartsýnn á farsæla lausn ::

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.