Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. nóvember 2016 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Matgæðingar vikunnar Landakirkja Fimmtudagur 24. nóvember Kl. 20.00 Æfing Kórs Landakirkju undir stjórn Kitty Kóvács. Föstudagur 25. nóvember Kl. 10.00 Foreldramorgun. Athugið nýr tími. Allir foreldrar velkomnir með ungviðin. Kl. 14.30 Litlir lærisveinar. Laugardagur 26. nóvember Kl. 13.00 Útför Friðriks Ásmunds- sonar. Sunnudagur 27. nóvember Kl. 11.00 Sunnudagaskóli með söng, sögu og miklu fjöri, undir dyggri stjórn sr. Viðars. Gísli sér um músíkina. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Landa- kirkju. Sr. Viðar prédikar og kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kóvács Kl. 15.25 Guðsþjónusta á Hraun- búðum. Sr. Viðar og kórinn. Kl. 20.00 Æskulýðsfundur hjá ÆsLand, Æskulýðsfélagi Landa- kirkju og KFUM og K í Vestmanna- eyjum. Gísli og leiðtogar halda utan um stundina. Mánudagur 28. nóvember Kl. 15.30 STÁ (6-8 ára) Í stuði með Guði. Kl. 17.00 Helgileiksæfing hjá Kirkjustarfi fatlaðra. Síðasta æfing fyrir helgileik. Kl. 18.30 12 spora fundur Vina í bata. Byrjendahópur. Kl. 20.00 12 spora fundur Vina í bata. Framhaldshópur. Þriðjudagur 29. nóvember Kl. 10.00 Kaffistofan. Létt spjall um allt og ekkert. Allir velkomnir. Kl. 14.00 Fermingarfræðsla. Kl. 14.00 ETT (11-12 ára) Allir krakkar í 6. og 7. bekk velkomnir. Kl. 20.00 Yoga nidra kyrrðarstund í Landakirkju undir stjórn Hafdísar Kristjánsdóttur. Sjá fréttatilkynn- ingu. Kl. 20.00 Samvera Kvenfélags Landakirkju í Safnaðarheimilinu. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM og K heimilinu Vestmannabraut. Gengið inn af Fífilgötunni. Miðvikudagur 30. nóvember Kl. 10.00 Bænahópurinn með samveru í fundarherbergi Landa- kirkju Kl. 13.00 Fermingarfræðsla. Kl. 14.25 Fermingarfræðsla. Kl. 16.00 NTT (9-10 ára) Allir krakkar í 4. og 5. bekk velkomnir. Kl. 19.30 OA fundur í Safnaðar- heimilinu. Hvítasunnu- kirkjan Dagana 24. - 27. nóvember Fimmtudagur kl. 20:00 Biblíu- lestur. Föstudagur kl. 14:00 Samvera. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma, Þóranna Sigurbergsdóttir prédikar. Kaffi og spjall á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar Formlega settir í embætti Sr. Viðar Stefánsson var síðasta sunnudag formlega settur í embætti prests við Vestmannaeyjaprestakall og sr. Guðmundur Örn Jónsson í embætti sóknarprests. Sr. Viðar er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Viðar Stefánsson. Fæðingardagur: 3. október 1989. Fæðingarstaður: Reykjavík. Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Stefán Guðmundsson frá Ásum í Gnúpverjahrepp í Árnessýslu og Katrín Sigurðardóttir frá Húsavík. Þau búa í Ásaskóla í Gnúpverja- hrepp og reka minkabúið Mön en þau eru menntuð í píanóleik og óperusöng. Við systkinin erum alls 6 talsins og erum við í aldursröð frá hinu elsta til hins yngsta: Halla Steinunn, Sigurður Hallmar, Hrafn, ég, Guðmundur og Birgir. Ég er í sambandi með Sóleyju Lindu Egilsdóttur sem hefur lokið B.A.- gráðu í bókmenntafræði og lauk nýlega námi í leikhúsleikstjórn við University of East Anglia í Norwich á Englandi. Starf: Prestur í Landakirkju. Aðaláhugamál: Það er svo margt. Ég spila á trommur og hlusta því mikið á tónlist. Að auki hef ég mikinn áhuga á stjörnufræði og tölvum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Allt er skemmtilegt með Sóleyju Lindu en mér hefur þó undanfarið þótt virkilega skemmti- legt að læra á prestsstarfið og öllu sem því fylgir. Uppáhalds matur: Kjúklingur og pasta. Ekki er verra ef því er blandað saman. Versti matur: Eina sem ég er ekki sérstaklega hrifinn af er hrátt avocado. Annars borða ég nú flest. Uppáhalds tónlist: Undanfarið hef ég mikið hlustað á Tower of Power og James Brown. Louis Armstrong klikkar ekki. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Allir staðir eru fallegir á sinn hátt og mörgum finnst sín heimasveit fallegust. Þó finnst mér alltaf sérstaklega fallegt á Húsavík. Uppáhalds íþróttamaður og félag: Ég held með Bayern München í þýsku deildinni. Uppáhaldsíþróttamennirnir mínir eru Philipp Lahm fótboltamaður og Jón Margeir Sverrisson sundmaður. Uppáhalds sjónvarpsefni: Frasier er að mínu mati ein besta sjónvarps- þáttaröð sem búin hefur verið til. Nýlega horfði ég á þáttaröðina Band of Brothers sem er virkilega góð. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Hringadróttinssaga er alltaf skemmtileg. Helstu vefsíður sem þú skoðar: Netvafrinn minn segir að það séu Facebook og Youtube. Hvernig er tilfinningin að vera orðinn formlega prestur í Vestmannaeyjum? Hún er mjög góð. Þetta er draumur sem er orðinn að veruleika. Hér hefur verið gaman að starfa með góðu samstarfsfólki. Hvernig líst þér á Vestmanna- eyjar hingað til? Mjög vel og eiginlega alltaf betur og betur. Okkur Sóleyju Lindu hefur verið vel tekið og maður finnur að gestrisni er hér í hávegum höfð. Hvert sem maður fer þá er maður velkominn. Við höfum líka rætt það okkar á milli að okkur finnst fólkið hér mjög lífsglatt og skemmtilegt og það gleður svo sannarlega. Við gleðjumst hér á hverjum degi og þessir síðustu dagar hafa verið mjög ánægjulegir. Viðar Stefánsson er Eyjamaður vikunnar Í lok sumars fékk Sigurlaug vini sína í heimsókn frá Vancouver, Kanada og bauð upp á humarpizzu. Þetta var í algeru uppáhaldi hjá þeim. Þær mæðgur gerðu þetta í sameiningu og deila hér með okkur þessari frábæru pizzuuppskrift. Humarpizza Hvítlauksolía Hráefni: Olía 1-2 hvítlaukur pipar kjöt- & grillkrydd steinselja. Aðferð Fyrst gerum við hvítlauksolíu. Gott að setja olíu í krukku með góðu loki því olíuna er hægt að geyma í ísskáp. Slatti af olíu, 1/2-1 hvítlaukur eftir stærð krukkunnar. Kremur hvítlaukinn útí, setur slatta af gróf möluðum svörtum pipar, slatta af kjöt- og grillkryddi og síðan slatta af steinselju, má alveg nota þurrkaða. Pizzadeig (líka hægt að kaupa tilbúið) Hráefni: 400 g hveiti 1 tsk salt 3 msk olía 3 msk bjór/pilsner 1 msk sykur 1 bréf af ger dufti. Aðferð Leysum gerið upp í 1 glasi af volgu vatni. Setjum hveitið, sykurinn og saltið í hrærivélaskál, nota Hnoðar- ann. Bæta síðan vatninu, bjórnum og olíunni út og hnoða deigið þar til það er laust frá skálinni. Ef deigið er þurrt má bæta olíu/ bjór útí þar til skálin virðist hrein. Ef deigið er of blautt þá bætum við hveiti útí þar til skálin virðist hrein. Setjum deigið í skál, látið raka tusku yfir og látið hefast. Humarinn er afþýddur í volgu vatni, það þarf u.þ.b, 1 kg af frosnum humri, tekinn úr skelinni. Humarinn er aðeins steiktur á heitri pönnu með hvítlauksolíunni, tekinn af pönnu og settur til hliðar. Deigið er flatt út á ofnplötu, hvítlauksolían sett á, magn eftir smekk. Sett í ofn á 170 gráður, á blæstri, bakað í u.þ.b. 10 mín., tekið út og humarinn settur yfir og e.t.v. meira af hvítlauksolí- unni og rifinn ostur yfir. Sett aftur í ofninn í u.þ.b. 10 mín. Þá er humarpizzan tilbúin, mörgum finnst gott að setja Ruccola salat yfir. Frábært að bera fram með góðu ísköldu hvítvíni. Tiramizu Uppskrift (fyrir 10-15) Hráefni: 6 eggjarauður 1 bolli sykur (250 ml) 2 öskjur af mascarpone osti 1 3/4 bolli rjómi (óþeyttur) 1 pakki (320-350 gr) Ladyfingers 1/2 bolli espresso eða sterkt kaffi 1/4 bolli Kaluha - Sé áfengi sleppt, bætið þá við 1/4 bolla af kaffi við í staðinn kakó - stráð yfir í restina. Aðferð: Blandið saman eggjum og sykri í skál yfir sjóðandi vatni. Hrærið stanslaust í blöndunni í 10 mínútur. Þeytið upp eggjablönduna þar til hún verður pastel-gul á litinn. Takið mascarpone ostinn, hrærið hann aðeins upp í öskjunum og bætið svo útí eggin. Þeytið vel saman. Rjóminn er stífþeyttur og blandað saman við ostablönduna. Athugið að hér er þeytaranum lagt og notuð sleif til að blanda saman. Ladyfingers er rétt dýft ofan í kaffið (eða kaffi + líkjör). Það þarf EKKI að láta kökurnar blotna í gegn, heldur bara að báðar hliðar komist í snertingu við kaffið. Tiramisuinu er raðað upp þannig. Ladyfingers - Mascarponeblanda - Ladyfingers - Mascarponeblanda. -Látið bíða í ísskáp þar til það er borið á borð. Rétt áður en rétturinn er borinn á borð er kakói stráð yfir í gegnum sigti svo að það þeki réttinn. Þennan rétt höfum við oft gert en fengum hann upphaflega af http://www.ragna.is/ Við viljum skora á Hildi Sævalds- dóttur. Við höfum 100% trú á henni, enda ofursmörrebrödsdama hjá Einsa Kalda. Humarpizza og Tiramizu í eftirrétt Lea Oddsdóttir og Sigurlaug Birna eru matgæðingar vikunnar Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjónLjósin tendruð á jólatré Föstudaginn 25. nóvember kl. 18.00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Lúðrasveit Vestmannaeyja mun leika létt jólalög, Páll Marvin Jónsson bæjarfulltrúi mun flytja ávarp og sr. Viðar Stefánsson prestur Landakirkju mun flytja hugvekju. Leikfélag Vestmannaeyja og jólasveinarnir færa börnum góðgæti. Verslanir og veitingastaðir verða opnir fram eftir með hin ýmsu tilboð. Ef veður verður óhagstætt verður viðburðinum frestað og mun slík tilkynning birtast á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Ósáttir í heimahúsi Stimplar Ýmsar gerðir og litir Eyjafréttir Strandvegi 47 | S. 481 1300 Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku án þess að hægt sé að segja að alvarleg mál hafi komið upp. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum og fá útköll á skemmtistaði bæjarins. Undir kvöld þann 18. nóvember sl. var tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi en þarna höfðu tveir menn orðið ósáttir hvor við annan sem endaði með handalögmálum. Ekki var um alvarlega áverka að ræða og óljóst um málsatvik. Málið er í rannsókn. Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu um helgina en hann hafði verið til óþurftar á einum af öldurhúsum bæjarins sökum ölvunar og óspekta. Viðkomandi má búast við sekt vegna atviksins. Alls liggja fyrir sjö kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en m.a. er um að ræða vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri, notkun farsíma í akstri án handfjáls búnaðar og ólöglega lagningu ökutækja. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt í liðinni viku en um var að ræða útafakstur bifreiðar á Höfðavegi við Norðurgarð. Þarna hafði ökumaður blindast sökum þess að sól er lágt á lofti og endaði bifreiðin utan vega. Engin slys urðu á fólki og þá varð minniháttar tjón á bifreiðinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.