Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. nóvember 2016 :: Sjávarútvegsskýrsla Íslandsbanka fyrir 2016 er komin út og var kynnt á opnum fundi í Eldheimum í gær :: Íslendingar njóta góðs af íslenskum sjávarútvegi langt umfram aðrar þjóðir :: Góð afkoma í sjávarútveginum kemur því íslensku samfélagi vel :: Vestmannaeyjar gegna afar mikilvægu hlutverki í íslenskum sjávarútvegi :: „Ísland situr í 20. sæti stærstu fiskveiðiþjóða heims miðað við árið 2014 með rúmlega eina milljón tonna sem jafngildir um 1,4% hlutdeild á heimsvísu,” segir Runólfur Geir Benedikts- son, forstöðumaður fyrirtækja- sviðs Íslandsbanka, um stöðu íslensks sjávarútvegs í dag. Sjávarútvegsskýrsla Íslands- banka fyrir 2016 er komin út og var kynnt á opnum fundi í Eldheimum í gær. „Sé einungis horft til Evrópu þá er Ísland þriðja stærsta fiskveiðiþjóðin á eftir Rússlandi og Noregi. Rússar veiða tæplega fjórfalt meiri fisk en Íslendingar og Norðmenn rúmlega tvöfalt meiri. En séu veiðar helstu Evrópuþjóða skoðaðar með hliðsjón af fjölda íbúa veiða Íslendingar rúm þrjú tonn á hvern íbúa,” segir Runólfur Geir og bendir á að til samanburðar veiði Norðmenn um 0,45 tonn á hvern íbúa og Rússar um 0,03 tonn á hvern íbúa. Þetta sýni hve stóra rullu sjávarútvegur spilar í íslensku samfélagi. Um 14% af heildarafla landað í Eyjum Um þróun sjávarútvegsins í Vestmannaeyjum undanfarin ár og stöðuna í dag segir Runólfur hlutverk Vestmannaeyja mikilvægt: „Um 14% af heildarafla landsins er landað í Vestmannaeyjum og var hlutfallið hæst um 16% 2011. Vestmannaeyjar gegna því afar mikilvægu hlutverki í íslenskum sjávarútvegi. Mest er landað af uppsjávartegundum í Vestmanna- eyjum og þegar gögn Hagstofunnar eru skoðuð aftur til 2005, eða svo langt aftur sem þau ná, kemur í ljós að um 40% aflans í Vestmanna- eyjum er loðna,” segir Runólfur Geir. Hann segir að þegar helstu uppsjávartegundirnar séu skoðaðar nema loðna, síld, makríll og kolmunni um 82% af heildarafla sem landað hefur verið í Vest- mannaeyjum frá 2005. „Gæftir í uppsjávarveiðum eru sveiflukenndari en í botnfiskveiðum sem getur leitt af sér erfiðari rekstrarskilyrði. Um þessar mundir ríkir til að mynda töluverð óvissa með mest veiddu tegundina við Vestmannaeyjar, loðnuna, og hefur Hafrannsóknastofnun lagt til að engar loðnuveiðar verði stundaðar á vertíðinni 2016/2017 í ljósi þess að loðnustofninn mældist lítill. Nýjar mælingar munu liggja fyrir í janúar eða febrúar 2017 og ljóst að mikið er undir fyrir sjávarútveginn í Vestmannaeyjum,” segir hann. Sterk króna skerðir sam- keppnishæfni sjávarútvegsins Runólfur Geir segir þróun á gengi krónunnar muni hafa talsverð áhrif á rekstrarniðurstöðu sjávarútvegs- félaga á árinu 2016 en krónan hefur styrkst um 17% frá upphafi árs og skert samkeppnishæfni sjávarút- vegsins á alþjóðavísu. Þá hefur gengi krónunnar styrkst mest gagnvart bresku pundi eða um 41% frá upphafi árs. „Bretland er eitt af stærstu viðskiptalöndum Íslands og fara um 18% af heildarútflutningsverðmæt- um sjávarafurða til þeirra. Gengis- lækkun pundsins gagnvart krónunni hefur því talsverð áhrif á utanríkis- viðskipti okkar með sjávarafurðir. Afli hefur dregist saman á fyrri helmingi 2016 en við teljum að útflutningur sjávarafurða muni engu að síður taka við sér á seinni helmingi ársins, ekki síst vegna aukinna aflaheimilda í þorski. Við teljum að það muni draga úr neikvæðum áhrifum af lakari loðnu- vertíð og að útflutningur muni aðeins dragast saman um 1% 2016,” segir Runólfur Geir. Aukning í útflutningi sjávaraf- urða næstu ár Hann segir að þessi þróun muni svo áfram ráða för í sjávarútvegi og að gert sé ráð fyrir ríflega 4% aukn- ingu í útflutningi sjávarafurða 2017 og rúmlega 3% aukningu 2018. „Vert er þó að gefa því gaum að nýjustu upplýsingar frá Hafrann- sóknastofnun gefa til kynna að loðnuafli geti orðið mun minni á árinu 2017 en forsendur í okkar spá gera ráð fyrir. Mestur vöxtur í sjávarútvegi á alþjóðavísu er í fiskeldi um þessar mundir. Á sama tíma og Ísland er á meðal tuttugu stærstu fiskveiðiþjóða heims situr Ísland í 76. sæti á alþjóðavísu í fiskeldi með um átta þúsund tonn eða um 0,01% af fiskeldi í heim- inum. Þá situr Ísland í 25. sæti á meðal fiskeldisþjóða í Evrópu með um 0,3% af heildarfiskeldi álfunnar. Svipaða sögu er svo að segja af Norðurlöndunum en þar er hlutdeild Noregs í fiskeldi um 89% og hlutdeild Ísland aðeins 1%. Það er því ljóst að mikil tækifæri eru fólgin í því að efla fiskeldi til muna á Íslandi,” segir hann. Sameining grundvöllur aukinnar hagræðingar Runólfur Geir segir það hafa verið sterka tilhneigingu að sameina útgerðir í íslenskum sjávarútvegi eftir að núverandi kvótakerfi var innleitt 1984 og aflaheimildir urðu að fullu framseljanlegar 1991. „Þetta kerfi hefur reynst grundvöll- ur aukinnar hagræðingar í greininni þar sem að framleiðni og arðsemi hefur aukist til muna. Þá eru stærri félög, sem hafa aflaheimildir í fleiri tegundum fiskistofna, betur í stakk búin að takast á við rekstrarsveiflur. Sjávarútvegsfélög greiða um þessar mundir veiðigjöld sem eru lögð á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild hlutdeild í þeim arði sem nýting sjávarauðlinda skapar,” segir Runólfur Geir. Milljarðar til þjóðarbúsins Hann bætir við að síðan sérstaka veiðigjaldið var sett á laggirnar 2012 og fram til 2014 hafi sjávarút- vegurinn skilað þjóðarbúinu um 4,4 milljörðum króna að meðaltali árlega eftir að búið er að taka tillit til kostnaðar ríkisins vegna áðurgreindra þátta samkvæmt tölum frá OECD. „Þá greiddi sjávarútveg- urinn um 8,1 milljarð í veiðigjöld 2015 og að því gefnu að um helmingur veiðigjaldsins fari í að mæta kostnaði ríkisins líkt og verið hefur má áætla að rúmlega 4 milljarðar króna renni til ríkisins sem hlutdeild í þeim arði sem sjávarauðlindin skapar. Má því áætla framlag sjávarútveg- arins til þjóðarbúsins, eftir að búið er að taka tillit til kostnaðar ríkisins, um 17,3 milljarðar á tímabilinu 2012 til 2015. Til samanburðar nema arðgreiðslur um 44,5 milljarðar yfir sama tímabil. Framlag sjávarútvegarins er því ígildi þess að um 4 af hverjum tíu krónum sem greiddar eru til eigenda sjávarútvegsfélaga renni óskert til þjóðarbúsins,” segir Runólfur Geir. Ríkið fær hvergi meira frá sjávarútvegi Gögn OECD varðandi framlög úr ríkissjóði til sjávarútvegs eftir löndum sýna einnig að íslenska ríkið er ásamt því spænska þau einu sem gögnin ná til þar sem sjávarút- vegurinn greiðir til ríkisins en ekki öfugt á árinu 2014. „Jafnframt skilar íslenska ríkið langmestum fjárhæðum til ríkisins á árinu 2014 eða sem nemur um 3,5 milljörðum króna. Til samanburðar skilar spænskur sjávarútvegur um 181 milljón kr. eða rétt um 5% af því sem íslenskur sjávarútvegur skilar. Miðað við höfðatölu skilar íslenskur sjávarútvegur um 2.700 sinnum meiri fjármunum til samfélagsins en sá spænski. Nýjustu aðgengilegu gögn fyrir Noreg eru frá 2012 þar sem að norska ríkið greiddi 17,5 milljarða til sjávarútvegarins þar í landi á meðan íslenska ríkið þáði 4,9 milljarða á sama ári. Það er því ljóst að íslenskir ríkisborgarar njóta góðs af íslenskum sjávarútvegi umfram ríkisborgara annarra þjóða. Við hljótum því að gera þær kröfur að ef til breytinga á fiskveiði- stjórnunarkerfinu á að koma, að þær leiði þá til enn frekari verðmæta- sköpunar fyrir þjóðarbúið án þess þó að valda neikvæðum áhrifum á starfsgrundvöll og þar með samkeppnishæfni sjávarútvegarins. Góð afkoma í sjávarútveginum kemur íslensku samfélagi vel, ekki einungis í gegnum veiðigjöldin heldur einnig í gegnum önnur opinber gjöld á borð við tekjuskatt og tryggingargjald og því mikilvægt að haft sé í huga við mótun fiskveiðistjórnunarkerfisins að hagsmunir samfélagsins og sjávarútvegarins eru samtvinnaðir,” segir Runólfur Geir að lokum. Ómar garðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.