Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. nóvember 2016 nafn á lista? „Við erum t.d. að selja jólakort núna, svo er 1. des kaffið og t.d. Vinnslustöðvarkaffið og þá væri hægt að baka eins og eina köku eða brauðrétt. Svo er bara að mæta á fundina og borga félagsgjald. Þær sem kunna að prjóna geta svo náttúrulega gert það. Þetta snýst líka bara um að vera saman og gera hlutina saman og hafa kvenfélagið starfandi því samfélagið þarf á því að halda. Við erum að fjárfesta í fullt af tækjum fyrir spítalann sem kemur sér vel fyrir alla Vestmannaeyinga og sparar vonandi einhverjar flugferðir í bæinn. Kvenfélagið hefur líka hjálpað fólki sem verður fyrir fjárhagslegri skerðingu vegna veikinda og þess háttar, eins með langveik börn,“ segir Birgitta vongóð um að fleiri konur sjái sér fært um að líta við hjá þeim í Kvenfélaginu Líkn. Óttastu að eftir einhver ár muni Kvenfélagið Líkn leysast upp og líða undir lok vegna manneklu? „Kannski ekki að það fjari út en það á eftir að minnka mikið í hópnum ef það koma ekki nýjar konur inn og þá einhverjar yngri líka. Við erum ekki bara að standa í fjáröflunum, við erum líka að fara í skemmti- ferðir, hittast og spjalla. Við erum alveg skemmtilegar líka, það sakar ekkert að prófa,“ segir Birgitta. Íris Eir Jónsdóttir: Afhverju ákvaðst þú að skrá þig í félagið? „Fyrir það fyrsta þá er mamma mín í félaginu en svo er ég einnig að starfa í heilbrigðisgeir- anum og sé svo greinilega þau áhrif sem kvenfélagið hefur t.d. með því að styrkja spítalann. Ef ég get styrkt sjúkrahúsið hérna með því að mæta á fundi, selt merki eða kaffi, þá geri ég það með glöðu geði,“ segir Íris. Íris er að hennar sögn langyngst í Kvenfélaginu Líkn og segir það muna allavega tíu árum á sér og þeirri sem er næst í röðinni. En hver heldur hún að sé ástæðan fyrir því? „Ég veit það ekki, ég held að fólk haldi að þetta sé bara fyrir gamlar konur en þetta er svo sannarlega fyrir alla. Þetta er voða skemmtilegt og það eru æðislegar konur í þessu og maður lærir alveg helling af þessu,“ segir Íris. Hvað er á döfinni hjá ykkur? „Núna er jólakortasalan að byrja, við erum að bíða eftir því að fá þau afhent. Svo er náttúrulega 1. des kaffið á sínum stað og það er stór fjáröflun fyrir okkur. Svo erum við með skemmtilegan jólafund í desember, þá mæta flestar sem eru í félaginu,“ segir Íris og nýtir tækifærið til að hvetja allar ungar stelpur til að prófa. „Þetta er mjög gaman og gefandi og það er ýmislegt sem maður lærir á því að umgangast eldra fólk. Ef þú kemst ekki á fundi eða kaffisölu þá bara kemstu ekki og það er ekkert mál,“ segir Íris. En hafa vinkonur þínar ekki áhuga á því að mæta? „Þær eiga ömmur í félaginu og finnst ég vera voða gömul að stunda þetta. Ég er kölluð amman í mínum vinahópi en þær vita ekki af hverju þær eru að missa, maður veit það ekki nema maður prófi og ef maður fýlar þetta ekki þá bara kemur maður ekki aftur,“ segir Íris. Eyjamaðurinn Hjalti Einarsson, sonur Einars Friðþjófssonar og Katrínar Freysdóttur, hefur síðustu árin búið í Kaupmannahöfn þar sem hann hefur verið í námi. Ekki leið á löngu þar til Hjalti fékk starf við hæfi en fljótlega eftir námið var hann ráðinn hjá fyrirtækinu Vivino. Þó hugurinn leiti stundum heim þá er Hjalti ekki á þeim buxunum að koma aftur til Vestmannaeyja í bráð og lætur sér nægja stuttar heim- sóknir til að hlaða batteríin. Hvaða nám ertu búinn með og við hvaða skóla? Ég er með mastersgráðu í nýsköpun og frumkvöðlafræði frá Copen- hagen Business School (CBS) og útskrifaðist þaðan 2013. Til að komast inn í námið tók ég líka áfanga í fjármála- og hagfræði í CBS ásamt öðrum valáföngum í eitt ár. Áður hafði ég lokið BS-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Af hverju ákvaðstu að fara í þetta nám? Hefur þú alltaf stefnt að því? Þegar ég kláraði Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum var stefnan alltaf að fara í háskólanám. Þá stóð valið eiginlega bara á milli sálfræði og viðskiptafræði og að lokum valdi ég sálfræði. Ég er nú ekki viss um að það hafi verið eitthvað eitt sem réði því. Ég hafði kannski ákveðna rómatíska hugmynd um hvað sálfræðinám væri og svo lá straumur af samnemendum mínum úr FÍV í sálfræði og það hafði líka áhrif. Eftir að ég kláraði sálfræðina dvínaði áhugi minn á að halda áfram í henni. Ég fór því að vinna eftir útskrift en var alltaf að huga að framhaldsnámi. Það er svo í byrjun árs 2009 að aðstæður voru þannig að mér þótti tilvalið að henda mér í framhaldsnám og varð viðskipta- fræði þá fyrir valinu. Ástæðurnar fyrir því að ég valdi síðar CBS eru margþættar. Ég var búinn að kynna mér skólann og námsleiðirnar vel og mér fannst nýsköpun og frumkvöðlafræðin í CBS gríðarlega spennandi. Námið var nýtt á þeim tíma og var mitt fyrsta val þegar ég sótti þar um. Hvernig líkaði þér við skólann/ skólana og námið almennt? Háskóla Íslands þekkja margir. Stórir bekkir, mikil einstaklings- vinna og áhersla lögð á utanbókar- lærdóm frekar en á hópavinnu og praktíska kunnáttu. Þannig var sálfræðin í HÍ á þeim tíma allavega. Ef ég horfi til baka var námið kannski ekkert gríðarlega praktískt fyrir mig. Námið er mjög þungt með takmarkaða framhaldsmögu- leika, þú þarft eiginlega að hafa brennandi áhuga á sálfræði til að fara alla leið og gerast sálfræðingur að mínu mati. Ég verð samt að segja að ég lærði gríðarlega mikið í sálfræðinni og kannski sér í lagi góð vinnubrögð, gagnrýna hugsun og vísindalega nálgun sem nýtist mér í starfi í dag. Námið í CBS er að mörgu leyti mikil andstæða við sálfræðina í HÍ og kannski erfitt að bera námið og skólana saman. Þar er gert mikið upp úr tengslum við atvinnulífið, ekki bara í Danmörku heldur í allri Evrópu. Ég fékk tækifæri til að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum. Allt frá Maersk og Coloplast niður í smærri sprota- fyrirtæki með færri en fimm starfsmenn. Námið var því allt mjög praktískt og allt sem við lærðum hverju sinni var tengt viðeigandi grein atvinnulífsins og fyrirtækjum innan þess. Í CBS eru aðstæður líka til fyrirmyndar. Skólinn er gríðar- lega samkeppnishæfur og að marga mati talinn einn besti viðskipta- háskóli í Evrópu. Bekkir eru líka litlir, minn var í kringum 50 til 60 manns og nánast öll verkefni eru unnin í hópavinnu. Annað sem maður þurfti líka að venjast voru munnleg próf, því 85% af prófunum í náminu voru munnleg einstak- lingspróf með prófdómara byggð á hópverkefni hverju sinni. Það hentaði mér samt ágætlega. Ertu kominn með vinnu sem hæfir þinni menntun? Já, það gerðist um leið og ég skilaði lokaritgerðinni minni sem er ekki venjan því það er mikil samkeppni um stöður hér á stór-Kaupmanna- hafnar svæðinu. Í mastersritgerðinni fjallaði ég um fimm fyrirtæki og var eitt af þeim Vivino sem eflaust margir þekkja sem vínappið þar sem hægt er að taka myndir af vínflöskum og gefa þeim einkunn. Appið er nokkuð stórt með um 20 milljón notendur og var ég ráðinn þangað sem „product manager“. Ég hef reyndar fært mig um set síðan þá og var ráðinn yfir í fyrirtæki sem heitir Bownty. Þangað var ég fenginn til að þróa nýtt app og vefsíðu, innleiða ný stjórnkerfi, ásamt því að sinna almennri vöruþróun og vörustjórnun. Almennt virðist vera mikill uppgangur hjá sprotafyrirtækjum í Skandinavíu á ný og þá sérstaklega í Kaupmannahöfn og það eru mjög spennandi tímar framundan. Mörg smærri fyrirtæki eru að stækka hratt og fjárfestar virðast vera tilbúnir til að setja peninga í nýjar hugmyndir og verkefni sem aldrei fyrr. Hér er því mikil gróska og þá sérstaklega hjá tæknifyrirtækjum. Áttu þér draumstarf? Draumurinn hjá mér er og hefur alltaf verið að koma eigin hug- myndum í framkvæmd og stofna mitt eigið fyrirtæki. En í augna- blikinu er núverandi starf nógu krefjandi til að halda mér áhuga- sömum - maður er að læra eitthvað nýtt á hverju degi. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Búa í Eyjum eða einhvers- staðar annars staðar? Í augnablikinu bý ég í Kaupmanna- höfn, hef lært og unnið hér í meira en sjö ár og sé það í raun ekkert breytast í náinni framtíð. Ég elska þessa borg og hvað hún hefur upp á að bjóða, hún er fullkomin stærð fyrir mig. Kærasta mín er einnig í námi hérna úti og á hún nokkuð eftir af því svo ég er ekkert að flýta mér eitthvert. Systir mín, hún Jórunn flutti einnig hingað út með fjölskylduna sína og það hefur verið frábært að fá þau hingað út. Ég skal þó viðurkenna að ég hugsa oft heim til Vestmannaeyja en heimþrá er eitthvað sem ég hef lært að lifa með. Ég hef líka þá reglu að þegar ég fæ heimþrá þá fer ég bara heim í stutt frí, hitti vini og fjölskyldu og kem aftur endur- nærður út. Það hefur gengið hingað til. Núverandi starf mitt er reyndar þess eðlis að tæknilega séð gæti ég unnið það hvar sem er og ég tala nú ekki um ef ég myndi stofna mitt eigið fyrirtæki. Þá gæti vel verið að Eyjar hentuðu til þess. En eins og staðan er í dag er hugur minn 100% hérna úti og ef eitthvað er gæti ég alveg hugsað mér að búa í annarri borg í Evrópu áður en leiðin liggur heim. London, Milano og Barcelona heilla allar. :: Eyjamaðurinn Hjalti Einarsson kann vel við sig í Köben :: Með mastersgráðu í ný- sköpun og frumkvöðlafræði Einar KriStinn HElgaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Hópmynd af kvenfélagskonum Líknar sem tekin var síðasta sumar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.