Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. nóvember 2016 Á vefsíðu Grunnskóla Vest- mannaeyja segir að Akademían sé þróunarverkefni sem felur í sér samstarf á milli skólans og ÍBV á sviði íþrótta. Þar er boðið upp á tækniæfingar í knatt- spyrnu, handknattleik, sundi og fimleikum og styrktaræfingar. Styrktaræfingatímarnir eru einu sinni í viku og tækniæfingar í þremur tveggja til þriggja vikna lotum á skólaárinu í hvorri grein. Markmiðið með þessum æfingum er að auka tæknilega færni nemenda í sinni íþrótta- grein og bæta líkamlegt ástand þeirra til að standa undir þeim kröfum sem íþróttir gera til iðkenda. Auk þessa er stefnt að því að bjóða upp á fyrirlestur einu sinni í mánuði þar sem fjallað verður um mataræði, rétt hugarfar, nauðsyn þess að lifa reglusömu lífi og ýmislegt fleira sem nýtist nemendum til að ná langt í íþróttum. Þátttaka í Íþróttaakademíu GRV og ÍBV-íþróttafélags er í boði fyrir nemendur í níunda og tíunda bekk. Nemendur þurfa að vera að æfa íþróttagreinina hjá ÍBV en þurfa ekki að vera með viðkomandi grein í vali utan skóla. Akademían er að hluta til metin inn í stað íþróttatíma í töflu en nemendur munu þó sækja einn íþróttatíma á vegum skólans á skólaárinu. Nemendur undirrita svokallaða lífsstílssamninga og með því heita þeir að uppfylla ákveðin skilyrði til þátttöku í Íþróttaakademíunni. Þar er vímuefnabindindi algjört skilyrði, hvort sem um ræðir áfengi, tóbak, munntóbak eða eiturlyf. Einnig skiptir námsárangurinn máli og eiga nemendur að leggja sig alla fram í náminu, mæta vel, skila verkefnum á réttum tíma og þar fram eftir götunum. Nemendur eiga einnig að vera öðrum fyrirmyndir hvað varðar þátttöku og hegðun í námi, félagsstarfi og íþróttum innan og utan skólans, ásamt því að sýna kennurum, þjálfurum og öðrum nemendum virðingu. Að lokum er talað um ástundun. Nemendur eiga að vera tilbúnir að framfylgja ströngum mætingar- og hegðunar- reglun skólans og Akademíunnar hvort sem um er að ræða skólasókn, æfingar eða fyrirlestra. Krefst aga og metnaðar hjá krökkum Blaðamaður leit við á æfingu hjá Akademíunni og ræddi stuttlega við Hrafnhildi Skúladóttur þjálfara en hún er eins og flestir vita einnig þjálfari kvennaliðs ÍBV. Hrafnhildur segir það krefjast aga og metnaðar hjá krökkum að rífa sig upp kl. sex á morgnana til að fara á æfingar um hávetur til að taka á því. En hvað er Akademían og hvernig er hún frábrugðin venjulegum íþróttatímum? „Tilgangurinn með Akademíunni er að veita þeim krökkum hjá ÍBV sem eru í handbolta og fótbolta aukaæfingar ef þau hafa áhuga á því, sem koma að hluta til í stað almennra íþróttatíma,“ segir Hrafnhildur og bætir við að álíka fyrirkomulag sé í framhaldsskól- anum. „Þau eru allan veturinn og mæta tvisvar í viku kl. 07:30. Það var svoleiðis líka í grunnskólanum en þau voru greyin þreytt þegar líða tók á veturinn þannig að því var breytt. Núna mæta þau allan veturinn á styrktaræfingar einu sinni í viku og svo bætast við lotur í sjö vikur yfir skólaárið þar sem þau eru tvisvar í viku á æfingum.“ Er Akademía í öðrum skólum á landinu? „Þetta er ekki í mörgum grunn- skólum, ég held að það sé alveg pottþétt. Akademían er hins vegar víða á framhaldsskólastigi, t.d. í Borgarholtsskóla, Flensborg og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sérhæfðara Var almenn íþróttakennsla ekki nógu krefjandi fyrir þessa krakka? „Þetta er sérhæfðara í þessum tilteknu íþróttagreinum. Þetta eru krakkar sem eru 14 til 15 ára gömul og búin að ákveða að þau ætla að verða ógeðslega góð í handbolta eða fótbolta og þá er kannski óþarfi fyrir þau að vera stanslaust í einhverjum leikjum þegar hægt er að nýta tímann betur í að fá aukaæfingu í sinni íþróttagrein. Handboltakrakkar æfa kannski fjóra tíma í viku sem er ekkert gríðarlega mikill tími þannig það er fínt að fá smá auka og svo náttúrulega að fá styrktaræfingarnar líka á þessum aldri er frábært, þau hafa gott af því,“ segir Hrafnhildur. Ásamt Hrafnhildi er Ian Jeffs að þjálfa í Akademíunni og sjá þau sjálf um að semja prógram fyrir krakkana. „Við erum að reyna að koma inn á samhæfingu, jafnvægi og almennan styrk. Í fyrra fóru þau í þrjár vikur í Metabolic, jóga til Hafdísar Kristjánsdóttur og lærðu einnig foam flex þar sem þau nudda sig sjálf með rúllum. Við reyndum að hafa þetta eins fjölbreytt og kostur var á,“ segir Hrafnhildur. Ofþjálfun er oft í umræðunni og skaut hún upp kollinum ekki fyrir svo löngu, er einhver hætta á svoleiðis í Akademíunni? „Almennt séð nei, en auðvitað er alltaf hætta á því og eru t.d. sumir af þessum krökkum í fleirum en einni íþrótt. Þetta er síðan bara svo ofboðslega persónubundið, ég æfði t.d. mjög mikið, marga klukkutíma í viku en fann aldrei fyrir ofþjálfun. Ég var líka kannski með skrokk í það, sumir líkamar höndla þetta á meðan aðrir gera það ekki. Það er klárlega meira álag á sumum, rosalega efnilegum krökkum sem eru í tveimur íþróttum og eiga að fara að spila með tveimur til þremur flokkum í hvorri grein, þá vandast málið og getur orðið of mikið.“ segir Hrafnhildur. Viðtöl við krakka: Rætt var við nokkra krakka úr Akademíunni stuttu eftir styrktaræf- ingu en öll eiga þau það sameigin- legt að æfa einnig handbolta. Telma Aðalsteinsdóttir Hvað er það skemmtilegasta við Akademíuna? Bara krakkarnir sem ég æfi með. Hefur þú bætt þig eitthvað? Já, ég er bæði sterkari og með betra þol. Uppáhalds æfing? Það er skemmtilegast að spila. :: Íþróttaakademía Grunnskóla Vestmannaeyja og ÍBV:: Nemendur undirrita lífsstílssamning og heita að uppfylla ákveðin skilyrði :: Vímuefnabindindi algjört skilyrði, hvort sem um er að ræða áfengi, tóbak, munntóbak eða eiturlyf ::

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.