Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2016, Blaðsíða 15
15 Erika Ýr Ómarsdóttir Hvað er það skemmtilegasta við Akademíuna? Mér finnst morg- unæfingarnar skemmtilegastar. Hefur þú bætt þig eitthvað? Já, er með meira þol og styrk (sem hún sannaði með því að gera 30 armbeygjur á staðnum). Uppáhalds æfing? Það er þegar við spilum þrír á tvo, s.s. þrír í sókn og tveir í vörn. Bjartey Bríet Elliðadóttir Hvað er það skemmtilegasta við Akademíuna? Morgunæfingarnar, þá er ekkert þrek. Hefur þú bætt þig eitthvað? Já, ég er orðin best í handboltanum. Uppáhalds æfing? Það er æfing sem heitir Gurrí. Aníta Björk Valgeirsdóttir Hvað er það skemmtilegasta við Akademíuna? Morgunæfingarnar, það er gott að vakna snemma og svo er ekki mikið þrek á þeim. Hefur þú bætt þig eitthvað? Já, er með meira þol og styrk. Uppáhalds æfing? Það eru varnarskref og skotæfingar. Sæþór Páll Jónsson Af hverju valdir þú Akademíuna? Kom ekkert annað til greina? Það kom ekkert annað til greina nei og ég valdi hana því ég vil vera góður í íþróttum. Hefur þú bætt þig? Já, ég allavega vona það. Hvað er skemmtilegast? Bara allt, sérstaklega þrekhringirnir. Gunnlaugur Hróðmar Tórs- hamar Af hverju valdir þú Akademíuna? Það er bara gaman. Er s.s. allt skemmtilegt? Nei, ekki þrekhringirnir. Hvaða stöðu spilar þú í hand- bolta? Ég er á línunni. Páll Eiríksson Af hverju valdir þú Akademíuna? Bara til þess að bæta mig sem leikmaður. Finnst þér þú hafa gert það? Já. Saknar þú þess aldrei að fara bara í Tarzan (leikur)? Nei, alls ekki. Er gaman að púla bara? Já. Gauti Gunnarsson Hvað er svona spennandi við Akademíuna? Bara styrkja sig og bæta, svo er það bara skemmtilegt. Kom ekkert annað til greina? Nei, auðvitað ekki. Hvað er skemmtilegast? Æfing- arnar á morgnana, það er erfitt að vakna en geðveikt að spila handbolta á morgnana og mæta síðan hress í skólann. Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. nóvember 2016 Handbolti | Olísdeild karla :: Akureyri 24:24 ÍBV :: Teddi enn og aftur potturinn og pannan í leik Eyjamanna Handbolti | Olís- deild kvenna :: Fylkir 26:21 ÍBV Íþróttir u m S j Ó n : Einar KriStinn HElgaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Framundan Fimmtudagur 24. nóvember Kl. 18:30 ÍBV - FH Olís-deild karla. Föstudagur 25. nóvember Kl. 18:30 ÍBV U - Valur U 1. deild karla. Laugardagur 3. desember Kl. 13:30 ÍBV 2 - Haukar Coca Cola bikar karla. Kl 16:00 Stjarnan - ÍBV Olís-deild karla. Sunnudagur 4. desember Kl. 14:00 Víkingur - ÍBV U 1. deild karla. Gauti, Gunnlaugur, Páll og Sæþór Páll. Bjartey Bríet, Erika Ýr, Telma og Aníta Björk ÍBV mætti Akureyri í spennu- þrungnum leik á sunnudaginn á útivelli í Olísdeildinni. Leiknum lyktaði með jafntefli, 24:24, eftir taugatrekkjandi lokamínútur. Fyrir leikinn var Akureyri í neðsta sæti deildarinnar en ÍBV í því sjötta. Eyjamenn voru með forystuna lengst af í fyrri hálfleik og leiddu með einu marki í hálfleik. Það var mikið jafnræði með liðunum allan seinni hálfleikinn og þegar átta mínútur voru eftir voru heimamenn á Akureyri búnir að ná forystunni. Stuttu áður hafði þeim Elliða Snæ Viðarssyni og Sigurbergi Sveins- syni verið vikið af velli með tveggja mínútna brottvísun og ÍBV því tveimur færri. Þegar einungis tvær mínútur lifðu leiks jafnaði Theodór Sigurbjörns- son metin í 23:23. Eyjamenn urðu síðan fyrir áfalli þegar fyrirliðinn Magnús Stefánsson fékk tveggja mínútna brottvísun og ljóst að þeir hvítklæddu þurftu að halda út einum færri. Akureyringar töpuðu hins vegar boltanum og Eyjamenn allt í einu með leikinn í sínum höndum þegar mínúta var eftir. Sigurbergur tók þá ótímabært skot sem Tomas Olason varði fyrir Akureyringa sem skoruðu síðan í kjölfarið. Sigurbergi brást hins vegar ekki bogalistinn í næstu sókn á eftir og jafnaði metin. Á lokamínútunni hafnaði tilraun Akureyringa til að gera út um leikinn í þverslánni og þaðan rataði boltinn í bakið á Kolbeini í markinu og aftur fyrir markið. Eftir leikhlé Eyjamanna þegar átta sekúndur lifðu leiks tókst Theodóri ekki að koma boltanum í netið og niður- staðan jafntefli. Theodór Sigurbjörnsson var líkt og fyrri daginn potturinn og pannan í leik ÍBV og skoraði 12 mörk. Kolbeinn Arnarsson var sömuleiðis með 12 skot varin. Eftir leikinn er ÍBV enn í sjötta sæti þegar 12 umferðir eru búnar. Næsti leikur liðsins verður á morgun gegn FH í Vestmannaeyjum og hefst hann kl. 18:30. Í fimmta sæti með átta stig fyrir langt hlé ÍBV tapaði fyrir Fylki í Árbænum 26:21. Fylkiskonur voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9 og bættu við hana í þeim síðari. Ester Óskarsdóttir var markahæst fyrir ÍBV með sjö mörk og Karólína Bæhrenz með fimm. Að tíu umferðum loknum er ÍBV í fimmta sæti með átta stig. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 14. janúar en þá leika þær gegn Selfossi. ÍBV hefur fengið miðjumanninn Atla Arnarson til liðs við sig frá Leikni Reykjavík og spænska leikmanninn Alvaro Montejo. Samningur Atla við Leikni rann út í síðasta mánuði en hann hefur nú gert tveggja ára samning við ÍBV. Atli, sem leikið hefur með Leikni undanfarin tvö ár gerði tveggja ára samning við ÍBV en hann hefur einnig spilað með Tindastóli. Atli spilaði alla 22 leiki Leiknis í Inkasso-deildinni í sumar og skoraði í þeim sex mörk. Hinn 26 ára Alvaro Montejo gerðir einnig tveggja ára samning við ÍBV. Hann er framherji sem getur einnig spilað á köntunum. Alvaro lék með Huginn á Seyðisfirði árið 2014 og með Fylki á síðustu leiktíð. ÍBV heldur áfram að styrkja sig fyrir næsta sumar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.