Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2016, Blaðsíða 1
Eyjafréttir Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Vestmannaeyjum 7. desember 2016 :: 43. árg. :: 49. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Útskriftarnemar við Framhaldsskólann fóru mikinn á föstudaginn þegar þau geystust um bæinn í furðubúningum. Tuttugu og einn nemandi stefnir á að útskrifast 17. desember næstkomandi. Flestir eru að útskrifast af bóknámsbrautum til stúdentsprófs en einn sjúkraliði er í hópnum. Afgreiða átti fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana á fundi bæjar- stjórnar í síðustu viku þar sem hún var lögð fram til seinni umræðu. Af því varð ekki og er um að kenna nýgerðum kjarasamingi við kennara. Elliði Vignisson, bæjarstjóri hafði framsögu um fjárhagsáætlunina. Í máli hans koma fram að við gerð áætlunarinnar eins og hún liggur fyrir hafi einungis verið gert ráð fyrir 1,4% rekstrarafgangi af sveitarsjóði eða 41 milljón. Hans mat er að æskilegur rekstrarafgangur sem síðan sé nýttur til að mæta endurnýjun verkefna og fjárfestingum sé um 10 til 15%. „Fyrir liggur að nýundirritaður kjarasamningur við kennara leiðir til hækkunar launakostnaðar í grunn- skólum uppá að minnsta kosti 57 milljónir króna og því ljóst að sú hækkun ein þurrkar upp allan rekstrarafgang sem áætlunin gerir ráð fyrir og myndi því halla á rekstur. Við svo verður ekki búið,“ segir í fundargerð. „Með hliðsjón af þessari miklu kostnaðaraukningu sem til kemur verði samningar við kennara samþykktir, samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra og öðrum embætt- ismönnum sveitarfélagsins að endurskoða fjárhagsáætlun ársins 2017 og gera þar ráð fyrir allt að 57 milljóna kr. hækkun sem mætt verði eftir atvikum með samdrætti í þjónustu og annarri hagræðingu um leið og horft verði til þess að auka tekjur af gjaldskrám og álagningu,“ segir í lokaorðum. Þriggja ára áætlun Vestmannaeyja- bæjar, 2018-2020 hlaut sömu örlög og var seinni umræðu frestað til næsta fundar í bæjarstjórn. Ekki náðist í Elliða vegna málsins en Sigurhanna Friðþórsdóttir, formaður Kennarafélags Vestmanna- eyja sem er félag grunnskólakennara í Eyjum var undrandi á afgreiðslu bæjarstjórnar. „Stjórn félagsins ákvað á fundi að þetta væri ekki svaravert og ætlum við að láta atkvæðagreiðsl- una hafa sinn gang. Þetta er þvert á það sam kom fram hjá bæjarstjóra þegar við afhentum honum undir- skriftir til stuðnings baráttu okkar. Einnig sagðist hann á Facebook bjartsýnn á farsæla lausn tveimur dögum áður en samið var. Daginn eftir að skrifað var undir samninginn segir hann fjárhagsáætlun í uppnámi. Það var að sjálfsögðu vitað að þessi samningur eins og aðrir kjarasamn- ingar kostar eitthvað. Það átti ekki að koma bæjarstjórn á óvart en þess má geta að við höfum verið samnings- laus frá því maí í vor,“ sagði Sigurhanna. Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu fjárhagsáætlunar vegna samninga við kennara: Þurrkar upp áætlaðan rekstrarafgang :: Kennarar ekki ósáttir við bæjarstjórn :: Óánægðir með ummæli bæjarstjóra Fimir krakkar í ránTm 60 ára >> 10 >> 8 >> 14 áhugaverð verkeFni úTskriFTarnema

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.