Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 7. desember 2016 útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Í bæjarráði í síðustu viku lá fyrir erindi frá Þresti B. Johnsen þar sem hann býður Vestmannaeyja- bæ leiguíbúðir að Sólhlíð 17 og íbúðir fyrir fatlaða að Bárustíg 2. Hann býður upp á að leigja bænum íbúðirnar, bærinn kaupi þær, hafi makaskipti á húsunum og Ráðhúsinu og að byggja á lóð að Skólavegi 7 íbúðir fyrir fatlaða. Bæjarráð þakkaði einlægan áhuga bréfritara en segir að fyrir liggi að Vestmannaeyjabær stefni ekki að því að byggja leiguíbúðir fyrir almennan markað enda miklar framkvæmdir fyrirhugaðar á þeim vettvangi meðal einkaaðila. „Einu leiguíbúðirnar sem stefnt er að falla annarsvegar undir málefni fatlaðra og hinsvegar undir málefni aldraðra. Þegar er hafin hönnun og undirbúningur að framkvæmdum við nýjar íbúðir fyrir aldraða við Eyjahraun. Hvað varðar íbúðir fyrir fatlaða þá er horft til samstarfs við framkvæmdaaðila á svokölluðum Ísfélagsreit. Í því samhengi var meðal annars farið í opna hug- myndasamkeppni. Vestmanna- eyjabær mun því láta reyna á þann möguleika áður en aðrar ákvarðanir verða teknar,“ segir í fundargerð bæjarráðs. Einnig segir að það sé einlægur vilji bæjarins að eiga og hafa starfsemi í Ráðhúsinu sem seinustu ár hefur hýst bæjarskrifstofur en var byggt sem spítali. Að lokum var bréfritara bent á að lóðaumsóknir falla ekki undir bæjarráð heldur umhverfis- og skipulagsráð og beri að beina umsóknum þangað á þar til gerðum eyðublöðum. Þröstur Johnsen gerir bænum tilboð um leiguíbúðir að Bárustíg 2 og Sólhlíð 17: Býður upp á makaskipti á húsunum og Ráðhúsinu Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Framundan eru gagngerar endurbætur á Ráðhúsinu og eru bæjarskrifstofurnar nú á annarri hæð Landsbankans við Bárustíg. Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi um helgina stórskemmtilegt leikrit um Benedikt búálf. Áframhald er á sýningum um næstu helgi. Nánar verður fjallað um sýninguna í Eyjafréttum í næstu viku. V Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigmundar Andréssonar bakarameistara. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum. Dóra Bergs Sigmundsdóttir, Sigmar Magnússon, Bergur Magnús Sigmundsson, Andrés Sigmundsson, Óskar Sigmundsson, Oddný Huginsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Á síðasta fundi fræðsluráðs var rætt um kostnað vegna náms- gagna. Fjallað hafði verið um málið á fyrri fundi ráðsins þar sem kom fram að mikilvægt er að halda kostnaði í lágmarki. Þar var bent á að hjá GRV eru námsgögn keypt inn fyrir alla nemendur í 1. til 6. bekk í þeim tilgangi að lágmarka kostnað foreldra. Segir í fundargerð að mikil ánægja sé með það fyrirkomulag og að stefnt sé að því að umrætt fyrir- komulag verði fyrir alla bekki GRV. Sonja Andrésdóttir fulltrúi E-listans lét bóka eftirfarandi: „Að sá bóka-og ritfangakostnaður, sem fallið hefur á foreldra barna á fyrsta ári í Grunnskóla Vestmannyja, verði þeim að kostnaðarlausu“. Ekki féllst meirihlutinn á þessa hugmynd E-listans og léta bóka að hann væri hlyntur því fyrirkomulagi sem viðhaft er í GRV vegna kostnaðar námsgagna og telur heppilegast að halda því áfram. „Í stuttu máli er það þannig að GRV sér um innkaup á þessum gögnum á sem hagkvæm- astan máta fyrir foreldra. Foreldrar hafa val um hvort þeir notfæra sér þessa leið. Þetta fyrirkomulag er í gangi frá fyrsta til sjötta bekkjar,“ sagði Trausti Hjaltason formaður ráðsins og vísaði að öðru leyti á skólastjórnendur um nánari útskýringar á þessu fyrirkomulagi. „Eftir að við tókum upp að hver árgangur á sinn náms- gagnasjóð þá hefur orðið mikil breyting á nýtingu skólagagna t.d. geyma kennarar allar bækur og möppur í skólanum á milli skólaára og halda áfram að nota næsta ár,“ sagði Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri GRV. „Kennarar fara vel yfir á hverju vori hvað þarf nauðsynlega að kaupa fyrir næsta vetur. Við fáum tilboð í skólagögnin og kaupum í miklu magni svo við fáum góðan afslátt. Nú erum við laus við það vandamál að nemend- um vanti ritföng, bækur, liti, lím, alltaf til í skólanum fyrir alla. Við kaupum t.d. góða tréliti sem nemendum er kennt að fara vel með, ekki alltaf að vera ydda. Það eru keyptir fimm yddarar í hvern bekk og allir nota sameiginlega, þurfa að biðja um leyfi til að fá að ydda,“ sagði Sigurlás einnig. „Eins og Sigurlás sagði þá greiða nemar í fyrsta bekk 6500 krónur en annar bekkur þurfti aðeins að greiða 2000 krónur í haust því það þurfti ekki að kaupa mikið og það voru til peningar inn á þeirra námsgagna- sjóði. Við byrjuðum á þessu fyrir fimm árum með fyrsta bekk en nú eru allir árgangar upp í sjötta bekk með námsgagnasjóð,“ sagði Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, aðstoðar- skólastjóri GRV. Bóka- og ritfangakostnaður vegna yngstu barna í GRV : Sameiginleg innkaup skólans og minni kostnaður foreldra :: Þetta miðast við fyrsta til sjötta bekk :: Minnihlutinn vill borga allt fyrir fyrstu bekkinga Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Í bæjarstjórn í síðustu viku var kosið í ráð, nefndir og stjórnir samkvæmt samþykktum um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. Kosið í stjórn Náttúrustofu Suðurlands, breyting á skipan í fræðsluráði og fjölskyldu- og tómstundaráði. Stjórn NS skipa Rut Haraldsdóttir formaður, Stefán Ó. Jónasson og Arnar Sigurmundsson meðstjórn- endur. Trausti Hjaltason formaður víkur úr fræðsluráði og Birna Þórsdóttir tekur hans sæti og verður varafor- maður. Hildur Sólveig Sigurðar- dóttir verður formaður ráðsins. Birna Þórsdóttir varaformaður fjölskyldu- og tómstundaráðs víkur úr ráðinu og Trausti Hjaltason tekur hennar sæti og verður formaður. Páll Marvin Jónsson verður varaformaður. Bæjarstjórn: Hróker- ingar í stjórnum og ráðum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.