Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 7. desember 2016 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 >> Smáauglýsingar nýir EyjamEnn matgæðingur vikunnar Landakirkja Fimmtudagur 8. deember Kl. 20.00 Æfing Kórs Landakirkju undir stjórn Kitty Kóvács. Föstudagur 9. desember Kl. 10.00 Foreldramorgun. Kl. 14.30 Litlir lærisveinar. Laugardagur 10. desember Kl. 13.00 Útför Margrétar Sigur- jónsdóttur. Sunnudagur 11. desember, þriðji sunnudagur í aðventu. Kl. 11.00 Sunnudagaskóli með söng, sögu og miklu fjöri, undir dyggri stjórn sr. Viðars. Jarl sér um músíkina. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Landa- kirkju. Sr. Viðar prédikar og kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kóvács. Kl. 20.00 Æskulýðsfundur hjá ÆsLand, Æskulýðsfélagi Landa- kirkju og KFUM og K í Vestmanna- eyjum. Síðasti fundur ársins. Mánudagur 12. desember Kl. 18.30 12 spora fundur Vina í bata. Byrjendahópur. Kl. 20.00 12 spora fundur Vina í bata. Framhaldshópur. Þriðjudagur 13. desember Kl. 10.00 Kaffistofan. Létt spjall um allt og ekkert. Allir velkomnir. Kl. 14.00 Fermingarfræðsla. Kl. 20.00 Samvera Kvenfélags Landakirkju í Safnaðarheimilinu. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM og K heimilinu Vestmannabraut. Gengið inn af Fífilgötunni. Kl. 20.30 Fundur hjá Gídeon félaginu í fundarherbergi Safnaðar- heimilisins. Miðvikudagur 14. desember Kl. 10.00 Bænahópurinn með samveru í fundarherbergi Landa- kirkju. Kl. 13.00 Fermingarfræðsla. Kl. 14.25 Fermingarfræðsla. Kl. 19.30 OA fundur í safnaðar- heimilinu. Kl. 20:00 Jólatónleikar Kórs Landakirkju. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Sýnum viðtal við Melindu Gates um hjálparstarf. Brauðsbrotning. Föstudagur kl. 14:00 Samvera. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma, Guðni Hjálmarsson prédikar. Kaffi og spjall á eftir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Eyjamaður vikunnar mjög spennandi en pínu stressandi Árlegir jólatónleikar Kórs landa- kirkju eru í næstu viku og er vandað til dagskrár eins og alltaf. Í kórnum er fólk á öllum aldri og Elísa Elíasdóttir er ein af þeim þrátt fyrir að vera aðeins tólf ára. Hún ætlar þó að gera betur og syngja einsöng með kórnum á tónleikunum. Elísa er þess vegna Eyjamaður vikunnar. Nafn: Elísa Elíasdóttir. Fæðingardagur: 31.07.2004. Fæðingarstaður: Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum. Fjölskylda: Pabbi minn heiti Elías Árni Jónsson og mamma mín heitir Ingibjörg Jónsdóttir. Síðan á ég 2 bræður sem heita Hannes Hólm og Jón Kristinn. Vinna: Er í skóla. Aðaláhugamál: Ég hef áhuga á handbolta og fótbolta og að syngja. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Vera með fjölskyldu og vinum og líka að keppa í íþróttum. Uppáhalds matur: Kjúklinga- salatið sem mamma gerir. Versti matur: Allur fiskur og kartöflumús. Uppáhalds tónlist: Popptónlist. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Varmaland í Borgarfirði og Rhodos á Grikklandi. Uppáhalds íþróttamaður og félag: Ragnheiður Sara, Messi og Elísa Viðarsdóttir. Uppáhalds sjónvarpsefni: Glæpaþættir. Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa: Ævintýrabækur. Helstu vefsíður sem þú skoðar: Instagram og Snapchat. Hvernig er tilfinningin að syngja einsöng á jólatónleikum: Mjög spennandi en pínu stressandi. Ætlar þú að leggja sönginn fyrir þig: Ég er ekki búin að ákveða það ennþá en mun örugglega syngja mikið í framtíðinni. Hvaða tónlist heillar í söngnum: Róleg tónlist, þá helst söngvarar eins og Adele og Sam Smith. Eigum við eftir að sjá þig keppa í Voice: Hver veit? Hver er besta söngkona í heimi í dag: Adele. Elísa Elíasdóttir er Eyjamaður vikunnar Ég vil þakka ástkærri uppáhalds systur minni fyrir þessa skemmti- legu áskorun. mér finnst viðeigandi í aðdraganda jólanna að koma með 2 skotheld númer sem klikka ekki við eldun á jólamatnum. annars vegar fyrir hamborgarhrygg og hins vegar fyrir kalkúnabringur. Ég hef prófað ýmsar eldunaraðferðir, en þessar eldunaraðferðir finnst mér frábærar, þær varðveita náttúrlega safann vel í kjötinu, eru einfaldar, það er lítið uppvask og tíminn mjög fyrirsjáanlegur svo það sé hægt að hafa matinn „on time“. Það geta allir sýnt meistaratakta með þessum aðferðum. Það eru margir að bögglast með þetta í kringum hátíðirnar, þetta hjálpar vonandi einhverjum. Hamborgarhryggur 1. Taka kjöt út mjög tímanlega svo það fari ekki kalt inn í ofn, c.a. 2 – 3 tíma áður. 2. Hita ofn í 175°C. 3. Setja aðeins salt og pipar ofan á hrygginn. 4. Stinga kjöthitamæli í hrygginn. Pakka hryggnum inn í álpappír 2 – 3 lög. 5. Setja hrygginn í heitan ofn (fituhliðin upp) og hafa hann þar í 60 – 70 mín. pr. kg. eða þar til mælirinn sýnir 65°C. Þá er hryggurinn tekinn út og látinn standa í 10 mín. 6. Hækkað í ofni í 225°C á grilli. 7. Rist langsum og þversum rétt ofan í fitulagið (passa að fara ekki ofan í vöðvann). 8. Glassering sett ofan á hrygginn. Sett inn í ofn í 10 – 15 mín. og þá tekinn út. 9. Hryggur látinn standa í 15 – 20 mín. áður en hann er skorinn. Á meðan stígur hitinn upp í 70°C. Kalkúnabringa í ofni Hráefni: 1. 1 kalkúnabringa ca. 800-1000 gr. 2. Salt, pipar og kalkúnakrydd. 3. 20 gr. smjör. 4. 2 desilítrar kjúklingasoð eða -kraftur. Aðferð: 1. Krydda kalkúnabringuna með salti (vel), pipar og kalkúna kryddi (vel). Leggja hana í eldfast mót. Bræða 20 gr. smjör og hella því yfir kjötið. 2. Brúnið kjötið í 15 mínútur, í ofni við 225°C. Kjötið tekið út og hiti lækkaður niður í 160°C. 3. Hella soðinu í eldfasta mótið og steikja kjötið áfram við 160°C, í 45-50 mínútur, taka þá kjötið út. 4. Pakkið kjötinu inn á álpappír og látið það standa í 20 mínútur (mjög mikilvægt upp á að halda halda safanum inni í kjötinu). Skerið það því næst í þunnar sneiðar og berið fram. Fylling með kalkúninum • 1 samlokubrauð – rista og tæta niður. • 3 bakka af ferskum sveppum – steikja og krydda með salti og sítrónupipar. • 2 rauðlaukar – fínt saxaðir – svissa aðeins. • 3 bréf bacon – smátt skorið steikt. • 3 egg – gott að þeyta saman. – Season all krydd sett út í eggin. • ½ líter af rjóma. Öllu blandað saman, sett í sér eld- fast mót og haft í 20 mín. á 170°C. Ég ætla að skora á bróður okkar Hildar, Hörð. Hann er þrusu kokkur og algjör snillingur í fiski. Hann getur án efa deilt einhverjum trompum með lesendum Eyjafrétta. Ég óska annars öllum gleðilegrar aðventu og hátíðar. jólamatur a la Hrafn Hrafn Sævaldsson er matgæðingur vikunnar Til sölu Honda CRV árg 2006, ekinn 51.600 km, einn eigandi, virkilega flottur bíll. Verð 1.690.000. Upplýsingar í Bragganum sími 481-1535. ------------------------------------------- Til sölu Land Cruiser 150 GX, árg. 2011, ljósbrúnn, ekinn 96 þús. km. Uppl. í 861-1969. Það er gaman þegar fjölskyldur stækka og hjá sumum kemur þetta í stökkum eins og hjá Eyjafólkinu og frændsystkinunum ylfu nótt, mikael Elmari og Önnu guðnýju sem öll fæddust á árinu. Ylfa Nótt Einarsdóttir fæddist 3. apríl 2016 í Danmörku. Hún var 3922 gr og 55 cm við fæðingu. Foreldrar hennar eru Einar Hlöðver Sigurðsson og Rakel Rut Ingibjarg- ardóttir. Stóri bróðir er Viggó Orri. Fjölskyldan er búsett í Danmörku. Mikael Elmar Guðnason fæddist 13. ágúst 2016 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann var 3770 gr og 50,5 cm við fæðingu. Foreldrar hans eru Guðni Freyr Sigurðsson og Karen Guðmundsdóttir. Fjölskyldan er búsett í Hafnafirði. Anna Guðný Gylfadóttir fæddist 4. september 2016 á Landspítal- anum í Reykjavík. Hún var 3690 gr og 52 cm við fæðingu. Foreldrar hennar eru Erla Signý Sigurðar- dóttir og Gylfi Frímannsson. Stóra systir er Ísey Hrefna. Fjölskyldan er búsett í Vestmannaeyjum. Jóla – alzheimerkaffi í kviku – félagsheimilinu við heiðarveg á 3. hæð þriðudaginn 13. des. kl.17.00 Súkkulaði – Saga - Söngur Karlakór Vestmannaeyja mætir. Allir velkomnir - Aðgangseyrir 500 kr alzheimer – Stuðningsfélag Vestmannaeyjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.