Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2016, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 7. desember 2016 Íþróttir u m S j Ó n : Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Framundan Fimmtudagurinn 8. des. Kl. 18:30 ÍBV – Grótta Olís-deild karla Sunnudagurinn 11. des. Kl. 16:00 Þróttur – ÍBV U 1. deild karla Fimmtudagurinn 15. des. Kl. 18:00 Valur – ÍBV Olís-deild karla Föstudagurinn 16. des. Kl. 18:30 ÍBV U – HK 1. deild karla Afturelding 14 9 2 3 377 20 Haukar 14 9 0 5 443 18 FH 14 6 4 4 373 16 Valur 13 8 0 5 349 16 Selfoss 14 7 0 7 427 14 ÍBV 14 6 2 6 386 14 Akureyri 14 4 3 7 340 11 Grótta 14 5 1 8 344 11 Fram 14 4 1 9 403 9 Stjarnan 13 3 3 7 303 9 Olísdeild karla Cloe Lacasse leikmaður ársins hjá ÍBV 2016 hefur ákveðið að framlengja samning sinn við félagið. Cloe sem hefur leikið frábærlega fyrir ÍBV mun snúa aftur til Eyja í byrjun febrúar. Cloe hefur leikið 41 leik fyrir ÍBV og gert í þeim 25 mörk ásamt því að hún hefur verið arkitektinn af mörgum mörkum ÍBV síðustu tvö leiktíma- bil. Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur ákveðið að snúa aftur á heimaslóðir en Kristín hefur leikið 125 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 84 mörk. Í efstu deild hefur Kristín leikið með ÍBV 73 leiki og skorað í þeim 33 mörk. Þá hefur Kristín leikið níu landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fimm mörk. Kristín á einnig að baki einn landsleik með U-23 ára landsliðinu. Kristín Erna æfir nú af fullum krafti og ætlar að finna sinn fyrri styrk á Hásteinsvelli í sumar. Sóley Guðmundsdóttir fyrirliði liðsins hefur einnig ákveðið að framlengja samning sinn við félagið en Sóley hefur leikið 148 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim sjö mörk. Þá á Sóley að baki sjö leiki með unglingalandsliðum Íslands og skorað í þeim eitt mark. Þá hefur ÍBV samið við Adrienne Jordan sem kemur frá Östersund í Svíþjóð. Adrienne getur leikið bæði sem bakvörður og kantmaður. Áður hafði Sigríður Lára Garðars- dóttir samið við sitt uppeldisfélag en Sigríður hefur leikið 126 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 21 mark. Þá hefur Sigríður leikið 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fimm mörk. Sigríður hefur einnig leikið einn landsleik með U-23 ára landsliðinu og einn leik með A-landsliðinu. Þá mun Shaneka Gordon hefja æfingar af fullum krafti í janúar en Shaneka sem hefur verið mesti markaskorari ÍBV undanfarin ár missti af öllu síðasta leiktímabili vegna meiðsla Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur kallað Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur inn í landsliðshópinn þar sem Elín Jóna Þorsteinsdóttir er meidd. Guðný Jenný hefur spilað 48 leiki og tekið þátt í tveimur stórmótum með íslenska liðinu. Þessi 34 ára gamli markmaður hefur komið sterkur inn í tímabilið eftir að hafa tekið sér pásu vegna barneigna, en hún eignaðist barn fyrir rúmu ári síðan. Handbolti | Guðný Jenný í landsliðið ÍBV sigraði Stjörnuna 22:21 á laugardaginn þegar liðin mættust í Garðabæ í Olís-deildinni. Í samtali við Eyjafréttir sagði Kolbeinn Arnasson, markmaður Eyjamanna, að honum hafi fundist ÍBV hafa verið með leikinn í sínum höndum frá fyrstu mínútu. „Markmaðurinn þeirra dettur síðan í hörkustuð þarna síðasta korterið en við sýndum karakter og klassíska sigurhugsun og náum að klára þessi 2 stig,“ segir Kolbeinn. Aðspurður út í framhaldið segir Kolbeinn það líta mjög vel. „Við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli og þannig en það er stígandi í þessu hjá okkur. Eftir áramót fáum við sterka pósta inn og að sama skapi erum við hinir að byrja að spila okkur almennilega saman núna. Ég hef engar áhyggjur af okkur,“ segir Kolbeinn sem átti góðan leik í markinu gegn Stjörn- unni. „ Ég held ég hafi verið með 19 bolta í þetta skiptið en eins og svo oft áður er þvi að þakka að við spilum frábæra vörn, það helst eiginlega alltaf í hendur,“ segir Kolbeinn að lokum. Mörk ÍBV í leiknum: Grétar Þór Eyþórsson 4, Sigurbergur Sveins- son 4, Kári Kristjánsson 4, Theódór Sigurbjörnsson 3, Magnús Stefáns- son 2, Agnar Smári Jónsson 2, Elliði Snær Viðarsson 2 og Ágúst Emil Grétarsson 1. ÍBV komst með sigrinum upp að hlið Selfoss en bæði lið hafa 14 stig í 5.-6. sæti. Handbolti | Olís-deild karla :: Stjarnan 21:22 ÍBV: Sýndum karakter og klassíska sigurhugsun Aðallið Hauka rótburstaði ÍBV2 í Coca Cola bikar karla á laugar- daginn en lokatölur voru 20:38. Hallgrímur Júlísson og Einar Gauti Ólafsson voru markahæstir í liði ÍBV með fimm mörk hvor. Þrátt fyrir stórt tap hljóta leikmenn ÍBV2 að ganga sáttir af velli en enginn þeirra spilar handbolta að staðaldri. „Það voru miklar breytingar á liðinu frá síðasta leik og voru ýmsir lykilmenn fjarverandi,“ sagði Bragi Magnússon daginn eftir leik. „Í upphafi leiks spiluðu Haukar óvænta varnartaktík og það tók okkur smá tíma að finna lausnir og náðu þeir fljótlega fimm marka forystu. Þá kviknaði loks í stór- skyttunum Einari Gauta og Hallgrími. Með fínum sóknarleik og frábærri markvörslu Friðriks náðum við að draga úr forystu Haukamanna,“ sagði Bragi. Á 15. mínútu dró til tíðinda þegar Sindri Georgson fiskaði glæsilega víti og eftir mikinn misskilning fór Patrick Maximilian Rittmüller á vítapunktinn og reyndi að taka snúningsvippu sem var langt fyrir ofan tæknilega hæfileika hans ef marka má orð Braga. Þetta var til þess að boltinn endaði í haus markvarðar Hauka og Patrik fékk að launum rautt spjald. „Þetta kom okkur í ójafnvægi og nýttu Haukamenn sér það og endaði fyrri hálfleikur þannig að tíu mörk skildu liðin af,“ segir Bragi. Eyjamenn áttu fá svör við leik Haukamanna sem að sögn Braga náðu með heppni að auka forystuna í 18 mörk áður en flautað var til leiksloka. Eftir leikinn var haft eftir þjálfara Eyjamanna, Sigmari Þresti Óskarsson, að liðið hafi náð öllum sínum markmiðum í leiknum en með óheppni hafi sigurinn dottið öfugu megin. Bikarliðið sé samt ánægt með að hafa sýnt það enn og aftur að það sé besta handboltalið Eyjanna með því að ná lengra í bikarkeppninni heldur en hið svokallaða A-lið ÍBV. Handbolti | Coca Cola bikar karla :: ÍBV2 20:38 Haukar: óvænt varnar- taktík Haukanna sló okkar menn út af laginu Kristín Erna, Cloe og Sóley með ÍBV næsta sumar :: Adrienne Jordan kemur frá Östersund í Svíþjóð Kristín Erna Sigurlásdóttir. Theódór Sigurbjörnsson hefur farið á kostum í vetur. Hér er hann í leik gegn Fram. Kolbeinn Arnarsson varði 19 bolta gegn Stjörnunni á laugardag. Cloe Lacasse. Sóley Guðmundsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.