Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. Prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir „Í stað þess að gefa viðskiptavinum okkar dagatöl fyrir árið 2017 ákváðum við að verja andvirði þess kostnaðar til að styrkja gott málefni í okkar heimabyggð. Fyrir valinu varð Krabbavörn Vestmannaeyja,“ sagði Þórdís Úlfarsdóttir, útibús- stjóri Íslandsbanka í Vestmanna- eyjum en afhendingin fór fram í síðustu viku. Starfsemi Krabbavarnar Vest- mannaeyja á rætur að rekja allt til ársins 1949. Tilgangur félagsins er að styrkja og styðja þá sem glíma við krabbamein eða þetta verkefni sem sumir fá eins og þær segja hjá Krabbavörn Vestmannaeyja. „Guðrún okkar Gísladóttir afhenti Sigurbjörgu Óskarsdóttur, varafor- manni Krabbavarnar Vestmanna- eyja, styrkinn fyrir hönd Íslands- banka,“ sagði Þórdís. Jólin hafa alltaf verið uppáhalds hátíðin mín. Það er einhver ákveðin stemning sem fylgir jólunum og þá ekki eingöngu heima fyrir heldur einnig í samfélaginu. Verslanirnar loka snemma og það færist friður yfir bæi og ból. Þessi hátíðarbragur er ekki síður sýnilegur þegar maður býr fyrir utan höfuðborgina en í minni bæjarkjörnum er líkt og hátíðin svífi yfir vötnunum og hvert sem maður lítur má sjá börn og fullorðið fólk bera með sér jólaandann. Ég varð sannarlega vör við þessa tilfinningu þegar ég bjó í Vest- mannaeyjum og var í óða önn að undirbúa jólin í hvíta húsinu mínu við Kirkjubæjarbrautina. Bærinn var orðinn skreyttur og fallegur og eftir því sem líða tók á aðfangadag- inn þá fækkaði bílunum því hátíðin var senn að ganga í garð og fjölskyldurnar voru í óða önn að elda, pakka inn og hagræða jólaskrautinu. Við höfðum skreytt töluvert þetta árið og þótt við værum bara fjögur í kotinu, ef smáhundarnir eru meðtaldir, þá var þetta unaðslegur tími. Ég eldaði hamborgarhrygg og húsbóndinn sá um að búa til brúnaðar kartöflur. Eldhúsið okkar í Eyjum var lagt með viðarpanel og því ofsalega notalegt og ekki síst þegar búið var að fá matarlyktina í húsið og skreyta króka og kima með jólakrúsídúllum. Við klæddum okkur upp og hundarnir fengu hvor sitt skraut- hálsbandið. Svo þegar klukkan hringdi inn jólin settumst við til borðs og gæddum okkur á krás- unum sem útbúnar höfðu verið af mikilli alúð. Ekki voru ferfætling- arnir skildir út undan því þeir fengu eins mikið kjöt og þeir gátu í sig látið og enduðu afvelta hvor í sínu stigaþrepinu. Þegar mesta seddan hafði rjátlast af okkur tóku pakkarnir við og við skiptumst á að opna gjafirnar fram á kvöld. Þetta var góður tími, við höfðum það gott og okkur leið vel. Jólin eru yndisleg. Það eru forréttindi að fá að halda þau í faðmi fjölskyldunnar hvort sem hún er stór eða smá. Þessar notalegu samverustundir eru ómetanlegar og gefa okkur kraft til að að komast í gegnum mesta skammdegið og vetrarkuldann. Jólin eru tími til að að vera saman, til að fyrirgefa og sýna hvort öðru hlýju og væntum- þykju. Ég óska þess að þið eigið gleðileg jól og góðar stundir með ykkar nánustu yfir hátíðirnar. Hildur Sif Thorarensen rifjar upp jólin í Eyjum: Jólin eru tími til að að vera saman :: Til að fyrirgefa og sýna hvort öðru hlýju og væntumþykju Hildur Sif Thorarensen. Íslandsbanki gaf andvirði dagatala til Krabbavarnar Í allt útskrifuðust 22 nemar frá Framhaldsskólanum á laugardag- inn, 20 stúdentar og tveir sjúkra- liðar. Bestum heildarárangri á stúdentsprófi náði Ásgeir Elíasson með meðaleinkunnina 8.79 og næstur var Gabríel Sighvatsson með 8,77. Fengu þeir viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Ásgeir og Júlíana Sveinsdóttir fengu silfurmerki Íþróttaakademíu ÍBV. Bestum árangri í hjúkrunargreinum náði Steiney Arna Gísladóttir. Fyrir félagsstörf fengu Friðrik Magnús- son og Karl Leó Sigurþórsson viðurkenningar sem Drífandi stéttarfélag gaf. Og fyrir mjög góðan árangur í íslensku fékk Gabríel gjöf sem Penninn Ey- mundsson gaf. Framhaldsskólinn hefur þá útskrifað 978 stúdenta og 58 sjúkraliða. Stærsti hópurinn var vorið 1997 en þá útskrifuðust 27 stúdentar og tíu með önnur lokapróf framhaldsskóla. Útskrift hjá FÍV: Ásgeir Elíasson dúxaði og Gabríel Sighvatsson semidúx Útskriftarhópur FÍV haustið 2016. Matthías Ragnarsson hélt ræðu fyrir hönd stúdenta.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.