Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Síða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 Tónlist er nátengd jólunum enda framboðið mikið af tónleikum á aðventunni sem eru eins misjafnir og þeir eru margir. Á morgun, fimmtudag ætla þrjár ungar konur að slá upp tónleikum í Hvítasunnu- kirkjunni þar sem huggulegheit og jólastemning verða höfð að leiðarljósi. Þær eru Jenný Guðnadóttir 23 ára, Elísabet Guðnadóttir 17 ára og Guðný Emilíana Tórshamar 15 ára. „Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 en húsið verður opnað kl. 20.00. Í hljómsveitinni verða m.a. Helgi Tórshamar, Birkir Ingason og Simmi Einars,“ sagði Jenný sem hlakkar til tónleikanna. „Þetta verða í bland jólalög og rólegheita kósý lög. Það verður spilað á allskonar hljóðfæri sem við höfum fundið í húsinu, gítara, ukulele, mandólín og pumpuorgel. En umfram allt á þetta að vera kósý, eins og heima í stofu. Það er frítt inn og vonumst við til að sjá sem flesta enda tilvalið að taka sér frí frá jólastressinu og lyfta sér aðeins upp,“ sagði Jenný sem hvetur fólk til að fjölmenna. Hvítasunnukirkjan á morgun: Jenný, Elísabet og Guðný Emil- íana með kósý jólatónleika :: Aðgangur ókeypis Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Það er kjörið tækifæri til að lyfta sér upp milli jóla og nýárs með því að mæta á tónleika söng- fuglanna Silju Elsabetar Brynj- arsdóttur og Alexanders Jarls Þorsteinssonar í Eldheimum fimmtudagskvöldið 29. desemb- er. Bæði tóku þau fyrstu skrefin í Vestmannaeyjum en eru nú í söngnámi í London. Mæta þau með þekktan konsertpíanista sem sýnir metnað og vilja hjá þessu unga Eyjafólki til að sýna sínu fólki hvar þau er stödd á listabrautinni. Alexander Jarl eru á sínu fyrsta ári í Royal College of Music þar sem hann fékk inngöngu í haust eftir að honum óvænt bauðst tækifæri á áheyrnarprufu. Var honum í kjölfarið boðið að skrá sig í skólann einungis þremur dögum síðar en vanalega tekur ferlið marga mánuði. Silja Elsabet var nýkomin til landsins í gærmorgun þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún segist hlakka mikið til. „Tónleik- arnir verða í Eldheimum á fimmtu- daginn í næstu viku og byrja klukkan 20.00. Með okkur er Kjartan Valdemarsson píanóleikari og dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg,“ sagði Silja Elsabet. „Hún verður blönduð, klassík og léttari lög. Fyrir hlé syngjum við óperuaríur og klassík lög en eftir hlé verða það lög úr söngleikjum, jóla- og að sjálfsögðu Eyjalög.“ Hún er á öðru ári í Bachelor námi í söng við Royal Academy of Music í London. „Það gengur ljómandi vel hjá mér og er virkilega gaman að fá þetta tækifæri. En nú eru það tónleikarnir í Eldheimum þar sem ég vonast til að sjá sem flesta,“ sagði Silja Elsabet að endingu. Silja Elsabet og Alexander Jarl í Eldheimum 29. des.: Lofa skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Silja Elsabet og Alexander Jarl ætla að syngja saman í Eldheimum milli jóla og nýárs, fimmtudagskvöldið 29. des. Um þrjátíu manns mættu á fund í Stjörnufræðifélagi Vestmannaeyja í síðustu viku þar sem Sævar Helgi Bragason, stjörnuskoðunarmaður mætti og kynnti nýja bók sína, Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskyld- una og nýr stjörnusjónauki sem félagið keypti nýlega var kynntur til sögunnar. SFV hefur samið við FÍV um að veita tímabundna aðstöðu fyrir sjónaukann, í risi Framhaldsskól- ans. Þar eru þakgluggar sem vísa í suður. Sævar Helgi nýtti ferðina og hitti grunnskólanemendur í Eyjum auk þess að kynna sína frábæru nýju bók. Stjörnu-Sævar og nýr stjörnukíkir Helgi Sævar og Davíð Guðmundsson, formaður félagsins við kíkinn. Um 30 manns mættu í Framhaldsskólann þegar kíkirinn var sýndur. Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.