Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Page 12

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Page 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 G U N N A R J Ú L A R T Ísfélagið óskar öllum Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökkum fyrir samskiptin og viðskiptin í gengum árin. Stofnað 1901 Stefán Máni sló í gegn með bókinni Svartur á leik. Þar kvaddi hann sér hljóðs sem óvæginn og harðsoðinn spennu- bókahöfundur, en þó með sterkum sálfræðilegum og samfélagslegum grunni. Á eftir fylgdu Skipið, Feigð, Húsið og Nautið, svo einhverjar bóka hans séu nefndar. Frægð hans hefur líka borist til útlanda, hann hefur verið gefinn út í átta löndum og fengið spennubóka- verðlaun í Frakklandi. Svarti galdur er nýjasta bók Stefáns Mána, hún er nánast hættulega spennandi en þar er Hörður, rannsóknarlögreglumaður að stíga sín fyrstu skref í lögregl- unni. Það er Saga útgáfa sem gefur út. Morð Klukkan í Dómkirkjunni er tuttugu mínútur gengin í ellefu. Austur- völlur er mannlaus en af og til gengur þó einhver fram hjá styttunni af Jóni Sigurðssyni, sem hnarreistur fylgist með alþingishús- inu, ýmist fólk á leið í miðbæinn eða á heimleið þaðan. Þeir sem eru á ferðinni eru vel klæddir og ganga hratt, enda kalt úti. Alþingishúsið er uppljómað, og þá sérstaklega nýja viðbyggingin sem hefur bæði fleiri og stærri glugga en gamla grjót- hleðsluhúsið. Fundum er að ljúka, og einn og einn þingmaður yfirgefur sögufrægan vinnustaðinn. Flestir fara beint niður í bílageymsluna og aka burt án þess að stíga fæti utandyra en einn og einn gengur út í rökkrið og tekur stefnuna á miðbæinn, ef til vill á leiðinni á skrifstofu síns flokks eða til fundar við vini eða samstarfsmenn á kaffihúsi eða bar. Í myrkrinu austan við raflýst alþingishúsið vokir ungur karl- maður. Hann er furðu léttklæddur miðað við aðstæður, berhöfðaður í fráhnepptum jakka og þunnum rauðum bol úr gerviefni. Hann heldur sig í skugga bak við húshorn, tvístígur og fylgist grannt með mannaferðum við viðbygg- inguna. Hægri höndin hangir máttlaus niður með síðunni en sú vinstri er falin undir hægri boðungi jakkans. Dyr viðbyggingarinnar opnast og kona á fertugsaldri gengur út á hellulagða stéttina. Það er Ingigerð- ur Ásmundsdóttir úr Samfylking- unni, þingmaður Norðurlandskjör- dæmis vestra. Hún er í Burberry-kápu og með axlartösku. Ungi maðurinn stígur fram úr skugganum án þess þó að fara inn í birtuna frá ljóskösturunum. Hann hikar og starir á þingmanninn, hörfar síðan til baka og tekur sér aftur stöðu. Klukkan hálfellefu opnast dyrnar aftur og út gengur þingmaður úr Reykjavíkurkjördæmi, sjálfstæðis- maðurinn Þórólfur Hannesson. Hann er í gallabuxum og svörtum leðurskóm, svartri skyrtu og gráum jakka, bindislaus. Þórólfur er með snyrt alskegg og gleraugu, á hægri öxlinni er bakpoki fyrir fartölvu. Hann gengur rösklega og tekur stefnuna á miðbæinn. Ungi maðurinn gengur hiklaust úr felustað sínum. Hann fetar sig skáhallt yfir stéttina á hvítum strigaskóm og nálgast þingmanninn aftan frá. Göngulagið er rykkjótt og dálítið sérstakt. Hann lyftir fótunum örlítið of hátt, eins og hann sé í allt of stórum skóm eða gangi á mjúku undirlagi. Vinstri höndin kemur í ljós undan boðungi jakkans, það blikar á hnífsblað í ljósi kastaranna. „Fyrirgefðu!“ segir ungi maður- inn. Röddin er hvöss og skipandi en líka þvoglukennd, eins og mæland- inn hafi ekki fullt vald á tungu sinni eða talfærum. „Já?“ Þingmaðurinn nemur staðar og snýr sér við til hálfs. Þá sætir ungi maðurinn lagi; hann stígur stórt skref áfram, beygir sig í baki og rekur oddhvassan hníf af alefli í kvið þingmannsins, ekki aðeins einu sinni heldur tvisvar og að lokum í þriðja sinn, síðan stígur hann til baka og réttir úr sér. Þingmaðurinn lyppast niður, hann stynur hátt og grípur með báðum höndum um kviðarholið. Blóðið streymir fram, skyrtan er gegnsósa og dökkur lífsvökvinn myndar poll á steinhellunum. Andlit hans er náfölt, munnurinn gapir og gleraugun skekkjast á nefinu. Á Austurvelli rekur kona upp óp. Ungi maðurinn sleppir takinu á hnífnum, sem skoppar tvisvar á stéttinni við fætur hans, síðan gengur hann af stað, allur stífur og klaufalegur, og hraðar sér burt. Fyrir ofan hann veður tungl í skýjum. Tungl sem er minna en einu kvartili frá því að vera fullt. Miðvikudagur Klukkan er átta um morgun. Enn er ekki orðið bjart af degi en vett- vangur morðsins við alþingishúsið er raflýstur frá öllum hliðum. Auk þeirra ljóskastara sem fyrir eru á staðnum hefur rannsóknardeildin bætt við fjórum öflugum frístand- andi kösturum. Umhverfis vett- vanginn er gulur lögregluborði, lögreglubílar með blikkljósum standa við öll gatnamót og á annan tug einkennisklæddra lögreglu- manna standa vörð um svæðið, enda veitir ekki af. Fyrstu klukku- stundirnar var varla vinnufriður fyrir fjölmiðlafólki og ljósmynd- urum, og svo bættist forvitinn Kafli úr nýjustu bók Stefáns Mána: Svarti galdur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.