Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Qupperneq 14

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Qupperneq 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 „Gott fólk – mikið er það gaman og gott að fá að vera hér með ykkur og gera ástarjátningu til Eyjanna, sem eru mér svo hjartfólgnar. Hvað er það sem gerir Eyjarnar svona sérstakar? Hvað er það sem gerir það að verkum að við brottflutt segjum alltaf „heim“ þegar við tölum um Eyjar? Hvað er það sem tengir okkur svona sterkt við æskustöðvarnar? Er það fólk, eða fjöll- er það stormur eða stillur - vinnan eða vinirnir? Hvað leitar á þegar maður leggst þreytt á koddann, eða lætur hugann reika ,,heim á fornar slóðir?“ sagði Þuríður Bernódusdóttir frá Borgarhól sem ásamt Einari Gylfa Jónssyni og Jóni Berg hleyptu af stokkunum á síðasta ári, því sem kallað er Eyjahjartað í Einarsstofu. Þar hafa brottfluttir sagt frá uppvaxtarárunum í Eyjum. Þuríður og Einar Gylfi eiga ásamt Atla Ásmundssyni heiðurinn að þessu frábæra framtaki ásamt Kára Bjarnasyni, forstöðumanni Safnahúss. Í allt eru samkomurnar orðnar þrjár og aðrir sem hafa komið fram eru Inga Þórðar rakara, Einar Magnús Magnússon, frændi Gvendar Bö og Biggi Bald og Nonni í Borgarhól, Þorsteinn Ingi Sigfússon, Hildur Oddgeirsdóttir og Hafliði Kristinsson. Öll hafa þau sagt skemmtilega frá og dregið upp myndir af tíma sem var og hún Þura í Borgarhól hafði frá mörgu að segja. Þá voru áhyggjur lífsins fjarri „Skyldu það ekki vera þær dásamlegu minningar sem við eigum öll um sólardagana í Eyjum, á uppvaxtarárum okkar, þegar áhyggjur lífsins höfðu enn ekki verið fundnar upp,“ hélt Þura áfram. „Minningar um kletta og sprungur, fisk og bryggjur, fjöru og urð, hundasúrur og söl. Mig langar að rekja hér í dag þann þráð sem ég held þó að sé sterk- astur, og haldi fastast í mig, og tengi mig best við æskustöðvarnar en það eru vinir mínir, æskufélag- arnir. Þeir, eða réttara sagt þær, eru allar úr Miðbænum, neðsta hluta Kirkjuvegarins, umhverfis Raf- stöðina, Bókabúðina, - já, úr umhverfinu í kringum Borgarhól þar sem ég ólst upp og átti mitt æskuheimili. Og sem ég hélt, og held kannski enn, að hafi verið miðpunktur Miðbæjarins. Kannki var þarna miðjan á veröldinni. Þétt samfélag Þessi blettur neðst á Kirkjuveginum var þétt samfélag, nákomnir nágrannar. Mömmur okkar hittust í kaffi þegar búið var að vaska upp og ganga frá eftir hádegið. Eitthvað sem enginn má vera að í nútím- anum. Við krakkarnir fórum saman í skólann, lékum okkur saman eftir skóla og langt fram á kvöld. Í Borgarhól var sægur af krökkum, þegar mest var vorum við sjö talsins heima og að sjálfsögðu fylgdi okkur mikið af vinum. Má þar meðal annars nefna þekkta karaktera eins Jósúa Steinar á Gamla-Spítalanum, Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra, Palla á Stöðinni eins og hann hét þá, og Einar Ottó á Lágafelli en þessir galvösku strákar voru vinir Jóns bróður míns. Þeir voru fjörmiklir og uppátækjasamir allir. Þeir voru heldur prúðari vinir Helga bróður, Antoníus Svavarsson, Toni í Byggðarholti, síðar í Bankanum, Andrés í Magnúsarbak- aríinu og Kristinn í Vogsabakaríi, einnig man ég eftir Gylfa í Húsavík og Friðriki Jósepssyni. Það var alltaf mikið líf í Borgarhól og í þessu litla húsi virtist alltaf vera pláss fyrir alla. Spennt fyrir vertíðinni Í kringum Borgarhól voru nokkrar verslanir og má þar meðal annars nefna Bókabúðina, Brynjúlfsbúð, Framtíðina eða Tommabúð. Það var einnig stutt í frystihúsin. Eftirvæntingin var alltaf mikil hjá okkur krökkunum í Miðbænum þegar vertíðin byrjaði. Þá fylltist bærinn af aðkomufólki úr sveit- unum á Suðurlandi til að vinna í frystihúsunum. Herðabreiðir strákar að norðan og Austfirðingar með klút um hálsinn. Þessir farandverkamenn gistu á verðbúðunum, bæði í Ísfélaginu, Fiskiðjunni og í Edinborg, en það voru verbúðir Hraðfrystistöðvar- innar. Aðkomufólkið festi margt rætur í Eyjum og ástarbálin lifa sum enn. Gróuhús Ég get ekki farið frá þessu umhverfi kringum Borgarhól öðruvísi en að minnast á Gróuhús. Þar bjó Gróa sem var nú aldeilis ekki hrifin af leiksvæði okkar, ærslum og gleðilátum. Hún hótaði okkur öllu illu ef boltinn kæmi nálægt húsinu. Það var því stórslys ef bolti lenti inn á lóð hjá henni, eða í glugga. Ég held að henni hafi fundist við krakkarnir í Borgarhól alverstir, en við vorum mörg og fjörmikil. En einn vin átti Gróa á planinu. Það var Gísli úrari Bryngeirsson. Á hverjum morgni gekk Gróa yfir til Gísla með kaffi á brúsa og kökubita og sat hjá honum dágóða stund. Ég sé eftir því að hafa ekki spurt Gísla áður en hann hvarf yfir móðuna miklu hvað þeim Gróu fór á milli. Kannski bar hún harm í brjósti, sem litaði líf hennar. Vinkona í hverju húsi Ég held að ég geti sagt að ég hafi átt vinkonu í hverju húsi í nágrenni við Borgarhól. Í Steinholti, sem var næsta hús við okkur, í húsunum við Miðstræti, í Klöpp sem stóð gegnt Ísfélaginu, í Jómsborg, því virðulega turnhúsi við Heimatorg, í Gamla-Bankanum við sama torg, í Þingholti sem var neðst við Heimagötu og í Einarshöfn sem var annað hús ofar við Kirkjuveginn og enn stendur. Í Vogsabakaríi, sem við kölluðum svo, en hétu Garðhús, - þau standa enn, - voru bara strákar og á mínum æskuárum átti maður ekki stráka-vinkonu. En ef hjólið mitt bilaði eða mann langaði að fá lánaðar nýju Bítlaplöturnar, eins og t.d „Baby, you can drive my car“ – já, þá var ansi gott að vera inn undir hjá Þorvaldi í bakaríinu. Það var líka gott að vera inn undir hjá Grétari í Byggðarholti ef maður þurfti á sérstakri vernd að halda fyrir skæðum óvinum í næsta nágrenni. Sá sem átti Grétar að var ekki einn í tilverunni. Útibú frá alheimsmiðjunni Já, húsin í kringum Borgarhól, sem mér fannst eins og útibú frá alheimsmiðjunni, voru nokkuð mörg. Elstu og fyrstu minningar mínar voru úr Steinholti. Það voru á að giska fjórir til fimm metrar á milli húsanna, en þar átti æskuvin- kona mín, Hrefna Baldvinsdóttir, Hrefna Bald, heima. Í því húsi var sægur af krökkum, - eins og í Borgarhól, - og við vorum öll á svipuðu reki. Þannig að allir í Borgarhól áttu sína vini í Steinholti, - og gagnkvæmt. Því miður fluttist fjölskyldan í Steinholti í nýtt hús við Illugagötuna nokkru fyrir 1960, en vinátta okkar krakkanna slitnaði ekki þrátt fyrir það, heldur hélt áfram, og það sem meira er: lifir enn í dag góðu lífi. Í húsinu Klöpp, sem stóð niður við Ísfélag eins og áður sagði, við hliðina á eld-gamla Turninum, átti Guðfinna Kristjánsdóttir, Finna, æskuvinkona mín heima. Klöpp var merkilegt hús, átti sér mikla sögu, en fyrir mér var furðulegast hvað húsið rúmaði marga íbúa. Í vesturendanum bjó Sigga í Klöpp sem hafi víst verið vinnukona hjá afa og ömmu Finnu, og varð síðar ráðskona afans. En í hinum endanum voru Helga og Kiddi með börn sín, sem alltaf fjölgaði, uns þau voru orðin 8 talsins, og alltaf pláss fyrir fleiri. Allavega fyrir mig því að þar gisti ég þegar mamma var á spítalanum, líka að eiga börn eins og Helga í Klöpp. Gott að eiga Finnu að Við Finna brölluðm margt saman. Mér fannst mjög gott að eiga Finnu að og sem vinkonu. Fósturamma hennar, ef svo má kalla, var Svava á Apótekinu. Þar var mjög oft komið við á sunnudögum áður en við Finna fórum í þrjú-bíó og alltaf laumaði Svava að okkur apótekara- lakkrís og saltpillum. Finna gisti svo oft heima hjá mér, meðal annars þegar mamma hennar lá á sæng og átti tvíburana Óðin og Þór. Finnu fannst ægilega spennandi að vera hjá okkur, m.a vegna þess að Lilla, systir mín, vann í bíóinu og ef við sópuðum fyrir hana þá komumst frítt í fimm-bíó. Eyjahjartað :: Þura í Borgarhól :: Æskustöðvarnar Hús og fólk í miðbænum sem kannski var miðjan á veröldinni Þuríður Bernódusdóttir frá Borgarhól Já, húsin í kringum Borgarhól, sem mér fannst eins og útibú frá alheimsmiðjunni, voru nokkuð mörg. Elstu og fyrstu minningar mínar voru úr Steinholti. Það voru á að giska fjórir til fimm metrar á milli húsanna, en þar átti æskuvin- kona mín, Hrefna Baldvinsdóttir, Hrefna Bald, heima. Í því húsi var sægur af krökkum, ” Vinkonurnar, Hrafnhildur, Finna, Þura, Inga, Gréta og Hulda. Runi á Hvanneyri stiljandi á Heimakletti og virðandi fyrir sér austurbæinn eins og hann var fyrir gos.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.