Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Blaðsíða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 Jómsborg Þá flýgur hugurinn í Jómsborg, - með emmi! Þar átti Hulda Gränz heima, vinkona mín og skólasystir. Þangað var mjög gott og gaman að koma‚ einkum þó á fimmtudögum því að þá fengum við Hulda að fara að versla fyrir mömmu hennar í Pöntunarfélaginu sem var á Borg við Heimagötu, beint á móti Magnúsarbakaríi og Hótel Berg. Í Pöntunarfélaginu fékkst alveg gríðarlega góður djús, hann var frá Sanitas-umboðinu, var í sívölum plastbrúsum sem við fengum að smakka úr eftir verslunarferðina. Já, maður beið spenntur eftir hverjum Sanitas-fimmtudegi í þá daga. Í Þingholti var mikið fjör og margt fólk í gamla daga. Húsið var dálítið framandi og ekki byggt eftir einni teikningu. Mér er sérstaklega minnisstæð svalarhurðin í svefnher- berginu. Þar gat maður labbað út á pall þegar gott var veður og legið í sólbaði. Manni fannst maður vera í útlandinu, á sólarströnd eins og maður hafði séð í bíó. Hrafnhildur og Inga Þórðar Í Þingholti átti ég góða vinkonu, Hrafnhildi Hlöðversdóttur. Á efri hæðinni í Þingholti var merkilegt herbergi þar sem við Hrafnhildur gátu dundað okkur klukkustundum saman. Þetta var eins konar fataherbergi með fataslá sem var yfirfull af kjólum sem móðursystur Hrafnhildar áttu. Þetta var auðvitað algjör paradís fyrir okkur Hrafnhildi. Við óðum í slána og ímynduðum okkur að við værum tískusýningardömur. Við löbbuðum um allt loftið, reigðum okkur og beygðum hvor fyrir annarri, alveg eins og stórstjörn- urnar í bíó. Í Miðstrætinu, í húsi sem var númer 11, og hét áreiðanlega Bjarg þótt það nafn væri aldrei notað, bjó Inga Þórðardóttir, stórvinkona mín. Hún var dóttir Þórðar rakara og Doddu, hárgreiðslukonu. Þau foreldrar Ingu voru bæði með atvinnureksturinn heima, á 1. hæðinni. Mektarmenn Það var mjög spennandi að fylgjast með viðskiptavinum þeirra hjóna sem margir voru mjög sérstakir karakterar, eins og Árni Valda, eða Gölli, Amríku- Geiri og aðrir mektarmenn. Tóta á Enda og fleiri eftirminnilegar konur voru mikið hjá Doddu. Eitt er mér mjög minnisstætt frá þessu húsi en það var rörið sem lá meðfram hurðinni á rakarastofunni og upp í ruslafötu- skápinn í íbúðinni á 2. hæð. Rör þetta var mikill og öflugur sam- skiptavefur á milli þeirra hjóna. Ef Þórður átti að koma upp í eldhús, eða Dodda niður, þá var barið fast í rörið. Týrólahattar og dátabuxur Miðstrætið og svæðið þar í kring var mjög spennandi fyrir okkur Ingu. Þarna voru freistandi búðir eins og fataverslunin í Bjarma, þar sem Guðrún, dóttir Helga Ben. og Kollý afgreiddu. Og ekki langt undan var Verslun frú Gunnlaugsson þar sem Gunna Lofts réð ríkjum. Hún hafði mikla afgreiðsluhæfileika og beitti vel völdum og mögnuðum lýsingar- orðum um þær vörur sem á boðstólum voru, og fylgdi þeim eftir með svip og sveiflu. Það voru miklir dýrðartímar fyrir okkur Ingu þegar Tírola-hattarnir duttu í hús hjá Gunnu Lofts. Og ég tala nú ekki um dátabuxurnar hjá Jóa í Drífanda, handan við Bárustíg. Keyptu heilan banka Í Gamla-Bankanum, við hliðina á Haraldarbúð, raftækjaverslun, bjó Gréta vinkona mín. Fjölskylda hennar hafði áður búið í Byggðar- holti, rétt fyrir ofan Borgarhól, en þau Svavar og Kristín, foreldrar hennar, keyptu hvorki meira né minna en heilan banka, Gamla- Bankann, þegar Útvegsbankinn flutti starfsemi sína í Nýja-Bank- ann, beint á móti Samkomuhúsinu. Í Gamla-Bankanum var sannarlega mikið pláss, margar hæðir og mjög leyndardómsfullt háaloft sem mér er mjög minnisstætt. Þar settum við upp hárgreiðslustofu, Inga, Hulda, Gréta og ég. Við auglýstum í glugganunum hjá Jöra danska í Tómstundabúðinni sem var beint á móti Þingvöllum (í gamla Versluna- félaginu). Viðskiptin urðu fremur dræm og var stofunni lokað stuttu síðar. Eftir upprifjun okkar vinkvenna nú nýlega höldum við að það hafi bara verið Kollý og Dadda á Vegamótum sem notfærðu sér þjónustuna. Sigrún framandi og spennandi Í Einarshöfn bjó Sigrún Axels- dóttir,vinkona mín í Skóbúðinni. Sigrún var á þessum tíma mjög framandi og spennandi vinkona, nýflutt í bæinn. Afi hennar var bryti á Gullfossi, flaggskipti flotans, og heima hjá henni var til útlent sælgæti, meðal annar blátt pan- tyggjó sem okkur vinkonum þótti mikið til koma. Svo átti hún líka trétöflur sem ég öfundaði hana af. Í Einarshöfn byrjaði Axel Ó., pabbi Sigrúnar að versla með skótau, en seinna meir var í húsinu verslunin Aníta. Bakararnir örlátir og góðir Eins og ég nefndi hér að framan þá voru á æskuslóðum mínum margar og mjög athyglisverðar verslanir og margir skemmtilegir afgreiðslu- menn. Fyrstur kemur upp í hugann Óskar í Bókabúðinni. Hann stóð oft fyrir utan búðina sína og hleypti inn í hollum, t.d. þegar skólinn var að byrja og allir að kaupa stílabækur, kennslubækur og blýanta. Þá var ekki síður gaman að koma í Vogsabakarí, t.d. eftir sund og sníkja enda af vínarbrauðum. Alltaf voru þeir síbrosandi bakararnir, Stáki og Bent danski. Þannig var það líka í Magnúsarbakaríi þar sem Simmi lék á als oddi. Það voru mikil búdrýgindi að hafa tvö bakarí til að sníkja í svona í næsta nágrenni. Bakararnir voru örlátir og góðir menn. Allt til milli himins og jarðar Síðasta verslunin sem mig langar að minnast á er Tommabúð, Framtíðin hét hún formlega. Þar gat maður keypt allt milli himins og jarðar, súkkulaðikúlur, stígvél, kók, vinnuvettlinga og margt, margt fleira. Undir sama þaki rak svo Dagný, kona Tomma, álnavörubúð. Það var einmitt þar sem ég fékk eina af mínum fyrstu kápum, rauða svampkápu sem ég skartaði í kirkjunni á fermingardag Jóns bróður míns. Tóti meðhjálpari sem var eins og mildi Guðs spurði mig þá, þar sem ég stóð við hliðina á Jóni, hvort ég ætlaði ekki að fara að drífa mig í kyrtilinn, - raunar við lítinn fögnuð bróður míns. Það var, eins og áður sagði, mikil spenna hjá okkur krökkunum í Miðbænum þegar vertíðin byrjaði og bærinn fylltist af aðkomufólki. Það var heilmikil tilbreyting sem fylgdi þessu fólki og margar urðu þær eftir meyjarnar og eru hér enn. Upp í huga minn koma Þóra Giss frá Selkoti og Þórhildur vinkona hennar en báðar eignuðust þær Eyjastráka fyrir eiginmenn. Einnig man ég eftir færeyskum stelpum sem giftust bræðrunum úr Gerði, Assa og Hallbergi. Já og Helgu Tomm sem kom hér snemma á árunum í kringum 1960 og er hér enn. Business fyrir krakkana Vertíðarfólkinu fylgdi „busisness“ fyrir okkur krakkana í Miðbænum en það var að „standa í röð“ fyrir böllin. Við tókum 25 kr. á miðann en hver maður mátti kaupa 12 miða. Skömmu fyrir opnun miðasölunnar kom svo sá sem samið var við, tók við plássinu í röðinni, gerði upp við okkur og keypti miðana. Oft voru þessa raðir það langar við miðasölu Samkomuhússins að þær náðu að skóverslun Axels Ó. Ég hugsa oft um það hvað það eru mikil forréttindi að hafa upplifað þessa tíma. Bátarnir komu drekkhlaðnir í land og unnið í frystihúsunum langt fram eftir kvöldi. Tóti í Turninum sá um að upplýsa heimamenn um hvenær bátarnir kæmu að og stemningin mikil. Við Gréta í Gamla-Bank- anum vorum bara 8 ára þegar við fengum fyrstu launaumslögin frá Gústu Sveins í Hraðinu. Það skemmtilega er að Gréta á sitt umslag enn. Blaðasalan Ég ætla að láta það verða lokaorð mín hér að minnast á blaðasöluna sem við krakkarnir í Miðbænum höfðum algeran forgang að. Við seldum pólitísku blöðin, Fylki, Framsóknarblaðið, Brautina og Eyjablaðið. Það giltu síðan óskráð lög um hver átti hverja götu. Á mínum götum voru margar skemmtilegar persónur, Gaui í Vallartúni, Lulla, kona Gulla í Gerði, sem gaf manni alltaf aukakrónu í hinn vasann. Ekki datt mér í hug í þá daga, þegar ég stóð við dyrnar hjá Lullu, að ég ætti sjálf eftir að eiga þetta fallega rauða hús við Helgafellsbrautina. Svona var þetta á æskustöðvunum „heima í Eyjum“. Ég er afar þakklát fyrir árin mín í Eyjum og sannarlega eru Eyjar í hjarta mér- ekki stundum- heldur alltaf,“ voru lokaorð Þuru. Einar Ottó, Steinar á Gamla-Spítalanum og Nonni í Borgarhól. Jómsborg. Þrír góðir, Nonni, Palli í Vegg og Steinar. Efri röð, Birna Berg, Elínborg, Þóra, Aðalbjörg og Birgir. Neðri röð, Helgi, Elín Helga, Þura og Jón.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.