Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Qupperneq 18

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Qupperneq 18
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 Hvað hefur þú unnið lengi í FES? „Ég byrjaði í FES 1978 og var þá fyrst bara á vertíðum, svo var ég eitt ár inni í frystihúsi þegar það var loðnustopp árið 1981, minnir mig. Á sumrin var ég síðan í öðru. Síðustu sex til átta árin hef ég eingöngu unnið hérna, þannig þetta er orðinn langur tími,“ segir Almar. Hvað felst í þinni vinnu? „Utanum- hald á öllu sem snertir móttöku á uppsjávarfiski, makríl, síld og loðnu. Ég stjórna því sem þessu fylgir og síðan kaupum á alls kyns aðföngum sem til þarf, sýru og þess háttar. Þess á milli er ég í ýmsu sem til fellur, ásamt öðrum stjórnendum hér,“ segir Almar og bætir við að árið 2016 hefur gengið mjög vel hjá þeim í FES. Það fyrsta sem kemur upp í huga Almars þegar hann lítur til baka og hugsar hvað hafi staðið upp úr í gegnum árin í bræðslunni er hversu lítil togstreita hafi verið á milli manna. „Það hlýtur að skipta mestu máli að ég hef ekki staðið í neinum ágreiningi við neinn, ég hef getað sinnt mínu starfi og ekki haft undan neinu að kvarta og ég veit ekki til þess að það hafi verið kvartað undan mér. Það hlýtur að teljast gott eftir 40 ára ferðalag með fyrir- tækinu að hafa ekki lent í neinum uppákomum á hvorn veginn sem er,“ segir Almar. Góður mórall Mórallinn er s.s. góður hjá ykkur í FES? „Hann er afskaplega góður. Það hafa komið tímar þar sem þetta var ekki nógu gott og það var bara farið yfir það. Ef hlutunum er stjórnað með þjösnaskap þá fylgir mórallinn því og fer í vaskinn. Sem betur fer hefur þetta verið gott undanfarið því góður mórall vex ekki á trjám. Góður mórall skilar sér ekki bara til mannskapsins heldur líka til fyrirtækisins, það græða allir á því að hafa góðan móral. Maður fær ekkert út úr starfsfólki sem er ekki ánægt, þetta virkar svoleiðis. Hér kom tímabil þar sem stjórnarhættirnir leiddu af sér ekki nógu gott ástand. Það var góður mórall þegar ég byrjaði fyrst þannig að maður fann muninn þegar þetta breyttist. Núna er þetta mjög gott, góður og samheldinn mann- skapur, við styðjum hver við bakið á öðrum og menn fara saman í hvað sem upp á kemur. Ég hef nú unnið víða og þetta er nú með því besta sem maður þekkir,“ segir Almar. Betri aðbúnaður Það hefur orðið algjör kúvending á öllum aðbúnaði í fyrirtækinu síðustu árin segir Almar, verk- smiðjan hefur farið úr því að vera mjög gamaldags yfir í að vera í fremstu röð. „Í dag er verksmiðjan bara eins og þær gerast bestar. Árið 1998 var verksmiðjan, eins og hún er núna, tekin í notkun en þá byrjaði þessi nútímavæðing á henni. Þó hafa verið gerðar ýmsar endurbætur síðan þá. Það er enn verið að bæta við og verið að gera þessa verksmiðju betri með tækjakaupum og lagfæringum. Þetta eru mikil viðbrigði frá því 1978 en manni fannst fyrst eins og þetta væri hálfgert brotajárn, manni leist ekkert á þetta, bæði skítugt og ryðgað eins og þessar gömlu verksmiðjur voru. Aðstaðan fyrir mennina var líka dapurleg en nú er þetta orðið glæsilegt,“ segir Almar. Sigurður kom sínu fram án árekstra „Umhverfisþátturinn er líka orðinn allt annar í dag,“ segir Almar. „Það er búið að vinna mikið í öllu frárennsli og útblæstri með hreinsistöðvum og öðru slíku. Það er líka bara minni lykt á vinnu- staðnum sjálfum, margar verk- smiðjur eru komnar með afsogskerfi og það er á dagskrá að setja svoleið- is hér,“ segir Almar. Að lokum minnist Almar aftur á góðan móral í gegnum tíðina og hvað lipurð og góðir stjórnarhættir skipta miklu máli. „Ég hef oft talað um það hversu góður hann Sigurður Einarsson heitinn var í þessu, þ.e. að koma sínum málum áleiðis án þess að vera með þjösnaskap. Hann hafði þann eiginleika að koma sínu í gegn án árekstra og án þess að hækka róminn, hann var snillingur í þessu. Þetta er mikilsverður og góður eiginleiki,“ segir Almar. Ágúst Halldórsson, vélstjóri á Álsey VE hefur verið á sjó frá átján ára aldri, fyrst á sumrin með skóla en eftir að hann hafði lokið sveinsprófi í vélvirkjun fór sjómennskan í að vera á ársgrundvelli. Líkt og aðrir kollegar hans þá hefur Ágúst verið á ótalmörgum skipum í gegnum tíðina. „Ég byrjaði sjómannsferilinn minn á Maríu Pétursdóttur en þar var ég heilt sumar, svo reri ég eitt sumar á Heimaey og síðan hef ég verið mikið um borð í Bylgju VE og Þórunni Sveins. Síðustu ár hef ég síðan verið á Álsey VE. Ég hef alltaf átt voðalega erfitt með að segja nei og hefur manni oft og tíðum verið sjanghæjað í hina og þessa báta þegar menn vita af mér í landi,“ segir Ágúst sem hefur í raun ekki hugmynd um hversu margir bátarnir eru orðnir í dag. „Þeir eru eitthvað á þriðja tug myndi ég halda með afleysingum.“ Elti vinina í vélstjórann Langaði þig alltaf að verða vélstjóri? „Nei, það var aldrei inni í myndinni. Það var ekki fyrr en sumarið eftir að ég verð átján ára sem ég skrái mig af félagsfræði- braut og fer yfir á vélstjórnarbraut, aðallega vegna þessa að flest allir vinir mínir voru þar,“ segir Ágúst. Aðspurður út í hvað heilli mest við sjómennskuna nefnir Ágúst veiðieðlið. „Ég ímynda mér sjómennskuna og áhöfnina eins og veiðihóp líkt og þá sem uppi voru fyrir tvö hundruð þúsund árum og fóru á loðfílaveiðar. Það verða allir að vinna saman við að drepa loðfílinn til að komast aftur til fjölskyldunnar og fæða börn og konu,“ segir Ágúst. Er almennt góður mórall á sjónum? „Já já, það er hann almennt. Menn þola reyndar misjafnlega vel andlega að vera langan tíma frá fjölskyldu og vinum. En almennt er hann góður,“ segir Ágúst sem segir það ganga vel hjá sér að tvinna saman fjölskyldulífið og sjó- mennskuna. „Það gengur ágætlega, krakkarnir eru vanir þessu og svo er faðir konu minnar sjómaður svo hún þekkir þetta vel.“ Flott ár Hvernig finnst þér árið hafa verið hjá ykkur á Álsey? Stendur eitthvað upp úr? „Árið er bara búið að vera flott. Það er búið að fiskast vel og skipið búið að reynast vel. En það sem stendur upp úr á árinu er þegar stærsti hluti áhafnarinnar fór og hjálpaði til við að draga fé í dilka með tilheyrandi fjöri í Langanes- byggð,“ segir Ágúst. Nú hefur verið mikið rætt um svokallaða uppboðsleið á kvóta, hvað finnst þér um hana? Ágúst segist lítið hafa pælt í henni. „Æskuvinur minn, hann Magnús Sigurðsson segir að hún sé algjört rugl þannig ég verð bara að treysta honum.“ Ekki góðir samningar Hver er þín tilfinning gagnvart kjarasamningi sjómanna sem nú liggur fyrir? „Mér finnst þetta ekki vera neitt góðir samningar. Mér finnst að það megi alveg setja sjómennina í flokka. Sjómaður er ekki bara sjómaður. Það er svo margt mismunandi í starfi okkar og úthöldum og svo er einnig samstaða stéttarfélaganna ömurleg. En satt best að segja skil ég ekki afhverju það þurfa alltaf að vera einhverjir karlar að semja fyrir okkur sjómenn sem eru búnir að vera svaka naglar í borðsalnum síðustu ár að kvarta og bölvast yfir verði og aðbúnaði. Þeir hafa oft enga reynslu af samningagerðum og eru það illa skrifandi að þeir eiga í erfiðleikum með að skrifa sitt eigið nafn án þess að ein til tvær stafsetningarvillur leynist í því,“ segir Ágúst. Þetta var vandræðalegt Í lokin féllst Ágúst á að segja eina skemmtilega sögu af sjónum. „Það var einn félagi minn sem fékk mig til að leysa sig af einn karfatúr á Múlaberginu sem fyrsti vélstjóri. Eftir að búið var að koma aflanum niður úr síðasta holinu segja karlarnir við mig: „Núna kveikjum við upp í sánanum og hendum okkur í sánann, kemur þú með Ágúst“. Ég jánkaði því en ætlaði fyrst niður í vél að lensa lestina og ganga frá vaktinni. Þegar ég kem upp úr vélinni og fer að græja mig í sánann eru allir farnir inn og þar sem ég er hálfpartinn alinn upp á sumrin úti í Álsey var minn sánaklæðnaður ekki sá sami og þeirra. Ég tek af mér handklæðið, labba inn í sánann og stend þar á adamsklæðunum einum saman og horfi á þá alla dauðskelk- aða á stuttbuxunum. Því næst fæ ég mér sæti á milli fyrsta og annars stýrimanns og hugsa: „Þetta er nú vandræðalegt, Ágúst Halldórsson“.“ Ísfélag Vestmannaeyja 115 ára :: Ágúst Halldórsson vélstjóri á Álsey VE: Sjómaður er ekki bara sjómaður :: Margt ólíkt í starfi okkar og úthöldum og samstaða stéttarfélaganna mætti vera betri Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Ísfélag Vestmannaeyja 115 ára :: Almar Hjarðar móttökustjóri á uppsjávarfiski í FES: Hef ekki staðið í ágreiningi við neinn :: Hef getað sinnt mínu starfi og ekki haft undan neinu að kvarta Ágúst ásamt unnustunni Guðbjörgu Erlu Ríkharðsdóttur og börnum. Almar Hjarðar hefur unnið hjá Ísfélaginu síðan 1978 eða í 38 ár.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.