Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Page 22

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Page 22
22 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 Saga séra Ólafs Egilssonar (1564-1639), prests Ofanleitis- sóknar er merkasta heimildin um ægilegasta viðburð í sögu Vest- mannaeyja er 242 Eyjabúar voru fluttir sem þrælar til Algeirsborgar árið 1627 og tæplega 40 myrtir eða brenndir inni. Aðeins um 10% þeirra sem fluttir voru í ánauð eða „barbaríið“ eins og það var nefnt, sáu nokkurn tíma heimalandið aftur - einn þeirra var séra Ólafur Egilsson og sá eini er færði sögu sína í letur svo varðveitt sé. Reisubók séra Ólafs er ótrúlega vel skrifuð og nákvæm frásögn frá því fyrst sást til „hund-Tyrkjans“ mánudaginn 16. júlí 1627 og þar til sr. Ólafur kemst aftur til Vest- mannaeyja rétt tæpu ári síðar, hinn 6. júlí 1628. Það er ástæða til að hvetja alla þá sem ekki hafa lesið bókina að kynna sér hana, ekki síst þá sem vilja þekkja sögu Eyjanna. Fyrri útgáfur Á íslensku hefur Reisubókin komið út þrisvar sinnum, hið fyrsta sinnið árið 1852 og er safnið nýbúið að eignast eintak af þeirri útgáfu. Öðru sinni var Reisubókin gefin út á árunum 1906 til 1909. Sú útgáfa er afar vönduð, með samanburði á öllum meginhandritum sögunnar sem þá voru þekkt (en frumhand- ritið er glatað). Til eru útlánseintök af þeirri útgáfu. Hið þriðja sinnið var Reisubókin gefin út árið 1969 í útgáfu Sverrir Kristjánssonar sagnfræðings og er sú útgáfa víða til, þar á meðal nokkur útlánseintök hér á safninu. Reisubókin kom hins vegar fyrst út á dönsku en ekki íslensku. Danska þýðingin er frá 1741 og er aðeins 1 eintak til á landinu, í Landsbóka- safni. Sú þýðing var endurútgefin aldamótaárið 1800 og er hún einnig aðeins varðveitt í einu eintaki hér á landi, í Landsbókasafni. Reisubókin var þýdd í fyrsta sinn á ensku af Karli Smára Hreinssyni og Adam Nichols og gefin út af Fjölva í Reykjavík. Sú þýðing var gefin út á ný af Sögu Adademíu árið 2011 lítillega endurskoðuð og síðar endurprentuð 2014. Brotið í blað í útgáfusögu Reisubókarinnar Á þessu ári var hins vegar brotið í blað í útgáfusögu Reisubókarinnar er þeir Karl Smári og Adam gáfu út endurskoða þýðingu sína í fræði- legri og afar vandaðri útgáfu. Á öðrum stað í blaðinu er viðtal við annan þýðanda bókarinnar um þrautargönguna við að finna útgefanda og hvers virði það er fyrir hið alþjóðlega fræðasamfélag að saga sr. Ólafs sé til á enskri tungu svo miklu fleiri megi njóta. Undirritaður tók að sér að kynna fyrir lesendur Eyjafrétta hina nýju og endurbættu útgáfu, en eintak af bókinni er til útláns á safninu. Fullu nafni heitir bókin: The Travels of Reverend Ólafur Egilsson: The Story of the Barbary Corsair Raid on Iceland in 1627. Útgáfan er öðrum þræði tileinkuð Þórði Tómassyni í Skógum sem er vel til fundið þar sem fáir einstaklingar hafa sýnt sögu Tyrkjaránsins meiri brennandi áhuga en Þórður. Bókin er gefin út af einu þekktasta forlaginu vestan hafs, The Catholic University of America Press, og ber allt hand- bragðið því glöggt vitni að fag- mennska er í hæsta gæðaflokki. Á það jafnt við um uppsetningu, lýsandi myndir er víða má finna í bókinni sem og hinum ítarlegu bókaraukum. Bókaraukarnir eru í raun algjör gullnáma, hvort heldur um er að ræða afar fræðandi kafla um Algeirs- borg, staðinn þangað sem Eyjafólkið var flutt til; varðveislu hand- ritanna þar sem Þórður í Skógum kemur færandi hendi eða um baksviðið á Íslandi á tíma sr. Ólafs. Rýnanda þótti þó mest koma til kaflans The Times (Samtíminn) þar sem ekki einasta er horft heim til Íslands um daga sr. Ólafs heldur litast við um víða veröld. Með skýrum samanburði draga þýðendur lesandann inn í evrópskan samtíma sr. Ólafs og margt af því sem hann segir í Reisubókinni sinni verður svo miklu skiljanlegra í ljósi aðstæðna hans og samtíma. Þá eru að lokum dregin saman helstu skrif um baksvið Tyrkjaránsins til frekari glöggvunar fyrir þá sem vilja sjá enn skýrar hið alþjóðlega umhverfi. Útgáfan hefur að verðleikum fengið afar góða dóma og nægir að vísa í orð hinnar dönsku Kristínar Wolf, hins virta norrænu- fræðings, er segir:,,Það er stórkostlegt að tveir fræðimenn hafa loksins sýnt það frumkvæði að koma þessum mikilvæga texta á framfæri.“ Það er gleðilegt að nú hefur Reisubók sr. Ólafs hlotið þá viðurkenningu og þá athygli sem henni ber og þessi ægilegi viðburður í sögu Vestmanna- eyja hefur með útgáfunni fengið stað í alþjóðlegri sögu, hvorutveggja til að gera við- burðinn skiljanlegri fyrir Íslendinga sem og að verða umheiminum merkileg viðbót í sögu sjórána 17. aldar. Þeir Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols hafa með hinni nýju þýðingu lokið við ætlunarverk sitt, að gefa heiminum hið merkilega og mikilvæga sjónarhorn prestsins við Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Reisubókin hefur til þessa verið perla í íslenskum bókmenntum, með hinni nýju fræðilegu og vönduðu útgáfu er Reisubókin nú orðin hluti af alþjóðlegri bókmenntasögu. Tyrkjaránið í nýrri og glæsilegri útgáfu á ensku: Loks hlotið þá viðurkenningu og þá athygli sem henni ber :: Og þessi ægilegi viðburður í sögu Vestmannaeyja hefur með útgáfunni fengið stað í alþjóðlegri sögu Kári BjarnaSon frettir@eyjafrettir.is Kápa ensku þýðingarinnar. Dönsku húsin á Heimaey á tímum Tyrkjaránsins . Það er gleðilegt að nú hefur Reisubók sr. Ólafs loks hlotið þá viðurkenningu og þá athygli sem henni ber og þessi ægilegi viðburður í sögu Vestmannaeyja hefur með útgáfunni fengið stað í alþjóð- legri sögu, hvoru- tveggja til að gera viðburðinn skiljan- legri fyrir Íslendinga sem og að verða umheiminum merkileg viðbót í sögu sjórána 17. aldar. Þeir Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols hafa með hinni nýju þýðingu lokið við ætlunarverk sitt, að gefa heiminum hið merkilega og mikil- væga sjónarhorn prestsins við Ofan- leiti í Vestmanna- eyjum. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.