Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Blaðsíða 23
23Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 „Upphaflega hugmyndin að þýðingu Reisubókar sr. Ólafs Egilssonar á ensku kom fyrir rúmum 20 árum þegar Adam Nichols sem þá var kennari við Maryland háskóla á Keflavíkurflug- velli spurði mig hvort ekki væri góð hugmynd að við þýddum saman íslenskt bókmenntaverk á ensku. Adam, sem ferðast hafði um Ísland fannst vanta ódýra og handhæga enska þýðingu til að lesa. Ekki kom til greina að þýða fornsög- urnar, þær höfðu allar verið þýddar á önnur mál og ekki kom heldur til greina að þýða 20. aldar bókmenntir þar sem á þeim hvílir höfundar- réttur. Einnig varð þetta verk að höfða til útlendinga og helst að hafa tengingu bæði við Ísland og útlönd. Það var því úr vöndu að ráða. Ég hafði kennt íslenskar bókmenntir við framhaldsskóla og þekkti því nokkuð til bókmenntasögunnar. Reisubók sr. Ólafs Egilssonar kom fljótlega upp í hugann og í fram- haldinu þýddi ég lauslega tvo til þrjá kafla og sendi Adam. Hann samþykkti verkið og við hófumst handa, með hléum þó,“ segir Karl Smári Hreinsson sem ásamt Adam Nichols þýddi Reisubókina á ensku og er hún komin út í glæsilegri útgáfu þegar hann er spurður hvert var upphafið að því að Reisubókin var gefin út á ensku. Erfitt að finna útgefanda Hvernig gekk svo að koma bókinni út? „Þrautin var þyngri að finna útgefanda. Ég gekk á milli nokkurra útgefenda í Reykjavík án mikils árangurs. Verkið þótti hvorki áhugavert né líklegt til að geta á nokkurn hátt staðið undir útgáfu- kostnaði. Á meðal þeirra sem ekki sá ástæðu til að gefa Reisubókina út var Háskóli Íslands. Reyndar tók ein bókaútgáfa vel í að gefa bókina út á ensku, og eigendurnir sam- mæltust um að láta mig vita um áhuga þeirra. En af einhverjum ástæðum gleymdist að koma skilaboðunum til mín. Síðan var það af tilviljun að ég var staddur í bókaútgáfunni Fjölva árið 2008 og hafði handrit af þýðingu Reisubókarinnar með mér og skildi það eftir í veikri von um að þeir ungu menn sem þá höfðu keypt Fjölva hefðu einhvern áhuga á útgáfu. Ekki liðu nema örfáir dagar þar til hringt var í mig og okkur boðið að Fjölvi gæfi Reisubókina út í kiljuformi á ensku. Týndist í hafi Bókin kom út í ágúst 2008. Fyrsta prentunin týndist reyndar í hafi á leiðinni til Íslands sem varð til þess að prenta varð nýtt upplag með skömmum fyrirvara og senda með flugi til Íslands með ærnum kostnaði. Síðar þetta ár eða dagana 17. til 19. október 2008 var haldin í Vestmannaeyjum merkileg alþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið og í raun var það þessi þýðing á Reisubókinni sem gerði þessa ráðstefnu mögulega. Þessi ráðstefna sem kallaðist Sjóræningjar á Norðurhöfum, var aðstandendum og Vestmannaeyingum til sóma. Þess má geta að Sögusetur í Vestmannaeyjum studdi útgáfu Reisubókarinnar. Síðan kom hrun eins og sagt er. Útgefandinn Fjölvi varð gjaldþrota. Við útgáfu Reisubókarinnar tók þá Saga Akademía – málaskóli í Keflavík sem er í minni eigu. Nú hefur Reisubókin verið prentuð þrisvar og selst í nokkur þúsund eintökum.“ Séra Ólafur ekki í slæmum félagsskap Hvað geturðu sagt okkur um nýjustu útgáfu Reisubókarinnar? „Við Adam höfðum alltaf hugsað okkur að gefa Reisubókina út í fræðilegri útgáfu en þeirri sem hún upphaflega kom út í. Við leituðum fyrir okkur í Bandaríkjunum. Sendum fyrirspurnir til allmargra háskóla vestra, og heppnin reyndist með okkur. Útgáfustjóri The Catholic University of America Press, í Washington D.C. varð svo heillaður af þessari frásögn Eyjaprestsins og örlögum Íslend- inganna sem voru herteknir að hann ákvað að gefa Reisubókina út í fræðilegra útgáfu, eða það sem kallast á ensku; semi-academic, þ.e. útgáfan á að standast fræðilegar kröfur þótt t.d. heimildaskrár og fleira sé ekki eins ítarlegt og í rannsóknarverkefnum. Séra Ólafur er ekki í slæmum félagsskap ef litið er til þeirrra höfunda sem þessi háskólaútgáfa hefur gefið út. Það virðast í mörgum tilvikum vera helstu og merkustu höfundar í kristni, þar má nefna heilagan Ágústínus kirkjuföður, gríska heimspekinga og a.m.k. tveir páfar hafa fengið rit sín gefin út þar. Það sýnir afstöðu þessarar útgáfu til þessarar merkilegu heimilda sem Reisubókin og önnur rit tengd Tyrkjaráninu eru. Hefur vakið mikla athygli Í tilefni útgáfunnar á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar í Bandaríkjunum á vegum The Catholic University of America Press þá var haldið útgáfuhóf í sendiráði Íslands í Washington og einnig í sendiráði Íslands í Ottawa í Kanada. Á báðum þessum stöðum mættu um 30 til 40 gestir, margir sem tengjast menn- ingu, listum og útgáfu. Má nefna að allmargir gestir í útgáfuhófinu í Kanada eru félagar í vinafélagi Íslands og Kanada, fólk sem á ættir sínar að rekja til Íslands eða hefur á einhvern hátt tengsl við landið. Þá fjallaði blað Vestur-Íslendinga, Lögberg-Heimskringla, ítarlega um hina nýju útgáfu Reisubókarinnar í haust er leið. Einnig var okkur, þýðendum hennar boðið að halda fyrirlestur við Cornell háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum. En sá háskóli tengist Íslandi og íslenskri bók- menningu sterkum böndum í gegnum Fiske safnið í Cornell. Á þennan fyrirlestur mættu hátt í 40 gestir og sýndu mikinn áhuga á viðfangsefni Reisubókarinnar. Lýsti vel staðháttum og menningu á Ítalíu Karl Smári tekur undir þá full- yrðingu að Reisubók sr. Ólafs er að verða þekkt í fræðaheiminum. „Á síðustu árum hefur verið fjallað um útgáfu Reisubókar sr. Ólafs Egilssonar á ensku í ýmsum erlendum ritum. Má þar nefna að í þekktu tímariti í Hollandi, Geograf- ie birtist grein í október 2013 um ferðir sr. Ólafs í Hollandi. Höfundar þeirrar greinar eru tveir prófessorar, annar hollenskur, Hans Renes, hinn ítalskur, Stefano Piastra. Stefano er aðstoðarprófessor við ítalskan háskóla og birti einnig allítarlega og langa grein árið 2012 í land- fræðitímaritinu Boollettino della Societá Geografica Italiana, um ferðir sr. Ólafs um Ítalíu á árinu 1627. Í grein Stefano kemur vel fram að lýsingar sr. Ólafs Egilssonar á staðháttum og menningu á Ítalíu þegar hann var þar á sinni erfiðu reisu eru furðu nákvæmar og að Ólafur er einna fyrstur norrænna manna til að skrifa lýsingu á staðháttum á Ítalíu. Einnig birtist grein um Tyrkjaránið í Vestmanna- eyjum eftir Emmu Bergmann í tímaritinu All Verdens Historie árið 2011. Greinin byggir á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Í febrúar 2011 birtist grein eftir Adam Nichols í hinu þekkta tímariti, BBC History Magazine um Tyrkjaránið, og nú í desember á þessu ári (2016) birtist einnig grein eftir Adam Nichols í bandaríska tímaritinu, History Magazine. Sú grein fjallar um Jan Janszoon Van Haarlem, ( einnig kallaður Murat Reis) sem löngum hefur verið talinn einn aðalfor- sprakki Tyrkjaránsmanna í Tyrkjaráninu á Íslandi 1627, en Adam rekur ævi hans og feril sem sjóvíkings og kemur fram með nýjar staðreyndir um þátt hans í Tyrkjaráninu eins og best verður ráðið af þeim heimildum sem til eru um hann. Í júní síðastliðnum (2016) var haldin alþjóðleg ráðstefna í Innsbruck í Austurríki um sjóvík- inga og þrælahald við Miðjarðarhaf á tímabilinu 1530-1810, Piracy and Captivity in the Mediterranean 1530-1810. Barbary Coast Captivity Narratives. Þýðendum Reisubókarinnar var boðið að halda erindi á ráðstefnunni. Þar komu fram margir helstu sérfræðingar heims á þessu fræðasviði. Eftirtekt vakti að nú loksins hafa mikils- verðar heimildir komið fram á ensku um Tyrkjaránið á Íslandi sem eru orðnar aðgengilegar fyrir fræðimenn allstaðar í heiminum,“ sagði Karl Smári að lokum. Karl Smári Hreinsson, annar þýðandi Reisubókar sr. Ólafs Egilssonar á ensku: Eyjaklerkurinn í hópi með helstu og merkustu höfundum í kristni :: Ágústínusi kirkjuföður, grískum heimspekingum og páfum sem komið hafa út hjá sömu útgáfu Um leið og starfsfólk Sjóvá óskar viðskiptavinum sínum,  ölskyldum þeirra og öðrum bæjarbúum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, viljum við benda á að Sjóvá mun fl ytja aðstöðu sína um áramótin í útibú Landsbankans að Bárustíg 15. Starfsfólk Sjóvá vill þakka Íslandsbanka og starfsfólki útibús 0582 fyrir frábært samstarf á liðnum árum. Gleðileg jól Karl Smári Hreinsson. Adam Nichols. Skrifstofa Sýslumannsins í Vestmannaeyjum verður lokuð þriðjudaginn 27. desember 2016. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.