Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Síða 25

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Síða 25
25Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 Vestmannaeyjar voru samfélag í sárum haustið 1976, þremur árum eftir að gosi lauk og uppbygging og hreinsun sem þá var í fullum gangi átti langt í land. Það var því gleðistund fyrir 40 árum þegar Íþróttamiðstöðin var vígð 12. september það ár. Hún var þá eitt glæsilegasta íþróttamannvirki landsins og þjónaði bæði íþrótta- og skólastarfi í bænum. Var það risastökk fram á við að hafa yfir að ráða fullkomnum íþróttasal sem kom í stað lítilla sala í Barnaskólanum og Gagnfræða- skólanum. Þá var ekki síður framför að fá sundhöll sem þá var besta keppnislaug landsins. En þetta kom ekki af sjálfu sér eins og blaðamaður komst að þegar hann settist niður með Stefáni Runólfssyni, Magnúsi Bjarnasyni, Mugg og Páli Zóphóníassyni sem sátu í byggingarstjórn Íþróttamið- stöðvar ásamt Vigni Guðnasyni, fyrrum forstöðumanni Íþrótta- miðstöðvarinnar sem starfaði með nefndinni allan tímann. Kristján Eggertsson, sem líka sat í nefndinni var ekki viðstaddur. Viðtalið fór fram í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar og það fyrsta sem þeir vildu koma á framfæri var að starfið í byggingar- nefndinni hafi verið eitt það skemmtilegasta sem þeir hafi komið að á langri ævi. Stefán, sem þá var formaður ÍBV sagði að bæjarbúar hafi staðið sem einn maður að baki byggingarnefndar og bæjarstjórnar sem tók ákvörðum um að reisa hér myndarlegt íþróttamannvirki. Meðal annars hefði verið safnað peningum í Eyjum sem bæði einstaklingar og fyrirtæki komu að með myndarlegum hætti. Samtaka nefnd Nefndin var kosin af bæjarstjórn. „Það skapaðist strax góð samstaða í hópnum og töldum við rétt að Stefán yrði formaður,“ sagði Muggur. Stefán sagði að málið hafi verið rætt í stjórn ÍBV og síðar á ársþingi sambandsins þar sem því var beint til bæjarstjórnar að hér yrði reist íþróttahús. „Þetta var mál sem brann á okkur,“ sagði Stefán sem tók við formennsku ÍBV 1964 og var formaður til 1976. „Þetta var mikið baráttumál hjá okkur og pressa sem við settum á bæjarstjórn og embættismenn.“ Í dag finnst okkur að enginn staður annar en Brimhólalautin hafi komið til greina sem staður undir Íþrótta- miðstöðina en ákvörðun um staðarvalið gekk ekki þrautalaust fyrir sig. „Það kostaði mikil átök og þar var við Þorstein Einarsson, þáverandi íþróttafulltrúa ríkisins, að eiga. Hann vildi að Íþróttamið- stöðin yrði uppi við Löngulág. Gekk hann svo langt að hóta því að enginn styrkur fengist frá ríkinu og vísaði til nálægðar við Barnaskól- ann. Það hélt ekki því þá var búið að ákveða að byggja Hamarsskól- ann þannig að besti staðurinn var í Brimhólalautinni,“ sagði Stefán. Stórt stökk fram á við Þeir segja að stökkið fram á við hafi verið mikið. Fram að þessu voru tveir salir í skólunum sem ekki voru nógu stórir fyrir kappleiki og sundlaugin sem fór undir hraun var útilaug með sjó og rúmir 16 metrar á lengd. Strax var lagt til að byggð yrði stærri laug. „Ég hafði leitað í Danmörku að laug sem gæti hentað,“ sagði Páll. „Þorsteinn Einarsson dró okkur á asnaeyrunum með samþykki fyrir byggingunni sem varð til þess að við lentum í gengisfellingu. Fór heildarverðið úr 240 milljónum í 360 milljónir króna. Hlutur ríkisins var 110 milljónir, erlent söfnunarfé frá því í gosinu sem rann inn í bæjarsjóð kom inn í þetta, 180 milljónir í sundhöllina og 30 milljónir í Íþróttahúsið. Það var svo í júní 1976 sem sundhöllin var vígð,“ sagði Muggur. Gekk hratt fyrir sig Aðdragandinn var nokkur og fyrir gos gerðu menn sér grein fyrir því að byggja þyrfti íþróttamannvirki í Eyjum sem stæðu undir nafni. Sem bæjartæknifræðingur hreyfði Páll við málinu 1972 en það var svo árið 1974 sem bæjarstjórn tók ákvörðun og eftir það gengu hlutirnir hratt fyrir sig. „Fyrsta skóflustungan var tekin 31. maí 1975 og sundlaugin var vígð rúmu ári síðar, 10. júní 1976,“ sagði Páll. „Við í nefndinni vorum heppnir að hafa tvo snillinga, Pál Zóphóní- asson, bæjartæknifræðing og Guðmund Þór Pálsson, arkitekt með okkur. Það var Muggur sem réði hann,“ segir Stefán og heldur áfram. „Það var alveg einstakt, eftir að ákvörðun var tekin um að byggja hér Íþróttamiðstöð, hvað við höfðum mikið bakland. Hvað varðaði innisundlaugina fengum við þann hæfasta sem við gátum til starfans,“ segir Stefán og vísar til Vignis Guðnasonar sem var forstöðumaður gömlu sundlaugar- innar sem hvarf undir hraun og veitti Íþróttamið- stöðinni forstöðu frá upphafi eftir að hafa verið í byggingarnefnd- inni. „Vigga leist ekkert á þetta í byrjun, vildi bara taka við sundlaug- inni en Muggur sagði að það kæmi ekki til greina hann ætti að sjá um allt saman,“ sagði Stefán og sú varð raunin. FBI Nefndin var nefnd FBI, fram- kvæmdanefnd um byggingu íþróttahúss og var skipuð í byrjun árs 1974. Hennar fyrsta verk var að undirbúa útboð og ráða Pál og Guðmund Þór. „Það voru útbúin útboðsgögn og fengum við þrjá til að bjóða í verkið og var um alútboð að ræða, frá teikningu að verklok- um. Þetta voru fyrirtækin Klemensen og Nilsen, Ístak og Asmundsen og Wigham sem buðu í verkið. Þeir síðast nefndu byggðu Hraunbúðir og Áhaldahúsið. Ístak miðaði við steinsteypt hús en hinir vildu Íþróttamiðstöðin fagnaði 40 ára afmæli þann 12. september sl. Hefur frá upphafi verið ein af stoðum samfélags- ins í Vestmannaeyjum :: Eitt það skemmtilegasta sem við höfum komið að, segja þeir sem sátu í byggingarnefnd og störfuðu með nefndinni Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Öflugur hópur. Mynd tekin inni í einum búningsklefanum meðan á framkvæmdum stóð. Vignir, Páll, Viðar Aðalsteinsson tæknifræðingur, Stefán, Kristján, Muggur og Valtýr Snæbjörnsson. Mynd: Sigurgeir Jónasson. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar við opnun. Vignir, Óskar Guðjóns, Sísí Högna, Aðalheiður, Dóri Ben og Runólfur Alfreðs. Mynd: Sigurgeir Jónasson. Það var alveg ein- stakt, eftir að ákvörð- un var tekin um að byggja hér Íþróttamið- stöð, hvað við höfð- um mikið bakland. Hvað varðaði inni- sundlaugina fengum við þann hæfasta sem við gátum til starfans, ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.