Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Síða 27

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Síða 27
27Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 byggja límtréshús,“ sagði Páll og niðurstaðan var að semja við Klemensen og Nilsen. „Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir miklu stærra húsi en ráðuneytið sagði stopp sem þýddi að við urðum að endurskipuleggja allt upp á nýtt. Það var samið við Klemensen og Nilsen eftir að búið var að breyta teikningunum. Var það gert eftir að fyrsta skóflustungan var tekin,“ sagði Muggur. „Þá hafði verkið verið ár í undirbúningi og tók eitt ár að byggja,“ sagði Páll. Villi á Brekku hjó á hnútinn Þeir mættu mótlæti í stjórnkerfinu þar sem háttsettum embættismönum fannst nóg um flottheitin í Eyja- mönnum. Það var Villi á Brekku, Vilhjálmur Hjálmarsson þingmaður Framsóknar á Austurlandi og þáverandi menntamálaráðherra sem hjó á hnútinn. „Hann kom hingað og tók fyrstu skóflustunguna og var við vígslu sundlaugarinnar,“ sagði Stefán. „Sundlaugin var sú fyrsta hér á landi sem var með það sem við getum kallað fjöru en ekki bakka. Þeir eru þannig að aldan deyr út og það verður ekkert frákast. Það þykir mikill kostur ekki síst fyrir keppnisfólk sem vill ekki fá ölduna á móti sér í keppni. Vatnið í lauginni er salt sem líka var nýjung og fyrir vikið er léttara að synda í henni. Var hún þess vegna mjög vinsæl keppnislaug og mörg met sett í henni,“ sagði Muggur. Lágstemmt reisugildi Bygging Íþróttamiðstöðvarinnar var mikil framkvæmd sem margir komu að, bæði vestmannaeyískir iðnaðarmenn og danskir. Mesta vinnan var að reisa húsið og svo dúkaleggja það. Danirnir komu með öll verkfæri með sér. „Ég skráði á hverjum einasta degi hvað margir voru í vinnu. Líka hvernig veður var,“ sagði Vignir. Klemensen og Nilsen komu með allt sem til þurfti í bygginguna með einu skipi. „Við vorum rosalega heppnir með menn,“ segir Magnús og Páll tekur undir það. „Danirnir voru með sína fremstu arkitekta og Klemensen og Nilsen voru með mjög hæfa verkfræðinga. Auðvitað var ýmislegt sem kom upp á en Danirnir leystu það allt saman vel. Lögðu sig fram en þeir græddu ekki á verkinu og töpuðu heldur engu.“ Reissugillið var haldið inni í búningsklefa tvö 2. mars 1976. „Það var ekki boðið upp á vín sem þótti mjög sérstakt,“ segir Vignir og hlær. Þjóðþrifamál Það var ekki nóg að reisa húsið það þurfti líka búnað og húsgögn. „Það má segja að húsið hafi staðið strípað,“ sagði Muggur. „Það vantaði borð og stóla og tæki í leikfimisal. Við fórum í stóru klúbbana hér í Eyjum, Oddfellow, Kiwanis, Akóges og voru undir- tektirnar ótrúlega góðar. Við fengum það líka í gegn að framlög til Íþróttamiðstöðvarinnar voru frádráttarbær frá skatti. Urðum við því að gefa kvittun fyrir hverri krónu sem kom í kassann. Sig- hvatur Bjarnason sem þá var framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar sagði Íþróttamiðstöðina þjóðþrifamál og takt við tímann. Hét hann því að læra að synda þó hann væri kominn af léttasta skeiði.“ „Finnar gátu ekki lagt út fyrir peningum sem þeir ætluðu að gefa til byggingarinnar og senda hingað borð og stóla sem Alvar Alto, sennilega þeirra frægasti arkítekt, hannaði,“ sagði Stefán. „Á þessum tíma sá ég fyrir mér að Íþróttamiðstöðin sem þarna reis myndi nægja fyrir sund og íþróttir um ókomna framtíð í Vestmanna- eyjum en það kom annað á daginn og nú er íþróttasalirnir þrír en ekki einn,“ sagði Páll. „Það þurfti alltaf fleiri og fleiri tíma fyrir íþróttir í salnum og erfitt að koma öllum fyrir. Voru tímar langt fram á kvöld og allar helgar. Nú hefur viðhorfið breyst og það var orðið tímabært að stækka við Íþróttamiðstöð- ina. Það sýndi sig líka strax að eftirspurnin var fyrir hendi og nóg um að vera í öllum sölunum,“ sagði Vignir. Vakti athygli um allt land Þeir eru sammála um að bygging Íþróttamiðstöðvarinnar hafi verið bylting fyrir skólana, íþróttir og ekki síst almenningsíþróttir. „Við afhentum húsið 12. september 1976 en það var ákveðið að við héldum áfram sem hússtjórn. Þegar við lítum til baka getum við ekki verið annað en sáttir með hvernig til tókst,“ segja þeir. „Þarna var samankomin mikil reynsla sem bæjarfélagið hefði átt að nýta til fleiri góðra verka. En auðvitað er maður ánægður og þessa mannvirkis njótum við enn í dag, 40 árum síðar,“ sagði Páll. Vignir vildi koma því að að Íþróttamiðstöðin var fyrsta íþróttahúsið á Íslandi fyrir fatlaða. „Við gerðum strax kröfu um það og var orðið við því.“ Þó reynt væri að halda í aurinn á flestum sviðum var engu til sparað þegar kom að hreinsitækjum fyrir sundlaugina. „Þau hafist staðist tímans tönn og eru ennþá með þeim bestu á landinu. Þetta eru kísil- gúrtæki sem hreinsa laugina bæði hratt og vel,“ sagði Páll. Valtýr Snæbjörnsson, bygginga- meistari og byggingafulltrúi Vestmannaeyjabæjar var meistari á Íþróttamiðstöðinni sem þótti skara fram úr öðrum íþróttahúsum á landinu. „Það komu hingað sveitarstjórnarmenn víða af landinu og fulltrúar frá borgarstjórn Reykjavíkur til að skoða herleg- heitin,“ sagði Vignir. Ein af stoðunum Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja er ein af stoðum samfélagsins. Þar hefur verið lagður grunnur að öflugu íþróttastarfi í Vestmanna- eyjum og þar hafa Eyjamenn oft haft ástæðu til að fagna en stundum eru sporin þung á heimleið eftir leiki. Þá er gott að hafa í huga að það kemur dagur eftir þennan dag. Þetta eigum við að þakka framsýni bæjarstjórnar eftir gos og annarra sem komu að framkvæmdinni með einhverjum hætti og lögðu til peninga. En á engan er hallað þegar þeim Kristjáni, Mugg, Páli, Stefáni og Vigni eru þökkuð vel unnin störf. Því alltaf er það svo að einhver þarf að stýra og það gerðu þeir með glæsibrag. Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja Hafist var handa við byggingu Íþróttamiðstöðvarinnar þann 31. maí 1975 þegar Vilhjálmur Hjálmarsson, þáverandi mennta- málaráðherra tók fyrstu skóflu- stunguna. Að verki loknu þótti hún þá eitt glæsilegasta íþróttamann- virki landsins enda um 3300 fermetrar. Vígsla sundlaugar fór fram þann 10. júlí 1976 og þann 11. september var íþróttahúsið vígt. Um aldamótin, nánar tiltekið þann 17. júní árið 2000, tók þáverandi bæjarstjóri, Guðjón Hjörleifsson skóflustungu vestan við húsið þar sem ákveðið hafði verið að ráðast í gagngerar endurbætur á miðbygg- ingu hússins og bæta aðstöðu fyrir íþróttafélög í sveitarfélaginu til muna. Nýr tvöfaldur fjölnota íþróttasalur með góðri aðstöðu fyrir fimleika- iðkendur var reistur auk félagsað- stöðu og fundarsalar fyrir íþrótta- hreyfinguna. Þann 28. desember 2001 var húsið síðan tekið í notkun og heildarflatarmál Íþróttamið- stöðvar þá orðið 6.400 m2. Þann 17. nóvember 2008 var tekin langþráð skóflustunga að nýju útisvæði við sundlaugina. Skóflu- stunguna tóku Guðný Gunnlaugs- dóttir, fyrrum íþróttakennari, og barnabarn hennar Bjarki. Vorið 2010, þann 22. maí fór fram vígsluathöfn þó ýmis verk væru ókláruð í tækjakjallara. Svæðið þykir eitt hið glæsilegasta á landinu og felst sérstaða þess einkum í áherslu á smekklegri ásýnd þess með tilvísun í sögu og menningu Vestmannaeyja. Búningsklefar við sundlaugina voru á sama tíma endurbættir að fullu og standast nútíma kröfur. Sundlaugin: Klefar eru tveir og taka við allt að 150 manns hvor hverju sinni. Hvor klefi inniheldur 68 læsta skápa, rúmgóða snyrtiaðstöðu sem er einnig til staðar utan klefa, sérklefa fyrir fatlaða og aðra sem kjósa að loka sig af og hvor klefi getur tekið við allt að 144 gestum á klukku- stund. Innisundlaug er 25 m x 11 m með 0.9% söltu vatni með ýmsum leiktækjum og lyftu fyrir fatlaða. Útisvæði er mjög glæsilegt með tveimur heitum pottum og þeim þriðja þar sem gestir eiga auðvelt með að fylgjast með börnum sínum að leik hvar sem er á svæðinu. Þar er líka gufubað. Íþróttasalir Þrír stórir íþróttasalir með vallar- stærð 20 m x 40 m. Fullkomin aðstaða fyrir fimleika þar á meðal nýjasta útfærsla af fimleikagryfju og tækjum. Líkamsræktarsalur sem Hressó rekur. Er þá fátt eitt talið af þeirri þjónustu sem í boði er í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Vígsla Íþróttamiðstöðvarinnar var mikil athöfn og stór hluti bæjarbúa viðstaddur. Danskur fimleikaflokkur sýndi listir sínar. Einnig komu við sögu ungir íþróttamenn frá Tý, Þór og ÍBV. Margar ræður voru haldnar. Bæjarstjórnin í pottinum. Páll, Jóhannes Kristinsson, Sigurgeir Kristjánsson, Sigurbjörg Axelsdóttir, Einar Haukur Eiríksson, Garðar Sigurðsson og Jóhann Friðfinnsson. Mynd: Sigurgeir Jónasson. Frá opnun sundlaugarinnar. Mynd: Sigurgeir Jónasson. Sundlaugin var sú fyrsta hér á landi sem var með það sem við getum kallað fjöru en ekki bakka. Þeir eru þannig að aldan deyr út og það verður ekkert frákast. Það þykir mikill kostur ekki síst fyrir keppnisfólk sem vill ekki fá ölduna á móti sér í keppni. Vatnið í lauginni er salt sem líka var nýjung og fyrir vikið er léttara að synda í henni. Var hún þess vegna mjög vinsæl keppnislaug og mörg met sett í henni. ” M yn d: S ig ur ge ir J ón as so n

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.