Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Síða 29

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Síða 29
29Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 Eins og skrifari hefur áður vikið að, hafa sömu tjaldshjónin haldið tryggð við okkur ábú- endur í Gvendarhúsi þau fimmtán sumur sem liðin eru frá því við fluttum þangað. Það er nú reyndar ágiskun, skrifari er ekki ýkja glöggur að þekkja einn tjald frá öðrum enda eru þeir býsna líkir hver öðrum í útliti. Aftur á móti hefur hegðun þessara fugla ekki breyst tiltakanlega mikið á þessum fimmtán árum þannig að skrifari telur nokkuð öruggt að þarna sé um sömu fugla að ræða. Það sem einkum einkenndi karlfuglinn á fyrstu árunum var gífurleg ásókn í gúmmí, svo að jaðraði við áráttu eða fíkn. (Nú var skrifari ekki alveg öruggur á því hvor fuglinn var karl og hvor kerling en hallaðist að því að þarna væri um karlinn að ræða þar sem honum þótti hann sýna af sér ívið meiri karlrembu sem og áráttu- hegðun). Þessi gúmmífíkn lýsti sér í því að fuglinn gerði ítrekaðar tilraunir til að plokka þéttigúmmíið af gluggunum í Gvendarhúsi og fór stundum upp á húddið á heimilis- bílnum til að reyna að ná sér í gúmmí úr rúðuþurrkunum. Reyndar hefur þessi árátta snarminnkað með árunum, hvort sem hann hefur farið í einhvers konar gúmmímeðferð eða bara séð sjálfur að þetta efni er langt í frá að vera einhver hollusta fyrir fugla af hans kyni. Fleiri gestir mættu á svæðið Alla vega haga þessi ágætu hjón sér með svipuðum hætti á hverju vori þegar þau mæta á svæðið eftir vetrardvöl á suðrænum slóðum. Þau láta vita af því með nokkrum hávaða (sem reyndar einkennir þessa fugla) að þau séu mætt og nú megi okkar þáttur hefjast. Sá þáttur er einkum í því fólginn að bera út á blett mulda brauðmola og annað góðgæti til að bæta upp þá einhæfni sem í því felst að snæða ánamaðka í nær öll mál. Við hjónakorn í Gvendarhúsi höfum á hverju vori hlakkað til þessara endurfunda og um leið og heyrist í þessum blessuðu vorboðum hefur áðurnefnt góðgæti verið sett út, jafnvel bakað brauð í tilefni komu þeirra. Reyndar er þessi eftirréttamatseðill okkar ekki einskorðaður við brauðmeti heldur flýtur ýmislegt annað með og þar er ostur í miklu uppáhaldi sem og reyndar afgangar af lifrarpylsu svo ekki sé nú talað um ef afgangur af pizzu er látinn á matarblettinn. Þá er sannkölluð hátíð. Svo minnkaði ekki ánægjan þegar fuglabaðið (sem barnabörnin kalla „heita pottinn fuglanna“, var tekið úr geymslunni, fyllt af vatni og sett á sinn stað. Sú ágæta skál er notuð til jafns til að þrífa fiðraða skrokka og slökkva þorstann og ekkert heilbrigðiseftirlit til að stöðva slíkt athæfi. En gestrisnin í Gvendarhúsi virðist hafa spurst nokkuð út í fugla- heimum og á hverjum degi, eftir að matur hafði verið á blett borinn, tók að bera á því að fleiri en tjaldar töldu sér hafa verið boðið til veislu. Dúfnaflokkur, með fimmtán eða sextán meðlimum, hafði þegar í fyrrasumar byrjað að gera sig heimakominn í krásunum og nú mættu sömu boðflennur á ný. Í fyrstu amaðist tjaldurinn ekki við þeim en að því kom að honum þóttu þeir blágráu fuglar orðnir fullfrekir til matarins og greip því til sinna ráða, veittist að þeim með hávaða og gargi og stuggaði þeim á braut. Og þar sem dúfur eru einkar friðsamir fuglar, varð þeim fljótlega ljóst að þar höfðu þær hitt ofjarl sinn og hurfu á braut. Komu svo aftur nokkru síðar, þegar tjaldurinn hafði fengið nægju sína og var horfinn á braut til kerlu sinnar, vel nestaður, og gerðu sér gott af afgöngunum. Gabríel í varðstöðu En svo syrti yfir þegar á leið sumarið. Veiði- bjalla og annar vargfugl, sem ekki hefur farið varhluta af minnkandi æti í sjó við Eyjar, hefur tekið upp á því óyndi að leita inn til landsins eftir fæðu. Ekki bara brauði, ætluðu tjaldi og dúfum, heldur þó einkum og sérílagi eggjum og ungum mófugla og vaðfugla. Koma jafnan í flokkum utan frá Ofanleitishamri í þeirri fæðuleit og eru engir ausfúsugestir í því friðsama umhverfi sem þrífst í byggðinni fyrir ofan hraun meðal manna og fugla. Lengi vel dugði, þegar slíkir flokkar nálguðust Gvendarhús, að hún Katrín hlypi út á veröndina, klappaði saman lófum, stappaði og kallaði. Það þótti þeim vargfuglum mun ógnvænlegra en byssuhvellir og hröðuðu sér á braut. En svo lærðist þeim fljótlega að húsfreyjan í Gvendarhúsi var ekki raunveruleg ógn og tóku að færa sig upp á skaftið. Þessu athæfi vargfugla höfðum við raunar kynnst í fyrrasumar og brugðist við. Hún Katrín var nefnilega ekki með öllu ókunn slíkri hegðun varganna frá æsku- árum sínum vestur í Dölum í Hvammsfirði þar sem vargfuglar gerðu æðarfugli og öðrum friðar- fuglum oft lífið leitt. Þá settu bændur upp fuglahræður sem dugðu til að halda þeim óboðnu gestum frá fuglavarpinu. Og hún Katrín ýjaði einmitt að því við skrifara í fyrrasumar að setja upp fuglahræðu. Það var gert, smíðuð beinagrind í kjallaranum, fenginn haus úr nótafloti niðri í Net; á hann málað ógnvænlegt andlit og rauð golfhúfa sett á hann og skrokkurinn síðan klæddur í gulan jakka og gallabux- ur. Þessi ógnvænlega vera fékk svo nafnið Gabríel, bæði í höfuðið á ákveðnum erkiengli sem og afabarni sem hafði unnið í humri í Vinnslustöðinni og dvalið hjá okkur það sumarið. Og Gabríel sannaði fljótt ágæti sitt. Reyndar tóku bæði tjaldar og dúfur hann strax í sátt, föttuðu að hann var með þeim í liði. En vargurinn lét ekki sjá sig á blettinum í Gvendarhúsi eftir tilkomu hans; flaksandi ermar og skálmar, rauð húfa og illilegir andlitsdrættir héldu þeim í fjarlægð. Og nú var Gabríel vakinn af vetrarsvefni sínum úti í kofa, aðeins flikkað upp á útlitið og síðan hóf hann varðstöðu sína á ný með jafngóðum árangri og sumarið áður. Vargurinn sveimaði yfir en lagði ekki til návígis við svo vígalegan náunga. Þannig var því sumrinu bjargað líka. Fótheft fyrirvinna Stundum kom fyrir, þegar skrifari kom út á morgnana með eitthvert góðgæti á diski fyrir tjaldana vini okkar, að þeir voru hvergi sjáanlegir, sjálfsagt önnum kafnir við hreiðurgerð eða uppeldi. Og þar sem skrifari kann ekki fuglamál (nema að takmörk- uðu leyti) þá prófaði hann eins konar táknmál til að tilkynna að matur væri á borð borinn. Með því að blístra þrisvar sinnum, hátt og ámátlega, brást ekki að fugl var mættur á svæðið eftir skamma stund. Flestar fjölskyldur eiga jafna við einhverja erfiðleika að stríða. Og blessaðir tjaldarnir okkar voru þar engin undantekning. Snemma sumars tók skrifari eftir því að karlinn (það var alla vega sá ágengari) hafði flækt sig á fótunum í einhvers konar hafti, ullarbandi eða ullarlagði sem hindraði eðlilegan gang hjá honum. Hann lét það þó ekki á sig fá til að byrja með og sótti mat handa sinni fjölskyldu en auðséð var að þetta háði honum. Einhvern tíma um miðsumar sat hann uppi á sólpallinum þegar skrifari kom út með brauðskammt- inn. Hann sýndi matnum lítinn áhuga en flögraði upp á handriðið á svölunum, sat þar í seilingarfjar- lægð frá skrifara og horfði á hann sínum stóru svörtu augum. Greinilega eitthvað að, kannski var hann að leita aðstoðar. Skrifari stóð góða stund og spjallaði við hann, reyndar svaraði tjaldurinn ekki heldur velti vöngum; kannski var hann að íhuga hvort mætti treysta skrifaranum til að leysa sig úr haftinu. Og eftir góða íhugun var það niðurstaða hans að svo væri ekki og skrifari láir honum það ekki. Seinna um sumarið ákvað skrifari að beita brögðum til að leysa þennan vin sinn úr haftinu. Fékk lánaðan lundaháf hjá syni sínum, stillti honum upp á blettinum með vænum ostbita í miðjunni (uppá- haldsfæðu tjaldsins) og beið þess síðan að hann myndi festast í netinu. En allar tilraunir í þá átt reyndust árangurslausar. Tjaldurinn var greinilega mun fimari en fjarskyldir frændur hans af lundaætt sem gjarnan flækjast í neti lunda- háfa. Osturinn hvarf bara og tilraunir til að slá undir fuglinn reyndust árangurslausar. Í lok sumars var haftið enn á sínum stað, að vísu hafði slaknað talsvert á því og hamlaði honum ekki eins og fyrr. Kríthvítur sólpallur Og þannig leið sumarið, karlinn færði fjölskyldunni mat í hreiðrið framan af en þegar á leið og unginn var kominn á legg, kom öll fjölskyldan og mataðist á blettinum eftir að hafa fyrst náð sér í nokkra meinholla og næringarríka ánamaðka. Þá tóku þeir líka upp fyrri siði (eða ósiði eins og hún Katrín kýs að kalla það). Þeir eyddu nefnilega oft nóttinni í horninu á sólpallinum austan við hús, þar sem var skjólgott, og mátti glögglega sjá ummerki þess, þar sem þeim þótti ekki ástæða til að fara út af pallinum til að ganga örna sinna. Sólpallurinn, sem var í upphafi sumars gullinbrúnn, var nú orðinn næsta kríthvítur á stórum stöðum. Og þar sem hún Katrín kýs frekar að sóla sig á gullinbrúnum palli en kríthvítum, fór hún þess á leit við skrifara að hann þrifi pallinn og bæri á hann gullinbrúnan lit á ný. Það tók næstum heilan dag að skúra pallinn og bera á hann að nýju og hún Katrín naut sólar á gullinbrún- um palli í tvo eða þrjá daga. Þá hafði hin fjölskyldan ákveðið að nú væri komið nóg og austurhornið hafði tekið á sig kríthvítan lit að nýju. Við ákváðum eftir nokkra umhugsun að leyfa þeim að nýta þann hluta og færðum okkur bara suður fyrir. Svo fórum við í golfferð yfir þjóðhátíð eins og venjulega og eftir- létum afkomendunum afnot af húsnæðinu í byrjun ágúst. Þó með því fororði að fæða þyrfti fuglana meðan við værum í burtu. Það mun hafa verið gert. En fljótlega eftir að Af tjaldinum í Gvendarhúsi og öðru fuglalífi þar Þau breyttu sólpallinum úr gullinbrúnum í kríthvítan sigurgeir jónsson ofanbyggjari Við hjónakorn í Gvendarhúsi höfum á hverju vori hlakkað til þessara endurfunda og um leið og heyrist í þessum blessuðu vorboðum hefur áðurnefnt góðgæti verið sett út, jafnvel bakað brauð í tilefni komu þeirra. Reyndar er þessi eftirréttamatseðill okkar ekki einskorðaður við brauðmeti heldur flýtur ýmislegt annað með og þar er ostur í miklu uppáhaldi sem og reyndar afgangar af lifrarpylsu svo ekki sé nú talað um ef afgangur af pizzu er látinn á matar- blettinn. Þá er sannkölluð hátíð. ” Systurnar Saga og Birta með Gabríel.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.