Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Blaðsíða 31

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Blaðsíða 31
31Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 Eins og venjulega vaknaði ég fyrstur á aðfangadagsmorgun og sá að það stóð eitthvað uppúr skónum mínum í glugganum í svefnher- berginu okkar, undir súð í risinu á Stakkholti. Litla fjölskyldan svaf öll í sama herberginu, við bræðurnir, mamma og pabbi. Ég var 6 ára árið 1961og spenningurinn að ná hámarki fyrir jólin. Það var kalt, skítkalt vegna þess að það var alltaf slökkt á miðstöðinni yfir nóttina. Olían var of dýr til að kynda húsin og allir klæddu sig vel í bólið á hverri nóttu. Ég læddist undan sænginni og tiplaði berfættur yfir kalt trégólfið að glugganum og velti fyrir mér hvernig í ósköpunum jólasveinninn kæmist upp á þriðju hæð með góðgæti í skóinn á hverri nóttu fyrir jól. Í skónum mínum var fallega glansandi rautt epli, en á þessum árum fengust epli bara rétt fyrir jól. Það var ekki hægt að hugsa sér betri byrjun á aðfangadegi en að fá eldrautt epli í skóinn jafn fátíðir og ferskir ávextir voru á þessum árum. Við fyrsta bitann spýttist safinn úr eplinu og dásamlegt bragðið fyllti munninn og ég lygndi aftur augunum til þess að njóta stundarinnar. Skíma frá ljósastaur við Vestmannabrautina lýsti upp gluggann og frostrósirnar á einföldu glerinu mynduðu listaverk sem ég las úr á meðan ég stóð við gluggann og borðaði eplið. Ég þrýsti vísifingri á rúðuna og bræddi fingrafar á frostskelina sem myndast hafði innan á glugganum vegna rakans frá okkur sem sváfum í þröngu herberginu, foreldrar mínir í hjónarúminu en við bræðurnir í koju. Dró síðan fingurinn rólega yfir frostrósirnar og teiknaði mynd af jólasveini á gluggann. Fékk mér annan bita af ómótstæðilegu eplinu og setti svo litla lófann á glerið sem teiknaðist inn í listaverkið sem fyrir var, frostrósir, lítill jólasveinn og lófi. Spenningurinn kom í veg fyrir að ég finndi fyrir kuldanum sem nísti litla kroppinn. Það gekk maður niður Vestmannabrautina og ég heyrði marrið í nýföllnum snjónum við hvert fótmál, beit aftur í eplið og heyrði bara brakið í stökkum ávextinum. Mikið var ég heppinn að eiga jólasvein fyrir vin sem gladdi mig svo mjög fyrir hver jól. Ég hafði reyndar fengið epli nokkrum dögum áður á jólatré- skemmtun i Betel hjá frændum mínum Óskari og Einari, sem báðir voru kenndir við Betelkirkjuna. Það var hollur skóli fyrir mig sem barn að læra fallega söngva, iðka kærleika, ganga hringinn í kringum jólatréð og hlusta á sögur af barninu sem fæddist í jötu í fjárhúsi undir Betlehemstjörnunni. Ég bý af þeim kærleik enn þann dag í dag. Á aðfangadagskvöld fórum við feðgarnir alltaf í jólamessu í Landakirkju þar sem kirkjuklukk- urnar hringdu inn jólin. Það var stundum langur tími fyrir lítinn peyja að sitja prúðbúinn og bíða eftir því að hátíðleg messan tæki enda, en falleg kirkjan greip athygli mína. Það var allt svo fallegt, boginn yfir kirkjugólfið rétt framan við gráturnar var fallega skreyttur með hvítum silkiblúndum. Og himinblátt kirkjuloftið var alsett giltum stjörnum og þegar orgeltón- arnir fylltu kirkjuna og kórinn hóf upp raust sína kleip ég fast í höndina á pabba. Ég var þakklátur fyrir að fá að upplifa stundina sem hafði djúp áhrif á annars fyrir- ferðarmikinn peyja. Þessi dásamlegi aðfangadagur endaði á því að við tókum upp pakkana sem lágu undir jólatrénu og þolinmæðin var alveg komin á suðumark. Ég gleymi aldrei pakkanum frá Gilla frænda mínum í Stakkholti sem hann hafði keypt í Þýskalandi. Fjögurra hreyfla flugvél á hjólum, knúinn áfram af rafmótor sem keyrði vélina um öll gólf. Hún var hvít með bláum línum og fyrir ofan gluggana stóð nafn flugfélags- ins, LUFTHANSA. Það átti örugglega enginn peyi í Eyjum slíkan dýrgrip sem ég átti í fjöldamörg ár. Ég var flugmaðurinn og veggurinn í Stakkholti var flugvöllurinn. Ég flaug vélinni á draumaleiðum, hélt undir vængina og flaug frá Stakkholti um allan miðbæinn og oft til afa á Arnarhól sem ég bauð með í flugtúr til að gleðja hann. Á erfiðum flugleiðum lentum við í ýmiss konar hrakn- ingum og stímabraki en alltaf komumst við á leiðarenda. Þannig er það í lífinu að ef við fljúgum ekki of hátt, gleymum ekki hvaðan við komum, hver við erum og ræktum með okkur þakklæti og kærleika og það góða sem okkur hefur verið kennt þá fer allt vel. Ég er jólabarn og þakka Guði fyrir að hafa fengið að njóta þeirrar fegurðar sem jólin hafa gefið mér. Gleðileg jól. Mörgum sögum fer af viðræðum um stjórnarmyndun og vinnu við fjárlagagerð. Reyndar er ólíku saman að jafna vegna þess að niðurstöður kosninga skópu engar skýrar línur utan um augljósa stjórn en við breytingar á fjárlögum verða til alls konar samstöðuhópar. Vinstrihreyfingin- grænt framboð hefur haldið fast við þau fyrirheit að afla fjár til allra brýnustu umbóta í heibrigðisþjón- ustu, menntakerfi og velferðarkerfi, og úrbóta í samgöngum hvers konar. Sett það í fyrsta sæti, fram fyrir t.d. breytingar í atvinnumálum eða hvað varðar stjórnarskrá, en hvort tveggja eru þó mikilvæg mál sem ríkisstjórn myndast um. Á ríkisfjármálum hefur strandað þegar hér er komið, um miðjan desember. Þetta er mér efst í huga þegar hallar að jólum og áramótum, nú þegar vinna við ný fjárlög ríkisins er mikil og ótal erindi berast og áköll heyrast um aukið fé til brýnna verkefna. Eftir nokkra daga taka hugrenningar um jól og nýtt ár að lauma sér í þingstörfin og andrúms- loftið á vinnustaðnum tekur að léttast. Hin tvöfalda hátíð í desember, gömlu, hefðbundnu jólin og vonglöð áramótin, mótar mannlífið mestan hluta desember. Það er bæði gott og hollt en um leið má minna á hófstillingu og mannúð sem væri óskandi að einkenndi þennan tíma. Langt frá okkur, víða í heimi, einkenna skelfileg manndráp og mannréttindabrot heilu samfélögin. Við getum bæði fordæmt gerend- urna og lýst samúð gagnvart þolendum en verðum að ganga lengra. Sem ríki verðum við að leggja hjálpar- og friðaröflunum lið. Sem mannverur verðum við að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur er hrópa á hjálp. Það gerum við með hjálparstarfi þar sem fólkið er statt og með því að taka við flóttamönnum með reisn og kærleika. Ég óska íbúum Suðurkjördæmis gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Eftirminnilegasta jólagjöfin ásmundur friðriksson alþingismaður ari trausti guðmundsson alþingismaður Frá þingmanni VG - til ykkar í Suðurkjördæmi við komum heim í ágúst, urðum við miklu minna vör við nágranna okkar en verið hafði áður. Þótt blístrað væri í bak og fyrir birtust engir svarthvítir og rauðnefjaðir fuglar. Reyndar grunaði okkur að ástæðan væri ekki brotthvarf okkar um þjóðhátíð heldur þyrfti að leita annað. Sumarið var einstaklega þurrviðrasamt og í þurrviðri leita ánamaðkar og önnur fæða dýpra í jarðveginn en ella. Og maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og hið sama gildir um fugla. Þessir ágætu nágrannar okkar gerðu því það sem stundum hafði komið fyrir á liðnum sumrum, þau leituðu niður að sjó eftir æti. Komu reyndar og kvöddu okkur í lok ágúst með smátón- leikum á blettinum, kannski til að sýna okkur hversu vel unginn þeirra hafði dafnað um sumarið. Síðan kvöddu þau og fóru, mun fyrr en venjulega. En við erum strax farin að hlakka til að sjá þau á ný á næsta vori. Kolsvartur og sólginn í mýs Reyndar hafa fleiri fuglar gert sig heimakomna eftir að tjaldarnir kvöddu. Dúfurnar halda áfram tryggð við okkur (sennilega matarást) og kíkja við a.m.k. einu sinni á dag. Og þegar leið á haustið tók einn að venja komur sínar að Gvendarhúsi og hafði verið fremur sjaldséður fram til þessa. Kolsvartur og fallegur fugl. Þetta byrjaði með því að um haustið bar talsvert á músagangi í byggðinni fyrir ofan hraun. Greinilega hafði gott sumar þýtt verulega fjölgun í músastofn- inum. Og þó að þessar mýs eigi að heita hagamýs, þá hafa þær tekið upp á þeim leiðinlega óvana að leita inn í hús eins og frænkur þeirra, húsamýsnar. Reyndar sagði Ásmundur, galdramaður og fyrrverandi meindýraeyðir mér fyrir nokkrum árum að þetta væru húsamýs sem lifðu úti í náttúrunni en þætti gott að leita skjóls þegar kulaði í veðri. Hvað um það, þessar mýs sóttu talsvert á að komast inn í bílskúrinn í Gvendarhúsi og tókst það allnokkrum sinnum. Um tíma var ekki óalgengt að ein til tvær mýslur væru í gildrum að morgni. Skrifari fór og losaði úr gildrunum úti í hól og hafði hugsað sér að moka yfir þær síðar. En þess þurfti ekki. Mýsnar hurfu bara ein af annarri. Sá kolsvarti fugl, hrafninn, virtist hafa fengið fregnir af þessum músadauða og einn morguninn sá skrifari til hans þegar hann kom og tyllti sér niður í músagrafreitinn. Tók aðra músina og flaug með hana burt. Kom svo klukkutíma síðar og sótti hina. Greinilega mjög sáttur við þessa nýju matarholu. En svo hættu mýs að sækja í kjallarann í Gvendarhúsi. Kannski vegna þess að skrifari bjó svo um hnútana við bílskúrsdyrnar að þar var nær ókleift fyrir mýs að komast inn. Heimilisfólk gladdist yfir því að þeim heimsóknum skyldi fækka. En ekki hrafninn. Hann flaug stundum framhjá og lét óánægju sína ótvírætt í ljós með gargi og krunki. Steik frá Einsa kalda Svo kom enn einn fugl í heimsókn, ákaflega óvænta. Heimilisfólk í Gvendarhúsi hrökk upp einn morguninn við bylmingshögg á eldhúsgluggann. Hélt fyrst að einhver hefði bankað upp á svalamegin en svo reyndist ekki vera. Úti á svölum lá hins vegar steindauður fugl, grábrúnn að lit með fjaðraskúf aftan á höfði, ekki ósvipaðan passíuhári. Hafði ekki gætt að sér, flogið á fullri ferð á gluggann og hálsbrotnað. Ámóta hafði stundum gerst á vorin þegar þrestirnir voru að koma í löngum bunum frá suðlægari slóðum og áðu í Vestmannaeyjum. Þeir áttu það til að fljúga á gluggana í Gvendarhúsi en röknuðu þó oftast nær úr rotinu innan tíðar og gátu haldið för sinni áfram upp á fastalandið. En ekki þessi fugl (Kristján Egilsson, fyrrum safnvörður á Náttúrugripa- safni, taldi að þetta hefði verið vepja). Skrifari ætlaði með fuglinn niður á safn en þar var þá allt lokað þannig að vepjan endaði úti í músagrafreitnum. Og veran þar varð ekki löng. Hrafninn var snöggur að þefa hana uppi og fúls- aði ekki við henni, virtist ánægður yfir þessari fjölbreytni í mataræði. Og enn jókst fjölbreytnin í mataræði hans. Skrifari og hans spúsa fóru á árshátíð í Akóges í byrjun desember. Þar var góðan mat að hafa eins og vanalega. Meðal þess sem Einsi kaldi og hans aðstoðarfólk reiddi fram var dýrindis nautasteik og svo vel útilátin að hvorki skrifari né aðrir borðnautar hans gátu torgað öllu því sem á diskinum var. Þegar skrifari sá að allt útlit væri fyrir að vænn skammtur af þeirri forláta steik myndi enda í ruslinu, flaug honum í hug að sennilega myndi sá kolsvarti vinur hans ekkert hafa á móti slíkum trakteringum. Náði sér í plastpoka og sankaði í hann afganginum af steikinni. Og sú varð raunin. Út í músagraf- reit hefur verið farið með svo sem tvo bita á dag og þeir hafa verið sóttir reglulega. Hrafninn kann greinilega að meta þennan mat og væri raunar furðulegt ef raunin væri önnur; skrifari þekkir nefnilega engan sem hefur verið óánægður með matinn hjá Einsa kalda. Nú bíður skrifari bara eftir því að sjá hvort afgangurinn af jólasteikinni í Gvendarhúsi fær sömu viðtökur og steikin frá Einsa kalda. Veðurfarið að undanförnu hefur valdið því að aðrir fuglar, sem einnig hafa verið nokkuð árvissir gestir, hafa ekki látið sjá sig. En um leið og snjókorn taka að falla, á skrifari ekki von á öðru en bæði snjótittlingar, starrar og þrestir láti sjá sig eins og þeirra hefur verið vandi. En þeim gestum þýðir ekki að bjóða upp á mýs eða steikur frá Einsa kalda. Það eru nefnilega vegan fuglar. Síðastliðin sex ár hef ég átt sæti í fræðsluráði, nú hefur orðið breyting þar á og mun ég nú flytja mig yfir í fjölskyldu- og tómstundarráð. Á þessum tíma hefur mér þótt samstarf milli skólastiga verið að eflast og tel ég að við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Í svona góðu samfélagi eins og við búum í eru mikil tækifæri fólgin í nálægð- inni með samstarfi milli allra aðila. Einnig hefur mér þótt íbúar og foreldrar sýna náminu aukna virðingu og metnaður fyrir námi er að aukast. Íþróttaakademían góð viðbót Eftir að íþróttaakademía Grunn- skóla Vestmannaeyja (GRV) og ÍBV hóf göngu sína þá hefur mér þótt samstarfið milli skólans og íþróttafélaganna þróast til betri vegar. Það hjálpar einnig til að ÍBV og FÍV eru í sambærilegu samstarfi. Fab Lab smiðjan fór upp í fram- haldsskóla og eru bæði GRV og FÍV að notfæra sér smiðjuna. Sömuleiðis er samstarf milli GRV og FÍV að aukast. Einn liður í samþættingu milli skólastiga var að færa 5 ára deildina undir stjórn GRV núna í vetur. Það er skref sem ég tel vera hárrétt. Jákvæð teikn á lofti Leikskólarnir og GRV starfa nú samkvæmt markmiðum um sameiginlega framtíðarsýn í menntamálum sem felur í sér að leggja beri áherslu á að efla læsi og stærðfræði í skólastarfi. Góðar niðurstöður í samræmdum prófum í stærðfræði í 4. og 7. bekk sýna að GRV er töluvert fyrir ofan lands- meðaltal. Hægt er að greina framfarir frá því 7. bekkur tók samræmd próf í 4. bekk bæði í íslensku og stærðfræði. Þessar jákvæðu niðurstöður gefa ákveðna vísbendingu um að við séum á réttri leið. Sókn í fræðslumálum Það hefur líka verið gaman að sjá hvernig fyrirtækin og félagasamtök hér í bæ hafa tekið virkan þátt í því að styðja við bakið á skólastarfinu á öllum stigum. Með nýju námi í Haftengdri nýsköpun á háskólastigi var stigið stórt skref í rétta átt og eru mörg öflug fyrirtæki hér í bæ að vinna náið með Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri í því sambandi. Ég tel því að við séum á réttri leið og að tækifærin séu til staðar til að gera enn betur og sækja fram í fræðslu- málum. Litið um öxl: Samstarf milli skólastiga að eflast trausti hjaltason bæjarful ltrúi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.