Skessuhorn - 07.05.1998, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1998
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI
BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262
FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is
Afgreiðsla á Akranesi að Stillholti 18 er opin eftir hádegi virka daga, sími 431 4222
Útgefandi: Skessuhorn ehf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098
Blaðamaður: Helgi Daníelsson, sími 898 0298
Auglýsingar: Magnús Valsson, sími 437 2262
Fjóla Ásgeirsdóttir, sími 431 4222
Hönnun og umbrot: Guðmundur Steinsson, sími 588 4144
Prentun: ísafoldarprentsmiðja
Aðalskrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00-16:00
Skrifstofan að Stillholti 18 á Akranesi er opin kl. 13-17.
Skessuhorn-Pésinn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánu-
dögum. Litaauglýsingar sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þó að berast blaðinu í síðasta lagi
á hádegi á mánudögum . Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út i 5.800 eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi auk
Kjalarness, Kjósar og Reykhóla.
KB hf.?
Aðalfundur Kaupfélags Borgfirð-
inga var haldinn í síðustu viku. Á
fundinum var talsvert rætt um rekst-
ur félagsins og rekstrarform. Sam-
þykkt var tillaga þess efnis að fela
stjóm að láta fara fram könnun á
kostum þess og göllum að breyta fyr-
irtækinu úr samvinnufélagsformi í
hlutafélag. Þá getur komið til greina
að um verði að ræða eitt hlutafélag
eða mörg smærri um aðskilda hluta
rekstrarins.
Talsverð umræða hefur verið í hér-
aðinu um þessi mál bæði innan
stjómar og meðal almennra félags-
manna. Meðal þeirra ástæðna sem
nefndar era fyrir þessum hugsanlegu
breytingum er sú staðreynd að erfitt
er fyrir samvinnufélög að afla
áhættufjár.
Rúmlega fjöratíu milljóna króna
tap varð á rekstri KB á s.l. ári þegar
tekið hefur verið tillit til hlutar í dótt-
ur- og hlutdeildarfélögum. Veltan var
1.362 milljónir og drógst hún saman
um 7%.
Þorvaldur Tómas Jónsson bóndi í
Hjarðarholti er nýr fulltrúi í stjóm
Kaupfélagsins og var hann á fyrsta
fundi nýkjörinnar stjórnar kosinn
formaður hennar. Fráfarandi formað-
ur er Þórarinn Jónsson á Hamri sem
ekki gaf kost á sér til endurkjörs.
Kyn-
grein-
ing
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
SAMKVÆMT húsreglum ábúenda á Skessuhomi eru hendur mínar
bundnar í umfjöllun um einstaka stjómmálaflokka, ekki síst á þess-
um ófriðartímum þegar sveitarstjómarkosningar em í nánd.
Samt sem áður eru aðgerðir og aðgerðarleysi stjómmálamanna
svo stór hluti af okkar lífi að ekki verður hjá því komist að láta hug-
ann reyka til þeirra þegar illa liggur á manni. Þegar eitthvað ergir
mann er nefnilega nauðsynlegt að hafa einhvem til að sparka í, hvort
sem ástæða skapvonskunnar er tíðarfarið, skattamir, gæftaleysi eða
eitthvað annað. Þar koma stjómmálamenn í góðar þarfir.
Svo að alls hlutleysis sé gætt í umfjöllun um stjómmálaflokka þá
er það ónefndur stjómmálaflokkur, kenndur við ónefnt kyn sem
berst þessa dagana hatrammri baráttu við íslenskuna. Það hefur
komið í ljós að þetta tungumál sem stöðugt er lofað og reynt að við-
halda sem uppmnalegastri mynd elur á kynjamisrétti. Ástandið er í
raun svo alvarlegt að mannréttindi em gróflega brotin, nánast í hvert
sinn sem íslenskumælandi einstaklingur opnar munninn. Með öðr-
um orðum hafa íslendingar, kynslóð eftir kynslóð, framið grófustu
glæpi með kjaftinum allt frá því málskraf hófst hér á landi.
Umrædd mannréttindabrot snúast fyrst og fremst um stöðuheiti
og titlatog hvers konar. Því hagar nefnilega þannig til að flestir þeir
titlar sem eftirsóknarverðir kunna að teljast eru í karlkyni. Þar á
meðal em stöðuheiti eins og forseti, ráðherra, tæknifræðingur, mein-
dýraeyðir og klósettvörður.
Hugmyndir um að breyta þessu í jafnréttisátt hljóta að vera gífur-
legt réttlætismál og þar að auki allrar athygli verðar þar sem tungu-
málið yrði fjölbreyttara og nákvæmara um leið. Það kæmi þá skýrt
fram í starfsheitinu hvora kyninu viðkomandi einstaklingur tilheyrir
sem er bráðnauðsynlegt ef sá hinn sami (sú hin sama) er ekki fær um
að útskýra það sjálfur (sjálf).
Breytingamar era afar einfaldar og í flestum tilfellum sjálfgefnar.
Kvenkyns forseti yrði forseta, ráðherra yrði ráðfrú, tæknifræðingur
yrði tæknifræða, meindýraeyðir meindýraeyða og klósettvörður yrði
klósettverja eða klósettvarða. Ef við tökum fleiri dæmi þá yrði for-
maður forkona, féhirðir yrði féhirða, öryrki yrði öryrkja, bóndi yrði
bónda, kjaftaskur yrði kjaftaskja og aumingi yrði auminga. Allt era
þetta mjög lipur og skemmtileg heiti og hljóta viðkomandi stöður að
verða mun eftirsóknarverðari fyrir konur eftir að breytingamar hafa
gengið í gegn. Það má reyndar spyrja sig hvemig frú Vigdís Finn-
bogadóttir gat gegnt forsetaembætti í karlkyni í sextán ár og samt
leyst sín verkefni með sóma.
Það er vissulega gleðiefni ef það er satt að kyn stöðuheita sé al-
varlegasta vandamálið í þjóðfélaginu í dag en einhvem veginn gran-
ar mig nú samt að einhver mál kunni að vera brýnni. Eg hef líka
alltaf haldið að hæfni einstaklingsins sem gegnir viðkomandi stöðu
eða starfi skipti meira máli en kyn starfsheitisins.
Það telst kannski til karlrembu af verstu sort en mér þykir það
viðkunnanlegra að konur séu það kvenlegar og karlar það karlmann-
legir að ekki þurfi að taka það sérstaklega fram af hvora kyni þeir
era. Það er hinsvegar einungis mín skoðun og verður hver lesandi
(eða lesönd) að dæma fyrir sig.
Gísli Einarssan
Hugleibing af
gefnu tilefni
Ágæti ritstjóri!
Skessuhom birtir í 11. tbl. fmuntu-
daginn 16. apríl á bls. 16 grein er ber
hið saklausa yfirbragð: Hugleiðing
um framboðsmál. Þar fer á kostum
„óskar nokkur nafnleyndar", og læt-
ur móðann mása. Nú er ekki ætlan
mín að taka upp hanskann fyrir Kon-
ráð í Loftorku, Óla Jón og eða þá
frambjóðendur, til þess era þeir full-
færir sjálfir. Nei hitt þótti mér verra
mál, að hann setur í farþegasæti á
dreifara sínum heila stétt fagmanna í
byggðarlaginu, að þeim forspurðum.
Ég fyrir mitt leyti, vil afþakka far-
ið hér og nú, og í leiðinni lýsa undr-
un minni á því að þetta annars ágæta
blað, skuli birta slíkt í skjóli nafn-
leyndar.
Með þökk fyrir birtinguna.
Ámi Ormsson húsasmíðameistari
Þórólfsgötu 16
Borgamesi.
Stefán Ólafsson og Ólafur
Axelsson byggingameistarar í
Borgarbyggð höfðu einnig samband
við blaðið og frábáðu sér að vera
bendlaðir við umrædd skrif.
Frá ritstjóra
Til Áma Ormssonar og annarra
byggingameistara í Borgarbyggð:
Ritstjóm Skessuhorns-Pésans
harmar mjög þau slæmu mistök að
grein sú sem nefnd er hér til hliðar
skuli hafa verið birt. Stefna blaðsins
er að birta ekki skrif af þessu tagi
nema viðkomandi sé maður til að
standa fyrir máli sínu. Umrædd mis-
tök skrifast á reikning undarritaðs
sem ber að sjálfsögðu fulla ábyrgð af
skrifum þessum þar sem réttur
höfundur skákar sér í skjóli nafn-
leyndar. í ljósi þeirra viðbragða sem
þessi skrif hafa hlotið væri hinsvegar
eðlilegast að höfundurinn gengist
opinberlega við verkinu.
Hér með viljum við færa hlutað-
eigandi, sem eru að sjálfsögðu bygg-
ingameistarar í Borgarbyggð, Kon-
ráð og hans menn í Loftorku og les-
endur blaðsins, okkar innilegustu af-
sökunarbeiðni vegna þessara mis-
taka. Við gefum okkur út fyrir að
gefa út vandað fréttablað og munum
áfram gera hvað við getum til að rísa
undir því.
Gísli Einarsson, ritstjóri.
Skorradalslist-
inn lagbur fram
Þann 30. apríl s.l. var Skorradalslistinn lagður fram vegna sveitarstjómarkosn-
inganna 23. maí 1998.
Listinn hefur fengið nafnið Skorradalslistinn.
Listann skipa eftirfarandi:
1. Davíð Pétursson, bóndi og hreppsstjóri
2. Bjami Vilmundarson, bóndi
3. Ágúst Amason, skógarvörður
4. Pétur Davíðsson, bóndi
5. Jóhanna Hauksdóttir, bóndi
6. Guðmundur Þorsteinsson, bóndi og húsasmíðameistari
7. Ólöf Svava Halldórsdóttir, húsfreyja
8. Þórður Vilmundafson, bóndi
9. Gyða Bergþórsdóttir, sérkennari
10. Einar Kr. Jónsson, bóndi.
Stuttar greinar
Höfundar aðsendra greina eru
hvattir til að hafa greinamar ekki of
langar. Nú líður að kosningum og
því má búast við að ýmsir vilji
senda frá sér efni í blaðið. Til að
sem flcstir komist að eru menn.
: . , : ■ : - - ■,
hvattir til að hafa greinar að há-
marki eina blaðsíðu A4 í 12 punkta
letri. Gjaman má mynd af höfundi
fylgja með. Efni þarf að berast fyrir
hádegi á mánudegi í næsta blað.
Eitstjóri.
Hagnabur
af hörðum
nöglum
ÁRSREIKNINGUR Vírnets í
Borgamesi, sem meðal annars
framleiðir .Jiarða nagla“, ligg-
ur nú fyrir. Hagnaður ársins
1997 var 14,4 milljónir en árið
1996 var hagnaðurinn 15,7
milljónir þannig að ekki er um
að ræða mikla breytingu milli
ára. Góð sala hefur verið hjá
fyrirtækinu að undanfömu
enda miklar framkvæmdir í
gangi, bæði t héraði og víðar
um landið.
Runólfur
SH kvebur
MÁNUDAGINN 4. maí s.l.
landaði togarinn Runólfur SH í
síðasta skipti í Grundarfirði.
Skipið hefur verið selt til Rúss-
lands og verður afhent þar f
shpp þann 8. maf n.k.
Togarinn hefur verið í eigu
Guðmundar Runólfssonar hf.
s.l. 25 ár. Söluverð skipsins er
103 milljónir króna.
Togarinn Hringur, sem er í
eigu fyrirtækisins, tekur við
hlutverki og aflaheimildum
Runólfs SH.
Talab í
síma
EINN ónefndur atvinnurek-
andi á Vesturlandi tók til gam-
ans saman hversu lengi hann
talaði í síma s.l. 3 mánuði. í
Ijós kom að í GSM símann
sinn talaði hann í 73 klukku-
tíma á þessu tímabili. Þar við
má bæta heimasíma. vinnu-
síma og NMT símanum í bíln-
um svo alls má laúslega áætla
að á þessum þremur mánuðum
hafi hann alls varið 150
klukkutímum í síma. Þetta ger-
ir 50 klukkutímar á mánuði og
100 mínútur á hverjum degi að
jafnaði í símtöl.
Gaman væri að vera stór
hluthafi í Landssímanum hf.!
Útvarp
Akraness
ÚTSENDINGAR frá bæjar-
stjórnarfundum á Akranesi
hófust þann 7. apríl s.l. Sent er
út á tíðniniTÍ FM 95.0 og hafa
útsendingar náðst vel á Akra-
nesi og nágrenni og jafnvel til
Reykjavíkur.
Unnið er að undirbúningi að
aukinni nýtingu útsendingar-
búnaðarins. Hugmyndir eru
uppi um að scnda út ahnennt
dagskrárefni, svo: sem fréttir,
auglýsingar, tónlist og fleira.
Bjöm S. Lárussón markaðs- og
atvinnufulltrúi vinnur nú að til-
lögnm um tilhögun útsend-
inga.
_■.■, —...SLf'.