Skessuhorn - 07.05.1998, Side 5
onjtsaunv..^'
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998
5
Sjálfkjörínn listi
í Skorradal
í KJÖLFAR ÞESS að lagður var
fram framboðslisti til sveitarstjómar-
kosninga í Skorradalshreppi má
segja að einkennileg staða hafi kom-
ið upp í þessu fámennasta sveitarfé-
lagi á Vesturlandi. Staðreyndin er sú
að sökum fámennis sveitarfélagsins
er ekki rými fyrir fleiri en einn fram-
boðslista ef tekið er mið af íbúafjölda
í sveitarfélaginu annars vegar og
fjölda frambjóðenda og stuðnings-
manna framkomins lista hins vegar.
Staðan er einfaldlega sú að ekki vom
til nægjanlega margir frambjóðendur
og stuðningsmenn í sveitarfélaginu
til þess að hægt væri að afla lögbund-
inna frambjóðenda og stuðnings-
manna á annan framboðslista.
Deilt hefur verið um lögmæti bú-
ferlaflutninga úr sveitarfélaginu síð-
an í vetur, sem of langt mál yrði að
rekja í smáatriðum hér. Meirihluti
sveitarstjómar hefur verið því fylgj-
andi að hreppurinn sameinaðist fleiri
sveitarfélögum í Borgarfirði. Til að
fylgja því máli eftir fóm af stað bú-
ferlaflutningar í lok nóvember 1997
með það að markmiði að íbúatalan
færi niður fyrir 50 fyrir 1. desember
og sveitarfélagið yrði þá lögþvingað
til að sameinast öðmm, óháð vilja
íbúanna. Þessu var minnihluti
hreppsnefndar og þar með Davíð
Pétursson oddviti ósammála. Þeir
vildu hafa þann kost opinn að mega
kjósa um sameiningu. Fulltrúar þessa
minnihluta í hreppsnefnd Skorradals-
hrepps standa nú að framboðslista
þeim sem nú hefur verið lagður fram
með Davíð bónda og oddvita á
Gmnd í fyrsta sæti.
Hagstofan mun nýverið hafa gefið
það út að ekki verði úrskurðað um
lögmæti núverandi fbúaskrár fyrr en
eftir að framboðsfrestur rann út.
Samkvæmt henni vom íbúar Skorra-
dalshrepps 52 talsins þann 1. desem-
ber s.l. Útlitið í dag er því þannig að
framkominn listi verður sjálfkjörinn
til sveitarstjómar og því verði ekki
kosið í Skorradal þann 23.' maí n.k.
Pálmi óhress
Pálmi Ingólfsson á Hálsum er full-
trúi þess hóps í Skorradal sem nú
virðist ætla að verða undir í þessum
deilum. Hann er einn af þremur full-
trúum í hreppsnefnd Skorradals-
hrepps sem barist hefur fyrir samein-
ingu við önnur sveitarfélög í Borgar-
firði.
Aðspurður um hvort minnihlutinn
í sveitarfélaginu hyggist gera eitt-
hvað í Ijósi þessarar nýju stöðu sagð-
ist Pálmi ekki búast við því. „Vinnu-
brögð þessa fólks em komin langt
umfram allt velsæmi. Ég mun ekki
eyða kröftum mínum í einhver skít-
verk, heldur einbeita mér að öðm“,
sagði Pálmi. „Við vildum fá samein-
ingu við nágrannasveitarfélögin þar
sem við teljum að íbúafjöldinn sé
kominn í lágmark. Fjöldinn hér er
einfaldlega á hungurmörkum. Við
höfum ekki afl né orku til að starfa
ein og sér í nútíma þjóðfélagi þar
sem baráttan og vinnan á að felast í
að halda í við íbúaþróunina eins og
hún hefiir verið s.l. ár. Við hér í
Skorradal emm að éta okkur innan
frá og visnum því svo mikið að slag-
kraftur og orka verður engin til að
sinna málefnalegri uppbyggingu.
Staðreyndin er sú að þessar deilur
veikja héraðið og samtakamátt þess“,
sagði Pálmi.
Aðspurður um þá staðreynd að
fram væri kominn hsti til sveitar-
stjómar sem líklega yrði sjálfkjörinn,
sagði Pálmi: „Þetta er ekki spuming
um hvort verið er að bijóta lög, held-
ur snýst þetta um siðferði og það að
virða skoðanir einstaklinga hér í
sveitinni. Eftir því sem það verða
meiri átök milli manna um málefni
sveitarfélagsin, tekur það sífellt
meiri orku frá okkur sem viljum
horfa til framtíðar og uppbyggingar.
Þeir sem vilja stuðla að sókn og upp-
byggingu, sjá hag sínum betur borg-
ið annars staðar í manneskjulegra
umhverfi", sagði Pálmi að lokum.
Undirbúning-
ur opnunar
EINS OG alþjóð veit er stefnt að
opnun Hvalfjarðarganga með pompi
og prakt þann 11. júlí n.k.
Akurnesingar hafa ýmislegt á
prjónunum til að nýta þá athygli sem
„umheimurinn" mun sýna þessum
viðburði. Ráðgert er að drög að efn-
isskrá fyrir dagskrá sumarsins á
Akranesi verði fullgerð í byrjun júní.
Nefnd, undir forsæti Gísla Gíslason-
ar bæjarstjóra, vinnur að gerð dag-
skrárinnar. Nefndin auglýsti eftir til-
lögum að efnisskrá og rætt hefur ver-
ið við hagsmunahópa, félagasamtök
og einstaklinga sem lögðu inn tillög-
ur. Meðal þeirra sem nefndin hefur
unnið með eru Skagaleikflokkurinn.
íþróttabandalag Akraness, forráða-
menn Akraborgar og Tónlistarfélags-
ins. Auk þess vinna fulltrúar frá
Átaki Akraness með nefndinni að
undirbúningi fyrir atburði komandi
sumars.
símtœki
Rafstofan
Egilsgötu 6
Úr stefnuskrá
Borgarfj ardarlistans
5S$$S$S88SSSS$SSSSS8SS$$SS8S
■ —i
AUGLÝSING
UM SVEINSPRÓF
Sveinspróf í löggiltum iðngreinum fara fram
í maí og júní 1998.
Umsóknarfrestur er til 25. maí n.k.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá;
IÐNFULLTRÚA VESTURLANDS,
ÓSKARI ARNÓRSSYNI
Vesturgötu 17, Akranesi.
Sími og símsvari 431 3165.
AUGLÝSING
um framboðslista við sveitarstjórnarkosningar 23. maí n.k. í
sameiginlegu sveitarfélagi Álftaneshrepps, Borgarbyggðar, Borgar-
hrepps og Þverárhlíðarhrepps
B
listi Framsóknarflokks
Guðmundur Guðmarsson
Kolfinna Þóra Jóhannesdóttir
Guðmundur Eiríksson
Finnbogi Leifsson
Eygló Lind Egilsdóttir
Sigríður Helga Skúladóttir
Þórður Þorsteinsson
Edda Björk Hauksdóttir
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson
Sigmar Helgi Gunnarsson
Margrét Guðjónsdóttir
Guðbrandur Þorkelsson
Guðmunda Ólöf Jónasdóttir
Ólafur I. Waage
Veronika G. Sigurvinsdóttir
Ragnheiður S. Jóhannsdóttir
Sigurjón M. Valdimarsson
Jón Þór Jónasson
D
listi Sjálfstæðisflokks
Óli Jón Gunnarsson
Guðrún Fjeldsted
Andrés Konráðsson
Helga Halldórsdóttir
Bjarni Helgason
Guðjón Gíslason
Magnús Guðjónsson
Vilhjálmur Diðriksson
Jónína Arnardóttir
Björg Jónsdóttir
Ari Björnsson
Sigbjörn Björnsson
Sigrún Símonardóttir
Þórdís Reynisdóttir
Arilíus Sigurðsson
Jóhannes Harðarson
Kristín Siemsen
Skúli Bjarnason
Borgarnesi 04. maí 1998.
Yfirkjörstjórn
L
listi Borgarbyggðarlista
Kristín Þ. Halldórsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Guðbrandur Brynjúlfsson
Kristmar Ólafsson
Runólfur Ágústsson
Anna Ingadóttir
Örn Einarsson
Ómar Örn Ragnarsson
Kristín Valgarðsdóttir
Birna K. Baldursdóttir
Ragnheiður Einarsdóttir
Einar Guðmar Halldórsson
Klemenz Halldórsson
Elín B. Magnúsdóttir
Kolbrún Óttarsdóttir
Sóley Sigurþórsdóttir
Sveinn Jóhannesson
Jón Kr. Guðmundsson
TÓNUSTARSKÓLINN
Á AKRANESI
Vortónleikar
og skólaslit
Vortónleikar nemenda skólans verða 11., 12., 13. og 14. maí n.k.
Allir tónleikarnir eru á sal skólans og hefjast kl. 20:00.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Sigríður Jónsdóttir messósópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari
verða með söngtónleika í Vinaminni laugardaginn 16. maí kl. 14:00.
Skólaslit verða miðvikudaginn 20. maí kl. 18:00
Vekjum einnig athygli bæjarbúa á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur á sal
Grundaskóla sunnudaginn 10. maí kl. 16:30.
TÓNLISTARSKÓLINN Á AKRANESI
Akraneskaupstabur