Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.1998, Page 6

Skessuhorn - 07.05.1998, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1998 áSESSlíHÖBKÍ Anna Kjartans tekur vR» hótel Oská Akranesi ANNA KJARTANSDÓTTIR hef- ur nú tekið á Ieigu Hótel Ósk á Akranesi. Um er að ræða hús- næði heimavistar Fjölbrautar- skólans. Rekstraraðili hótelsins er Hótel Akranes ehf. sem er firma í eigu hennar. Anna flutti ásamt manni sín- um, Rirni S. Lárussyni, og börn- um þeirra til Akraness á s.l. ári. Undanfarna mánuði hefur hún starfað á veitinga- og gististaðn- um Barbró. Nýji hótelstjórinn var tekinn talin og hún spurð um horfurnar í rekstrinum á næsta ári. „Eg er bjartsýn á sumarið. Ég þekki að vísu lítið til rekstursins síðustu árin en ég hef ágæta reynslu af svipaðri starfsemi. Ég hef starfað við ferðaþjónustu lengi og því ekki að prófa þetta á Akranesi? Ég sé mikla möguleika í grein- inni og hótelbransanum al- mennt“, sagði Anna. Hún hefur starfað við hótel- og veitinga- rekstur á Selfossi síðan 1986, síðast sem rekstrarstjóri yfir Gesthúsum þar í bæ. Anna segir mikilvægt að fólk í ferðaþjónustu tald betur hönd- um saman á Akranesi til að nýta þau tækifæri sem skapast m.a. vegna Hvalfjarðarganganna. ,Akranes er í mjög svipaðri stöðu og Selfoss því Selfoss tók við sem miðstöð ferðamanna á Suður- landi á eftir Hveragerði, vegna þess að þjónustan þar var betri Anna Kjartansdóttir vi& Hólel Ósk. við ferðamenn en á síðar nefnda staðnum. Aðdráttarafl fyrir ferðamenn er e.t.v. meira í Hveragerði en einungis fyrir stuttar heimsóknir. Það sem gildir er önnur þjónusta og það er styrkleiki Akraness. Það sýndi sig t.d. í nýlegri könnun að heimamenn gera innkaupin á staðnum og það eru meðmæli“, sagði Anna. Á Hótel Ósk verður hægt að taka á móti 64 gestum í gistingu auk þess sem aðstaða er góð fyr- ir stærri fundi. Anna hyggst opna hótelið þann 1. júní n.k. Halda tónleika í Reykholtskirkju föstudaginn 8. maí kl. 21:00 Frábær dagskrá þar sem Diddú mun syngja ísiensk og erlend lög við undirleik Jerzy Tosik-Warszawiak Gunnar, Kristbjörg, Daníel, Þorgils, Hilmar og Þórir ræ&a málin í heita pottinum. Mynd: Helgi Dan. Málin rædd í heita pottinum Hafdís a& Ijúka vi& 500 metrana. Mynd: Helgi Dan. ÞAÐ VAR frekar rólegt í Sund- lauginni á Jaðrsbökkum, þegar ég leit þar inn einn morguninn, enda heldur of seint á ferðinni til að góma morgunhanana, sem setja sinn svip á Iaugina, eins og í sundlaugum annarstaðar. I sundlauginni voru tveir að synda, karl og kona. Konan reyndist vera Hafdís Daníels- dóttir bókavörður, sem að sögn er þar tíður gestur og syndir sína 500 metra eða svo. Hún baðst undan myndatöku, en af eðlileg- um ástæðum var því ekki ansað og smellt af henni mynd í einum snúningnum við laugarbakkann. I heitapottinum sátu einir fimm karlar og ein kona, sem alltaf leit undan þegar myndavél- inni var beint að þeim. Þetta voru voru þau Kristbjörg og Hilmar, Gunnar, Þórir, Þorgils og Daníel, hinn ötuli fréttamað- ur DV á Skaganum. Eins og í öðrum heitum pott- um í sundlaugum landsins voru þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni rædd og mér heyrð- ist að nafn Sverris Hermansson- ar fyrrum bankastjóra bæri þar á góma, auk Hvalfjarðargangna og fleiri mála sem eru efst á baugi á Skaganum. Ekki veit ég hvort þau Ieystu einhver mál, en heitir pottar eru best til þess fallnir, eins og kunnugt er, að leysa eða a.m.k. að finna lausnir í vanda- sömum og flóknum málum. Frammi í andyri er svo kaffi- horn, þar sem menn geta slapp- að af og fengið sér kaffisopa eft- ir velheppnaða sundlaugarferð og jafnvel haldið áfram að ræða málin. Þar sátu þau hjónin Þor- geir og Dódó, ásamt gamalli vin- konu minni, Kristínu Ragnars- dóttir og spjölluðu saman á ljúf- um nótum. H.Dan Listi Dalabyggbar Listi Dalabyggðar fyrir sveitarstjómarkosningamar 23. maí 1998 hefur verið lagður fram. Hann skipa eftirtaldir: 1. Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkurbússtjóri Stekkjarhvammi 1 2. Jónas Guðmundsson, rafveitustjóri Bakkahvammi 7 3. Trausti Valgeir Bjarnason, bóndi á Á 4. Jón Egilsson, bóndi og bifreiðastjóri Sauðhúsum 5. Þóra Stella Guðjónsdóttir, húsfreyja Staðarfelli 6. Valgerður Asta Emilsdóttir, póstfulltrúi Borgarbraut 1 7. Skjöldur Orri Skjaldarson, bóndi Hamraendum 8. Kristján Þormar Gíslason, skólastjóri Laugavöllum 9. Jóel Jónasson, bóndi Bíldhóli 10. Sigursteinn Hjartarson, bóndi og lögreglusþjónn Neðri-Hundadal 11. Bergþóra Jónsdóttir, kennari Hrútsstöðum 12. Guðný Sigríður Gunnarsdóttir, þroskaþjálfí Sunnubraut 7 13. Jóhann Eysteinn Pálmason, bóndi Hlíð 14. Guðmundur Gíslason, bóndi Geirshlíð. Listi Samstöðu í Dalabyggb fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 23. maí 1998 hefur verið ákveðinn. Hann skipa eftirtaldir: 1. Astvaldur Elísson, bóndi Hofakri 2. Þorsteinn Jónsson, bóndi Dunkárbakka 3. Sigríður Bryndís Karlsdóttir, bóndi Geirmundarstöðum 4. Ingibjörg Jóhannsdóttir, húsmóðir og skrifstofumaður Miðbraut 2 5. Bjarni Kristmundsson, bóndi Giljalandi 6. Þórunn Hilmarsdóttir, bóndi Skarði 7. Guðmundur Pálmason, bóndi Kvennabrekku 8. Berglind Vésteinsdóttir, leikskólakennari Bakkahvammi 11 9. Guðbrandur Ólafsson, bóndi Sólheimum 10. Inga G. Kristjánsdóttir, nemi Gunnarsbraut 5 11. Guðbjörn Jónsson, bóndi Miðskógi 12. Svavar Magnússon, bóndi Búðardal 1 13. Rúnar Jónasson, bóndi Valþúfu 14. Einar Ólafsson, bóndi Lambeyrum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.