Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.1998, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 07.05.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1998 VISNAHORNIÐ FYRIR stuttu átti ég tal við kunningja minn um skáldskap og fleira og barst talið meðal annars að því hvað skáldskapur eldist misvel og hvem- ig það sem ort er um viðburði augnabliksins getur orðið klassískur kveð- skapur. Nú nýlega rak á fjömr mínar kveðskap sem mér finnst hafa alla burði til að standast umræddar kröfur. Útlaginn: Þekur fjöllin þokuband þykkur ísinn nálgast land, frosinn upp ífjörusand falinn klakaböndum. Brýst hann yjir boða og sker byrgir útsýnfyrir þér, norðanáttin nöpur er nú er kalt á ströndum. Ólán stundum eltir menn á röndum. Sögn er til um Sýslumann, söguna ég varla kann, en glappaskotin gerði hann sem gengur illa að laga. Hann gerði díl við gangstera, gamla skatta tilbera. Við hann reiddist ráðherra og rak hann burt afSkaga. Sumir verða að þola dapra daga. Engum líðast afbrot slík, óreiðan var þvíumlík að hann var beint á Hólmavík heimsendur í böndum. Hann ratað hafði ranga leið, refsing Sýslumannsins beið að enda brösótt œfiskeið útlagi á Ströndum. Sœrður undan samfélagsins vöndum. Oft er napurt norður þar og nokkuð rysjótt veðurfar, stynur brim við strendurnar í stormsins vetrarlöndum. Naga refir nakin bein nœðir kalt um gráan stein, kyssir báran kalda hlein í klakans þungu böndum. Útlögum er stundum kalt á Ströndum. Hákon Aðalsteinsson á páskum '98 I bókinni" Dvergmál" eftir Baldur Eiríksson frá Dvergsstöðum sem kom út á Akureyri 1981 er kvæði sem heitir „Minkurinn“ og er nokkuð athyglisvert að velta þessum kveðskap fyrir sér í ljósi nýliðinna atburða. Öll er rándýr illa rœmd er þó líklega, minksins sœmd minnst að manna dómi. Því tœplega verja varpland má, veiðitjörn eða silungsá þeim helvíska hrekkjalómi. Og atferli hans er á þann veg að engin mannleg og heiðarleg skynsemi skilið getur, því komist ífœri fantur sá afferlegri grimmd hann drepur þá miklu meir en hann étur. En laxveiðimönnum þykir þó þessi skaðrœðis veiðikló síst á þeim svœðum hœfa, hvar eru þeir við sín veiðistörf, -víst ekki af grimmd né matarþörf, en íþrótt göfga að œfa. Ekki skyldi þeim gefin grið, sem ganga áfriðuð veiðisvið og rjála við roð ogfjaðrir. En minknum vil ég þó mæla bót, því minkurinn, hann er „ sportidiot “ -eins og svo margir aðrir. Að endingu vil ég þakka þeim sem haft hafa samband við mig hlý orð í minn garð og blaðsins og enda á vísu frá Eysteini G. Gíslasyni í Skál- eyjum: Aldrei Ijóðalindin fom landsins held ég þorni. Agœtt vinnur vísnahorn Verk - í Skessuhomi. Með þökk fyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum, 320 Reykholt. S. 435 1367 PENNINN • • Oiyggi barha í bílum VIKURNA 16.-20. febrúar 1998 stóð Slysavarnafélag Islands fyrir könnun á öryggi barna í bílum. Þessar kannanir eru unnar með gátlistum þar sem í okkar tilfelli konur úr kvennadeildinni á Akranesi voru staðsettar fyrir utan Ieikskóla og merktu við hvort börnin væru laus í bílun- um eða ekki. Kvennadeild SVFI á Akranesi tók þátt í þessu verk- efni eins og hún hefur gert und- anfarin tvö ár. Heildar samantekt yfir landið úr könnuninni í vetur birtist í 2. tbl. SVFÍ frétta. Þar kemur fram að ástandið hefur batnað og að fleiri nota öryggisbúnað fyrir börnin í bílum. Niðurstöður okkar hér á Akra- nesi sína það því miður ekki. Samkvæmt þeim nota aðeins 68% barna hér á Akranesi viðeig- andi öryggisbúnað. Þannig að betur má ef duga skal. Það eru allt of mörg dæmi um að fólk hafi börnin laus í bílunum og þá jafnvel standandi á milli fram- sætanna. Slysin gera ekki boð á undan sér. Við vitum ekki hvenær við þurfum næst að hemla mjög snögglega. Hvað verður þá um börnin sem eru laus? Þetta er allt spurning um vana. Ef börnin eru vanin á notkun ör- yggisbúnaðar frá upphafi verður það sjálfsagður hlutur að nota beltin. Vilt þú lesandi góður hug- leiða það næst þegar þú ekur af stað með barn í bílnum, hvers virði það er að festa það í bílstól eða öryggisbelti? I lokin Iangar mig að taka fram að ef öryggispúði er farþega- megin í framsæti má ekki setja barnastól í framsætið. Einnig þarf barn að hafa náð 140 cm hæð og vera a.m.k. 40 kíló til þess að mega sitja í framsæti ef uppblásanlegur öryggispúði er framan við það. Anna Kristjánsdóttir form. Kvennadeildar SVFI, Siálfræðií heknabyggb HUGMYNDIN um sjálfræði heimabyggðarinnar snýst um þau sjálfssögðu mannréttindi að grundvallarþáttum í Iífi manns- ins sé stýrt úr nánasta umhverfi hans. Þetta er orðið að veruleika í grunnskólanum með yfirtöku sveitarfélaganna. Fólk sem þarfnast sérstakrar þjónustu vegna fötlunar hefur í mörgum tilvikum þurft að sætta sig við að þeirra búsetu, atvinnu og þjálfun er stjórnað úr Ijarlægð af fólki sem síðan er undir stjórnsýsl- unni í höfuðborginni. Með þeim lögum um málefni fatlaðra sem tóku gildi haustið 1992 var lögfest ákvörðun um að sveitarfélög yfirtækju málefnið í upphafi árs 1999. Síðar var tek- in ákvörðun um að fresta yfirtök- unni en allt bendir til að af henni verði í upphafi árs 2000. Þegar ég hóf afskipti af þess- um málaflokki fyrir um 25 árum var sjálfræði sveitarfélaganna ekkert í málflokknum. Þjónustan sem í boði var fyrir mikið fatlaða var sólarhringsvistun og þá nær alltaf fjarri heimabyggð. A Kópa- vogshæli bjuggu einstaklingar af öllu landinu og þar fyrir utan voru þrjár minni stofnanir utan Reykjavíkur. Þá áttu foreldrar barna sem þurftu verulega sér- þjónustu þess kost að senda barnið sitt á stofnun eða flytja alla fjölskylduna suður til Reykjavíkur svo barnið gætt sótt nám í sérskóla þar. Síðan hafa þessi mál breyst mikið m.a. með skiptingu landsins í starfssvæði, en nú er komið að sveitarfélög- unum að yfirtaka alfarið þetta málefni. Þarna er fylgt eftir því mark- miði að tryggja fötluðum jafn- rétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðli- legu lífi. Með yfirtökunni er þjónustan færð frá sérþjónustu yfir í að styrkja almenna þjón- ustu ríkis og sveitarfélaga til að mæta þörfum fatlaðra í sinni heimabyggð. En vandi fylgir vegsemd hver- ri. Stundum er sagt að það sé mælikvarði á siðferðisstig samfé- lags hvernig fólkið kemur fram við sína minnstu bræður. Hvort tryggð séu sjálfssögð mannrétt- indi, hvort menn búi við jöfnuð og virðingu. Jöfnuður, virðing og viska eru lykilorð hér. Ef maðurinn, hvort sem hann er fatlaður eða ófatl- aður, býr við jöfnuð og nýtur virðingar, kemur hann fram með það besta sem í honum býr. Ef þeir sem annast hann og leið- beina honum búa við visku byg- gða á þekkingu og reynslu má búast við að hann nýti eins og kostur er sína getu. Ég skora á Akurnesinga að huga tímanlega að því með hvaða hætti þeir ætla að mæta því sjálfræði sem fæst með yfir- töku málefna fatlaðra. Inga er þroskaþjálfi og skipar 3. sæti Akraneslistans. Dagbók vikunnar 7. til 14. maí Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins að Heiðargerði 16, (Sjálfstæð- ishúsinu) er opin alla daga frá kl. 13:00. Símar á skrifstofunni eru 431 2245, 431 4246, 431 2280, Fax 431 4247. Kaffi verður á boðstólum frá kl. 15:00 - 16:30. ÞAÐ HEFUR komið fram í Skessuhorni að mikill leir hefur safnast fyrir í Akranes- höfn og er þar til trafala. Víðar er þó til leir en í Akra- neshöfn og er Heygarðs- hornið að þessu sinni til- einkað leirburði. Syndaaflausn Sverris Sverrir Hermannsson veislustjóri, hefur sætt harðri gagnrýni að undan- förnu fyrir það eitt að renna fyrir lax. Hann Iætur þó ekki deigan síga og sýnir réttilega fram á að hann á ekkert nema gott skilið þar sem til er fullt af fólki sem er miklu verra. Hefur hann því til staðfestingar lagt fram lang- an lista yfir syndaseli. Onefndur Iaxveiðiáhuga- maður hafði þetta um málið að segja: Af áhuga eyrun ég sperri er upp glennist kjaftur á Sverri. Þótt fortíð sé Ijót máfinna því hót ef einhverjir eru til verri. Vindánaub Fyrr í vetur var í Bæjar- stjórn Akraness rætt um að- gerðir til að koma í veg fyrir vindánauð við Jaðarsbakka- laug. Guðmundur Páll Jóns- son bæjarfulltrúi framsókn- armanna var helsti talsmað- ur þess að Kára yrði haldið í skefjum við Iaugina. Þess má geta að Guðmundur er ekki sérlega mikill vexti. Pétur Ottesen bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna orti í orða- stað Guðmundar: Ánauðin er engu Itk á þessu telst ei nokkur mynd. Með brostið hjarta burtu fýk ef bara einhver leysir vind. Rusla - Pétur Áðurnefndur Pétur Ottesen er í framboði fyrir Sjálfstæðismenn í annað sinn til sveitarstjórnarkosn- inga. Sá málaflokkur sem honum er hugleiknastur er sorpið og hefur hann verið óþreytandi að lýsa þeim ár- angri sem núverandi bæjar- stjórnarmeirihluti sjálfstæð- ismanna og Alþýðubanda- Iags hefur náð í sorpmálum. Einn stuðningsmanna Pét- urs sagði sem svo: Þó sumir geri það gott gera samt aðrir það miklu betur Hreykinn því hringar sitt skott hreinlætispostullinn Rusla-Pétur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.