Skessuhorn - 07.05.1998, Page 9
ssissiiiioía'j
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1998
9
Framsókn til farsællar framtíbar
Þann 23. maí næstkomandi
ganga íbúar í fjórum sveitarfé-
lögum í Mýrasýslu til kosninga
um sveitarstjórn í nýju samein-
uðu sveitarfélagi. Það er mikil-
vægt fyrir þetta samfélag að sam-
einingin takist vel og að við sem
hér búum berum gæfu til að
standa þannig að málum að við
getum horft björtum augum til
framtíðarinnar.
Fyrir fjórum árum sameinuð-
ust fjögur sveitarfélög í Mýra-
sýslu og mynduðu nýtt sveitarfé-
lag, Borgarbyggð. Við sveitar-
stjórnarkosningar þá fór svo að
Framsóknarflokkurinn fékk fjóra
menn kjörna og hefur farið fyrir
sveitarstjórninni þetta kjörtíma-
bil sem nú er að líða. Það var
þessum fulltrúum metnaðarmál
að tekið yrði af ábyrgð á stjórn
sveitarfélagsins og lögð áhersla á
uppbyggingu og sókn fram á veg-
inn.
Þessi áform hafa tekist vel,
mikil uppbygging hefur orðið hér
í sveitarfélaginu síðastliðin fjög-
ur ár. I því sambandi má nefna
viðfangsefni sem sveitarfélagið
hefur haft á sinni könnu eða lagt
verulegt lið eins og íþróttamann-
virkin í Borgarnesi og uppbygg-
ing á Bifröst sem sveitarfélagið
hefur komið að. Ferðaskrifstofa
Vesturlands var opnuð og er nú
farin að skila verulegum árangri
á sínum vettvangi. Þá er einnig
hægt að benda á uppbyggingu
fyrirtækja í Borgarnesi eins og
Loftorku og Vírnets en hjá báð-
um þessum fyrirtækjum hefur
verið byggt viðbótaratvinnuhús-
næði og starfsemin aukin. Jafn-
framt má nefna nýlega uppbygg-
ingu tveggja þjónustufyrirtækja
við Brúartorg. Eðalfiskur, sem er
að stærstum hluta í eigu Borgar-
byggðar, hefur einnig aukið um-
svif sín umtalsvert á undanförn-
um árum.
Svo má nefna að nú eftir mar-
gra ára hlé eru hafnar byggingar
íbúða á almennum markaði og
ný gata hefur verið byggð í Borg-
arnesi. Þetta er mikilvægur áfan-
gi og markar tímamót þar sem
þróun undanfarinna ára er loks
snúið við.
tföariniv
Kirkjubraut 8'B 431 4431
Föstudags- og
laugardagskvöld
Halldór og
Ómar
20 ára aldurstakmark. Muniö skilríkin
Hvítbotna gúmmí-
skórnir eru komnir i
öllum stærðum.
Skóbúðin
Borg
EgilsgötuTl.
Sími 437 1240.
Það er hægt að nefna fjölmörg
önnur mál sem vel hafa tekist en
ég læt nægja til viðbótar að
nefna þá breytingu sem gerð var
á orkumálum Borgnesinga en
þar hefur nú orðið tuga prósenta
lækkun á hitaorku sem íbúarnir
finna vel fyrir og meta. Hægt er
að sýna fram á að innan fárra ára
verði hægt að Iækka hitaorkuna
enn meira, verði gengisþróun
með svipuðum hætti og nú er,
sem allt bendir til að verði.
Þrátt fyrir þessi augljósu teikn
um heillavænlega þróun í sveit-
arfélaginu þá eru blikur á lofti á
sumum sviðum. Landbúnaður
hefur dregist verulega saman í
sveitarfélaginu og héraðinu öllu
reyndar og það á jafnframt við
um úrvinnslu landbúnaðaraf-
urða. Fyrr á þessu kjörtímabili
var Mjólkursamlag Borgafirðinga
úrelt og úrvinnslu hætt. Þetta
var áfall fyrir atvinnulífið hér og
þetta var áfall fyrir alla byggð í
Borgarfirði og á eftir að hafa
mikil áhrif á búsetu í Borgarfirði
í framtíðinni. Það er umhugsun-
arefni sú staðhæfing að meiri
hagræðing hefði náðst með því
að leggja ekki í fjárfestingu í
Reykjavík og hætta úrvinnslu
þar. Þegar úrvinnsla afurða fjar-
Iægist framleiðendur missa þeir
tengsl sem nauðsynleg eru til
hvatningar þróunar í atvinnu-
greininni. Þessi neikvæðu áhrif
verða svo til þess að búum fer að
fækka sem aftur veldur því að
erfiðara verður að sinna lág-
marks félagsþjónustu í dreifbýl-
inu.
Því nefni ég þetta að nú liggur
fyrir að rekstur Afurðasölunnar í
Borgarnesi hefur gengið mjög
illa og sér ekki enn fyrir endann
á því máli en engu að síður er
nauðsynlegt fyrir fólk að gera sér
grein fyrir því að þessi rekstur er
mikilvægur til að viðhalda byggð
í Borgarfirði. Þetta er atvinnu-
mál sem ekki varðar bara Borg-
nesinga heldur alla búsetu í
Borgarfirði og því mikilvægt að
vel takist til að leysa úr þeim
hnút sem nú er komin á.
I grein sem birtist í Skessu-
horninu föstudaginn 24. apríl
síðastliðinn gerir Guðbrandur
Brynjúlfsson þessi mál að um-
talsefni og ég get tekið undir
margt sem kemur fram í vanga-
veltum hans um þróun byggðar
og atvinnumála undanfarin ár og
þar með málefnum afurðastöðva
í Borgarnesi.
I lok greinarinnar fer hann
hins vegar að fjalla um málefni
Borgarbyggðar og sveitarstjórnar
en þar fatast honum hrapallega
flugið og reyndar finnst mér
hann brotlenda sem þriðji maður
á L-lista þegar hann í upphafi
þeirrar umfjöllunar ræðir um
kynningu á sveitarfélaginu.
Það er einnig staðhæft að í
sveitarfélaginu hafi ríkt stöðnun
og deyfð. Mér er reyndar kunn-
ugt um að Guðbrandur hefur
komið í Borgarnes stöku sinnum
á síðastliðnum fjórum árum og
þykist því vita að hann viti betur
því ný uppbygging, sem ég hef að
nokkru getið um hér að framan,
blasir við nánast hvert sem litið
er.
I lokaorðum greinarinnar kór-
ónar hann verkið þegar hann
grípur til þess þar sem fjallað er
um áherslur L-Iistans að bera
fyrir sig gamlar, innantómar og
úr sér gengnar ldisjur sem ein-
ungis þreyttir og úrræðalausir
menn grípa til. Ef þetta er sýnis-
horn af því sem L-listinn býður
upp á þá er ekki annað að sjá en
að þar fari úrvinda fólk sem ekki
hefur kynnt sér stöðu sveitarfé-
lagsins og hefur því að sjálfsögðu
ekki mótaða stefnu um hvernig á
málum eigi að halda. Þessu fólki
á að gefa frí, langt frí.
Það er hverju samfélagi nauð-
synlegt að til stjórnunar veljist
hæft fólk með fjölbreytta starfs-
reynslu og þekkingu. Það er rétt
að vekja athygli á því að fræðslu-
mál eru lang viðamesta mála-
flokkur sveitarfélagsins sem
kemur til með að taka til sín um
helming allra útgjalda sveitarfé-
lagsins á næstu árum. Það er því
nauðsynlegt að í sveitarstjórn
veljist fólk sem hefur þekkingu á
þessum málaflokki.
B-Iistann skipar fólk sem kem-
ur frá fjölmörgum greinum at-
vinnulífsins, fólk sem kemur nýtt
til starfa að sveitarstjórnarmál-
um og einnig fólk sem býr yfir
reynslu og þekkingu á málefnum
sveitarfélagsins. Valið við næstu
kosningar er því auðvelt, B-list-
inn mun áfram vinna að þeirri
uppbyggingu og sókn sem nú er
haíin, sveitarfélginu og öllum
íbúum þess til farsældar.
Guömundur Guðmarsson
1. maður á B-lista í Borgar-
/l/önyal&i
íDALABÚÐ
Laugardagskvöldið 9. maí 1998
Félag harmoníkuunnenda í Reykjavík og Harmoníkufélagið
Nikkólína.
Klukkan 21:00: Tónleikar F.H.U.R., einleikur, tvíleikur, fimm-
leikur og hfjómsveit.
Klukkan 22:00: Dansleikur. Hljómsveitir undir stjóm Þorvafd-
ar Bjömssonar, Guðmundar Samúelssonar og Grettis Bjöms-
sonar auk Nikkólínu og hljómsveitar F.H.U.R. sjá um að halda
gólfinu heitu.
Þetta verður ósvikið gömludansakvöld, sem enginn má missa af
Vorið er komið og grundimar gróa og Dalimir dansa!
F.H.U.R. og Nikkólína (tvær góðar saman)
Starfsfólk óskast!
Borgarnes Kjötvörur ehf. Borgarnesi, óska eftir starfsfólki
til almennra kjötvinnslustarfa. Einnig óskast til starfa fólk
vant úrbeiningu. Uppl. í síma 437 1200.
Vorferð
Hin árlega vorferð þátttakenda í Opnu húsi að Höfða verð-
ur farin fimmtudaginn 14. maí n.k.
Lagt verður af stað kl 14.30 stundvíslega frá Olísnesti við
Esjubraut.
Ekið verður sem leið liggur í Kringluna, snæddur þar
kvöldverður og síðan farið í leikhús.
Kostnaður á einstakling er 1.490,- kr. fyrir kvöldverð auk
drykkjarfanga.
Þátttökutilkynningar berist fyrir 12. maí n.k. á bæjarskrif-
stofuna í síma 431 1211.
Félagsmálaráð.
Auglysing um starfsstynk til
listamanna á Akranesi
Hér með er auglýst eftir umsóknum um starfsstyrk bæjarlista-
manns á Akranesi samkvæmt samþykkt bæjarstjórnarinnar frá
24. mars 1998.
Umsóknum skal skilað til bæjarstjórans á Akranesi eigi síðar en
20. maí n.k. og gilda eftirfarandi reglur um veitingu starfsstyrks:
1. gr. Starfsstyrkur bæjarlistamanns Akraness skal miðaður við
249. launaflokk kjarasamnings Akraneskaupstaðar og STAK,
efsta þrep.
2. gr. Sækja skal um styrkinn til bæjarstjórnar Akraness. Að jafn-
aði koma þeir einir til greina, sem bæjarlistamenn, sem búsettir
eru á Akranesi.
3. gr. Starfsstyrkur skal að jafnaði vera miðaður við 6 mánaða
laun samkvæmt 1. gr. og er heimilt að skipta fjárhæðinni, þó ekki
á milli fleiri en þriggja einstaklinga.
4. gr. Bæjarlistamaður skal í umsókn sinni til bæjarstjórnar gera
grein fyrir því, sem hann hyggst vinna að. Hann skal einnig gera
grein fyrir því hvenær hann ætli að vinna að verkum sínum.
5. gr. Bæjarlistamaður skal að loknu starfstímabili gera bæjar-
stjórn grein fyrir starfi sínu.
6. gr. Bæjarstjórn auglysir í aprílmánuði eftir umsóknum um
styrki, með umsóknarfresti til 20. maí. Menningarmála- og safna-
nefnd veitir bæjarstjórn umsögn um framkomnar umsóknir, sem
bæjarstjórn velur úr og veitir þann 17. júní.
Akranesi 2. apríl 1998.
Bæjarritari
Aðalfundur
Aðalfundur Verkalýðsfélags Borgarness verður haldinn
mánudaginn 11. maí 1998 kl. 20:30 í Félagsbæ
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum
2. Önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega.
Ársreikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins til skoð-
unar fyrir félagsmenn.
Kaffiveitingar.
Stjórnin
Wrangler
tilboð!
■ og
herra-
gallabuxur
3.990,-