Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.1998, Page 10

Skessuhorn - 07.05.1998, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1998 aáC»Íitl@k í lok tónleikanna fluttu kórarnir saman nokkur lög. Karlakórar troba upp NÚ MÁ HEYRA að ýmsir vor- boðar eru komnir á svæðið. Lóan, spóinn, hrossagaukur og aðrir sumarsetufuglar eru komn- ir til landsins og kveða nú upp raust sína og þenja stél, hver sem betur getur. En það eru fleiri söngfuglar en fuglar. Kórar Ijúka vetrarstarfi sínu gjarnan á þessum tíma með vortónleikum og uppskeruhátíð- um af ýmsu tagi. Ein slík hátíð var í Logalandi í Reykholtsdal s.l. Iaugardagskvöld. Þar sungu karlakór Keflavíkur og karlakór- inn Söngbræður fyrir fullu húsi. Efnisskrá tónleikanna var fjöl- breytt. Fyrst sungu Keflvíkingar undir stjórn Vilbergs Viggósson- ar við undirleik Ágota Joó á pí- anó, Ásgeirs Gunnarssonar á harmonikku og Þórólfs Inga Þórssonar á bassa. Eftir hlé var röðin komin að Borgfirðingum. Karlakórnum Söngbræðrum stjórnar Jerzy Tosik - Warszawiak og undirleik- ari var Zsusanna Budai. Söngur beggja kóranna var góður og skemmtunin í alla staði hin besta. Kórarnir eiga það sameiginlegt að vera vel agaðir og þjálfun er góð. Söngbræður hafa tekið miklum framförum undanfarin ár og haft var á orði eftir tónleikana að kórfélagar hafi verið að skila því besta fram að þessu og getur blaðamaður tekið undir það. Söngurinn var kraftmikill og raddir samsvöruðu sér prýðilega. Auk hefðbundins kórsöngs fluttu félagarnir Gunn- ar Orn Guðmundsson og Snorri Hjálmarsson tvísöng við góðar undirtektir. Auk þess flutti tvö- faldur kvartett eitt lag og Snorri Hjálmarsson söng einsöng í lag- inu Hraustir menn; sannarlega hraustlega flutt. Kórfélagar í Söngbræðrum koma úr 8 sveitarfélögum í hér- aðinu og æft hefur verið á Varmalandi í vetur. Söngbræðrum og Karlakór Keflavíkur skulu færðar bestu þakkir fyrir ágæta skemmtun. Hús eða íbúð í Borgarnesi óskast nú þegar til leigu eða kaups. Upplýsingar: BAKARÍ í símum 437-1200, 437-1604 eða 437-2315 frá morgni til kvölds. MELKA- HERRAFATNAÐUR Jakki 13.900,- Skyrta 4.990,- Buxur 6.980,- Það auðveldar valið þegar verð og gæði fara saman. •VERZLUNIN STILLHOLTI AKRANESI Leiklistarhátíb í Stykkishólmi Bandalag íslenskra Ieikfélaga hélt ársþing sitt í Hótel Stykkishólmi dagana 30. apríl til 3. maí s.I. Þing- ið sátu tæplega 90 áhugaleikarar frá 32 leikfélögum víðs vegar af land- inu. Helsta verkefni þingsins, auk aðalfundar, var málþing þar sem rætt var um framtíð áhugaleikhúss- ins og leiklistar yfirleitt. Málþingið bar yfirskriftina „Hvar stöndum við árið 2000?“. I umræðum kom m.a. fram að þörfin fyrir Iifandi Ieikhús er ótvírætt til staðar og að leikhúsið hefur staðið af sér marga storma. Hins vegar hafa menn nokkrar áhyggjur af peningahliðinni, því sí- fellt verður erfiðara að fjármagna leiksýningar. I tengslum við þingið var haldin einþáttungahátíð þar sem sýndir voru níu einþáttungar frá sex Ieikfé- Iögum. Fóru Ieiksýningar fram í Fé- Iagsheimili Stykkishólms og um borð í Eyjaferðaskipinu Brimrúnu á siglingu um Breiðafjörð. Leikfélagið Grímnir í Stykkis- hólmi var gestgjafi þingsins og lögðu félagar þess mikið á sig til að vel færi um gesti bæði við gamanið og alvör- una. Innan vébanda BÍL eru 71 leikfé- Iög og á síðasta ári settu 38 þeirra upp leiksýningar, alls 52 leikverk. Formaður BIL er Einar Rafn Har- aldsson á Egilsstöðum. Erna Björg Cumundsdóttir frá Grímni í áhrifaríkri innkomu á leiksvi&iö um bor& í Brimrúnu. Frá þinghaldinu í Stykkishóimi. MEÐ SÖLUSÝNINGU í HÓTEL HÖFN, ÓLAFSVÍK laugard. 9. og sunnud. 11 maí kl. 11-18 MODEL 1517 3+1 +1 verb kr. 159.800,- stgr. Mjög sterkt polyester áklæbi. Margir litir 2+H+2 kr. 149.00.-, stgr. BORÐSTOFUHUSGÖGN í kirksuberjavibi Borb + 6 stólar kr.JiiirQWr' HILLUSAMSTÆÐA kr. 74.700 kirsuberjavibur Óendalegir uppröbunarmöguleikar COLOR IT - SKRIFBORÐSSAMSTÆÐA auk vandabs skrifborbsstóls í kirsuberi eba beyki Verbtilbob kr. 39.800 stgr. TILBOÐ kr. 58.800.-, stgr. lebursofasett 3+2+1 kr. kr. 198.000 2+horn+2 kr. 169.000 SKRIFBORÐ FYRIR FERMINGUNA Ath! flutningur er ókeypis til Ólafsvíkur ^PHÚSGÖGN ^!IU SÍIVIIÁ SÝNINGU 852 5555 Bæjarhrauni 12, Hafnarfirði • sími 565 1234

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.