Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.1998, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 07.05.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1998 Bílprófsstyrkir í Borgarnes BÚNAÐARBANKIÍSLANDS og bif- reiðaumboðið Hekla standa saman að því að veita bflprófsstyrki til 40 félaga í Námsmanna- og Vaxtalínu Búnaðar- bankans ár hvert. Styrkjunum er skipt niður á 10 ungmenni ársfjórðungslega. Þeir eru að upphæð 10.000 krónur auk innborgunar á notaðan bíl frá Bflaþingi Heklu að upphæð 75.000 krónur. Styrkimir eru veittir fjórum sinnum á ári. Allar umsóknir sem berast á árinu eru settar í pott sem dregið er úr í árs- lok. Heppinn ökumaður verður dreg- inn út og ef hann hefur ekið tjónalaust mun hann hljóta viðurkenningu. Dregið var nú í apríl í þessum leik Búnaðarbankans og Heklu og vildi þá svo til að 2 vinningar komu í Borgar- nes. Handhafar þeirra voru þær Hrafn- hildur Hrafnsdóttir og Ester Magnús- dóttir. Verður það að teljast hátt hlut- fall hjá Borgnesingum að fá 20% vinn- inga á landsvísu og er þetta þó ekki í fyrsta sinn sem vinningur kemur í Borgames í þessum leik. Kristján Björn Snorrason útibússtjóri Búnabarbankans í Borgarnesi og Björn Björnsson umbobsmabur Heklu í Borgarnesi afhenda þeim Hrafn- hildi Hrafnsdóttur og Ester Magnúsdóttur vinningana. Leikur ab gleri LEIKUR að gleri er nafn á sýningu sem Heiðrún Þorgeirsdóttir glerlista- kona opnar í Listasetrinu að Kirkju- hvoli laugardaginn 9. maí n.k. Heiðrún sem hefur verið búsett s.l. 20 ár í Keflavík og í 10 ár þar á und- an á Selfossi, er fædd á Akranesi árið í 1940, dóttir Höllu Ámadóttur frá Asi við Vesturgötu á Akranesi og Þorgeirs Ibesen fyrrum skólastjóra í Hafnarfirði. Halla var sem kunnugt er dóttir Ama Böðvarssonar ljós- myndara og sparisjóðstjóra á Akra- nesi og bróðir Höllu var Ólafur Árnason ljósmyndari á Akranesi. Halla og Ólafur em bæði látin og er sýningin tileinkuð minningu þeirra. Við hittum Heiðrúnu í Kirkjuhvoli þar sem hún var að taka verk sín upp- úr kössum. Hún sagðist vera mjög ánægð með að sýna í Kirkjuhvoli. Kirkjuhvoll er fallegt hús og þar er góður andi, auk þess sem hún á góð- ar minningar þaðan, því í einni stof- unni sem nú mun hýsa listmuni hennar gaf sr. lón M. Guðjónsson, hana eiginmann hennar Benedikt Sigurðsson, sem kenndur var við Gneistavelli, í hjónaband árið 1960, en í þá daga var Kirkjuhvoll prestset- ur, sem kunnugt er. Heiðrún byrjaði að mála á postulín árið 1980 og var við nám í Mynd- listaskóla Reykjavíkur 1982-1985 og Heibrún Þorgeirsdóttir glerlistakona laugardaginn 9. maí n.k. nam glerskurð og blýlagningu hjá Listagleri Kópavogs. Árið 1987 sótti hún þrjú námskeið í bræðslutækni hjá lónasi Braga Jónssyni, sótti tvö Tiffany’s námskeið í bræðslutækni og meðferð Buffseys-glers hjá Krissy Ellis. Síðan þá hefur Heiðrún fengist við glerlist. Að þessu sýnir Heiðrún 17 glugga- myndir, 15 skálar, svo og kerta- stjaka, en tölu þeirra hafði hún ekki. Öll verkin sagðist hún hafa unnið á s.l. vetri, en þau em unnin í rúðugler en með ýmsum útfærslum þó. Sum opnar í Listasetrinu ab Kirkjuhvoli Mynd H.Dan em sýmbrennd önnur með kopar, messing, platínu, gulli eða möttu gulli. Þetta er 3 einkasýning Heiðrúnar, en hún hefur tekið þátt í nokkmm samsýningum. Við opnun sýningarinnar mun bróðir Heiðrúna, Ami Ibesen rithöf- undur lesa upp úr eigin verkum. Sýn- ingin stendur til 24. maí n.k. og verð- ur opin daglega frá kl. 15.-18. Ástæða er til að hveta Vestlend- inga til að leggja leið sína í Kirkju- hvol og sjá sýningu Heiðrúnar því sjón er sögu ríkari. Eini prentmiðillinn sem fer á öll heimili og vTyrirtæki á Vesturlandi. Skessulíorn er einfaldlega Jjlf § t' * - í 1

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.