Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.1998, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 07.05.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 7. MAI 1998 ^iiiissunu^ Hagyrbingar hittast ÞAÐ FÓR VEL á því að Borgfirð- ingar, og gestir þeirra, spyrtu saman apríl og maí með því að hittast á ekta íslenskri kvöldvöku. Um var að ræða hagyrðingakvöld í Félagsheimilinu Brautartungu í Lundarreykjadal að kvöldi síð- asta dags apríl. Samkomuhaldar- ar voru félagar í Ungmennafélag- inu Dagrenningu og gestir voru um 200 talsins. Þekktir hagyrðingar í héraði voru fengnir til að fara með vísur undir styrkri stjórn Kristjáns B. Snorrasonar bankastjóra í Borg- arnesi. Hagyrðingarnir voru þau Þórdís Sigurbjörnsdóttir, Helgi Björnsson, Gunnar Thorsteins- son, Vigfús Pétursson og Dag- bjartur Dagbjartsson vísnahirðir Skessuhorns m.m. meiru. Um mitt kvöld voru hagyrðing- ar hvíldir þegar leikdeild Umf. Dagrenningar gerði sér lítið fyrir, í tilefni kvöldsins, og flutti leik- gerð úr Þorpinu eftir Jón úr Vör í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Flutningur Lunddælinga á þessu leikbroti var með sóma og víst er það, að fáir hópar áhugamanna um leik- og félagsstarf geta stát- að af ámóta samstöðu- og sam- takamætti og íbúar þessa um margt sérstaka sveitarfélags geta gert. Auk áðurnefndra dagskrár- liða flutti Guðmundur Þorsteins- son gamla, en þó lítt þekkta, rímu um Lunddælinga eftir Þor- stein Kristleifsson frá Gullbera- stöðum og áður Stóra Kroppi. Agústa Þorvaldsdóttir flutti „öðruvísi" vísur, m.a. eftir Sigga Ha, sem frægur var. Gestum var falin sú þraut að botna fyrriparta sem lagðir voru fram. Það varð mat manna að besta „botninn" hefði Bjarki Már Karlsson odd- vitaefni Borgarfjarðarlistans sýnt. Fékk hann að launum verð- laun í fljótandi formi. Til að gefa lesendum smjörþef- inn af því sem hagyrðingar kvöldsins höfðu fram að færa þetta kvöld, verður hér birtur hluti af kveðskapnum. Kristján Björn hafði á orði að menn væru illa „undirbúnir" og raunar hefði svo verið síðustu áratugina. Við nánari útskýringar kom í ljós að hann átti við föður- landið og klæðaburð neðan mitt- is en ekki hagyrðinga kvöldsins, enda kom í ljós að þeir voru all- vel undirbúnir. Mönnum varð tíðrætt um ónefndan sýslumann sem senda skal á ónefndan stað af ónefnd- um ráðherra. Helgi á Snartastöð- um hafði þetta um málið að segja: Refsimálaráðherrann ráðið fann sem ekki svíkur að senda Skagasýslumann á seglbretti til Hólmavíkur. Þórdís bætti þessu við: Víða fer nú skjálfti um skinn í Skagamannaliði, trega gamla Sýsla sinn sem þá Iét í friði. Þá barst vísa úr sal frá Magn- úsi Jósepssyni í Borgarnesi með skoti á hagyrðinga kvöldsins með skírskotun til Brimar-Hólmavík- urfara: Á því finnst mér aukast líkur, yrkingarnar til þess benda. hagkvæmast til Hólmavíkur hagyrðinga vora senda. Helgi Björnsson svaraði þessu að bragði: Hluti af þeim 200 gestum sem mættir voru í Brautartungu. Fremstur á myndinni er Ásmundur frá Högnastö&um í Þverárhlíb. Ef úr dalnum okkar hér yrði burt að snúa, helst ég gæti hugsað mér á Hólmavík að búa. Gunnar Thorsteinsson svaraði skoti Magnúsar hins vegar svona: Framtíð okkar er víst engu lík þar ætla ég að heyrist vísnakliður. Við getum eflaust hýrst á Hólmavík, en hvar má setja Magga Jóseps niður? Víst er að menn áttu auðvelt með að gera grín að sjálfum sér og ekki síður áttu hagyrðingar auðvelt með að leggja hvor öðr- um orð í munn. Hér fer kynning Dagbjarts á Helga, Vigfúsi, Þór- dísi og sjálfum sér: Helgi sendi nefmæltum sessu- naut sínum þessa: Gunnar Thorsteinsson vildi leggja eftirfarandi til: Hrossapestin herjar, því er miður heyrist víða óánægjukliður. Sé hér einhver virkur vísna- smiður, væri rétt hann kvæði hana nið- ur. Um hvalinn Keikó varð mönn- um tíðrætt og eklci voru þeir á eitt sáttir. Helgi, sem fyrrum Skorrdælingur, hafði það á orði að fyrst hann væri fluttur úr Skorradalnum, hliti að vera pláss fyrir Keikó í dalnum! Kristján Björn benti þó á að það gæti orð- ið talsvert hvalafullt að búa þar, jafnvel hvalræði. I kjölfar þessara vangaveltna barst Skorradalurinn aftur inn í umræðuna: Ljóst er nú með hvalinn Keikó hvað skal gera í Skorradalnum skal hann vera. Við það batnar ástandið hjá Gunnar sá er kveða kann íbúonum Hjónin frá Skarði me& Björn frá Hóli á milli sín. Hagyröingar kvöldsins. Frá vinstri: Dagbjartur, Vigfús, Kristján Björn stjórnandi, Cunnar, Þórdís og Helgi. Helgi á Snarta breiður býr, í bólinu einn í næði, yrkir fyrir aftan kýr öll sín bestu kvæði. Þórdís verður þar til kynnt þessi er býr í Hrísum, hefur öðru sjaldan sinnt en sauðkindum og vísum. Ég og Fúsi, sko ég skil það, skakkir og með gigtina, svo er Helgi hafður til að hækka meðalvigtina. Um að Helga eflaust hæla mætti, kvað Þórdís: Vill að sínum grönnum gá gjarnan um þá sögur bera, Helga eflaust hæla má þó held ég láti það nú vera. kvæðin allavega, neftóbakið notar hann nokkuð stórkostlega. Hrossapestin illræmda barst í tal og hafði Dagbjartur þetta um sóttvarnir sínar að segja: Iðka varnaraðgerð hlýt, ekki mun það saka hendi aðeins andans skít, enda af nógu að taka Helgi sagði þannig frá einum sveitunga sínum sem átti að hafa ætlað að sækja sér hrossapestina til að færa í stóð sitt: Mörg er reisa göfug gerð svo gangi allt í haginn, hrossapestarfýluferð farin var um daginn. í samlyndi að sinna honum. -Helgi Bj. Hvalurinn Keikó svo léttur í lund, Iangar til Islands á góðvina fund. I heillandi sveit fær hann hjart- næma stund með heimilisfesti hjá Davíð á Grund. -Gunnar Thorsteinsson. Fiskinn þann ég mikils met margur þykir verri. Okkur vantar ódýrt ket einkum handa Sverri. -Vigfús P. Fyrst Kanar vildu kvikindið Keikó til sín flytja finnst mér rétt með ferlíkið fái þeir að sitja. -Þórdís S. Skorradalurinn, „jarðafarir“ og fleira átti eftir að koma meira við sögu: Með jarðir ferðast sitt á hvað um sveitina það sjáanlega á líka við um mennina. enda verða allir þar eftir þessar sviptingar, endanlega orðnir niðursetning- ar. Gunnar Th. Ur Skorradal er fátt að fregna og frá sem áður var. Ollu lokað var þar vegna vörutalningar.. Engu fæ ég þar um þokað þeim til hýrnunar, væntanlega verður lokað vegna rýrnunar. Jafnvel iðka jarðir stjá, jafnvæginu snarar, veit ég lokað verður þá vegna jarðarfarar. -Dagbjartur D. Um sameingu sveitarfélaga höfðu vinirnar þetta að segja: Af því ég hef sitthvað séð í sveitum hér í kringum finnst mér rangt að rífast með Reyk- og Skorrdælingum. Um sameiningu segja má sitthvað að hún bæti, Hreppsnefndarmenn hljóta þá að harma töpuð sæti. -Helgi Bj. Byggðin er sameinuð, burtu með krit, best er að sleppa öllu hnjóði, svo Ieggjum við niður vort Ieið- indastrit og lifum á Jöfnunarsjóði. Þórdís S. Haft var á orði að nú væri ekk- ert að gerast lengur sem yrkjandi væri um, hvað guðsmenn og biskupa varðar: Vígðum mönnum dár var dreg- ið að og dónalegar sögur þóttu feng- ur, Um presta setur enginn blek á blað og biskup heyrist ekki nefndur lengur. -Helgi Bj. Ekkert sést nú sexílegt synda á yfirborðið. Kostulega kristilegt er kristnihaldið orðið. -Gunnar Th. Vigfús hafði á orði að sér væri farið að ofbjóða alls tal um óholl- ustu okkar gamla og góða ís- lenska matar: Allsstaðar sjáum við undrandi fólk á þessum dreifbýlisköllum, þeir djöfla í sig kjöti og drekka svo mjólk en drepast þó síðast af öllum. Að lokum þakkaði Dagbjartur fyrir sig: Gestur margur glotta þarf að gríni hagyrðinga, enda er þetta okkar starf að yrkja í Lunddælinga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.