Skessuhorn - 07.05.1998, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1998
19
SaiESSIfHCrkJ'3
Litíb um öxl og skyggnst fram á viö
Að beiðni ritstjóra Skessu-
hornsins set ég hér í greinarkorn
það sem helst hefur verið við að
fást í bæjarstjórn Stykkishólms
þetta kjörtímabil en reyni einnig
að Iíta til framtíðar um það hver
verði helstu viðfangsefni þess
næsta. Upptalning sem þessi
getur þó aldrei verið tæmandi
heldur einungis stiklað á stóru.
Síðastliðin fjögur ár hafa að
mörgu leyti verið viðburðarík á
vettvangi bæjarmála í Stykkis-
hólmi. Hér sem annars staðar yf-
irtók sveitarfélagið allan rekstur
grunnskólans 1. ágúst 1996 og
sennilega hefur ekkert einstakt
mál fengið jafnmikla umljöllun
og þessi yfirfærsla. Þó ekki sé
löng reynsla af þessu verkefni
hjá sveitarfélaginu tel ég að þetta
spor sem stigið var hafi verið rétt
og tekist bærilega til í byrjun.
Framtíðarverkefnin eru hins veg-
ar mörg og vel þarf að hyggja að
innra starfi skólans og samstarfi
milli skólastofnana í bænum,
ekki síst nú þar sem hér er í und-
irbúningi sérdeild við grunnskól-
ann og samstarf um forskóla-
kennslu í tónlist í samstarfi við
Tónlistarskólann.
Sérstaklega hefur verið hugað
að uppbyggingu á tölvukosti
skólans síðastliðin ár og Ijóst að
vel þarf að fylgjast með þróun á
því sviði og gæta þess að lands-
byggðin dragist ekki afturúr hvað
þetta varðar en þessi tæknibylt-
ing boðar ný sóknarfæri fyrir
frekara nám utan höfuðborgar-
svæðisins sem ekki hefur verið
völ á áður.
A næstu árum þarf að huga að
frekari uppbyggingu á húsnæði
skólans með nýrri byggingu við
skólahúsið við Borgarbraut þar
sem betur yrði búið að sérgrein-
um, s.s. myndmennt, hand-
mennt og heimilisfræði auk
bættrar vinnuaðstöðu fyrir kenn-
ara og jafnframt yrði kannað
hvort sameiginlegt húsnæði fyrir
skólabókasafnið og Amtsbóka-
safnið er heppilegur kostur fyrir
söfnin.
I mínum huga er þetta næsta
stórverkefni sem bæjarfélagið
ætti að ráðast í þegar þeim stór-
verkefnum er lokið sem nú eru í
gangi.
Leikskólinn
Á yfirstandandi kjörtímabili
tók Stykkishólmsbær einnig við
rekstri leikskólans nánar tiltekið
l.ágúst 1997. Fram til þess
höfðu St.Franciskussystur rekið
Ieikskólann sem nokkurs konar
verktakar fyrir bæjarfélagið og
voru á síðasta ári liðin Ijörutíu ár
frá því Systurnar hófu með
skipulegum hætti rekstur barna-
heimilis hér. Við yfirtöku bæjar-
ins á rekstri leikskólans voru
gerðar þar ýmsar breytingar og
boðið upp á sveigjanlegan og
lengdan vistunartíma. Þar hefur
verið brydddað upp á ýmsum
nýjungum í takt við breytingar í
þjóðfélaginu. Er það ekki síst því
að þakka að tekist hefur að fá
menntaða leikskólakennara og
þroskaþjálfa til starfa og var það
góður stuðningur við hið ágæta
starfsfólk leikskólans. Einnig
hafa tveir starfsmenn fengið inni
í ljarnámi Fóstruskóla Islands,
en Stykkishólmsbær beitti sér
fyrir kynningu á því námi. Sam-
starf Ieikskóla og grunnskóla
hefur farið vaxandi síðustu árin
og á næsta kjörtímabili mun ein
og sama skólanefndin fjalla um
málefni beggja skólanna sem
auðveldar allt samstarf til muna.
Heitt vatn virkjab
Heitt vatn fannst við Sorun í
næsta nágrenni Stykkishólms og
við það sköpuðust möguleikar á
hitaveitu fyrir bæinn. Síðan þá
hefur verið unnið að gerð hita-
veitu eins og lesendur blaðsins
hafa fengið fregnir af. Um þess-
ar mundir er verið að bjóða út
aðveitu og síðan munu í kjölfar-
ið fylgja aðrir verkþættir. Ef
áætlanir ganga eftir mun heita
vatnið ylja okkur Hólmurum
strax næsta vetur.
Samhliða því að gerð var áætl-
un um hitaveitu var tekin
ákvörðun um að byggja nýja
sundlaug fyrir bæinn sem þegar
er hafin bygging á og verður
væntanlega tilbúin í október n.k.
Byggð verður 25 metra útisund-
laug og búningsaðstaða auk lítill-
ar innisundlaugar sem nýtt verð-
ur sem kennslulaug fyrir grunn-
skólann og þjálfunarlaug fyrir
sjúkrahúsið sem er að festa í
sessi sérmeðferðadeild í bakvill-
um sem skilað hefur eftirtektar-
verðum árangri og er hún sótt af
fólki alls staðar af landinu.
Þessi tvö verkefni, þ.e. bygging
sundlaugar og hitaveitu, eru þau
umfangsmestu sem bæjarfélagið
hefur nokkru sinni ráðist í sam-
tímis.
Með heitu vatni kunna að
skapast möguleikar til nýrrar at-
vinnustarfsemi og hefur bærinn
beitt sér fyrir skoðun á því og
mun það hafa verulega þýðingu
fyrir ferðaþjónusu í bænum ef
eftir ganga áætlanir varðandi
uppbyggingu á Hótel Stykkis-
hólmi sem m.a. eru tilkomnar
vegna möguleika sem heitt vatn
skapar. Þessir möguleikar munu
einnig margfaldast ef grunur um
heilnæmi heita vatnsins fæst
staðfestur fyrir þá sem þjást af
húðsjúkdómum.
Ýmis mál
Af ýmsum öðrum málefnum
sem fengist hefur verið við má
nefna uppbyggingu hafnarinnar
en lokið var við endurbætur tré-
Boltaleikur Framköll-
unarþjónustunnar
Mynd af France 98 var send í pósti til Gu&mundar
Apríl - útdráttur:
Andrés K. Gunnarsson, HýTumel
311 Borgarnesi
Anna Axelsdóttir, Fífusundi 9
530 Hvammstanga
Betty Kristín Fearon, Einigrund
8 300 Akranesi
Birna Guðbjartsdóttir, Fagur-
hólstúni 10 350 Grundarfirði
Bjarni B. Gunnarsson, Hýrumel,
311 Borgarnesi
Bryndís Hrund, Reykholti 320
Reykholti
Dísa Sverrisdóttir, Hellisbraut
8b 380 Króksfjarðarnesi
Eiríkur Pálsson, Hlíðarvegi 23
530 Hvammstanga
Eygló Guðmundsdóttir, Smiðju-
stíg 9 350 Grundarfirði
Guðbjörg Ingólfsdóttir, Böðvars-
götu 6 310 Borgarnesi
Guðjón Kjartansson, Síðumúla-
veggjum 311 Borgarnesi
Guðríður Hlíf, Réttarholti 8 310
Borgarnesi
Halldór Jónasson, Sundabakka
10 340 Stykkishólmi
Hjörtur Magnússon, Melteig 10
300 Akranesi
Ingi Þór, Hrafnakletti 10 310
Borgarnesi
Jóhanna J. Kristjánsd., Laugum
371 Dalabyggð
Laufey Kristmundsdóttir, Sand-
holti 17 355 Ólafsvík
Páll Hjaltalín, Sundabakka 5
340 Stykkishólmi
Rósa Marinósdóttir, Túngötu 12
Hvanneyri, 311 Borgarnesi
Rúnar Viktorsson, Böðvarsgötu
13 310 Borgarnesi.
Verðlaunahafar fá boltana sína
afhenta á næsta móttökustað
Framköllunarþjónustunnar.
Starfsfólk Framköllunarþjónust-
unnar þakkar öllum sem sent
hafa inn miða í boltaleikinn og
minnir í leiðinni á að senda miða
með filmum í framköllun.
Næstu 20 boltar verða dregnir út
í lok maí.
Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjar-
stjóri
bryggju í Stykkinu og athafna-
svæðis þar og við Skipavíkurhöfn
en þar var jafnframt byggð upp-
tökubraut fyrir smábáta og að-
staða þeirra bætt með fjölgun
flotbryggja. Nú er verið að hefja
uppbyggingu svokallaðrar Stein-
bryggju sem er aðal löndunar-
bryggja smærri báta sem verður
byggð upp og breikkuð auk þess
sem útbúið verður athafnasvæði
sem brýn nauðsyn var á vegna
löndunar.
Aðstaða til íþróttaiðkunar utan
húss batnaði verulega á tímbil-
inu þegar lokið var við gerð gras-
vallar, en til framtíðar Iitið þarf
að koma upp æfingasvæði í ná-
grenni hans og núna er í skoðun
möguleiki á áhorfendastæðum
milli vallarins og sundlaugar.
Unnið var að áframhaldandi
uppbyggingu gatnakerfisins,
bæði í njjjum hverfum og í gamla
miðbænum sem tekið hefur
miklum breytingum á síðustu
árum.
Endanlegur frágangur á því
svæði verður eitt af verkefnum
næsta tímabils en þar þarf að
gæta vel að þeim kjarna gamalla
húsa sem þar er og fjölgar ár frá
ári endurgerðum húsum, en frá-
gangur umhverfisins verður að
samrýmast þeim.
I desember á síðastliðnu ári
var Iokið við byggingu sjö íbúða
fyrir aldraða auk aðstöðu fyrir fé-
lagsstarf aldraða en bygging
þessi er viðbygging við Dvalar-
heimilið og eldri áfanga íbúða
aldraðra og gengu þær strax út.
Nú eru fimmtán íbúðir fyrir aldr-
aða í bænum auk Dvalarheimil-
isins.
I undirbúningi er endurbygg-
ing og lagfæring á eldhúsi og
matsal Dvalarheimilisins sem
komið er til ára sinna auk þess
sem fjölgun íbúða kallar á stækk-
un matsalar.
Fyrir frumkvæði fulltrúa
Stykkishólms í Héraðsnefnd
Snæfellinga hefur byggðasafnið í
Norska húsinu, sem er í eigu
Héraðsnefndar, tekið miklum
breytingum og er nú aðdráttarafl
fyrir ferðamenn, með krambúð
og fjölbreyttum sýningum. Bær-
inn hefur styrkt starfið þar sér-
staklega en nauðsynlegt er að
safnið geti dafnað í framtíðinni.
Þessum málaflokki þurfa sveitar-
stjórnarmenn væntanlega að
gefa meiri gaum í framtíðinni en
uppbygging safna, menningar-
miðstöðva og starfsemi sem bæt-
ir við afþreyingarflóruna hjá íbú-
um er nauðsynleg kjölfesta í
hveiju byggðarlagi og vopn í bar-
áttunni gegn byggðaröskun.
Að sjálfsögðu hafa verkefni
Stykkishólmsbæjar verið fleiri en
að framan er getið, en þessi at-
riði komu upp í hugann á björt-
um og fögrum sunnudegi hér við
Breiðafjörð, þar sem útsýn er
hve fegurst á Islandi.
Ólafur Hilmar Sverrisson,
bæjarstjóri
Stykkishólmi.
Orlofshús
Verslunarmannafélags
Akraness
Orlofsnefnd V.A. auglýsir eftir umsóknum um
dvöl í orlofshúsum félagsins í Húsafelli,
Skyggnisskógi og á Akureyri.
Umsóknarfrestur ertil 15. maí n.k. kl. 16:00.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
félagsins og í afgreiðslu verkalýðsfélaganna að
Kirkjubraut 40.
ORLOFSNEFND.
Agætu Akurnesingar!
Laugardaginn 9. maí kl. 16:00 opnar nýtt kaffi- og veit-
ingahús að Kirkjubraut 15. Verið velkomin.
Opið mánud. - fimmtud. 11:00 - 01:00
Föstud. og laugard. 11:00 - 01:00
Sunnud. 13:00 - 01:00
KAFFIHUS MEÐ SAL