Skessuhorn - 07.05.1998, Síða 21
FIMMTUDAGUR 7. MAI 1998
21
^&tssuni/
Agæta starfssystir
í síðasta blaði Skessuhorns rit-
aði vinnufélagi minn hjá Engja-
ási, Kristín Halldórsdóttir, opið
bréf lesendum til íhugunar. Þar
gerði hún að umræðuefni um-
mæli eins af stuðningsmönnum
Borgarbyggðarlistans. Sá átti að
hafa skýrt heimsókn hennar á
fund listans sem njósnaför sem
hún hafi verið send í. Að vonum
þótti henni þetta súrt í broti. Þar
sem mér hefur borist til eyrna að
einhverjir telji að ég hafi átt hlut
að þessu vil ég taka þetta fram:
Borgarbyggðarlistinn er breið-
fylking fólks sem vill leggja sitt af
mörkum til að bæta það sveitar-
félag sem við búum í. Að listan-
um stendur fjöldi fólks en félag-
ar eru vel á annað hundrað.
Ogjörningur er að henda reiður
á hvað félagar í hópi sem þessum
segja í viðræðum manna á meðal
á vinnustöðum. Því rengi ég ekki
Kristmar). Ólafsson
þá fullyrðingu að einhver hafi
látið þessi ummæli sér um munn
fara. Hitt get ég fullyrt að hvorki
ég, aðrir frambjóðendur eða
stjórn Borgarbyggðarlistans eiga
þátt að þessu.
Því býð ég Kristínu og alla aðra
sem áhuga hafa á að koma á
fundi til okkar hjartanlega vel-
komna. Ef fundir okkar eru aug-
lýstir opnir, eru allir velkomnir.
I niðurlagi greinar sinnar talar
Kristín um neikvæðar hliðar
kosninga og umræðna tengdum
þeim. Að flestu leyti get ég tekið
undir orð Kristínar. Eg hef hins
vegar þá trú að þeir sem standa
fyrir framboðslistum láti mál-
efnalega umræðu ráða í flestum
tilfellum. Látum mótframbjóð-
endur okkar njóta sannmælis og
stillum yfirlýsingum í hóf, jafn-
vel þó að við höfum aðrar skoð-
anir á málefnum sveitarfélagsins
en þeir.
Gleðilegt sumar!
Kristmar ]. Ólafsson
4. maður á lista Borgarbyggð-
arlistans
KYRHAUSINN:
Umsjón Glúmur Gellisson
Hinn fullkomni frambjóbandi
Sveitarstjórnarkosningar nálg-
ast óðfluga og því nauðsynlegt
fyrir væntanlega frambjóðendur
að koma sér í viðeigandi stelling-
ar og taka upp atkvæðavæna
hegðun. Undirritaður hefur sér-
hæfða þekkingu á þessu sviði og
hér koma 10 óbrigðul ráð fyrir þá
sem vilja ná kjöri í komandi
kosningum.
Frambjóðandi skal tileinka sér
þétt handtak og gjarnan nota til
þess báðar hendur. Þó skal gæta
þess að handtakið sé ekki það
þétt að það valdi líkamsmeiðing-
um.
Brosið skal vera lágmark 10
cm. í þvermál.
Karlkyns frambjóðandi má
ekki hafa sofið hjá meira en
einni til tveimur konum fram til
þessa. Hafi hann hinsvegar farið
yfir þessi mörk skal hann hafa
gert það svo vel að viðkomandi
hjásvæfur verði ekki óánægðar
með verknaðinn 10 - 15 árum
síðar og hlaupi með allt í blöðin.
Sveitarstjórnarmaðurinn Clint-
on ætti að vera öðrum víti til
varnaðar að þessu leyti.
Engar reglur eru til um fjölda
elskhuga kvenkyns frambjóð-
enda. Því fleiri því betra þar sem
karlmenn senda ekki bakreikn-
inga.
Gott er fyrir frambjóðanda að
vera formaður fjársterkra sam-
taka, s.s. FIB, sem geta séð um
auglýsingamálin.
Frambjóðandi skal vera and-
Iitsfríður.
Sé frambjóðandi ekki andlits-
fríður skal hann vera svo áber-
andi ófríður að kjósendur muni
eftir honum þess vegna.
Frambjóðandi skal sækja alla
þá mannfagnaði og viðburði sem
hann kemst yfir, s.s. íþróttakapp-
Ieiki, tónleika o.fl. jafnvel þótt
hann hafi ekki nokkurn áhuga á
slíku. Eftir kosningar er síðan
hægt að skera niður allar fjár-
veitingar til viðkomandi mála-
flokka.
Frambjóðandi skal vera ætt-
stór.
Ef frambjóðandi nær ekki ár-
angri hjá einum stjórnmálaflokki
má alltaf prófa annan síðar.
Með von um góðan árangur.
Glúmur
VK) erum kátir krakkar
Jón Einarsson í Borgarnesi
hefur nýlega samið og gefið leik-
skólanum Klettaborg í Borgar-
nesi söngtexta við þekkt Iög.
Textarnir höfða greinilega til
staðsetningar skólans og eru lík-
Iegir til að styrkja vitund bam-
anna fyrir heimabæ sínum.
Textana kallar Jón þemalög og
er þemað: „Bærinn minn - Borg-
arnes“.
Við erum kátir krakkar í Kletta-
borg.
Komum nú að ganga um vegi og
torg.
Höldum svo röð og reglu á okkar
Ieið.
Ekki má þar nú verða nein
ringulreið.
Hér eru holt og hæðir og fjara
fín.
Förum við margt að skoða, já
elskan mfn.
Borgarnes á svo margt fyrir böm-
in sín.
Best er þó alltaf úti, er sólin
skín.
Iþróttahús og sundlaug við
þekkjum það.
Þar hjá er garður „Skalla“ á sama
Krakkarnir í Klettaborg.
stað.
Megum við Iíka fara út um víðan
völl,
vera þar frjáls og hlaupa - með
hlátrasköll.
(Lag: Krakkar kátir hoppa...)
aBorgarnes er bærinn minn
og Klettaborg er Ieikskólinn.
Hér er Borgarvogurinn
og sjórinn flæðir út og inn.
U - ú - ú út og inn
Sjórinn flæðir út og inn.
Ú - ú - ú út og inn.
Sjórinn flæðir út og inn
Borgarnes er bærinn minn
og þangað liggur vegurinn.
Bílar keyra út og inn,
á það horfi ég um sinn.
Ú - ú - ú út og inn
á það horfi ég um sinn.
Ú - ú - ú út og inn.
Þarna liggur vogurinn.
(Lag: Eg þekki lítinn lah-
ýU(ranes^ir/ga
Sunnudaginn 10. maí:
Guðsþjónusta kl. 11:00, altarisganga
Aðalsafnaðarfundur á eftir messu. Boðið verður
upp á léttan málsverð.
Velunnarar kirkjunnar eru hvattir til að koma.
Fyrirbænaguðsþjónusta alla fimmtudaga kl.
18:30.
Beðið fyrir sjúkum.
Sóknarprestur.
Bílasalan
TORG
Sími 437 2252
Meindýraeyðir
Útrými hverskyns meindýrum.
M.a. silfurskottum, músum og
rottum
Uppl. í síma 894 4638, heima-
síma 431 2885
og vinnusíma 431 4611.
Ólafur Jónsson.
Láltu þen líða vel
Grennri, styrkari og
stæltari með Herbalife.
Óskaðu upplýsinga.
Halldór Stefánsson
sjálfstæður dreifandi.
Dagsími 553 0502, kvöld- og
helgarsími 587 1471
(ýí&li
'KfantattAMM, ul
Gúfr. ýuieáytui- oy úáifxwxli
‘Eoiymé.iaat 61 - Styuytvitt&U
Súhí 437 1700 - /<« 437 1017
Borgarnes
og nágrenni
Iðnaðarhúsnæði
Til sölu er
iðnaðarhúsnæði
m/ stórum innkeyrsludyr-
um að Borgarbraut 72,
Borgarnesi. Mjög góð
staðsetning.
Verð: Tilboð.
Veitingahús
Einnig til sölu
veitingahúsið BAULAN
(hús og veitingarekstur) í
Stafholtstungum í Borgar-
byggð, við þjóðveg 1.
Upplýsingar um verð og
áhvílandi á skrifstofunni.
Smíðum hurðir og glugga.
TRESMIÐJA
SIGURJONS ehf.
Þjóðbaut 13 - 300 Akranesi
Sími 431 1722 - Fax 431 2722
Önnumst alhliða
byggingarþjónustu.
Byggingafélagið
BORG HF.
Sólbakka 11, 310 Borgames
Sími: 437 1482
——
EGILSGÖTU 11 - BORGARNES
ALLTAF
EITTHVAÐ
NÝTT
UTPRENTARARIURVALI
canoii
HEWLETT®
PACKARD
TOLVUBONDINN
Egilsgötu 11
310 Borgarnesi
Sími 437 2050
^ SJÓNGLERIÐ WS
Skálabraut it - Sfml 4J1 ISIt
NOTALEGT
GISTIHEIMILI
Álfhólsvegi 32,
Símar 554 4160 og 898 4825