Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.1998, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 09.07.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1998 11 ^nuuunui.! Skaqamenn standi saman Mynd: M V Atvinnumenn í heimsókn Ungir knattspymumenn í Borgar- nesi fengu góða heimsókn á dögun- um, tvo íslenska atvinnumenn með stórliðum á Englandi. Þeir Haukur Ingi Guðnason sem er hjá Liverpool og Jóhann B. Guðmundsson frá Watford dvöldu einn dag hjá Skalla- grími og stjómuðu æfingu hjá yngri flokkunum. Ljósmyndari Skessu- homs tók þessa mynd við það tæki- færi af atvinnumönnunum tveimur og væntanlegum atvinnumönnum úr Borgamesi. MV Göngufélag Siguröur Breiöfjörö sýnir Akranesbær hefur tekið þá stefhu að kynna bæiim eins og hann er og sýna hvað hann hefur upp á að bjóða. Skipulagðir em viðburðir sem tengjast bæjarlífinu, íbúum og umhverfinu. Með því er stefht að því að virkja einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök til að nýta opnun Hvalfjarðarganganna bæjarfélaginu til hagsbóta. Gefin hafa verið út skemmtileg póstkort sem ætluð em til þess að Skagamenn bjóði vini sína og kunningja velkomna í bæinn. Þær miklu breytingar sem fyrirsjáan- legar em á aðstöðu Akraness, kalla á samstöðu heimamanna, en í henni felst einmitt styrkleiki bæjar- félagsins. Ymsir viðburðir em nefndir til sögunnar. Helgina 17. til 19. júlí verður til að mynda Íþróttahátíð fjölskyldunnar haldin á Jaðars- bökkum á Akranesi. Þema hátíðar- innar verður "þátttakandi", þar sem lögð verður áhersla á að fjölskyld- an vinni saman og taki þátt í ýms- um óhefðbundnum greinum. Af ýmsu er að taka og saman standa Skagamenn sem fyrr, undir kjör- Eitt af póstkortum Skagamanna, þar sem orðinu Skaginn býður góðan dag- vinir og kunningjar eru boðnir velkomnir á inn. MM Akranes. Stykkistnólmskirhfja. Mósaic-kvartett inn frá Spáni Þriðju tónleikamir í sumartón- leikaröð í Stykkishólmskirkju verða haldnir mánudaginn 13. júlí nk. og hefjast kl. 21.00. ■ Þar kemur fram Mósaic-gítarkvartettinn frá Spáni. Kvartettinn skipa Maria José Boira, Francesc Ballart, Halldór Már Stef- ánsson og David Margadas. Þau hafa getið sér gott orð á Spáni og hafa ný- lega gefið út geisladisk þar í landi. Ferðalangar, nærsveitamenn Verið velkomin! Matvöruverslunin Ásakjör Grundarfirði Veitingahúsiö Knudsen j Stykkishólmi sími 438 1600 Á íöstodagskvöld j spila Butter Cups j Steikur, l'izziir, Fiskréttir og skyndibitar á vitraenu verði Sömu tónleikar verða haldnir í Reykholti um helgina og er sagt frá þeim nánar á síðu 32 í blaðinu í dag. í sumar var stofnað í Snæfellsbæ sérstakt göngufélag sem stendur fyr- ir kvöldgöngum einu sinni í viku. Félagið er öllum opið og eru engin félagsgjöld. Ætlunin er að ganga vikulega í sumar og fram á vetur ef aðstæður leyfa. Enginn ákveðinn leiðsögumaður er í ferðunum en treyst á þá ferðafélaga sem fróðastir eru um hvert svæði til að miðla af þekkingu sinni. Samkvæmt Frétta- bréfi Framfarafélags Snæfellsbæjar er farið af stað á þriðjudagskvöldum kl. 20.00 frá Hótel Höfða í Ólafsvík. G.E. Menningarhús í tengslum við 1000 ára afmæli landafunda Leifs heppna í Ameríku er fyrirhuguð bygging Menningar- húss í Búðardal. f bæklingi sem Ei- ríksstaðanefnd hefur gefið út um málið segir að gert sé ráð fyrir að Menningarhúsið verði byggt við Dalabúð og tengibygging á milli. Menningarhúsið verður annars vegar sýningarhús, byggt upp um Vínlandsferðimar og landafundina o.fl. og hins vegar safnahús fyrir Héraðsbókasafn og skjalasafn. Norska húsið í Stykkishólmi opn- aði í sumar um mánaðamótin maí og júní og fyrsta sýningin var sölusýn- ing á verkum hins merka listamanns Stefáns frá Möðrudal. Sautjánda júní var opnuð sýning um ævi Sigurðar Breiðfjörð rímnaskálds. Einnig er krambúðin opin í Norska húsinu alla daga. Þar gefst fólki kostur á að kaupa muni eftir handverksfólk í Stykkishólmi og víðar. G.E. Qrillskálinn Ólafsvík sími 4361362 ■ ■ OI, Sælgæti, Grillmatur og Pizzur opið 09:00 til 23:30 alla daga nema sunnudaga 10:00 til 23:30 Hamborgaratilboð: Hamborgari Prench Friee Hamborgari franskar og sósa 560,- kr Islandsmót Ath. að Hvalfj erða opnuð 11. júlí. Upplýsingar gefur Ragnheiður Þorgrímsdóttir, sfmar: 431 2547 - 897 9070 Fax: 433 8703 internet: www.aknet.is/dreyri e-mail: dreyri@aknet.is .j

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.