Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.1999, Page 17

Skessuhorn - 29.04.1999, Page 17
uajusunu^ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 17 Skagastúlkur byrja vel Það er óhætt að segja að Skaga- stúlkur byrji knattspyrnusumarið vel undir stjórn hins nýja þjálfara, Leós Jóhannessonar. IA er nú í öðru sæti B riðils í deildarbikar- keppni kvenna með 6 stig eftir tvo leiki. Breiðablik er jaftit að stigum en með aðeins betri markatölu. Skagastúlkurnar sigruðu Grindavík í fyrri leiknum sem fram fór á Asvöllum í Garðabæ, 3 - 2. Mörk IA skoruðu Hrefha Rún Akadóttir, Aslaug Ragna Akadótt- ir og Erna Björg Gylfadóttir. Síðastliðinn laugardag lék IA gegn RKV á Asvöllum. Leiknum lauk með gjörsigri Skagastúlkna, 6 - 0. Mörkin skoruðu Áslaug Ragna Ákadóttir (2), Karen Lind Ólafs- dóttir (2), Elín Anna Steinarsdótt- ir og Kristín Ósk Halldórsdóttir. Síðasti leikur IA í riðlinum er gegn Breiðablik á Ásvöllum í kvöld og þar er um hreinan úrslitaleik að ræða. G.E. Þór sigraði í fimmgangi Fyrir skömmu var haldið hesta- mannamót framhaldsskólanna. Lið Bændaskólans á Hvanneyri hafhaði í sjötta sæti en 13 skólar tóku þátt í mótinu. Bændaskólinn átti einnig framhaldsskólameistar- ann í fimmgangi en það var Þór Jósteinsson á hestinum Seif. G.E. Þór Jósteinsson og Seifur. Myndin er tekin á Ismóti Grana á Vatnshamravatni fyrr í vetur. Mynd: G.E. Verðlaunahafar á Vesturlandsmótinu í tvímenningi. Mynd: K.K Vesturlandsmót í bridds Um helgina var haldið Vestur- landsmót í tvímenningi á Akranesi og sigruðu Þorvaldur Pálmason og Lárus Pétursson með miklum yfir- burðum. Guðlaugur Bessason og Stefán Garðarsson urðu í öðru sæti og Sigurgeir Sigurðsson og Asgeir Ásgeirsson í því þriðja. 16 pör mættu til leiks og voru spiluð 60 spil. Um þessar mundir eru bridds- spilarar að ljúka sinni vetrarvertíð en formleg starfsemi félaganna liggur niðri yfir sumartímann. -KK AÐALFUNDUR Akraneslistans verður haldinn á Barbró mánudaginn 3. mai nk. kl. 20.30 Dagskrá: Skýrsla stjórnar Sýrsla bæjarmálaráðs Ársreikningar Stjórnarkjör og kjör endurskoðenda Önnur mál Frambjóðendur Samfylkingarinnar mæta á fundinn - ______________________Stjornin mmum skessuh@aknet.is & www.vesturland.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.