Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 11
SZESStiHÖSM FIMMTUDAGUR 4. MAI 2000 II Laus pláss á Felli Til Ilægri: Valgeríur Haraldsdóttir vistmaður á Dvalarheimilinu Fellaskjóli þar semfátt er um manninn þessa dagana. Á Dvalarheimilinu Felli í Grundarfirði eru tvö laus pláss síðan í febrúar, ein íbúð og eitt herbergi. Til stendur að breyta í- búðinni og stækka hana. Að sögn Jóhönnu Gústafsdóttur, for- stöðumanns, er ekki óvanalegt að pláss séu laus og eru engir biðlist- ar, öfugt við það sem gengur og gerist víða annarsstaðar. Fólk getur fengið inni á Dvalarheimil- inu við 67 ára aldur. Stundum eru menn þó teknir fyrr inn vegna veikinda. Dvalarheimilið hefur boðið upp á hvíldarinnlögn ef um er að ræða skammtímatilfelli. Fólk sem komið er yfir sjötugt er í miklu betra formi en þekktist fyrir nokkrum árum og margir kæra sig ekki um að leggjast strax inn. Hjón sem hafa náð tilskild- um aldri og hafa fengið inni á Dvalarheimilinu hafa sum ekki staldrað lengi við og flutt sig um set á gamlar slóðir. EE Marteinn að spúla aftara dekkið eftir aðgerð. A skaki á amerísk- um skemmtibáti Hann Marteinn Einarsson var að spúla aftara dekkið á Glitskýi eftir aðgerð þegar blaðamaður Skessu- horns hitti á hann við smábáta- höfnina í Stykkishólmi. Marteinn, sem er fyrrverandi kennari, og ffá Reyðarfirði, tók sig til fyrir nokkrum árum síðan og smíðaði Glitský, samkvæmt amerískri skemmtibátateikningu. Upphaflega stóð til að nota bátinn sem fljót- andi sumarbústað en þeirri áætlun var varpað fyrir róða og bátnum fengið skakhlutverkið efrir leng- ingu aftari skuts og uppsetningu handfæravindu. EE Ertu aö tapa stórfé út um gluggana? Glerið frá íspan getur sparað þér peninga. Fáðu góð ráð hjá okkur. Það kostar ekkert. Smiðjuvegi 7, Kópavogi sími 54 54 300 fax 54 54 301 www.gler.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.