Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 22.06.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. JUNI 2000 iíkÉ3»UHí>EH Ami Gautur Arason búinn að festa sig í sessi hjá norsku meisturunum Rosenborg: Af bekknum á Skaganum í Meistaradeild Evrópu A fomum slódum! Ami Gautur naut góða veðursins á Skaganum í stóustu viku og slakaöi á í grasstöllunum fyrir ofan biattspymuvöllinn. Það er langur vegur frá því að sitja á bekknum og horfa á fé- lagana leika gegn Þór, Akureyri, Stjömunni eða FH til þess að standa sjálfur á milli stanganna og takast á við stórstjörnur Real Madrid, Bayern Munchen, Dinamo Kiev, Feyenoord og Borussia Dortmund í Meistara- deild Evrópu. Ami Gautur Ara- son, markvörður af Skaganum, þekkir þó þessa tilfinningu öll- um mönnum betur. Fyrir nokkmm ámm sat hann löngum á varamannabekknum á Skagan- um en hefur nú fest sig í sessi sem aðalmarkvörður norsku meistaranna, Rosenborg frá Þrándheimi. “Eg hef tekið miklum framför- um á þeim tíma sem ég hef verið hjá Rosenborg. Mér hefur líkað dvölin ytra mjög vel og á hálft ár eftir af samningi mínum við félag- ið. Eg gæti vel hugsað mér að dvelja áfram í Þrándheimi, en auð- vitað veit maður aldrei hvað morg- undagurinn ber í skauti sér,“ segir Árni Gautur í samtali við Skessu- horn. Hann var staddur hér á landi í stuttu leyfi í síðustu viku en hélt aftur utan um helgina. Sýningargluggi Frammistaða Arna Gauts með Rosenborg frá áramótum hefur ekki aðeins fest hann í sessi sem aðalmarkvörð liðsins. Meistara- deild Evrópu er sannkallaður sýn- ingargluggi heimsins og ljóst er að fleiri lið en Rosenborg kunna að hafa áhuga á að nýta sér krafta hans er núverandi samningi hans við norska stórveldið lýkur. Þulir Eurosport-sjónvarpsstöðvarinnar luku ítrekað lofsorði á frammi- stöðu Árna Gauts í lýsingum sín- um í vetur og töluðu um hann sem “besta markvörðinn af yngri kyn- slóðinni í Evrópu”. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum hjá þessum snjalla markverði. Eftir að Kristján Finn- bogason yfirgaf herbúðir Skaga- manna í lok árs 1993 hófst harður slagur á milli Árna Gauts og Þórð- ar Þórðarsonar um markvarðar- stöðuna. Þórður, sem er þremur árum eldri, hafði betur og stóð í marki Skagamanna sumarið 1994. Arni Gautur beið þolinmóður eftir sínu tækifæri og það kom sumarið 1995. En lánið var skammvinnt. Heiftarlegt samstuð við framherja Leifturs varð til þess að Árni Gaut- ur var borinn af velli. Þórður tók við markvarðarstöðunni á ný og hélt henni út sumarið og allt keppnistímabilið 1996, sem varð ein allsherjar sigurganga Skaga- manna. “Eg var ungur og alveg tilbúinn að sætta mig við að vera á bekkn- um, a.m.k. í ákveðinn tíma. En svo kom að því að ég vildi fá fleiri tækifæri til að spreyta mig,” segir Árni. “Eg sá ekki fyrir mér að mik- il breyting yrði á Akranesi. Þórður var að spila vel og því ástæðulaust að breyta aðeins breytinganna vegna.” Hann gekk til liðs við Stjörnuna sumarið 1997 og sýndi þá ítrekað að fáir standa honum á sporði á milli stanganna. Stóra tækifærið Stóra tækifærið kom svo um haustið er hann gekk til liðs við norska stórveldið Rosenborg. En aftur varð Árni Gautur að sætta sig við að sitja á bekknum. I markinu stóð JörnJamtfall ogvarð lítthagg- að enda hélt Rosenborg uppteknum hætti og vann nánast alla sína leiki. Skagamaðurinn fékk fá tækifæri framan af en sterk vopn hans; þrautseigja, yfirvegun og skynsemi, skiluðu honum fram á veginn. Jamtfall missteig sig í markinu og Árni Gautur tók við. Þrátt fyrir að Árni Gautur hafi í vetur verið að eiga við helstu stór- stjörnur Evrópu á knattspyrnuvell- inum fer því fjarri að hann láti upp- hefðina stíga sér til höfuðs. “Auð- vitað var gaman að takast á við þessi stórlið og leika gegn heimsfrægum leikmönnum. Engu að síður er þetta bara fótbolti, rétt eins og heima á Islandi, þótt formerkin séu e.t.v. önnur.” Rosenborg náði frá- bærum árangri í fyrri umferð riðla- keppninnar í Meistaradeildinni, vann sinn riðil örugglega, m.a. eftir 3:0 sigra á Boavista og Borussia Dortmund á útivöllum. Árni Gaut- ur segist ekki neita því að Rosen- borgarmenn hafi varla getað verið óheppnari með niðurröðun í riðla þegar kom að 16-liða úrslitunum; Real Madrid, Bayern Munchen og Dinamo Kiev. Tvö þessara liða fóru svo áfram í undanúrslit keppninnar og Real stóð uppi sem Evrópu- meistari. I hópi stórliða Evrópu Rosenborg hefur unnið meistara- titilinn átta ár í röð og sýnt að það á fyllilega heima á meðal helstu stór- liða álfunnar. Sú staðreynd er enn athyglisverðari en ella fyrir þær sak- ir að flest eru þau margfalt efnaðri en Þrándsheimsfélagið, sem gerir út frá 150.000 manna borg en fær þó sjaldnast undir 13.000 áhorfend- um á leiki sína. Þrátt fyrir að ekki sé langt á milli Islands og Noregs og að Þránd- heimur sé á svipaðri breiddargráðu og Akranes segir Árni Gautur að gríðarlegur aðstöðumunur sé á milli staðanna. Rosenborg á yfir- byggðan æfingavöll, auk þess sem aðalleikvangur félagsins er með blöndu af hefðbundnu grasi og gervigrasi með hitalögnum undir. “Þetta gerir það að verkum að við getum byrjað fyrr á vorin og leikið lengur á vellinum á haustin.” Arni Gautur hafði lokið þremur árum í lögfræðinámi hér heima áður en hann hélt til Noregs. Hann býr einn ytra og hefur haldið nám- inu áfram og stefhir að því að ljúka því innan tveggja ára. “Eg vonast auðvitað til þess að eiga mörg góð ár framundan í boltanum enda taka markverðir oft ekki út fullan þroska fyrr en undir þrítugt og jafhvel enn síðar. Þótt fótboltinn sé krefjandi gefst oft góður tími til náms eða tómstunda. Eg er þannig gerður að ég hefði enga eirð í mér til að sitja aðgerðarlaus tímunum saman. Því er kjörið að nýta tímann til náms. Þótt allt leiki í lyndi í dag er lánið fallvalt í boltanum eins og ég hef fengið að kynnast sjálfur. Þá er gott að geta snúið sér að öðru,” segir Árni Gautur Arason í lokin. Sterkt Rautt Panax Ginseng _ Akraness Apótek _ BORGARNESS ö APÓTEK Stykkishólms apótek Ólafsvíkur apótek

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.