Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2000, Page 9

Skessuhorn - 22.06.2000, Page 9
ad£»unu.. 3 FIMMTUDAGUR 25. JUNI 2000 9 Ingi Steinar Gunnlaugsson tekur jyrstu “skóflustunguna" að nýiri viðbyggingu Brekku- bæjarskóla. Byggtvið Brddóxbæj arskóla Mánudaginn 19. júní var íyrsta skóflustungan að viðbyggingu Brekkubæjarskóla tekin. Skóflustunga er kannski ekki rétta orðið þar sem undirstaðan var mal- bik og handafl dugði því ekki til í þessu tdlfelli. Það var Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri Brekku- bæjarskóla, sem tók að sér að bora gat í malbikið og fórst honum það vel úr hendi. Eftir stækkunina, sem nemur 1400 fermetrum, verður húsnæði skólans samtals 4800 fer- metrar og kennslustofur verða fyrir 24 bekkjardeildir. Aætlað er að framkvæmdum ljúki næsta haust, á 50 ára afmælisári skólans. SÓK Víkingaskipið hlendingur kom til Stykkishólms síðastliðinn sunmuiag eftir 22 tíma siglingufrá Reylfavtk. Frá Stykkishólmi siglirskipið til Búðardals þaðan sem látið verður úr höfh á laugardag og stefnan tekin á Grænland, Margir nýttu sér tækifietið til að skoða víkingaskipið ogbúnaðþess. Mynd: EE -------------|H------------- Einkaherbergi á Hótel Búðum Fasteignafélagið Kaupstaður í eigu Viktors Sveinssonar, hótel- haldara að Búðum, og Ingvars Þórðarsonar, athafnamanns í Reykjavík, hefúr sótt um bygginga- leyfi fyrir nýrri hótelbyggingu að Búðum. Byggt verður í anda eldra hótelsins sem á sér 50 ára litríka sögu og reynt eftir fremsta megni að nýta það sem hægt er af þeim byggingum sem fyrir eru. Athyglisverð nýjung í hótel- rekstrinum er sú að boðin verða til kaups einkaherbergi á hótelinu til afnota fyrir einstaldinga og fjöl- skyldur þeirra. Ahugasamir geta eignast sitt eigið herbergi á hótel- inu ásamt skilgreindri sameign. Hótelið endurleigir svo herbergið en eigandinn mun hafa fastan að- gang að því eina helgi í mánuði yfir sumartímann og ótakmarkaðan yfir vetrartímann. Hægt verður að hafa persónulega muni í herberginu. Fasteignafélagið Kaupstaður hefur þegar fengið leyfi til að rífa viðbyggingu og Sandholtshúsið, en þakinu mun verða lyft og ný hæð steypt ofan á. EE Það varglatt á hjalla þegar hjoltðjan, vmnu- og bæfingarstaður, tók ínotkun nýtt hús- næði undir starfsemi stna í Borgamesi þann lá.júnisl. Fjöliðjan hefur búið við þröngan kost í Borgamesi fram til þessa en hefur núfengið inni í rúmgóðu og vistlegu húsmeði t' gömlu slökkvistöðinni. Þennan dag bættust einnig við ný verkefiii því þá tók Fjóliðjan við mótttöku á einnota umbúðum fyrir Endurvinnsluna hf. Aðalverkefiti vinnustaðarins hefur fram til þessa verið plastpokagerð ásamt smærri verkefiium. í tilefni dagsins var gestum oggangandi boðið að skoða aðstöðuna ogþiggja kaffi og “með’ðí”. A myndinni eru starfsmenn Fjúliðjunnar við nýja vél sem notuð er við flokkun og talningu á einnota umbúðum. Mynd: GE BORGARNES - 24. JÚNÍ 2000 Dagskrá Sumardjamms FM 957 í Sundlaug Borgarness 24. júní 2000 frá kl. 13 - 16 Keppni í hver getur lent verst í sundlauginni og gefið mestu gusuna. Boðsund með tækjum og tólum. Blautbolskeppni. Teygjustökk. Sóldögg órafmagnaðir á bakkanum. Svalasti sumardjammbíll bæjarins valinn. Um kvöldið er ball í flugskýlinu með Sóldögg en þar geta hlustendur styrkt gott málefni með því að kaupa kossa af dagskrárgerðarmönnum FM957 og fá óvæntan glaðning í staðinn. Sóldögg í flugskýlinu 0 SKJÁR EINN ISLANDSBANKI pumn ilK íSH. hausverk auglýsingastofa

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.