Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. JULI 2000 gSSESSHMÍÍBCT ”Þekki varla mun á hænu og hesti“ - Segir Sr. Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur á Akranesi 1. desember 1997 tók séra Eð- varð Ingólfsson við embætti sóknarprests á Akranesi og flutt- ist þangað ásamt eiginkonu sinni, Bryndísi, og þrem bömum þeirra. Þessi geðþekki maður hefur á þeim tíma sem hann hef- ur þjónað Akumesingum unnið sér tryggan sess í hjörtum þeirra. Eðvarð er fimmti sóknarprestur þeirra í 110 ár, svo segja má að Akumesingum haldist vel á sín- um prestum. Skessuhom vildi fá að kynnast nýja prestinum lítil- lega og tók hann því tali fyrir stuttu. Lá á í heiminn Eðvarð fæddist 25. apríl árið 1960 í stofunni hjá afa sínum í Reykjavík og stendur því á fertugu. Móðir hans hafði hugsað sér að hafa það náðugt á fæðingardeild Landspítalans, en honum lá svo á í heiminn að honum héldu engin bönd. Afinn, sem var á leið til vinnu, mátti skutla frá sér kaffibrús- anum og nestisboxinu og grípa hann í fangið. Eðvarð ólst svo upp á Hellissandi og átti þar heima til tví- tugs en þá tók fjölskyldan sig upp og fluttist til Reykjavíkur. Eftir landspróf á Snæfellsnesi lá leiðin í Reykholt þar sem Eðvarð var við nám í tvö ár. Því næst fór hann í Menntaskólann á Egilsstöð- um þar sem hann lauk stúdentsprófi 1981. Dansinn dunar enn Eðvarð er inntur eftir kynnum sínum af ástinni og því hvernig hann kynntist konu sinni. ”Við Bryndís kynntumst eins og svo mörg önnur pör á dansleik í Reykjavík," segir hann. ”Við vorum þar tveir saman, ég og vinur minn, að skemmta okkur. Bryndís vatt sér að mér áður en síðasta lagið var leikið og bauð mér í dans, en ég af- þakkaði það, nennti því ekki! Eg stakk upp á því, svona til þess að hún færi með reisn frá borðinu okk- ar, að hún dansaði við vin minn í staðinn, en þá móðgaði ég hana víst! Það endaði með því að við fór- um saman út á gólfið. Þetta átti bara að vera einn dans en við erum enn að dansa 17 árum síðar. Þau spor sem þá voru stigin voru mikil gæfuspor, a.m.k. fyrir mig! Einu og hálfu ári seinna giftum við okkur. Við vorum ekkert að tvínóna við þetta.“ Þau hjónin eiga nú 3 börn eins og íyrr er getið, þau Elísu 14 ára, Ingólf 10 ára og Sigurjón 4ra ára. “Maður hefur reynt að ala börnin upp í Guðsótta og góðum siðum,“ segir Eðvarð. ”Mér hefur þó mis- tekist a.m.k. eitt veigamikið atriði í uppeldinu, en það er að fá eldri börnin til þess að halda með Leeds í enska fótboltanum líkt og ég hef sjálfur gert ffá því að ég var strákur. Eg verð víst að sætta mig við það. Þau halda með Manchester United. En þegar þessi tvö lið eigast við þá horfi ég á sjónvarpið á efri hæðinni en þau á þeirri neðri. Um það hef- ur verið gert samkomulag svo að ekki sjóði upp úr.“ Köllun til starfa Eðvarð var blaðamaður hjá barnablaðinu Æskunni í 2 ár eftir að hann lauk stúdentsprófi, en varð síðan ritstjóri blaðsins í 5 ár. ”Það hentaði mér vel að starfa hjá Æsk- unni á þessum árum vegna þess að fyrirtækið gaf einnig út bækur mín- ar,“ segir hann. "Þegar ég fékk hug- mynd að nýrri bók þá tók ég mér leyfi ffá blaðinu í 3-4 mánuði og Æskan hélt mér uppi á meðan. Ég fékk allan þann tíma til ritstarfa sem ég þurfti og það var annar maður alltaf tilbúinn til þess að leysa mig af hjá blaðinu." Eðvarð starfaði einnig hjá Ríkisútvarpinu, bæði Rás 1 og Rás 2, við dagskrárgerð í sex ár samhliða blaðamennsku og ritstörf- um. Eðvarð segist hafa fengið köllun til þess að læra guðfræði og verða prestur. ”Ég ákvað fyrst að fara í guðfræði um það leyti sem ég varð stúdent. Ég hef verið trúhneigður allt frá því að hún amma mín kenndi mér fyrst bænir fimm ára. Dvöl í Vatnaskógi, þegar ég var tíu og ellefu ára, hafði líka góð áhrif á mig í þessum efnum. Mér finnst, þegar ég lít aftur, eins og líf mitt allt hafi verið handleiðsla og mér hafi verið ætlað að verða prestur. Það eru forréttindi að fá að vera þjónn Guðs, jafnvel þótt starfið sé þess eðlis að fæstir vildu þurfa að standa í sporum prestsins, t.d. þegar hann flytur fólki svipleg tíðindi. En það er líka margt jákvætt og gefandi sem vegur upp á móti erfiðu stund- unum. Starf prests er í senn mjög fjölbreytt og skapandi og enginn starfsdagur er í raun eins. Við erum alltaf að fást við eitthvað nýtt og kynnumst mörgu góðu fólki.“ Hefur samið 15 bækur Eðvarð hefur skrifað talsvert af bókum, samtals 15 bækur en þrjár af þeim skrifaði hann samhliða guð- fræðináminu. Þetta eru átta ung- lingabækur, sex ævisögur og ein barnabók. ”Ég ætlaði aldrei að skrifa nema eina til tvær unglinga- bækur, en þetta var bara svo gaman og viðtökurnar slíkar að ég hélt því áfram,“ segir hann. En hvar fær Eðvarð hugmyndir að sögum sínum? Eru þær að ein- hverju leyti byggðar á hans eigin reynslu? ”Allar skáldsögur byggja meira og minna á reynslu rithöf- unda,“ svarar hann. ”Það þýðir þó ekki að þeir hafi reynt nákvæmlega sömu atvik og sögupersónur þeirra. En þeir vita hvað það er að vera manneskja. Rithöfundur þekkir, líkt og allar aðrar manneskjur, allt litróf tilfinninganna; gleði og sorg, vonir og vonbrigði. Það nýtist honum í starfi ekki síður en presti. Svo er búin til atburðarás og samtöl í kringum þessa sannanlegu reynslu.“ Bjó á bestu bújörðinni Þau Eðvarð og Bryndís áttu heima í Kópavogi á námsárum hans í guðfræðideildinni. Embættisprófi í guðfræði lauk hann haustið 1995 og nokkrum mánuðum seinna vígð- ist hann til prests og tók við brauði á Skinnastað í Norður-Þingeyjar- sýslu. Þar átti fjölskyldan heima í tæp 2 ár áður en hún fluttist á Akra- nes. ”Ég var sem sé sveitaprestur áður en ég kom hingað, svo skringi- lega sem það annars kann að hljóma, því ég þekki varla mun á hænu og hesti og þaðan af síður muninn á hundasúru og rabarbara,“ segir hann. ”Það var dálítil synd því við bjuggum á bestu bújörðinni í sveitinni. Við vorum reyndar með eina uppstoppaða hænu í eldhús- glugganum og er þá allur búfénað- urinn upptalinn" A Akranesi tók Eðvarð við 5300 sóknarbörnum sem er talið fullmik- ið fyrir einn prest, en hann vissi þó við hverju var að búast því hann hafði verið þar í starfsnámi í nokkr- ar vikur hjá forvera sínum, sr. Bimi Jónssyni, efrir að guðffæðináminu lauk. Sem dæmi um umfang emb- ættisins má nefha að Akranesprest- ur jarðsyngur að jafhaði 40 manns á ári, skírir 100 börn, fermir jafhmik- inn fjölda og gifrir 30 brúðhjón. Ymsu öðm sinnir hann að auki svo sem viðamiklu helgihaldi, húsvitj- unum og viðtalstímum auk þess sem hann skipuleggur og leiðir safnaðarstarfið. Eins og sjá má á þessari upptalningu þá er embætti sóknarprests mjög fjölbreytt og spannar í raun allt litrófið ffá vöggu til grafar. Væntingar í hófi Eðvarð kann mjög vel við sig á Akranesi og sömu sögu er að segja af fjölskyldunni. ”Okkur hefur ver- ið tekið vonum framar og fyrir það erum við þakklát," segir hann. ”Við gerðum okkur ekki miklar vonir og væntingar fyrirfram enda er það góð regla þegar tekið er við nýju starfi og flutt á nýjan stað. Ef mað- ur býst við of miklu, þá er svo stutt í öll vonbrigði. En þegar væntingar eru í lágmarki, þá þarf lítið til þess að gleðja mann og uppörva. Oft mæðir mikið á presti í stóra presta- kalli en þá skiprir miklu máli að eiga góða og skilningsríka fjölskyldu. Konan mín stendur þétt við hlið mér í þessu starfi og börnin leggja sitt af mörkum. Stundum standa mörg spjót á manni í einu og þá er dýrmætt að eiga þau að.“ Eðvarð nefhir í þessu sambandi að sálusorgari, eins og aðrir sem liðsinna fólki í þrengingum og erf- iðleikum, þurfi að vera mjög með- vitaður um takmarkanir sínar, styrkleika sinn og veikleika, kosti og galla. “Mikilvægt er að koma sér upp varnarkerfi í miklu annríki. Ég stunda t.a.m. heilsurækt af ýmsu tagi. Ég fer í skipulagðar göngu- ferðir, hjóla mikið og fer í líkams- rækt og sprikla endrum og eins í fótbolta. Ég huga vel að mataræði og reyni að hafa reglu á svefni. Það er nefhilega ekki nóg að hlúa að andanum; líkaminn er verkfæri sál- arinnar og hann þarf líka að rækja. Síðan þarf maður að gæta þess mjög að taka frá tíma fyrir sjálfan sig og fjölskylduna. Það er enginn vandi að vera við störf frá morgni til næt- ur og finna sér sífellt ný verkefni, en maður verður líka að draga andann á milli. Prestur sem hlúir að sjálfum sér og einkalífi sínu á auðveldara með að gefa af sér. Fyrst verður maður að hlúa að sjálfum sér áður en maður hlúir að öðmm.” BG Suimudagiim 23. júlí verður haldið upp á 1000 ára afrnæli kristnitökuimar með guðsþjónustu við Kristnapoll kl. 14. Samkvæmt munnmælasögum voru Laxdælingar skírðir í Knstnapolli í Laxá í Dölum fyrir 1000 árum. Skírt verður í Guðsþjónustunni. Kristnipollur er staðsettur neðan við veiðihúsið Þrándargil. Verið vélkomin Sóknarprestur Sem dæmi um umfang embœttisins má nefaa að Akranesprestur jarðsyngur aöjafnaði 40 manns á ári, skírir 100 böm, ferrnir jafnmikinn fiölda og giftir S 0 bníðhjón. Ymsu ööru siimir hann aö auki svo sem viðamiklu helgihaldi, húsvitjunum og viötalstímum auk þess sem hann skipuleggur og leiðir sajhaðarstarfið. He'r er Eðvaró við guðsþjónustu við Krosslaug í Lundan'eykjadal síðastliðinn sunnudag. Mynd: MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.