Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 1
I ANDSBRl-1 VESTIJRLAND Verðbréfaviðskipti Lifeyrissparnaður Fjárvarsla Verðbréfaviðskipti á Vefnum Siiilhom 18 ■ 18 ÁkTzmsi Gjörbreyting á starfsemi SSV Skagamenn fresta úrsögn úr samtökunum Fulltrúar Akraneskaupstaðar dl- kynntu í lok aðalfundar SSV að Laugum í Sælingsdal síðastliðinn föstudag að úrsögn sveitarfélags- ins úr samtökunum yrði ffestað. Tilkynningin kom í kjölfar þess að á fúndinum voru samþykktar miklar breytingar á starfsemi sam- takanna. Fundurinn samþykkti með öllum greiddum atk væðum tillögu stjómar SSV þess efnis að dregið yrði úr um- fangi og rekstri samtakanna, meðal annars með því að starf fram- kvæmdastjóra verði lagt niður en for- stöðumanni Atvinnuráðgjafar falið að gegna þeim störfum ásamt starfs- fólki skrifstofúnnar. I tillögunni fólst einnig að stjórn yrði falið að skoða hvort eðlilegt væri að stofna sérstakt fyrirtæki um starfsemi Atvinnuráð- gjafar eða reka þá starfsemi með ein- hverjum öðrum hætti. Einnig að hlutabréf SSV í Speli yrðu seld. Á- kveðið var að ffamlög sveitarfélag- anna til SSV muni lækka á næsta ári og að árið 2002 verði samtökin rekin með ffamlögum úr jöfnunarsjóði og öðrum sértekjum. Á fundinum var einnig samþykkt að stofna Samstarfsvettvang Vestur- lands sem verði opinn fulltrúum sveitarfélaga, ríkisins, stofnana og fé- Iagasamtaka til að fjalla sameiginlega um málefni Vesturlands sem heildar. Á fúndinum kom ffam að almenn- ur vilji er fyrir áframhaldandi sam- starfi sveitarfélaga á Vesturlandi þrátt fyrir breytta kjördæmaskipan. Binda menn miklar vonir við hinn nýja sam- starfsvettvang sem er ædað að opna umræðu um málefni landshlutans og veita honum aukinn slagkraft á opin- berum vettvangi. GE Dregið úr læknis- þjónustu SHA Sameinaðir stöndum vér! Fulltrúum á aðalfundi SSV var boðið í skoðunarferð að Firíksstóðum. Frá vinstri Einar Mathiesen sveitar- stjóri Dalabyggðar.; Guðbrandur Brynjúlfsson bæjaifulltníi í Borgarbyggð og Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi. Mynd: GE Allar líkur em á að læknisþjónusta án innlagnar á Sjúkrahúsi Akraness verði með minnsta móti það sem eftir er árs- ins 2000. Ástæðan er sú að fjáiveitingin sem ætfuð var til svokallaðra ferliverka, sem em verk unnin á stofú hjá læknum og smærri aðgerðir sem þarfnast ekki innlagnar, er uppurin. “Ferliverkakvót- inn er uppurinn og það er þess vegna sem móttökum sjúklinga á göngudeild- ir mun snarfækka. Sjúkrahúsið sem slíkt mun hins vegar vera virkt áffam” segir Ásgeir Ásgeirsson, skrifstofústjóri. “Núna er október að ljúka og ársfjár- veitingin er búin í þessum lið, það er að segja ferliverkum, svoleiðis að við eig- um ekkert efúr fyrir þá tvo mánuði sem efúr em af árinu.” Ásgeir segir að nokk- ur halli sé á öðrum rekstri sjúkrahússins. “Það er um 32 milljóna króna haUi á fýrstu níu mánuðum ársins sem er rúm- lega 5%. Þetta er verri afkoma en und- anfarin ár að undanskyldu síðasta ári sem var einstaklega erfitt í alla staði.” Auk þessa verða ekki ffamkvæmdar fleiri liðskiptiaðgerðir á árinu. “Það var ákveðinn fjöldi slíkra aðgerða á árs- grundvelli líka. Þetta em mjög dýrar aðgerðir og búið var að framkvæma þær 50 aðgerðir, sem reiknað var með í upphafi, í september. Akveðið var að gera 5-6 aðgerðir í viðbót og nú á eftir að gera þrjár þeirra. Það em mjög margir á biðlista fyrir þessar aðgerðir en ekki verður litið á hann fýrr en á næsta ári og hugsanlega verður þá dregið enn ffekar úr þeim.” Ásgeir segir að aðrir kosmaðarsarnir þættir í sjúkrahús- rekstrinum verði einnig takmarkaðir það sem efúr er árs. “Framkvæmda- stjóm sjúkrahússins er eins og er að vinna að spamaðar- og niðurskurðardl- lögum. Það eina sem við getum gert núna er að draga úr þjónustu hússins, fækka aðgerðum, rannsóknum, inn- lögnum og svo ffamvegis.” SOK Hvalfj arðargöng Lokað tvær nætur í röð Hvalfjarðargöng voru lokuð fýrir allri umferð frá klukkan 24:00-6:00 aðfararnótt þriðju- dagsins 31. október og aðfarar- nótt miðvikudagsins 1. nóvem- ber. Ástæðan var vinna við við- hald og endurnýjun búnaðar í göngunum. Komið var fýrir búnaði sem gefur til kynna fjölda bíla í göngunum á hverj- um tíma. Einnig var komið fýr- ir ljósum sem blikka þegar öku- menn fara yfir æskilegan hraða. K.K. Laugin fundin? Lengi hafa verið uppi áform um að grafa upp laug Guðrúnar O- svífursdóttur að Laugum í Sæl- ingsdal þar sem hún baðaði sig með Bolla og Kjartani fýrir margt löngu. Rannsóknir hafa verið gerðar á svæðinu þar sem laugin er talin undir skriðu en enn hefur ekki tekist að finna hana. I síðustu viku rannsökuðu fom- leifaffæðingar svæðið með svokall- aðri jarðsjá og töldu sig hafa fundið út með nokkurri vissu hvar laugin væri falin. Að sögn Einars Mathiesen sveitarstjóra Dalabyggðar er stefnt að því að grafa næsta sumar út ffá niðurstöðum jarðsjármælinganna í þeirri vona að finna þennan sögu- Langstærsti fiskmarkaður landsins Fiskmarkaður Breiðafjarðar og Faxamarkaðurinn hafa verið sam- einaðir. Gengið var frá samningi um sameiningu fýrirtækjanna 14. október s.l. og hafa stjórnir beggja félaganna staðfest þann samning. Síðan á eftir að halda hluthafafundi í báðum félögum til að staðfesta gjörninginn endanlega. Með sameiningu þessara tveggja fisk- markaða verður til langstærsti fisk- markaður á Islandi. Samanlögð markaðshlutdeild hins nýja félags verður um 37% af seldu magni á fiskmörkuðum hér á landi, eða um 37.000 tonn. Áætluð velta félags- ins er um fjórir og hálfur miljarður og nettótekjur eru áætlaðar um 250 miljónir. IH (Sjá nánar á bls 4) ffæga baðstað. Ef það tekst eru líkur á að laugin verði endurbyggð í sem upprunalegastri mynd enda von úl að þetta mannvirki muni laða úl sín ferðamenn. GE Kynningarblað Með blaðinu í dag fýlgir aukablað um margmiðlunarfyrirtækið Is- lenska upplýsingatækni sem meðal annars er útgefandi Skessuhoms.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.