Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 7
»n£9sunu>.. FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 2000 7 Hafa farið illa með peninga sveitarfélaganna Segir Kristján Sveinsson bæjarfulltrúi á Akranesi og fagnar breytingum á SSV “Ég er ánægður með þessar breytingar, enda voru þær löngu tímabærar,” segir Kristján Sveinsson bæjarfulltrúi Akra- neslistans á Akranesi um þá á- kvörðun sem tekin var um breyt- ingar á SSV á aðalfundi samtak- anna um síðustu helgi. Kristján hefur verið í hópi þeirra sem hvað harðast hafa gagnrýnt sam- tökin og talið að skilvirkni þeirra væri ekki í samræmi við útlagðan kostnað. “Þegar ég fór að starfa að sveitar- stjórnarmálum hér á Akranesi kom ég fljótlega með tillögu um endur- skoðun á starfsemi SSV og aðild Skagamanna að þessum samtökum. Mér þykir samtökin hafa farið illa með peningana og það hefur engu mátt breyta í takt við nýja tíma. Það er mín skoðun að sveitarfélögin geti sjálf nýtt betur þá peninga sem farið hafa í þetta apparat. Þessvegna er ég ánægður með að það skuli hafa verið samþykkt að draga úr umfangi og kostnaði. Það var krafa af minni hálfu að sveitarfélögin þyrftu ekki sjálf að leggja pening í reksturinn heldur fengju greitt til baka af þeim fjármunum sem koma úr jöfnunarsjóði. Það næst að vísu ekki í gegn á næsta fjárhagsári en það er stefnt að því eftir ár og ég er sáttur við það. Við erum að ná því fram sem ég hef verið að berjast fyrir og ég held að flestir séu því sammála að það hafi þurft að taka til í þessum rekstri,” segir Kristján. Treysti Gunnari Á tímabili var rætt um að Skaga- menn myndu snúa sér suður á bóg- inn varðandi samstarf við önnur sveitarfélög og Kristján segir það enn koma til greina í ákveðnum málaflokkum. “Það getur átt við í sumum málum að leita samstarfs við sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu en það þarf ekki að koma í veg fyrir áframhaldandi samstarf innan Vesturlands. Það er ástæðu- laust að njörfa hlutina þannig niður að allir þurfi að vera saman í öllu. I sumum tilfellum getur hentað Snæ- fellingum að standa saman að ein- hverjum ákveðnum málum o.s.frv. Það sem skiptir máli er að það sam- starf byggi á því að allir aðilar hafi hag af því,” segir Kristján. Þegar Akurnesingar sögðu sig úr SSV kom meðal annars fram óá- nægja með vinnubrögð við kosn- ingu formanns. Kristján segir að það skipti sig lidu hver er formaður heldur að stefnan sé rétt. Ég treysti Gunnari Sigurðssyni fullkomlega til að framfylgja stefnu meirihlut- ans hér á Akranesi í þessu máli,” segir Kristján að lokum. GE “Eg held aðflestir séu sammála um að það þurfti að taka til í þessutn rekstri, ” segir Kristján Sveinsson hæjarfulhrúi á Akranesi. Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson Nú er komið að því að Ungmennafélagið íslendingur frumsýni sitt 1 3. verkefni í Brún í Bæjarsveit Að þessu sinni er það Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson Frumsýning 3. nóvember 2000 kl: 21:00 2. sýning sunnudaginn 5. nóv. kl: 21:00 3. sýning miðvikudaginn 8. nóv. kl: 21:00 4. sýning föstudaginn 10. nóv. kl: 21:00 5. sýning laudgardaginn 11. nóv. kl: 21:00 6. sýning sunnudaginn 12. nóv. kl: 14:00 Miðapantanir i simum: 437 0147 / 437 0013 / 437 0164 Minnum á heimasíðu okkar. Slóðin er: http://www.andakill.is/saumastofan Akraneskaupstaöur Umræbuvefur á heimasí&u Akraneskaupstabar Vakin er athygli á umræðuvef sem kominn er inn á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum bæjarbúa um það sem betur má fara í bænum og/eða hvaðeina er varðar bæjarmálin. Bæjarbúar sem aðrir, látum tœknina nýtast okkur til góös! Bæjarritarinn á Akranesi Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Brákarbraut 1, Borgarnesi. Nú verslunarhúsnæði, 68 ferm. á 1. hæð. Skiptist í stóran parketlagðan sal, parketlagt herbergi, snyrtingu og eldhús. Hægt að breyta í íbúð. Þijár hliðar hússins hafa verið klæddar með steni. Verð: kr. 3.500.000. Galtanes, Víðidal, V-Húnavatnss. Einbýlishús 119 ferm. á eignarlóð við þjóðveg m. 1. Tilvalið sem sumarbústaður en í húsinu eru 4 svefnherb. Verð: kr. 5.800.000 Á söluskrá eignir í Borgamesi og nágrenni og jarðir í Borgarfirði, Strandasýslu og Vestur- Húnavatnssýslu. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl., Borgarbraut 61 Borgarnesi s. 437 1700, fars. 860 2181 fax 437 1017 Akranesveita Laust starf - hjá Akranesveitu Akranesveita óskar að ráða rafvirkja til starfa við rafmagnsdreifikerfi veitunnar. Askilið er að viðkomandi hafi réttindi til B-löggildingar. Nánari upplýsingar um starfið veita verkstjóri rafveitusviðs og forstöðumaður tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar í síma 431 5200. Umsóknarfrestur er til 9. nóvember n.k. en umsóknir skal senda til Akranesveitu, Dalbraut 8 á Akranesi merktar: "Starfsumsókn - rafveitusvið". Akranesveita

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.