Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2000, Síða 13

Skessuhorn - 02.11.2000, Síða 13
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 13 uhUsunu.. Eymdarástand í Flóanum segir Jón Traustason skipstjóri á Stapavík AK Undanfarin þrjú ár hefúr smám saman dregið úr veiði dragnótar- báta í Faxaflóa og hafa útgerðar- menn og sjómenn sem stunda mið- in miklar áhyggjur af minnkandi veiði. Skarkolakvótinn hefur verið skorinn niður og sandkolaveiðin hefur daprast umtalsvert án þess að einhlýtar skýringar á því hafi komið fram. Faxaflóinn er opnaður fýrir dragnótarveiðum 15. ágúst ár hvert en í haust brá svo við að útgerðar- menn fóru fram á að fresta opnun til 15. september. Þrátt fyrir frest- unina hefur ástandið í Flóanum alls ekki batnað og hafa sumir bátarnir hætt dragnótarveiðum og búið sig til veiða með önnur veiðarfæri. A annan tug báta stunda þessar veiðar en aðeins einn dragnótarbátur er gerður út frá Skaganum, Stapavíkin AK 132. Stapavíkin er hætt drag- nótarveiðum þetta haust og núna í byrjun vikunnar voru skipverjar að búa sig til tilraunaveiða á hörpuskel í Hvalfirðinum. Skipstjóri á Stapa- vík er Jón Traustason og hann gaf sér tíma frá undirbúningi skelveið- anna til að setjast yfir kaffibolla í lúkarnum með blaðamanni Skessu- horns og ræða málin. Frumkvæði að friðunaraðgerðum “Það var gert að okkar frumkvæði að fresta opnuninni um mánuð,” segir Jón. “Við báðum um þetta enda sjáum við manna best hvað á- standið hefur versnað. Allar friðun- araðgerðir í sambandi við drag- nótaveiðina í Flóanum hafa verið að okkar frumkvæði og hefur mark- visst verið dregið úr sókninni. Það er tími á þessu og aðeins veitt á daginn, frá sjö til sjö, veiðbann er á laugardögum og oftar en ekki hefur orðið samkomulag um að róa ekki á föstudögum heldur, sérstaklega framan af hausti,” segir Jón. Skarkolaveiðin er nánast hrunin og segir Jón að ekki hafi verið nægi- lega góð nýliðun í rauðsprettunni. “Fiskifræðingarnir segja okkur að uppistaðan í rauðsprettuveiðinni síðastliðin þrjú ár sé sami árgangur- inn og meðan ekki koma inn nýir og sterkir árgangar þá segir það sig sjálft að þetta klárast. Það er síðan spurning hvað er að gerast með sandkolann, hann er mjög lítið rannsakaður og stutt síðan farið var að skoða hann. En það er áberandi minni veiði síðustu þrjú ár. Þar á undan komu tvö mjög góð ár, þá var mokveiði hér í Flóanum. En þetta er eymdarástand núna í Fló- anum, það er óhætt að segja það,” segir Jón. Engin lausn að loka Flóanum I gegnum tíðina hafa sjómenn á Skaganum verið frekar andsnúnir dragnótarveiðum og sagt veiðar- færið spilla miðunum. Jón telur að ástæður minnkandi afla eigi sér fleiri en eina útskýringu og sam- verkandi þættir séu þarna að verki. “Það má ekki einblína svona á þetta eina veiðarfæri. Menn verða að vera dálítið víðsýnni en það. Faxaflóinn er náttúrlega ekki lok- að hólf og fiskurinn hefur nú einu sinni sporð. Merktur koli er að veiðast austur að Ingólfhöfða og vestur á fjörðum. Kolaveiðin hefur alls staðar verið miklu minni, ekki bara hér heldur alls staðar. Það er talað um að loka Flóan- um en ég held að það sé engin lausn. Aftur á móti mundi ég vilja láta loka vissum stöðum á vorin þegar rauð- sprettan gengur inn á grunnið áður en hún hrygnir. Flóinn er þá lokaður fyrir dragnót þótt megi veiða sprettuna í net. I Breiðafirðinum eru þeir að veiða töluvert magn í net frá því í endaðan mars og fram í maí. Þetta eru vissir staðir sem menn þekkja og mér finnst alveg athugandi að loka þessum stöðum fyrir öllum veiðum á meðan hrygning á sér stað. Veiðarfærið skiptir í sjálfu sér ekki máli, rauðsprettan er jafn dauð hvort sem hún veiðist í dragnót, troll eða net. Og það að vera að drepa hana á þessum tíma finnst mér ekki rétt. Þetta er ekki fiskur á þessum árstíma, hún er grindhoruð Jón Traustasm, skipstjóri á Stapavíkinni. og lágmarksverð fæst fyrir hana. Það er frumskilyrði að leyfa fiskn- um að hrygna. Heitur sjór og suðvestan átt Jón nefnir líka að sjórinn í Faxaflóanum sé heitari en í með- alári og það geti líka haft sín áhrif. “Það er alþekkt að hitinn hefur á- hrif á fiskirí. Það er minna af þorski og frekar dauft í netin sem einnig virðist tengjast ástandi sjávarins. Fyrir austan land er sjórinn kaldari og þar skilst mér að hafi verið þokkaleg kolaveiði. Talandi um ofveiði þá held ég að þetta stýri sér að ein- hverju leyti sjálft. Það eru margir stærri bátar hættir á dragnót og menn stunda ekki það sem gefur ekki af sér. Eitt enn mætti nefna sem gæti líka haft sín áhrif og það er að það hefur ekki gert al- mennilega suðvestan átt hérna síðan ein- hvern tíma í fyrravet- ur. Það hefúr ekki gert neitt brim. Eftir góða suðvestan átt hefur alltaf lifnaði yfir neta- veiðinni og veiðinni í kolanum líka. En eins og ég segi, það er eng- in lausn að loka þessu. Eg get ekki séð það því að það yrði þá að gilda víðar. Eg tel eins og ég sagði skynsamlegt að friða á vissum stöðum á hrygningartím- anum eins og tíðkast með þorskinn. Ég er mjög ósammála þessum röddum hérna sem tala á móti dragnótinni, menn tala um þetta af algjörri vanþekkingu enda sýna rannsóknir og kannanir að þetta veiðarfæri er ekki verra en önnur, nema síður sé,” segir Jón Traustason. K.K. Trésmiðjan Kjölur byggir á Akranesi Parhús við Ásabraut 15 og 17. Hvor íbúð er 132 m2 ásamt 30m2 bílskúr, þrjú svefnh, geymsla innaf bílskúr. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum sem eru steinaðar að utan. Afhendingartími maí-júní 2001. Raðhús við Asabraut 12-18. Hver íbúð er 114 m2 ásamt 31 m2 bílskúr, tvö svefnh, þvottah, og geymsla innaf bílskúr. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum sem eru steinaðar að utan. Afhendingartími apríl - maí 2001. LLlii Ijijisiili 11 ! ||il[;!i|í|ll i11 IfBi 1 ^ í _□ Lffl Söluaðili er: uEgygm . FASTEÍQNAMVbLUN VESTURLANÓS SOFFÍA MAGNÚSDÓTTIR, LÖGG. FASTEIGNA- OG SKIPASALI KIRKJUBRAUT 40. SÍMI 431 4144 & 431 4266 - FAX 431 4244 ■■■

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.