Skessuhorn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skessuhorn - 05.01.2001, Qupperneq 1

Skessuhorn - 05.01.2001, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDi - l.tbl. 4. árg. 5. janúar 2001 Kr. 250 í lausasölu Islensk upplýsingatækni ehf Leiáantli á sviði marg’miðlunar Sími: 430 2200 www.islensk.is Fyrsta bam aldarinnar Fyrsta barn aldarinnar á Islandi fieddist á sjúkrahúsi Akraness að morgni nýárs- dags. Þar var áferðinni pattaralegur drengnr sem vóg 3500 grömm og mældist 52 an. Foreldrar drengsins eru þau Lára Elín Guðbrandsdóttir og Gunnar Bergmann Steingrímsson. Nýr útgefándi Þann 1. janúar síðastliðinn tók nýtt útgáfufélag, Tíðindamenn ehf, við rekstri Skessuhoms og útgáfu og fréttaþjónustu af Is- lenskri Upplýsingatækni ehf. Tíðindamenn ehf era í eigu Gísla Einarssonar og Guðrúnar Pálmadóttur, Sigrúnar Oskar Kristjánsdóttur og Sparisjóðs Mýrasýslu. Vegna aukinna umsvifa Islenskr- ar upplýsingatækni ehf var ákveðið að aðskilja blaðaútgáfu og tölvu- þjónustu með þessum hætti. Þessi umskipti munu þó ekki hafa miklar breytingar í för með sér á útgáfu blaðsins. Bæði íýrirtækin munu á- fram hafa aðsetur á sama stað og samvinnu sín á milli. Fastir starfs- rnenn Tíðindamanna ehf verða sex í rúmlega fimm stöðugildum. Um- sjón með daglegum rekstri verður í höndum Gísla Einarssonar. Magnús Magnússon sem var annar af stofnendum Skessuhorns og hefur unnið að uppbyggingu blaðsins frá upphafi mun hér effir snúa sér alfarið að störfum íyrir Is- lenska upplýsingatækni. Einnig Þór Þorsteinsson og Guðrún Björk Friðriksdóttir sem annast hafa um- brot og auglýsingagerð. Skessu- horn þakkar þeim góð störf í þágu blaðsins. GE Góðglöðum sldp- verja dæmdar bætur Guðmundur Páll maður ársins Skömmu íýrir jól var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands dómur í máli vélstjóra sem stefnt hafði útgerðarfýrirtækinu Soffaní- asi Cecilsson hf. í Grundarfirði. Vélstjórinn hafði verið rekinn úr skipsrúmi vegna þessa að hann mætti ölvaður og auk þess of seint til skips. Héraðsdómur dæmir vél- stjóranum skaðabætur upp á 2,1 miljón króna og auk þess er útgerð- inni gert að greiða vélstjóranum dráttarvexti frá 2. desember 1999 til greiðsludags. Þá er fýrirtækinu gert að greiða kr. 350.000 í máls- kostnað auk virðisaukaskatts. Vél- stjórinn sagði við réttarhöldin að þeir félagarnir þrír hefðu farið á veitingahús. Þar hafi þeir snætt há- degisverð og staldrað við í fjórar til fimm klukkutíma. Stefnandi hafi drukkið bjór með matnum. Alls hafi hann drukkið þrjá til fjóra bjóra á þessu tímabili, eða samtals 1,5 til 2 lítra. Aldrei ágreiningur um ölvun Sigurður Sigurbergsson, fram- kvæmdastjóri Soffaníasar Cecils- son hf. sagði. “Eg sé ekki annað en að fullar sönnur séu færðar á ölvun vélstjórans og það hefúr aldrei verið ágreiningur um að mennirn- ir voru ölvaðir auk þess sem þeir mættu of seint til skips. Þess vegna undrast ég þessa dómsnið- urstöðu og sé ekki annað en fýr- irtækið muni áfrýja málinu til Hæstaréttar.” IH Tveir efstu menn í kjöri manns ársins á Vesturlandi: Eiríkur Jónsson og Guðmundur Páll Olafsson. Mynd: SÓK Síðastliðinn föstudag voru kynnt úrslit í vali Skessuhorns á manni ársins á Vesturlandi árið 2000. Verðlaunaafhendingin fór ffam á kaffihúsinu Narfeyrar- stofu í Stykkishólmi og vora veittar viðurkenningar til þriggja efstu í kjörinu. Að þessu sinni var það Guð- mundur Páll Olafsson náttúru- fræðingur í Stykkishólmi sem hlaut titilinn maður ársins á Vest- urlandi. Guðmundur hefur sem kunnugt er gefið út fjórar bækur í ritröðinni Perlur í náttúru Islands en á þessu ári gaf hann út þá fjórðu sem ber nafnið Hálendið í náttúru Islands. Bækur þessar þykja mikil listaverk og stórvirki í íslenskri bókaútgáfu. Þá er Guðmundur Páll kunnur fýrir störf sín að nátt- úruvernd. I öðru sæti varð Eiríkur Jónsson á Akranesi. Eiríkur sem er við nám í lögfræði við Háskóla Islands tók á síðasta ári við embætti formanns stúdentaráðs Háskólans. Hann hefúr vakið athygli fýrir störf sín á þeim vettvangi sem öflugur málsvari stúdenta. I þriðja sæti varð Friðjón Þórð- arson fyrrverandi ráðherra í Búð- ardal. Friðjón er formaður Eiríks- staðanefndar sem stóð fýrir bygg- ingu tilgátuhússins að Eiríksstöð- um í Haukadal og Leifshátíð þar í sumar. Uppbyggingin á Eiríks- stöðurn hefur vakið verðskuldaða athygli og þykir með mestu stór- virkjum í ferðaþjónustu í seinni tíð. Aðrir sem urðu í tíu efstu sætun- um eru: (í stafrófsröð) Einar Skúlason, forstöðumaður Arnardals á Akranesi fýrir ötult starf að æskulýðsmálum. Einar Traust Sveinsson, Borgar- nesi sem varð í 5. sæti í spjótkasti á Olympíuleikum fatlaðra. Elín Málmfríður Magnúsdóttir, Borgarfirði, fegurðardrottning Is- lands 2000. Karen Líndal Marteinsdóttir, Borgarfirði, sem sigraði í ung- lingaflokki á Landsmóti Hesta- manna. Kristinn Jónasson, Olafsvík, bæjarstjóri Snæfellsbæjar fýrir góðan árangur í stjórnun sveitarfé- lagsins. Ölafur Þórðarson, Akranesi, þjálfari bikarmeistara IA í knatt- spyrnu karla. Sigurbjörg Þrastardóttir, Akra- nesi, ljóðskáld. GE Agœtu viðskiptavinir! Viö þökkum góöar viötökur viö nýrri verslun okkar Megi árið 2001 fœra okkur öllumgœfu oggleði Starfsfólk KB Hyrnutorgi 1

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.