Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.01.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 05.01.2001, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 2001 ^acssunui, 4 Litíð yfir farinn veg Það sem er minnisverðast frá síðasta ári aldarinnar Síðasta ár, sem samkvæmt yfir- lýstri stefnu Skessuhorns var síðasta ár aldarinnar, var sann- arlega viðburðarríkt og sjálfsagt upplifðu þá flestir eitthvað sem þeir munu minnast um langa framtíð. Skessuhorn fékk þrjá valinkunna Vestlendinga til að gera upp árið og rifja upp hvað þeim þótti minnisstæðast síð- ustu tólf mánuðina. Skin og skúr í aldarlok Segir Kristján Sveins- son bæjarfulltrúi á Akranesi “Það sem kemur fyrst í hugann er að sjálfsögðu það sem var erfið- ast og sársaukafyllst á árinu,” seg- ir Kristján Sveinsson umboðsmað- ur Essó og Samvinnuferða á Akra- nesi og bæjarfulltrúi Akraneslist- ans. “Við misstum son okkar, Karl, í vinnuslysi á Grundartanga þann 10. apríl síðastliðinn. Það stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Eg var á meirihlutafundi þeg- ar ég fékk fréttirnar og hitti prest- inn fyrir utan bæjarskrifstofurnar hér á Akranesi. Það er sennilega eftirminnilegasta augnablikið og það breytti miklu fyrir mig og mína fjölskyldu. Sem betur fer er annað sem hægt er að minnast frá síðasta ári mun ánægjulegra. I tengslum við þennan hörmulega atburð þótti mér mjög vænt unt að finna hvað bæjarbúar eru sainhentir þegar eitthvað bjátar á. Við fengum mik- inn og góðan stuðning frá fjölda fólks og fundum fyrir injög sterkri hluttekningu. Þarna fundum við það líka hvað það er mikilvægt fyr- ir svona samfélag að hafa góðan prest eins og séra Eðvarð Ingólfs- son er en hann reyndist okkur mjög vel. Þetta var bjart ljós í myrkrinu á þeim tíma. Þá var ég líka mjög stoltur af því að Sveinn, yngri sonur okkar, skyldi Ijúka samræmdu prófunum með ágæt- um árangri svo skömmu eftir að þessi atburður dundi yfir. Þetta er það sem stendur upp úr hjá mér svona persónulega. Uppgangur Hvað varðar bæjarmálin og mannlífið hér á Akranesi er margs góðs að minnast frá síðasta ári. Eg er mjög ánægður með uppganginn hér á Skaganum og það virðist ætla að ganga eftir að áhrif Hval- íjarðarganganna og frá uppbygg- ingunni á Grundartanga verði sú lyftistöng sem maður vonaðist til. Ibúar Akraness eru nú orðnir fleiri en þeir hafa nokkurntíma verið áður og almennt ríkir mikil bjartsýni á framtíðina. Atvinnuá- standið er gott og margir góðir hlutir að gerast. Eg trúi því að sú ákvörðun að sameina Akranesveitu rekstri bæjarins hafi verið til góðs þrátt fyrir að það hafi verið mjög umdeild ákvörðun. Það er hins- vegar erfitt að gera svo öllum líki og ef maður er að gefa sig í pólitík verður maður að sætta sig við að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Við sjáum fram á mikla hagræð- ingu af þeirri sameiningu og ég er sannfærður um að hún á eftir að skila góðum árangri þegar fram líða stundir. Talandi um samein- ingu þá hefði ég viljað sjá eitthvað gerast í sameiningu sveitarfélag- anna hér sunnan Skarðsheiðar en ég vona að eitthvað gerist í þeim málum á þessu ári. Einu má að sjálfsögðu ekki gleyma en það var bikarúrslitaleik- ur IA og ÍBV. Það var virkilega gaman að vera á Laugardalsvellin- um og sjá strákana vinna bikarinn. Þá var árangur 4. flokks einnig frábær og gefur góð fyrirheit um framtíðina,” segir Kristján Sveins- son að lokum. Árið 2000 var merkilegt ár Segir Kristinn Jónas- son bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar “Árið 2000 var gott og merki- legt ár,” segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ. “í Snæ- fellsbæ var mikið um að vera og miklar framkvæmdir. Mikill upp- gangur var í ferðaþjónustunni, Hótel Höfði og Gistiheimilið á Brekkubæ tóku í notkun nýtt hús- næði. Einnig var tekinn í notkun hestabúgarður í Böðvarsholti í Staðarsveit. Lokið var við vegar- kafla á milli Arnarstapa og Hellna sem er mikil samgöngubót. A liðnu ári voru afhjúpuð tvö lista- verk; Beðið í von á Hellissandi, sem er til minningar um sjó- mannskonur, og einnig var vígt listaverkið “Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku” á Laugarbrekku í góðu veðri og var margt góðra gesta sem heimsótti okkur þann dag. Færeyskir dagar voru haldnir í þriðja sinn í blíðskaparveðri og menn höfðu það á orði að guð hlyti að vera Færeyingur þar sem einmuna veðurblíða hefur verið á þessum hátíðum hingað til. A Færeyskum dögum var undirrit- að vinabæjarsamkomulag við bæ- inn Vestmanna í Færeyjum. A árinu var byggt glæsilegt í- þróttahús sem var tekið í notkun í desember, þetta hús mun gjör- breyta allri aðstöðu til íþóttaiðk- ana í bænum. Anægjulegt var að á liðnu ári fjölgaði ibúum í Snæ- fellsbæ og nokkur íbúðarhús og iðnaðarhúsnæði voru byggð. For- seti íslands hr. Olafur Ragnar Grímsson og Dorrit Musaieff kornu í opinbera heimsókn í Snæ- fellsbæ. Snæfellsbær fékk viður- kenningu frá Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra fyrir góðan ár- angur í vinnu að Staðardagskrá 21. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi gerðu með sér tímamótasam- komulag um samstarf á hinum ýmsu sviðum og sáum við fyrsta afrakstur þess á árinu er við tókum í notkun Skóla- og félagsþjónustu Snæfellsness í Snæfellsbæ og hóf- um vinnu við að setja á stofn fram- haldsskóla sem verður staðsettur í Grundarfirði. Einnig fannst mér takast vel til hjá sveitarfélögum á Vesturlandi að sýna samstöðu og stofna Samstarfsvettvang Vestur- lands undir forystu Gunnars Sig- urðssonar formanns SSV. Sokkið auga Af öðru má nefna Eiríksstaðar- hátíð sem var afar gaman að taka þátt í. Jarðskjálftanir á Suður- landi voru einnig eftirminnilegir, þá sérstaklega hinn seinni því hann fann ég vel heima hjá mér og í raun í fyrsta skipti sem ég finn fyrir jarðskjálfta og varð mér hugsað til þeirra sem voru við upptök hans. Iþróttaafrek þeirra Völu, Arnar og Kristínar Rósar voru einnig minnisstæð. Hörmu- leg slys á liðnu ári fóru ekki fram hjá mér frekar en öðrum og við þurfum öll að líta í eigin barm og skoða hvað við getum gert til að fækka slysum. Af erlendum vett- vangi vakti einna mesta athygli mína framkvæmd kosninganna í Bandaríkjunum og sú ánægjulega staðreynd að þrátt fyrir skelfilegt klúður í talningum og vandræði við að finna út hver væri réttkjör- inn forseti þá skyldu menn berjast í réttarsölum en ekki á götum úti sem hefði nú verið reyndin hjá mörgum öðrum þjóðum og af minna tilefni. Persónulega var þetta gott ár. Fjölskyldan keypti fokheldan sum- arbústað á Arnarstapa í byrjun árs- ins og þar var smíðað í frístundum fram á haust. Það sem mest kom á óvart voru leyndir hæfileikar mín- ir til iðnaðarstarfa. Þó munaði litlu að illa færi einu sinni, því ég datt á andlitið sama dag og ég tók á móti gestum frá Færeyjum sem voru að koma að undirrita vina- bæjarsamkomulag. Eg verð að við- urkenna að það var ekki mjög gaman að vera með sokkið auga allur hruflaður í andlitinu við und- irritun vinabæjarsamkomulags með á fimmta þúsund áhorfend- ur,” segir Kristinn að lokum. Viðburðaríkt ár * segir Björg Agústsdóttir sveitarstjóri í Grundarfirði “Þegar litið er til ársins 2000 er óhætt að segja að það hafi ver- ið viðburðaríkt hjá okkur Grund- firðingum,” segir Björg Agústs- dóttir sveitarstjóri í Grundar- firði. “Framkvæmdir hófust við bygg- ingu slökkvistöðvar, almennings- bókasafns og áhaldahúss í gamla vélsmiðjuhúsnæðinu sem keypt var á árinu, en ofan á það er byggð heil hæð. Gerður var samningur um kaup og byggingu á nýjum slökkvibíl í febrúar en tafir á inn- flutningi bifreiðarinnar leiða því miður til seinkunar á afhendingu fram til vors 2001. Oflug upp- bygging á innra starfi slökkviliðs- ins í árslok er ánægjuleg, ekki síst fyrir þær sakir að þar tóku menn höndum saman og bættu úr því sem betur mátti fara hjá okkur. Nýju iðnaðar- og athafnahverfi var hleypt af stokkunum fyrri hluta ársins og byggingar þutu upp, en alls var þar úthlutað sex lóðum á árinu, auk tveggja lóða undir atvinnu- og þjónustuhús- næði í eldri hverfum. Nýjung í skólamálum með fjar- námi á framhaldsskólastigi var í gangi frá því haustið 1999. Að vori var metinn árangur og af- staða nemenda, foreldra og fleiri aðila og samningur um verkefnið svo endurnýjaður s.l. haust. A- nægjulegt er hve grunnskóli og leikskóli eru vel mannaðir en góðir kennarar bættust í hópinn á árinu. Aukið samstarf Mér er ofarlega í huga aukið samstarf Snæfellinga á árinu, m.a. stofnun Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga þar sem þjónusta er aukin og hún færð nær íbúunum. Öflug samstaða, mikil undirbún- ingsvinna og óskir um framhalds- skóla á Snæfellsnesi ber hátt í mín- um huga. Framhaldsskólamálið er eitt mesta hagsmunamál okkar Snæfellinga og mikilvægt að vel takist til ef jákvætt svar fæst við beiðni okkar. Framkvæmdir hófust við uppbyggingu vegar jtfir Vatna- heiði, („Vatnaleið”) og ekki má gleyma þeim merka áfanga að Kolgrafarfjörður komst á vegaáætl- un með framkvæmdir við þverun fjarðarins á árunum 2002-2004. Akveðin vonbrigði en dýrmæt reynsla var að keyra hafnarfram- kvæmdirnar okkar í gegnum ferli skv. nýjum lögum um mat á um- hverfisáhrifum. Mér fmnst full á- stæða fyrir okkur að íhuga hvernig öll stjórnsýsla varðandi verklegar framkvæmdir, leyfisveitingar og annað þessu tengt, er sífellt að þyngjast og ákvæði laga virðast koma jafnvel stjórnsýslunni sjálfri í opna skjöldu. Þetta á reyndar við um svo margt annað og ekki tími til að staldra við það hér. Anægjuleg var heimsókn forseta íslands, þó ég leyfi mér að hafa þá skoðun að forsetinn mætti staldra lengur við á hverjum stað, auk þess sem athygli þölmiðla á því sem snýr að gestgjöfunum er sérkenni- lega lítil og tilviljanakennd. Eg minnist þess heiðurs sem Grund- firðingum hlotnaðist þegar Skessu- horn og fleiri aðilar veittu okkur verðlaun sem snyrtilegasta sveitar- félagið á Vesturlandi. Arið 2000 var „FrakklandsvinaPár” Grundfirð- inga, merk tengsl við Frakka voru efld og var hápunkturinn þegar tvær franskar gólettur heimsóttu okkur í blíðskaparveðri um miðjan júnímánuð. Hollvinasamtök Grundarfjarðar unnu frábært starf á árinu, m.a. við útgáfu rits í „safhi til sögu Eyrarsveitar” í samstarfi við sögunefnd sveitarfélagsins og er það eitt af fjölmörgum dæmum um afrakstur jákvæðs hugarfars og samstöðu sem skilað hefúr samfé- laginu okkar miklum verðmætum.“ Segir Björg Agústsdóttir l.janúar kl. 06.02 - Svembam. - pyngd: 3500 - Lengd: 52 cm - For- eldrar: Lára Elín GuSbrandsdóttir og Gunnar B. Steingrímsson, Akranesi. Ljósmófiir: Helga R. Höskuldsdóttir. Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuóslár. 2. janúar kl. 03.28 - Meybam. - Þyngd: 3530 - Lengd: 52.5 cm. For- eldrar: Svava Sigríður Ragnarsdóttir og Gunnar Þór Haraldsson, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.