Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.01.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 05.01.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 2001 jiíasiihoijl Garðasel og bókasafiúð fengu viðurkenningar Skömmu fyrir jól veitti bæjarstjórn Akraness tveim- ur stofnunum bæjarins viðurkenningu fyrir góðan rekstur og gott innra starf. Leikskólinn Garðasel var önnur þeirra og afhenti Gísli Gíslason, bæjar- stjóri Ingunni Ríkharðsdóttur, leikskólastjóra Garðasels, viðurkenninguna og 500.000 króna peningagjöf. Rekstur allra þriggja leik- skóla bæjarins gekk vel í ár en að sögn Gísla komst bæjarstjórn að þeirri niðurstöðu að Garðasel hefði staðið feti framar en hinir á þeim vettvangi. Peningarnir verða að öllum líkindum notaðir til tækjakaupa. Gjöfin vakti að vonum ánægju meðal starfsmanna og barna leikskólans sem tóku lagið fyrir bæjar- stjórnarmenn og sagði Ingunn að stefnt yrði að því að gera enn betur á næsta ári. Bæjar- og héraðsbókasafn Akraness hlaut einnig viðurkenningu og 400.000 króna pen- ingagjöf. Að sögn Halldóru Jónsdóttur, bæj- arbókavarðar, kemur gjöfin sér afar vel og verða peningarn- ir einnig notaðir til tækjakaupa þar eins og á Garða- seli. SÓK Frá afhendingu viöurkenninganna. lngunn Ríkharðs- dóttir og Gísli Gísla- son. Jólaball í Borgamesi Laugardaginn 30. des. s.l. stóð Nemendafélag Grunnskóla Borgamess ísamvinnu við Félagsmiðstöðina Oðal fyrir jólaballi jyrir almenning í íþróttamiðstöðinni. Vdrvel tekið íþetta framtak enda Ijóst að þörf erfyrir samkomu sem þessa þar sem fólk geturfarið með b 'ómin og dtt notalega jólastund saman. Jólasvemar komu í heimsókn, Suzuki fiðluhópuiinn skemmti og tók fidlorðna fólkið virkan þdtt í dansinum. Mynd: ij. Grunnskólinn í Grundarfirði Friðarbekkur Nýársdagur er orðin friðardagur víða um heim og það eru 11 ára krakkar út um alla veröld sem standa að þessu merka framtaki. Föstudaginn 8. desember fékk Björg Agústsdóttir sveitarstjóri í Grundarfirði heimsókn frá 6. bekk Grunnskólans. Krakkarnir höfðu sérstakt erindi; þau vildu gerast friðarbekkur. í bréfi sem þau af- hentu sveitarstjóra sögðu þau frá því að 6. bekkur E í Melaskóla í Reykjavík hefði gerst friðarbekkur og fengið borgarstjórann í Reykjavík til að helga 1. janúar ár hvert sem “Dag friðar í Reykja- vík”. Krakkarnir í Melaskólanum höfðu sent út áskorun til kennara víðs vegar um land um að stofna friðarbekk í sínu bæjarfélagi. I bréfinu kom fram að 6. bekkur í Grunnskólanum í Grundarfirði hefði ákveðið að verða friðarbekk- ur og óskaði eftir leyfi og stuðn- ingi til þess. Báðu þau um að 1. janúar yrði gerður að Degi friðar í Grundarfirði og að allir íbúar yrðu hvattir til að minnast hans með einhverjum hætti, t.d. að flagga. Fróm ósk Krakkarnir í friðabekknum í Grundarfirði sögðu sveitarstjóra að ósk þeirra um frið í heiminum væri ekki eingöngu til þess að fólk hætti öllu stríði úti í heimi, heldur þýddi þetta líka að við ættum að reyna að stuðla að friði hér heima hjá okkur sjálfum; að halda friðinn í skólanum, að vera hjálpsöm, að taka tillit til náungans, o.s.frv. Undir bréfið rituðu, með friðar- kveðjum, þau; Sandra Dögg Pálmadóttir, Agnes Yr Krist- björnsdóttir, Sigurborg Knarran Olafsdóttir, Anna María Friðriks- dóttir, Guðjón Orn Guðjónsson, Ragna Sif Newman, Arnar Dóri Asgeirsson, Helga Ingvarsdóttir, Guðmundur Ragnar Rúnarsson, Ida María Ingadóttir, Þórður Björgvinsson, Heiðrún Lilja Þrastardóttir, Dagur Ingi Sigurð- arson, Anna Þorsteinsdóttir, Há- kon Ingi Haraldsson. Yfirlýsing firá sveitarstjóm Á fúndi sveitarstjómar Eyrarsveit- ar þriðjudaginn 19. desember var er- indi 6. bekkjar kyrmt og tók sveitar- stjóm heilshugar undir með 6. bekk og lýsti ánægju sinni með erindið. “I samræmi við þetta lýsa sveit- arstjórn og sveitarstjóri í Gmndar- firði því yfir að 1. janúar 2001 (og 1. janúar ár hvert) skal vera sér- stakur DAGUR FRIÐAR í sveit- arfélaginu, að beiðni 6. bekkjar Grunnskólans í Grundarfirði”. Síðan hvatti sveitarstjórnin íbúa að minnast friðarvilja barna þegar það dregur fána að húni á nýárs- dag. Auk þess voru íbúar hvattir til þess að tendra firðarljós af þessu tilefni. IH Bæjarskrifstofa og Akranesveita hafa fengib ný símanúmer Sameiginlegt númer á skiptiboröi er 433 1000 Upplýsingum um ný símanúmer starfsmanna verður dreift til bæjarbúa og fyrirtækja Bœjarritari ■ Wk j Cátta bcet endast Akranes: Búðardalur: Drangsnes: Grundarfjörður: Hellissandur: Hólmavík: Hvammstangi: Ólafsvík: Reykhólar: Stykkishólmur: Skriðuland: Verslunin Model Dalakjör Kaupf. Steingr.fjarðar Bensínstöðin Hraðbúð Essó Kaupf. Steingr.fjarðar Verslunin Hlín Söluskáli Gunnars Arnhóll Bensínstöðin Jónsbúð FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF. 310 BORGARNESI - S. 437-1055

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.