Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 2
2 FOSTUDAGUR 12. JANUAR 2001 ^otsauni/.^ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2210 Akranesi: Kirkjubraut 3 Fax: (Borgornes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og óbm: Blaðamenn: Auglýsingar: Prófarkalestur: Umbrot: Prentun: Tíðindamenn ehf 430 2210 Gisli Einarsson 892 4098 Sigrún Kristjónsd., Akronesi 862 1310 Ingi Kons Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Ásthildur Magnúsdóttir Þór Þorsteinsson ísafoldarprentsmiðja hf ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2210 Staðið á sama Síðustu dagana hef ég þvælst um Englaland í svartaþoku og lagt bæði líf og limi í hættu í þeim tilgangi að kynna mér líf og störf þarlendra fótboltabullna. Þótt ég hafi einstakt jafnaðar- geði og búi yfir einstakri innri ró, láti ekkert koma mér úr jaín- vægi alla jafna og því síður að neitt komi mér yfirhöfuð á óvart þá kom mér margt á óvart í þessari ferð. Það sem helst vakti undrun mína og vandlætingu voru ótal aðskildir ósiðir innbyggjara þessa einkennilega lands sem tor- velt er að umbera. Það sem fyrst vakti athygli mína er að þeir eru með öllu óhæfir ökumenn. Það heyrir til undantekninga að mæta bifreið sem er á réttum vegarhelmingi og nánast ómögulegt að fá þær færðar yfir á réttan kant. Það kann að vísu að einhverju leyti að skírast af því engilsaxneskir bílabraskarar hafa ætlað sér að spara fé með því að flytja inn til landsins gall- aðar biffeiðar með stýrið öfiigu megin og eru slík vandræða- verkfæri allsráðandi í umferðinni þar. Þá eru Englendingar einnig afskaplega hroðvirknir matreiðslumenn. Gengur van- hæfni þeirra jafnvel svo langt að réttara er að tala um list þegar þeir taka til við að eyðileggja ágætis hráefni. Innfæddir nærast að mestu á gömlum þorski í brauðraspi og svokölluðum Krás- feldsborgurum. Þá úða þeir í sig ógrynni af sultutaui og sötra te ofan í allt saman. Það ætti þó ekki að undra neinn að bretar hafi farið í taugarnar á norrænum víkingum hér í eina tíð sem höfðu það fyrir kæk að ráðast á þá frekar en gera ekki neitt. Einnig er það afskaplega pirrandi að hlusta á Bretana tala en það gera þeir með afskaplega breskum hreim. Þá eru velflestar mælieiningar þeirra á skjön við allt sem eðlilegt má teljas að undanteknum ölpottinum (pint of bear) sem er afskaplega geðþekk stærð og þægileg neyslueining. Ymislegt fleira mætti finna þegnum Elísabetar til foráttu en eitt mega þeir þó eiga; þeim stendur ekki á sama. Islendingum stendur hinsvegar alveg á sama um allt og alla. Þeir sætta sig við að greiða okurverð fyrir ölpottinn. Þeir láta sér í léttu rúmi liggja þótt veðrið sé vont, kennarar í verkfalli og jafhvel broshýrustu menn þjáist af krónískri geðvonsku eftir áramótaskaup sjónvarpsins. Og þeir eru ekki að ergja sig á því þótt KR-ingar verði íslandsmeistarar í knattspyrnu tvö ár í röð. Ef þeirra lið á í basli í boltanum þá hrista þeir einfaldlega hausinn og mæta ekki á völlinn. Engilsaxneskum er hinsvegar ekki sama. Þeir mæta á völlinn hvemig sem viðrar og hvernig sem gengur. Jafhvel þó ekki væri nema til þess að verða æfir yfir ófömnum. Og þeir em tilbúnir að ræða málin yfir ölpotti allan sólar- hringinn ef á þarf að halda. Einmitt vegna þess að þeim stend- ur ekki á sama. Trúlega væri íslenskt þjóðfélag öllu heil- brigðara á margan hátt ef öllum stæði ekki á sama. En hverjum stendur ekki á sama um það. Sir Gísli Einarsson standandi á sama. Olís kaupir í Skaganum hf Olíuverzlun íslands hf. hefur keypt hlutafé í Skaganum hf á Akranesi. Kaupverðið er greitt með því að Ishreinn ehf. sem er þróun- ar- og framleiðslufyrirtæki í eigu Olís gengur inn í Skagann og sam- einast þessi tvö félög. Auk þess leggur Olís fram viðbótarhlutafé til Skagans hf. Ishreinn ehf framleiðir þvottakerfi fyrir fiskiskip, fiskiðnað og önnur matvælafyrirtæki ásamt því að unnið hefur verið að þróun karaþvottavélar hjá fyrirtækinu.. Skaginn hefur sérhæftsig í þjónustu við sjávarútveginn og eru helstu framleiðsluvörurnar vinnslu- og pökkunarkerfi fyrir fiskiðnað og fiskiskip, snyrtilínur, færibönd, brettastöflunarkerfi og lausfrystar svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Ingólfs Arnasonar hjá Þrátt fyrir langvarandi þurka og frost er ástand vatnsmála allgott á Snæfellsnesi. Vamsveitan í Stykkis- hólmi hefur nægt vam að sögn Högna Bæringssonar hjá Stykkis- hólmsbæ. Nýja dælustöðin sem gangsett var fyrir um mánuði hefur leyst þann vanda sem var og veitan nýtir aðeins lítið brot af því vatns- magni sem kemur undan Svelgsár- hrauninu. I Grundarfirði er nú far- ið að bera á skorti á vatni en megn- ið af neysluvatni Grundfirðinga er fegið úr brunni sem grafinn var fyr- ir nokkrum árum. Lítið vatn fæst nú úr brunninum og er búið að gangsetja dælur í borholum á Kverná og er með því vonast til að Skýrsla stýrihóps sein settur var saman vegna nýs skipurits Akranes- kaupstaðar gerir ráð fyrir 34 millj, kr útgjaldalækkun á ári. I stað kostnað- ar sem fellur út vegna breytinganna er gert ráð fyrir útgjöldum sem nemi um 11 milljónum króna. Eins og komið hefur fram lúta breytingamar einkum að málefnum Akranesveitu og bluta bæjarskrifstofu. Þrjú ný svið vom stofnuð innan stjórnkerfisins, tækni- og unthverfissvið, fyrirtækja- svið og stjómsýslusvið. Stjóm veitu- fyrirtækjanna var lögð niður sem og starf veitustjóra og bæjarráði falin yfirstjómin. Ágreiningur Skýrsla stýrihópsins var til um- ræðu á fundi bæjarráðs í liðinni viku og þá lögðu formaður bæjarráðs og forsetd bæjarstjómar fram bókun þar sem ofanskráðar upplýsingar koma fram. í bökuninni segir ennfremur að megininntak breytinganna hafi Skaganum er þetta skref frani á við í þróun og eflingu lyrirtækisins. “Við erum á fullu að byggja upp fyrirtækið og þessi stækkun er um- talsverð og hefur mikla þýðingur fyrir okkur. Við munum halda á- fram að þróa framleiðslu okkar og erum bjartsýnir á framhaldið,” sagði Ingólfur Arnason. í tilkynningu Olís til Verðbréfa- þings segir að hlutur Olíuverzlunar Islands hf verði um það bil 18% í Skaganum að loknum þessum við- skiptum. Ennfremur kemur þar fram að það sé álit stjórnenda Olís að hér sé um að ræða mjög áhuga- verðan kost tengdan stefnuinótun félagsins í þá veru að auka þáttöku félagsins í þjónustu og viðskiptum við sjávarútveginn. það takist að halda nægu vatni fyrir bæinn næstu daga. Hjá Pétri Boga- syni verkstjóra hjá Snæfellsbæ fengust þær fregnir að enn væri nægt vatn í vatnsbólum þar og ekki hafi skort vatn síðan lögn var end- urnýjuð í Olafsvíkurveitunni fyrir nokkrum árum. Pétur taldi þó að ef fiskvinnsla væri í dag eins mikil og þegar mest var, væri ekki víst að vatn væri nægjanlegt. Geirfinnur Þórhallsson verkstjóri í Grundar- firði segir að ekkert megi útaf bregða til þess að skortur verði, því séu dælurnar vaktaðar og Grund- firðingar verði að bíða eftir vætu- tíð. verið að einfalda stjómsýslu bæjar- ins, gera einingar hennar sterkari, skilvirkari og hagkvæmari og uni leið hafi takmarkið verið að bæta þjónustu við íbúana. Ágreiningur er sem fyrr um þessar skipulagsbreyt- ingar og lét Gunnar Sigurðsson, fulltrúi minnihlutans í bæjarráði, bóka á fundinum að hann stórefist um þann fjárhagslega ávinning sem komi fram í skýrslunni og að þjón- usta við bæjarbúa verði jafn góð og áður var ffá bæjarskrifstofu og Akra- nesveitu. Stýrihópinn skipuðu Gísli Gísla- son, bæjarstjóri, Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, Jóhann Þórðarson ffá endurskoðunarskrifstofu Jóns Þórs Hallssonar og Þorvaldur Vestmann, forstöðumaður framkvæmda- og tæknisviðs Akranesveitu. í bókun- inni er ennffemur tekið frain að til- lögur sem vinnuhópurinn gerir um áframhaldandi aðgerðir vera teknar til umfjöllunar á síðari stigum. K.K. Vatnsskorti forðað í hlýn- andi veðri Um síðust helgi vom Skaga- menn hvattir til að fara sparlega með neysluvatnið. Vegna lækk- andi stöðu vatns í efstu stíflu- þrónni í síðustu viku voru menn á Akranesveitu orðnir uggandi um að vatnsskortur gæti orðið á Akranesi. Vatn Skagamanna er yfirborðsvatn sem fæst að mestu leyti úr Berjadalsá úr Akrafjalli og fyrir helgi var ekki útlit fyrir úrkoinu í fljótandi formi. Á mánudag hafði ástandið batnað töluvert og um miðja vikuna byrjaði að rigna sem leysti öll vatnsvandamál á Akranesi að sinni. Sérstakt veðurfar á liðnu hausd og fram vfir áramót hefur leitt til þess að gmnnvatnsstaða á landinu er einnig óvenu lág og óttast menn víða um land vatns- kort þegar kemur fram á vetur- inn. K.K. Endurmat á störfum við Akraneshöfn Starfsmannamál Akraneshafn- ar hafa verið til skoðunar vegnar starfslýsingar starfsmanna og hafa viðræður verið '91 gangi um framkvæmd kjarasamnings starfsmanna hafnarinnar Hafn- arstjórn samþvkkti nýverið að starfslýsingar verði endurunnar og að fram fari endurmat á störf- um við höfnina. K.K. Nýtt starf í Ólafsvík Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að bæta við starfsmanni við útibú Hafrannsóknastofnun- ar í Ólafsvík. Fyrir eru í útibúinu 1,5 stöðugildi. Þessi viðbót er því kærkomin. Jón Sólmundsson er útibústjóri í Ólafsvík og er fiski- fræðingur að mennt. Hann segir að stefrit sé að því að ráða líf- fræðing við útibúið og verði starfið auglýst fljótlega. Auk þeirra tveggja starfsmanna sem við útibúið starfa núna fá þau með sér mann til mælinga þegar safnað er upplýsingum uin stærð fisks ofl. á fiskmörkuðum og hjá fiskverkendum. Jón segir það tímabært og æskilegt að fá líf- fræðing til starfa við útibúið, því verkefni og geta útibúsins vex í réttu hlutfalli við mönnun þess. IH Akranes: Fundarboð á veftium Bæjarstjórn Akraness boðar framvegis fundi sína á vefnum og hefur hætt fiölritun fundargagna. Dagskrá fundarins og öll fundargögn eru aðgengileg á notendavænan hátt. Auk þess má fletta upp á eldri fundargerðum Bæjarstjórnar og allra nefnda hennar og leita í þeim eftir efnisorðum. Kerfið byggir á nýrri veflausn frá Islenskri upplýsingatækni og er Akranesbær fy'rsta sveitar- félagið til að taka hana í notkun. Með þessu tekur Akranesbær forystu í að opna stjórnkerfi sitt fyrir almenningi. Vefslóðin er www.akranes.is K.K. Vatnsmál á Snæfellsnesi IH ^ýtt skipurit Akraneskaupstaðar Árlegur spamað- ur áædaður um 23 milljónir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.