Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 4
4 FOSTUDAGUR 12. JANUAR 2001 ...miini.. Verkfalli ffamhaldskólakennara lokið “Mátti ekki tæpara standa/’segir Þórir Olafsson, skólameistari FVA Á sunnudag lauk verkfalli um þrettán hundruð framhaldsskóla- kennara þegar skrifað var undir kjarasamninga milli Félags fram- haldsskólakennara og Félags stjórn- enda í framhaldsskólum og samn- inganefndar ríkisins í húsnæði ríkis- sáttasemjara. Þetta er lengsta verk- fall sem efht hefur verið til í fram- haldsskólum landsins og stóð í 60 daga. Um nítján þúsund nemendur máttu yfirgefa skólana sína þann tíma. Árið 1995 var verkfall í skól- unum sem stóð í 40 daga og hafði slæm áhrif á námsferil margra nem- enda. Verkfallið árið 1989 stóð í 42 daga og árið 1987 var verkfall í tvær vikur í skólunum. Stórslysi forðað Fundað var með nemendum og kennurum Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi á mánudag, þeim gert grein fyrir stöðu mála og vænt- anlegu ffamhaldi og á þriðjudags- morgun hófst síðan kennslan að nýju. Þórir Olafsson, skólameistari FVA sagði í samtali við Skessuhorn að hann væri vitaskuld ánægður með að niðurstaða skuli vera komin í deilunni. “Þetta var orði ansi þreytandi og langt og stefndi í hreint óefni. Það má segja að stór- slysi hafi þó verið forðað með þess- um samningi því ekki mátti tæpara standa.” Þórir telur reyndar veturinn geta orðið þolanlegan þegar upp verður staðið. “ Það verður auðvitað umtalsverð skerðing á haustönni og þeim markmiðum sem við ætluðum að ná þar, en vorönnin bjargast þokkalega ef við látum mesta skellinn koma niður á haustannarnámsefhinu, för- um þar hraðar yfir og styttum námsmatsþáttinn. Með því getum við klárað þetta á þeim tíma sem við gefum okkur. Á vorönninni höfum við þá tímann frá febrúarbyrjun til loka maí. Við ætluðum að ljúka skóla um miðjan maímánuð, en með því að bæta við tveimur vikum og kenna á virkum dögum í páska- leyfi þurfum við ekki að fækka kennsludögum nema um fimm til átta eftir atvikum. Það verður auð- vitað mikil törn og sprengur en páskarnir koma þarna inní með smáhléi.” Lítið brottfall nemenda Þórir segir stjórnendur skólans hafa óttast mjög umtalsvert brott- fall nemenda að fenginni reynslu fyrri verkfalla. “Já, viið óttuðumst mikið brottfall en svo virðist ekki ætla að vera raunin. Sárafáir nem- endur hafa skráð sig úr skólanum til þessa. Kennslan er í sjálfu sér ný- hafin en ég hef verið að tala við kennara jafnóðum og þeir hafa ver- ið að koma úr kennslustundum og þeim ber saman um að mæting sé mjög góð. Það lítur út fyrir að nem- endur skólans ætli að skila sér mjög vel og mætingin bendir til þess að þeir ætli ótrauðir að halda áfram námi. Kannski er ástandið núna ó- líkt því þegar vorverkföllin voru, þá sögðu nemendur við sjálfa sig: “Allt í lagi, hættur, farinn að vinna, kem í haust!”. Það virðist vera meira að- hald fyrir nemendur að vita að vor- önnin er þó effir og henni verði hægt að ljúka. Eins var það mikið búið af haustönninni að þeir líti svo á að óásættanlegt sé að tapa þeim tíma.” Hópur 28 nemenda úr FVA hélt í útskriftarferð til Mexíkó þrátt fyrir að ekki væri Ijóst hvenær deilan leystist. Af þeim hópi ætluðu 20 nemendur að útskrifast í lok haust- annar. Að sögn Þóris er “Við erum í sambandi við þau, og þau fylgjast með því sem er að ger- ast og þeim ákvörðunum sem tekn- ar eru í sambandi við einstaka á- fanga. Þau koma heim þann sautj- ánda en við verðum að vinna úr haustönninni fram yfir þann tíma þannig að þau ná í lokin á þessu hjá okkur og þau ná þennan stutta próftíma sem verður í blálok annar- innar. Það er ekki útilokað að þau geti sum hver klórað sig fram úr þessu og náð að útskrifast en auð- vitað var þetta mjög óheppileg nið- urstaða. Eg gerði þeim grein fyrir að ég liti svo á að þetta verkfall gæti ekki staði lengur en fram í fyrstu eða aðra viku janúarmánaðar og því líklegt að þau myndu lenda í ein- hverjum hremmingum eins raunin er. Þau eru auðvitað úti á rnjög ó- heppilegum tíma en við sjáum hvað setur. Eins og ég sagði þá ná þau lokum annarinnar og þau ná að taka prófin þannig að það er ekki öll nótt úti enn. En þetta mun hugsan- lega þýða frestun til vorsins á út- skrift hjá einhverjum nemendum. Fyrirkomulag sem hefur gengið sér til húðar Aðspurður um þær aðstæður sem hafa ítrekað komið upp í framhalds- skólum landsins síðasta einn og hálfan áratug segir Þórir þær að- stæður óviðunandi hvernig svo sem litið er á málin. “Auðvitað má þetta ekki eiga sér stað. En það blandast inn í þetta mjög margir hlutir. Eg tel að meginástæðan sé fyrst og fremst sú að samningamál kennara í framhaldsskólum hafa verið í ólestri í einn og hálfan áratug. Það fyrir- komulag sem hefur verið á þessum málum er gengið sér til húðar. Menntamálaráðuneytið sem stýrir og annast hinn faglega þátt starfs- ins, gefur út námskrár og allt sem viðkemur hinu daglega starfi í skól- unum, semur ekki við fólkið sem á að framfylgja þessum atriðum. Það ráðuneyti sem er í fararbroddi í samningum við kennara hefur ann- ars konar sýn á stofnanirnar og íjár- haginn, og tekur ákvarðinar sína fyrst og fremst á grundvelli póli- tískra prósentutalna um hagvöxt og líklega þróun verðbólgu og kaup- lags á markaðinn. Við erum fórnar- lömb óviðunandi aðstæðna í þessu starfsumhverfi okkar. Mín persónu- lega skoðun er sú að það verði að finna einhverja aðra leið til að búa til þrýsting í kjaraumræðum en að gera þriðja aðila verklausan mánuð- um saman, aðila sem getur ekki Ólafsson skólameistari FVA. hönd yfir höfuð sér borið vegna þess að hann er ekki í aðstöðu til þess. 60 daga stríðið Þórir telur að kaflaskil hafi orðið í þessum málum með samningun- um sem skrifað var undir á sunnu- dag. “Eg er sannfærður um að hann er það sem menn hafi verið að strögla við að ná fram í fimmtán ár. Með þessum samningi tókst að setja grunnlaun kennara á þann stað í launaviðmiðunum að þeir geti bor- ið höfuðið hátt og borið sig saman við stéttir sem hafa álíka menntun og sérhæfingu að baki. Áður gátu kennarar bjargað sér með því að vinna allt of mikla yfirvinnu en nú horfum við fram á nýja tíma. Nú horfum við á grunnlaun sem eru allt annarrar gerðar en áður var. Með þessu tel ég að hafi orðið til nútímalegt launakerfi sem muni breyta aðstæðum kennara til fram- búðar. Eg er þó ekki að spá því að þessi samningur eða þetta nýaf- staðna 60 daga stríð sé stríðið sem bindi enda á öll önnur stríð en ég held að þetta séu þau tímamót sem verða til þess að við lendum ekki í þessu aftur. Það þarf að breyta forminu á kjarasamningagerðinni og hún þarf að færast nær þeim sem eru að vinna saman á vettvangi eins og gerst í tilfelli grunnskólakennara og sveitarfélaganna. Þeir sem vinna saman horfast þar í augu en það var ekki það gerðist í upphafi þessarar deilu sem framhaldsskólakennarar lentu í og endaði með þessu langa þrefi. Ég vil að lokum hvetja þá nemendur sem íhuga að hætta námi vegna verkfallsins að gefast ekki upp og endilega að halda áfram námi,” sagði Þórir Ólafsson, skóla- meistari. K.K. Mynd: K.K. Það voru vonglaðir nemendur sem gengu inn í Fjölbrautaskólann á þriðjudag að loknu lengsta kennaraverkfalli Islatidssögunnar. Sú sögukunnátta mun vœntanlega sitja lengi í minni þeirra. Mynd: KK Skólahald í FVA til vors Kennsla í FVA hófst á þriðjudag og þá gerðu kennarar einstakra áfanga nemendum grein fyrir breytingum sem verða á yfirferð námsefnis og námsmati. Áætlun- in til vors er með fyrirvörum um breytingar en ljúka á haustönn- inni í janúar og verða próf föstu- daginn 26. og laugardaginn 27. janúar. Aukakennsludagur verð- ur Iaugardaginn 20 janúar og kennt eftir stundartöflu föstu- dags. Kennsla á vorönn 2001 hefst 5. febrúar og lýkur önninni 31. maí. Ekki verður kennt á laugardögum á vorönn en páskalevfi verður líklega stytt um 4 daga og hugsanlega kennt sumardaginn fyrsta. Reglur unt lágmarkseiningafjölda á önn gilda ekki fyrir haustönn 2000. Menntamálaráðuneytið hefur heimilað skólameisturum að víkja frá því ákvæði vegna yfirstandandi skólaárs í ljósi hinna sérstöku að- stæðna er uppi eru vegna verkfalla framhaldsskólakennara á haustönn. KK f/ýburar Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreídrum eru færðar hamingjuóskir. Dagmai' DöggS.janúar kl. 13.17- Svebibam. - Þyngd: 3930- Lengd: 34 an - Foreldm: Dagmar Dögg Þmsteinsdóttir og Magm'is Ingi Magnússon, Kjalamesi. Ljósmóðii: Helga R. Höskuldsdóttir. Ö. jainiar kl. 12.34 -Meybarn. - Þyngd: 3800- Lengd: 34 cnt. Foreldrar: Bjarney Guðbjörnsdóttir og Jorge Wittiam F/ores Lugo, Akranesi. Ljósmóðir: Anna Bjmisdóttir. 7ónína Liuda/8. janúar kl. 12.34 - meybnrn. - Þyiigd: 3800- Lengd: 34 cm. Foreldrar: Jonína Líndal Sigmarsdóttir og Guðmundur Guðjón Stgvaldason, Akranesi. Ljósmóðir: Anna Bjömsdóttir. Borgbildur2.janúar kl. 18.34- Sveinbam. - Þyngd: 3793 - Lengd: 31 cm - Foreldrar: Borghildur Birgisdóttir og Egitt Gíslason, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. Þyngd: 3800- Lengd: 34 cm. Foreldrar: Kristín Ósk Halldórsdóttir og Finnbogi Jónsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir ;ÍA LI.IU tlj ííjj ‘.ujj'ii -uí is'iö'fi KaniiW I

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.