Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 5
FOSTUDAGUR 12. JANUAR 2001 5 jnE33l)tlU.- Fréttaflutningi DV af Akranesi mótmælt harðlega Hreint og klárt stríð segir Guðmundur Páll Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akafar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar Akraness á þriðjudag um fréttaflutning DV og Vísis.is um Akranes og ýmis málefni bæjar- félagsins. Um síðustu helgi birtist frétt á Vísi.is með fyrirsögn þar sem sagt var eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefið gert alvarlegar athugasemdi við reikn- ingsskil Akraneskaupstaðar en fréttarritari DV á Akranesi skrifaði fréttina. I máli Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra á Akranesi, kom fram að athugsemdir eftirlitsnefndar- innar hefði beinst að allt öðru máli en reikningsskilum Akraneskaup- staðar og það væri alvarlegt mál ef blekkingum væri beitt með villandi eða rangri fýrirsögn. I umræðum um málið kvaddi Sveinn Kristins- son, fulltrúi Akraneslistans sér hljóðs og fordæmi harðlega þennan fréttaflutning. Hann skýrði enn- fremur frá því að fréttaritari DV á Akranesi hefði eftir athöfn í Stjórn- sýsluhúsinu á Akranesi s.l. mánu- dag sagt hópi manna frá því að stefnan væri að skrifa neikvæðar fréttir af Akranesi en jákvæðar fréttir til að mynda úr Stykkis- hólmi og Hafnarfirði, og ekki ætti að ræða við fulltrúa meirihlutans eða Gísla Gíslason, bæjarstjóra um nein mál. Guðmundur Páll Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraness sagði í sam- tali við Skessuhorn líta málið mjög alvarlegum augum og ummæli fréttaritara DV væri alvarlegt mál. “Það verður ekki hjá því komist að ræða þetta mál enda gefur til- efnið fulla ástæðu til þess. Eg mun ræða við eigendur blaðsins og mér ber skylda til þess,” sagði Guð- mundur Páll. “Eg var ekki áheyr- andi að þessum umræðum en hef ekki ástæðu til að draga í efa að þessi orð hafi verið látin falla. En ég vil geta þess að fréttaritari DV á Guðmundur Pálljánsson Akranesi hefur tjáð mér að fýrir- sögnin fréttarinnar á Vísi.is hafi verið breytt og hann beri ekki á- byrgð á henni. Ef fréttaritari send- ir frétt í góðri trú ineð tilmælum um fýrirsögn en síðar er fýrirsögn- inni breytt og sú efnislega ályktun sem dregin er jafn gjörsamlega út úr kortinu og raun ber vitni þá er það ekkert annað en sorpblaða- mennska. Að sjálfsögðu á efnisleg gagnrýni að vera til staðar en æ ofan í æ er það sem skrifað er um Akranes í DV með slíkum hætti að ekki verður við unað. Þegar fjöl- miðill leggur sveitarfélag í einelti með þessum hætti er það ekki blaðamennska heldu hreint og klárt stríð. Hvar sem ég kem hefur fólk orð á því hversu neikvæð mynd birtist af Akranesi í DV,” sagði Guðmundur Páll Jónsson. Rangir og villandi hlutir Gísli Gíslason, bæjarstjóri sagði að leiðréttingar hafi verið óskað enda hafi rangir og villandi hlutir verið þarna á ferðinni. “Þó svo að meginmálið í fréttinni á Vísi.is hafi verið rétt þá var fýrirsögnin röng Gísli Gíslason og mjög villandi þar sem hún gaf til kynna að athugsemdir nefndarinn- ar beindust að bókhaldi eða reikn- ingsskilum Akraneskaupstaðar. Það virðist vera sem ritstjórnarstefna DV sé af allt öðrum toga en ann- arra blaða í landinu og samfélag okkar hér á Akranesi virðist ekki fá að njóta sannmælis á síðum þess. Að ofansögu má ljóst vera að við þetta verður ekki unað og við hljót- um að mótmæla slíkum fréttaflutn- ingi og þessari meðferð á einstök- um málum, sem eru orðin of mörg að mínu mati. Eg held að ritstjórn DV ætti að hrista af sér þetta slyðruorð og skilgreina klárt og kvitt hvar hún stendur í þessu máli þannig að ekki fari inilli mála að samfélagið á Akranesi njóti vand- aðrar meðferðar á því fréttaefni sem blaðið vinnur úr. Það lýtur líka að vera umhugsunarefni ef stað- reyndin er sú að fréttariturum DV í hinum ýmsu sveitarfélögum sé í sjálfsvald sett að marka sér stefnu blaðsins sem tekur mið af persónu- legri afstöðu þeirra til einstaklinga og málefha,” sagði Gísli Gíslason. Fréttaflutningur fyrir neðan allar hellur “Almennt er fréttaflutningur DV af Akranesi fýrir neðan allar hellur,” sagði Sveinn Kristinsson, fomaður bæjarráðs Akraness í samtali við Skessuhorn. “Því miður virðist fréttaritari DV á Akranesi aldrei leita sér upplýsinga hjá þeim sem eiga hlut að niáli en stundar nánast eingöngu að misskilja opinber gögn og skrifa tóma steypu. Það er lág- markskrafa að hann hafi samband við aðila mála þegar deilt er, nú og ef að fréttaritarinn skilur ekki hvað er á seiði þá er sanngjörn krafa að hann afli sér upplýsinga í stað þess að skrifa illa grundaða pistla sem eru í litlu samræmi við veruleikann. Eg er búinn að vera í forystu bæjar- stjórnar þetta kjörtímabil og enginn frá DV hefur nokkru sinni leitað eftir upplýsingum frá mér um deilumál eða önnur mál sem hafa orðið tilefhi fréttaskrifa í DV. Full- trúi minnihlutans hefur aftur á móti ítrekað verið kallaður til vitnis um málefni bæjarins. Af ummælum fréttaritara DV mætti ætla að nei- kvæða umföllun um Akranes megir rekja til þess að hér sé rangur meiri- hluti hér en réttur á hinum stöðun- um. DV virðist einnig hafa horn í síðu Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra og nafn hans virðist helst ekki mega birtast í DV sem mér sýnist vera arfur frá þeirri tíð er ritstjóri DV hamaðist sem mest gegn jarðganga- gerðinni undir Hvalfjörð og hafði rangt fýrir sér. DV-menn hafi ef til vill ekki fýrirgefið Skagamönnum að sú framkvæmd skyldi takast eins vel og raun ber vitni. Annað dæmi er óhróðurinn um Landmælingar Islands sem DV hefur verið að birta og þó að allt hafi verið hrakið hefur það ekki verið leiðrétt í blaðinu. Þetta minnir á aðferðir þeirra fjöl- miðla sem búa til lygafréttir og Sveinn Kristinsson tönnlast síðan á þeim eins og þeir geta og leiðrétta aldrei nokkurn skapaðan hlut. Það er ekki hægt að sitja undir þessu lengur. Sú mynd sem er dregin upp af Akranesi er af einhvers konar undirmálssamfélag á meðan alkunna er að hér í byggðalaginu á sér stað ein mesta uppbygging sem um getur á lands- byggðinni. Það er til skammar fýrir DV að stunda slíka fréttamennsku, “ sagði Sveinn Kristinsson. Ekki við minni- hlutann að sakast “DV hefur oft skrifað neikvæð- ar fréttir um Akranes en hinu má Gmmar Sigurðsson ekki gleyma að blaðið birtir líka jákvæðar fréttir frá bænum. Ný- legt dæmi er kjör Iþróttamanns Akraness árið 2000. En að gefa það í skyn að minnihluti bæjar- stjórnar sé rótin að neikvæðum skrifum um bæinn er út í hött. Minnihlutinn hefur aldrei reynt að hafa áhrif á skrif eða skoðanir fréttamanna, hvorki á DV né ann- ars staðar. I nútíma fréttamennsku geta fréttamenn nálgast flestar þær upplýsingar sem þarf án þess að tala við kóng eða prest. En sé til okkar leitað reynum við að skýra okkar sjónarmið á heiðar- legan hátt. Það sem barst í tal eft- ir þessa athöfn í stjórnsýsluhúsinu á mánudag held ég að hafi verið vegna þess að fréttaritari DV hafi verið að stríða þeim sem viðstadd- ir voru. Eg var ekki viðstaddur en skil ekki að nokkuð annað geti legið að baki. ” sagði Gunnar Sig- urðsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins sem er í minnihluta í bæjar- stjórn Akraness. KK Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Nýtt á söluskrá Kveldúlfsgata 13, Borgarnesi. Einbýlishús 174 ferm. og bílskúr 32 ferm. Stofa, gangur og eldhús parketlagt. Arin í stofu. Brún viðarinmétting í eldhúsi. Fjögur svefnherb. öll parketlögð, skápar í 3. Fataherb. Baðherb. flísalagt, kerlaug/sturta. Gestasnyrting . flísalögð. Þvottahús og búr flísalagt, innréttingar. Ný og 5 vönduð sólstofa, nýr stór sólpallur og nýjar hellulagnir í s garði. Nýr heitur pottur. Húsið er allt í mjög góðu ástandi | og stendur á góðum stað í bænum. I Verð: kr. 17.800.000. Skúlagata 21, Borgarnesi. Einbýlishús á 2. hæðum 378 ferm. Á efri hæð er stofa, borðstofa, gangur og hol parketlagt, 3 herb. parketlögð, skápar í tveimur. Eldhús dúklagt. Baðherb. flísalagt. kerlaug/sturta, gestasnyrting og forstofa flísalagt. Á neðri hæð er stofa parketlögð, 3 herb., 2 parketlögð, 1 dúklagt. Hol teppalagt. Eldhús dúklagt, engin innrétting. Tvö baðherb. flísalögð. Nýlegar raflagnir og frárennslislagnir. Auðvelt að skipta húsinu upp í tvær stórar og góðar íbúðir. Húsið stendur á fallegum stað og útsýni er mikið og fallegt. Verð: kr. 15.000.000. Þórólfsgata 8a, Borgarnesi. Einbýlishús, hæð og ris, 163 ferm. og 27 ferm. bflskúr. Á neðri hæð er stofa og borðstofa flísalagðar. Eldhús endumýjað, flísalagt. Baðherb. flísalagt, kerlaug. Þvottahús, geymsla og eitt herb. I risi eru 3 herb., snyrting og geymsla. Verð: kr. 11.000.000 Vantar eign: Hef traustan kaupanda að 200 ferm. góðu einbýlis- eða raðhúsi þ.m.t. bflskúr, í Borgarnesi, neðri bænum. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl., Borgarbraut 61, Borgarnesi. s. 437 1700, fars. 860 2181, fax 4371017

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.